Vísir - 12.10.1963, Síða 6

Vísir - 12.10.1963, Síða 6
6 VISIR . Laugardagur 12. október 1963. Bnmnes, HébY ibaer Húsavík Meyja rdaUhel&i MLaJcamyn Fólkið flýr Flatey vegna hafnleysis ■ I « *■ ur á eynni en í vetur var ver Verða að koma batum sinum i iö að gera 300 metra a&igóðri flugbraut. >Ani a/.noi. geymslu í lcmdi yfir vetrartímann En aðaiatriðið fyrir okkur, sagði hann er að fá höfn, ann ars er ekki lífvænlegt í eynni. Nýr Vauxhall - bíil Vauxhall verksmiðjumar sendu fyrir nokkru nýjan bíl á markað. inn. Þetta er fjögurra manna bíll, og með framleiðlu og sölu þessa bíls, taka þessar verksmiðjur þátt í hinni hörðu samkeppni bílaframleiðenda í framleiðslu smábíla. Þessum nýja bíl svipar um margt til stærri Vauxhall bíl- anna, hvað útlit snertir. Þær gerðir eru Victor 5 manna bíll og Velox og Cresta, sem eru 6 manna bílar. Þessar gerðir hafa vakið athygli hér, engur síður en erlendis, fyrir fallegt útlit. Með framleiðslu þeirra hafa þess ar verksmiðjur náð glæsilegum árangri í því að skapa þann bíl, sem alla dreymir um að eignast. Sala á þessum bílum hefur alls staðar verið mjog mikil. Nýi 4 manna bíllinn ber heit- ið Viva. Hann er með 50,1 ha. vél, gíraskipting er í gólfi og eru allir gírar syncroniseraðir eða samhraða. Miðstöð rúðu- sprauta o. s. frv. er að sjálf- sögðu í bílnum. Viva er einkar rúmgóður og með stórri farangursgeymslu. Vatnskæld vél er frammi í bíln- um. Sýningarbílar eru væntanlegir hingað til lands í þessum mán- uði. Hér sést hin nýja gerð Vauxhall Viva. v' Staðurinn þar sem talið er bezt að gera höfnina, er sunn. an á eyjunni rétt hjá bryggj- unni og þarf ekki að kosta miklu til, að gera þar nothæfa bátakví. Það er nú talin yfirvofandi hætta ð því, að ein kosta- bezta eyja við ísland leggist í eyði. Er það Flatey á Skjálf anda. Á þremur síðustu árum hefur um þriðjungur íbúanna flutzt á brott þrátt fyrir mikil landgæði, frjósemd og þótt hin beztu fisklmið séu undir eynni, þá er lífið svo erfitt vegna hafnleysis, að fólkið helzt þar ekki við. Þeir sem enn búa eftir f Flatey segja að þessu valdi fyrst og fremst hafnleysið, svo að þeir geti ekki notfært sér veiðamar kringum eyjuna yfir vetrar- mánuðina. Fréttamaður Vísis átti fyrir nokkru tal af Flateyingi, Jó- hannesi Jóhannssyni, sem var þá staddur í kaupstaðarerind um á Húsavík. — Það er hafnleysið sem þjakar ykkur mest? — Já, en það er bryggja í Flatey. Hún er mra óvarin fyrir stormum að vetrarlagi. Við gemm út þaðan á vorin og sumrin en bátunum hefur fækkað. Fyrir nokkrum árum voru fjórir dekkbátar og átta trillubátar gerðir út frá Flat- ey. Nú hefur þeim fækkað nið ur í 2 dekkbáta og 4 trillur. Þegar kemur fram í október- lok verðum við að flytja bát- ana í land. ég fer t. d. með minn til Akureyrar og geymi hann þar í slipp. Hinir bátarn ir eru lfka geymdir inni á Eyjafirði. Þar liggja þeir fram f febrúar—marz. — Þetta myndi breytast ef gerð væri höfn á eynni? — Já, það tel ég víst. Yfir vetrarvertíðina stundar fjöldi báta línuveiðar við Flatey, bæði bátar frá Eyjafirði og Húsavík. Ég trúi ekki öðru en að það myndi breyta viðhorf unum f Flatey, ef höfn kæmi en nú síðustu tvö til þrjú ár- in hafa 40 flutt í burtu og að eins um 50 eru eftir. Með vetr inum fara svo fleiri að heim- an til að leita sér atvinnu eða til að ganga á skóla, svo að rétt um 30 verða eftir. — Hvemig er með sam- göngur við Flatey? — Það eru póstsamgöngur hálfsmánaðarlega og að vetr- inum engar aðrar ferðir og þar sem við erum bátlaus verðum við að síma til Húsa- víkur, ef við þurfum á bát að halda. — Var ekki áður mikið meiri byggð f Flatey? — Ég held að íbúatalan hafi komizt hátt á annað hundrað. Áður vom fjórar sæmilega góðar jarðir í eynni. Þær hétu Útibær, Krosshús, Neðribær og Uppibær. Kross- hús eru í eyði, en á hinum lítill búrekstur. Þá var svo mikið fé í Flatey að flytja varð það til beitar upp í Flat eyjardal. Nú er ræktarlandið hvergi nýtt. Að lokum skýrði Jóhannes frá því, að nú í sumar hafi verið unnið að nokkrum fram kvæmdum í Flatey. Verið var að bæta flugvöllinn og reisa þar gríðarmikinn vita. Áður hafði verið gerður um 900 metra langur ruddur flugvöll- V.^V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.SV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.'.V Það er ástæða til þess að benda foreldrum á hina merki legu sálfræðiþjónustu bama, sem Reykjavíkurborg veitir ókeypis f Heilsuverndarstöð- inni . Sálfræði þjónusta barna Margir foreldrar eiga í erf- iðleikum með böm sín og þykja þau vera kenjótt og ó- þekk. Ef mikil brögð em að þessu er sjálfsagt að leita sér. fræðings alveg eins og menn fara til læknis þegar eitthvað amar að þeim líkamlega. Deildin var stofnuð fyrir tæp- um þremur árum og síðan þá hefir hún veitt 333 börnum að stoð. Engin minnkun er að leita slfkrar hjálpar því eng- inn getur við sjúkdómum gert, hvort sem þeir eru sál- rænir eða líkamlegir. En höfuðatriðið er þetta: Ef Ieitað er aðstoðar sálfræð- ings bama í tíma er oft hægt að breyta umhverfi bamsins og fjarlægja þá þætti, sem taugaveiklun valda, auk á- ettur i hrifa á það sjálft. Ef ekkert er aðhafzt er alltaf hætta á því að bamið vaxi upp sem óknyttabam og komist síðar meir á lífsleiðinni f erfiðleika og jafnframt í tæri við lögin. Þess vegna er sjálfsagt að snúa sér til sálfræðiþjónust- unnar í Heilsuvemdarstöð- inni. Merkar greinar Greinar Sigurjóns Bjöms- sonar hér í Vísi um sálfræði- leg og uppeldisfræðileg vanda mál hafa vakið mikla og verð skuldaða athygli. Þar hefir höfundur rætt mörg þau vandamál, sem foreldrar og aðrir uppalendur eiga við að etja í alþýðlegum stíl og kom- ið með hollar leiðbeiningar. Hér er að nokkru farið inn á nýjar brautir í íslenzkri blaðamennsku. Mikilvæg leið beiningaþjónusta er veitt les- endum, sem ella er aðeins að finna í fræðibókaformi, sem ekki er aðgengilegt öllum al- menningi. Og um þessi mál hefir ejnn bezti sérfræðingur okkar íslendinga fjallað svo vel að almenna athygli hefir vakið. 27 i Glasgow Ég les í einu dagblaðanna í í gær, Tímanum, þá merki- |! legu frétt, að 27 íslenzkar kon ■! ur hafi verið samankomnar á .J einu og sama hótelinu í Glas- i" gow nýlega og hafi allar ver- !■ ið í viku innkaupaferð þar f |I borg. Og þetta á sér stað þótt j! nú séu allar verzlanir á ís- .J landi fullar af dýrindisvam- I; ingi og Parísarföt og Parísar- skór á markaði. |! Var einhver að tala um það £ að hagur almennings færi .J versnandi á íslandi? •!! I* Vinsælasti maðurinn Vinsælasti maður lands- j! ins er sjötugur í dag. Það er % auðvitað Páll ísólfsson. Þurfti I; nokkur að spyrja? Við, sem !• munum nafn hans þegar hann var með Þjóðkórinn í útvarp- |I inu gleymum því seint. Og *| þeir, sem þekkja hann per- I; sónulega, vita, að á andríkari, !• hnyttnari og skemmtnari |. manni er leitan. Og auk þess |! er hann músíkjöfur landsins, ■[ maður, sem veldur algjörum I; straumhvörfum í tónlist okk- ;■ ar lands. Því segi ég: |! Til hamingju, Páll! ■! Kári. I; "■ AVbV.%%NW.VV.V.V.,.V.W.,,VA%%,AV

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.