Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 2
Dr. Sigurður Pétursson, gerlafr.: Malvælaframleiðsla Íslendinga Öflun matvæla hefur alla tíð verið höfuðvið- fangsefni mannkynsins, bæði einstaklinga og þjóða, og svo mun enn verða um ókomnar aldir. Talið er þó, að viðfangsefni þetta verði nú senn torveld- ara en verið hefur hingað til, sökum stöðugrar fjölgunar mannkynsins. Er jafnvel hugsanlegt, að svo geti farið, að hungrið verði bráðlega algeng- asta dánarorsök jarðarbúa. Nú eru íbúar jarðarinnar taldir vera um 2.700 milljónir. Hefur þeim farið mjög fjölgandi síðustu áratugina, vegna framfara í læknavísindum og heil- brigðisháttum. En fúkalyf, skordýraeitur og hreint vatn eru taldar þrjár höfuðorsakir hins aukna lang- lífis, sem nú gætir með öllum þjóðum. Með sama áframhaldi er talið, að íbúar jarðarinnar verði orðn- ir 6.300 milljónir árið 2000. Það er að segja, að þeim muni á næstu 40 árum fjölga um 3.600 millj., eða að fólksfjöldinn muni tvöfaldast og einum þriðja betur. Það er sýnilegt, að matvælafram- leiðslan í heiminum verður að aukast að sama skapi á þessum 40 árum, ef fólkið á ekki að falla úr hungri. Eftirspurn eftir hvers konar fæðutegundum mun því aukast stórkostlega á næstu áratugum. Fiskmeti er meðal hollustu fæðutegunda Þessi staðreynd er alveg sérstaklega eftirtektar- verð fyrir okkur íslendinga. Við erum ein af þeim þjóðum, sem geta miðlað öðrum af matvælafram- leiðslu sinni. Og matvælin, sem við framleiðum eru bæði mikil og góð. Þau eru ekki hinar ódýru kol- vetnisríku fæðutegundir, eins og korn og grænmeti, heldur þær eftirsóttustu og dýrustu, eins og eggja- hvítuefni og feiti; hvort tveggja úr dýraríkinu. Eggjahvítuefnin eru nauðsynlegustu næringarefni mannsins og ásamt feitinni þau dýrmætustu, en úr fiski fást bæði þessi næringarefni í ríkum mæli. Og ekki nóg með það, heldur er talið, að eggjahvítu- efnin úr fiskinum séu með þeim allra hentugustu, sem maðurinn getur lagt sér til munns, og hinar ómettuðu feititegundir fiskanna séu hollari fæða, en hinar hörðu feititegundir landdýranna. Auk þess eru ýmsar fiskafurðir sérstaklega auðugar að víta- mínum og söltum, sem lífsnauðsynleg eru fyrir manninn. Síðastliðið ár var metár í fiskveiðum okkar ís- lendinga. Varð fiskaflinn hér 556 þúsund lestir, eða næstuin 3% lest á hvert einasta mannsbarn á land- inu. Árið 1958 var aflinn heldur minni, eða 505 þúsund lestir, og má það teljast meðalár. íslendingar fjórða mesta fiskútflutningsþjóð heims Samkvæmt skýrslum frá Sameinuðu þjóðunum, fluttu íslendingar á árinu 1958 út fisk fyrir 55 milljónir dollara. Til samanburðar má geta þess, að samkvæmt sömu skýrslum fluttu Norðmenn þetta ár út fisk fyrir 164 milljónir dollara, eða aðeins þrisvar sinnum meira en íslendingar. Þó eru Norðmenn 20 sinnum fleiri en við, og mestu fisk- útflytjendur í heimi. Mestu fiskútflytjendur í Evrópu árið 1958 voru sem sagt Norðmenn með 164 milljónir dollara, íslendingar með 55 milljónir, Danir með 43 milljónir, , Portúgalar með 37 millj. og Hollendingar með 32 milljónir dollara. Utan Evrópu voru aðeins 2 þjóðir með meiri fiskút- flutning en íslendingar: Japanir fluttu út fisk fyrir 145 milljónir dollara og Kanadamenn fyrir 136 milljónir dollara. Við erum því fjórða mesta fisk- útflutningsþjóð heimsins, og miðað við fólksfjölda, getur engin þjóð í heimi miðlað öðrum eins miklu af þessari dýrmætu fæðutegund, fiskinum, og við íslendingar. Við erum líka vafalaust eina þjóðin í heiminum, sem segja má, að lifi af fiski. Ekki svo að skilja, að íslendingar leggi sér ekki annað til munns en fisk, heldur þannig skilið, að nær allur útflutningur íslendinga er fiskur og fiskafurðir. Allt, sem við kaupum erlendis frá, og það er margt, er fengið fyrir fisk. Sjávarútvegurinn er þannig undirstaðan undir velmegun íslenzku þjóðarinnar. Þar með er ekki gert lítið úr framleiðslu landbúnaðarins. Hún 2 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.