Vísir - 12.10.1963, Side 8

Vísir - 12.10.1963, Side 8
8 VISIR . Laugardagur 12. október 1963. VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Ljótur leikur Blöð stjómarandstöðunnar halda áfram söngnum um dýrtíðina, „óðaverðbólguna“, sem þau nefna svo. En rétt væri fyrir þá, sem að þessum skrifum standa, að hafa það í huga, þegar þeir em að deila á ríkis- stjómina, að hefði hón farið eftir öllum kröfum stjóm- arandstöðunnar um launahækkanir og þenslu, væri áreiðanlega komin lítt viðráðanleg óðaverðbólga. Þess verðui ekki minnzt, að borin hafi verið fram krafa um hækkun á afurðaverði eða kaupgjaldi, svo að blöð stjómarandstöðunnar hafi ekki tekið undir hana og oftast gengið lengra en þau hagsmunasamtök, sem kröfuna gerðu. Þegar samkomulag hefur svo náðst milli þeirra aðila, sem um kröfumar fjölluðu, hafa Tíminn og Þjóðviljinn sagt, að afurðimar hefðu átt að hækka miklu meira, eða launin ,eftir því hvort um var að ræða. / ' Ef þetta er ekki að vinna markvisst að vaxandi dýrtíð og verðbólgu, er vandséð hvað fremur getur kallazt því nafni. Meðan athuganir og samningar stóðu yfir um leiðréttingu á launum opinberra starfsmanna, eftir margra ára misrétti, sem þeir höfðu orðið að þola, samanborið við aðrar stéttir, létu blöð stjómar- andstöðunnar í veðri vaka, að þessi lagfæring þyrfti ekki að hafa áhrif til nýrra hækkana hjá öðmm stétt- um. — En hvað skeður? Um leið og opinberir starfs- menn hafa fengið sínar kjarabætur, hefja Tíminn og Þjóðviljinn upp nýjan söng um að nú þurfi aðrir líka að fá hækkun! Þannig em heilindin í skrifum þessara blaða. Það er einkar furðulegt að sjá Tímann halda uppi svona áróðri, þar sem vitað er, að Framsókn er allra flokka íhaldssömust og skilningsminr^t í kaupgjalds- málum, þegar hún er í ríkisstjóm. Af þessu öllu er auðsætt, að kjörorð stjórnarand- stöðunnar er þetta — og aðeins þetta: Við skulum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að grafa undan viðreisninni, magna dýrtíðina svo sem unnt er, reyna að koma á upplausn; því það er eina leiðin til þess að koma ríkisstjórninni frá! Þetta er ljótur leikur, en nú- verandi stjómarandstaða hefur margsinnis sýnt það, að hún er albúin til hvers konar pólitískra hermdar- verka, hvað sem þau kunna að kosta þjóðina. Framsóknarflokkurinn fær tækifæri til þess á þinginu, sem nú var að koma saman, að sýna það í verki, að hann vilji stemma stigu við vaxandi dýrtíð. Það mun verða prófsteinn á heilindi flokksins, hvem- ig hann bregzt við þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjóm- in telur að gera þurfi til þess að halda jafnvægi í efna- hagsmálum og tryggja mátt gjaldmiðilsins. Vilja Fram- sóknarmenn áframhaldandi uppbyggingu eða hmn? ☆ ‘p'kki finnast mér nein tíu ár síðan Páll lsólfsson varð sextugur. En ég ræð ekki sól- arganginum, og verð að sætta mig við og trúa fullyrðingum almanaksins. Og það verður Páll einnig að gera, hvort sem hon- um er ljúft eða leitt. Hann er þá sjötugur f dag kallinn. Nú það verður vfst enginn nema einu sinni, og sumir reyndar aldrei. En að tóniistarmaður nái svo háum aldri, og sé þarað- auki svo fjörugur til sálar og líkama, að ekkert er lfklegra en hann eigi mörg merkisafmæli framundan, hlýtur að bera vott um frábæra staðhætti og aldeil- is framúrskarandi rekstur þjóð- arbúsins. (Af hverju gat nú for- sjónin ekki látið Schubert fæð- ast hér líka?) Og við höldum upp á þetta afrek þjóðfélagsins, með söng og samdrykkju, og erum enn sannfærð um að „ls- lands bfður ekki nóttin djúp og dimm", um sinn. Þó ég ætti líf mitt að launa, gæti ég ekki ímyndað mér hvernig þeim sem iftur framan í órakaðan morgun áttunda tugs ævi sinnar, er innan brjósts. Hins vegar veit ég eitt og annað um hvemig er að vera langt í þrítugur, og get því að nokkru sett mig í spor þess manns sem fyrir meir en fjöru- tíu árum hóf að kenna fagnað- arerindi tónlistarinnar, í söng- lausustu sókn samanlagðrar heimskristninnar. Aðkoman var sannarlega ekki glæsileg. En furðu brátt bar til tíðinda, sem varlega áætlað mætti telja til meiri háttar kraftaverka, ef ekki undra og stórmerkja. Fámennur en.traust Dr. Páil lsólfsson. Dr. PÁLL ÍSÓLFSSQN sjötugur ur hópur fylgismanna og læri- sveina hlýddi kalli meistarans, og það var komið upp nothæf- um orgelum. Það var stofnuð hljómsveit og sfðan músfkskóli, og sumir segja að jafnvel Dóm- kirkjukórinn hafi fengið lagið um stund. Já, oft virðast engin takmörk sett fyrir, hverju per- sónutöfrar Páls Isólfssonar geta hrundið í framkvæmd. En þetta voru björtu hliðamar, *g oft hefur þeim hinum unga spá- Kennsla í norsku og sænsku ’ Sendikennarinn í norsku við i Háskóla Islands Odd Didrlksen cand. mag., og sendikennarinn í í , sænsku, Lars Elmér fil. mag. munu hafa námskeið I háskólanum fyrir " almenning f vetur. Væntanlegir !|; nemendur eru beðnir að kóma til viðtals sem hér segir: 1 norsku: fimmtudaginn 10. okt. kl. 8.15 e. h. I VI. kennslustofu. I sænsku: mánudaginn 14. okt. kl. 8.15 e. h. í II. kennslustofu. manni blöskrað skilningsleysi og tregða lýðsins. Þegar kirkju- gestir ruku á fætur og út að loknum blessunarorðum klerks, og sinntu engan veginn speki Bachfúgunnar, eða hvað það nú er sem er leiklð á eftir svoleiðis athöfnum, hefur hann bitið á jaxlinn. Þegar tilraunum til flutnings stórverka heimsmeist- aranna var svarað með skætingi um sinfóníugarg og kröfum um meiri harmonikku, hefur hann bölvað í hljóði. En þolinmæðin þrautir vinnur allar, segir spak- mælið, og hópi fylgismanna og lærisveina óx að lokum svo ás- megin, að fyrirtækið Páll ísólfs- son varð með þeim blómlegustu í gjörvöllu landinu. Já, Páll er á vissan hátt al- menningsfyrirtæki eða hluta- félag, og með þvi að halda upp á afmæli hans, erum við í aðra röndina að halda upp á sjálfa okkur. Hann er lifandi tákn þeirrar bjartsýni og framfara- hyggju, sem á sínum tíma renndi stoðum undir þá hug- mynd, að í þessu landi sé mönn um fært að ganga uppréttir. Við erum stolt af þeirrj hugmynd, og þó enn hafi hún ekkl fylli- lega orðið að veruleika, lifir hún með þjóðinni. I dag eru sjötíu ár síðan þessi án efa vinsælasti af sonum Is- lands var í heiminn borinn. Þær eru ótal hamingjuóskirnar sem honum berast, og ég veit að þær eru allar gerðar af fyllstu ein- lægni. Sjálfur legg ég hér með fram mína fátæklegu virðingar- kveðju, og af hjartans sannfær- ingu. En aðalatriðið er eftir: getur dr. Páll ísólfsson gert slíkt hið sama? Séu verk hans vegin og metin, leikur þar á enginn vafi, að þvl er okkur virðist, Fáir hafa betra og meira látið af sér leiða á sínu sviði, og þess vegna getur hann ó- hræddur tekið undir með okkur, og skálað fyrir sjálfum sér. En þó er þetta spurning sem hann verður einn að svara. Enginn veit hvað á sér stað í dýpstu fylgsnum huga annars manns. En mér er ekki grun- laust um, að hinum aldna höfð- ingja finnist starfi sínu fjarri að fullu lokið. Leifur Þórarinsson.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.