Vísir - 12.10.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 12.10.1963, Blaðsíða 7
VIS IR . Laugardagur 12. október 1963. 7 nús Matthíasson stórkaupmaður Framhald uf bls. 4 létu sér ekki nægja sterka bjór- inn, þó nóg fengist af honum innlendum og erlendum. Margt fleira má sjá og læra af áfengisvarnarhefti Svía, en hvergi er að finna minnstu rök fyrir áróðursspjalli G. H. Ó. verkfræðinema í Stokkhólmi. Þvert á móti er reynsla Svía sú sama og annarra þjóða af sterka ölinu: Hættulegur drykk- ur, sem virðist hafa tvö- og þrefaldað áfengisafbrot ungl- inga á fáum árum. Svo set ég hér greinarkorn, sem ísl. sjómaður skrifaði, er ölfrumvarpið var á ferðinni. Hann mun hafa haft nokkru meiri reynslu af sterkum bjór en G. H. Ó. hefur enn. Og hann barðist við ofdrykkjuhneigð, sem'"ásótti hann eftir að hafa stundað sterka ölið árum sam- an erlendis. „STUNDAR HANN BJÓRKRÁNA? Ég er einn þeirra manna, sem mikla reynslu hef af erlendum bjórkrám. Ég var sjómaður og sigldi í mörg ár á Bretland, Ameríku og víðar. Ekki skil ég þá Islendinga, sem kynni hafa af bjórkrám, og vilja innleiða sterkan bjór hér. Að mínu viti er bjórinn svartasti bletturinn á hinni svokölluðu siðmenningu Breta. Kráin er ekki aðeins sóða Ieg< Hún er víti, sem dregur menn til sfn og gerir þá að aum ingjum, andlegum og líkamleg- um. Hún eyðileggur heimilislíf þúsunda og er uppspretta spill- ingar. Hvar eru dæmi um það að vændi þrffist ekki í skjóli bjórkránna? Brezkar bjórkrár eru eins og rotin epli, sem eitra út frá sér. og sýkja raunar allt þjóðlffið. Lán okkar íslendinga er að hafa ekkert af þeim að segja. Ég veit að margir Bretar vildu gefa mikið til nð losna við þessa ómenningu, ef þeir aðeins gætú. Ég minnist þess eitt sinn, að enskur vinur minn bauð mér heim. Húsfreyjan hafði hjá sér saumaklúbb. Tíu ungar konur skröfuðu um vandamál heimil- anna. Ein vinkonan hafði ein- mitt trúlofazt þennan dag og kom ekki. Upphófust umræður um mannsefnið. Hugsanlegir kostir og gallar kærastans voru metnir og vegnir af reynslu og kunnátt.u giftra kvenna. Ein var sú spurning, sem þótti skipta meira máli en allt annað: Stund- ar hann bjórkrána? Konurnar höfðu sýnilega glöggan skilning á þvf, hvað það er að eiga mann sem fer beint úr vinnunni á bjór krána og eyðir þar öllu kvöld- inu. Hvað myndu íslenzkar kon- ur segja um það? Er þetta það sem koma skal hér? Eða berum við gæfu til að afstýra hætt- unni, verja landið og þjóðina fyrir þessum ófögnuði?" Svo ritaði þessi reyndi öl- maður. Við treystum íslenzkum konum og alþingismönnum til að afstýra öl-hættunni og draga sem mest úr allri áfengisnautn. Sveinbjörn Jónsson. Bílakjör Nýir bflar, Commer Cope St. 8IFREÍÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Símax .13660 Í4475 og 36598. Hinn 7. þ. m. gndaðist í sjúkra- húsi Magnús Matthíasson stórkaup maður. Magnús var fæddur á Akureyri 3. apríl 1888. Hann var yngsti son- ur þjóðskáldsins Matthíasar Joc- humssonar og konu hans, Guðrún- ar Runólfsdóttur. Magnús var yngstur barna þeirra og af þeim eru nú aðeins tvö á lífi, frú Þóra, býr hér f bæ með dætrum sínum, og Gunnar, sem á heima vestur í Los Angeles í Kaliforníu, sem kunnugt er. Magnús ólst upp á Akureyri. Seytján ára fór hann að starfa í Landsbankanum þar, fluttist svo hingað 1910, en fór stuttu síðar til Ameríku og vann þar að ýmsu, eins og gengur um vesturfara, eink um fyrstu árin. Magnús var um tíma í Vancouver, Seattle og í Alaska. Heim kom hann 1917. Eftir heimkomuna gerðist hann kaupsýslumaður, ýmist sjálfstætt eða með öðrum framan af a. m. k., TésiBÉsteirskélB — Framhald af bls. 9. viku, hálfa klukkustund í senn, og sameiginlega í flokkum tón- fræði, heyrnarþjálfun og tónlistar kynningu. Þessi nýi skóli nýtur einlægs fylgis Kópavogsbúa, sem jafnan hafa orðið að senda börn sín til Reykjavíkur til tónlistarnáms. Hef- ur bæjarfélagið veitt skólanum 150 þúsund króna styrk. Einnig hefur skólinn fengið styrk hjá mennta- málaráðuneytinu, og sótt um styrk hjá ríkinu. Munu þessir styrkir nægja til þess að koma skólanum yfir erfiðasta hjallann f sambandi við kaup á hljóðfærum o. fl. Skólastjóri Tónlistarskóla Kópa- vogs hefur verið ráðinn ungur ís- firðingur Jón S. Jónsson. Jón hóf tónlistarnám sitt á Isafirði, en hefur síðan stundað nám f Tónlistarskóla Reykjavíkur, og einnig í Banda- ríkjunum, þar sem hann var 4 ár, og hlaut „master“ gráðu f tónlistar- fræði. Jón hefur að undanförnu stjórnað Karlakór Reykjavíkur. svo sem með Jóni Laxdal tón- skáldi, en kona Jóns var Elín, systir Magnúsar. Árið 1920 stofn- aði hann heildverzlun og rak um 30 ára skeið eða til 1950, en hætti þá kaupsýslustörfum að mestu. Magnús var með kunnustu mönn um hér í bæ sinnar stéttar. Auk kaupsýslustarfanna stundaði hann nokkuð bókaútgáfu og gaf m. a. út verk föður síns, svo sem heild- arútgáfu af ljóðum hans, þýddum og frumsömdum, af rausn og smekkvfsi, og hafði Magnús þar tekið sér til fyrirmyndar heildar- útgáfur höfuðskálda enskra, og hef ir því ekki verið haldið á lofti sem skyldi, hver fyrirmynd var að þessari útgáfu. Ég kynntist Magnúsi fyrst, er þau bjuggu í húsi foreldra minna, Fellibylurinn „FIóra“, sem ætt hefur yfir Karabíska hafið að undanfömu og gert þar mik- inn usla, stefnir nú norðaustur á bóginn og í átt til Evrópu. Vísir hafði í morgun samband míS'é Veðurstofuna og spurði Jönas Jakobsson veðurfræðing nánar; um •„Fiöru“. — Um „Flóru“ er það að segja að á miðnætti í nótt var hún 300—400 kílómetra SA af Bermudaeyjum á hreyfingu NA. Að svo komnu er ekki hægt að segja hvaða leið hún endanlega fer, en ég hallast nú að því að hún muni heldur taka stefnu á Bretland en ísland. En í öllu falli eru litlar líkur fyrir að hún valdi mannskaðaveðri hér norðurfrá, frekar en aðrar lægð- ir á þessum árstíma. — Meðan fellibyljir eru í Minning sem stóð þar sem Landssímabygg- ingin er nú, þegar þau áttu þar og heima ágætishjónin Vigfús Einars- son skrifstofustjóri í Stjórnarráð- inu og kona hans, en hún var systir Magnúsar, og vorum við Magnús góðkunningjar æ síðan. Magnús bar mikinn svip af föð- ur sínum, prýðilegum gáfum gædd ur, bókelskur og fróður vel um margt, trygglyndur maður og dreng lyndur. Tækifærisræður í sam- kvæmum heyrði ég Magnús flytja, bæði á ensku og íslenzku, en hann var flugmælskur, fyndinn og fjör- legur og gat sannarlega látið gamm inn geysa. Magnús gekk að eiga Matthildi, dóttur Einars Hjörleifssonar Kvar- ans árið 1928, hina ágætustu konu, og lifir hún mann sinn. Heimili staðvindabeltinu eru þeir ekki víðáttumiklir en mjög sterkir. Þegar þeir koma norður fyrir það belti breytast þeir m. a.- fyrir áhrif snúnings jarðar, verða víðáttumeiri og hegða sér þá s-vipað og lægðir á þessum slóðum. Hauststormar, sem komið hafa, hafa oft stafað af fellibyljum, sem komið hafa þarna suðurfrá. — Það voru rétt í þessu að berast veðurfregnir frá Berm- uda, og af þeim sést ' að „FIóra“ er að komast norður úr staðvindabeltinu og er eigin- lega orðin að lægð. Hún hefur farið það fjarri Bermduaeyjum að þær hafa lent í útjaðri lægð- arinnar. Á Bermuda er nú ekki mjög hvasst, um 4 vindstig og eru engar líkur á að „Flóra“ hafi valdið spjöllum þar. þeirra var að Túngötu 5, en það hús lét Magnús reisa. Magnús lætur eftir sig son, Eirík Magnússon rafvirkjameistara. Útför Magnúsar er gerð í dag. A. Tt. — „Flóra“ er nú orðin svo víðáttumikil að engar líkur eru fyrir að hún komist yfir hafið og að strönd Evrópu án þess að hægt verði að fylgjast vel með henni. Eldur í bifreið FYRIR skömmu kvikn- aði í bíl í Sörlaskjóii móts við hús nr. 80. Var slökkviliðið kvatt á vettvang og var þá talsverður eldur f aftur- sæti bílsins, sem var rússneskur fólksbíll. Brann bæði sætið og bak- ið með öllu og skemmdir því all- nokkrar á bílnum. Ekki vissi slökkviliðið um elds- upptök, en taldi helzt líkur fyrir því að neisti frá vindlingi hafi dottið niður í sætið. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS @9 ew o* s »1 er <« Nl Algengustu orsakir eldsvoða eru íkviknanir í kyndiklefum, óvarkámi með ýmiss konar rafmagnstæki og lélegar raflagnir. Foröiö tjóni með því að ganga vel um kyndiklefann og athuga vel, hvort nokkur leki er á olíu- leiðslum. Verið varkir með öll rafmagnstæki ^ UMBOÐSMENN UM LAND ALLT. MEÐ HAGKVÆMUM TRYGGINGUM. a B <S 8 < <8 Liklegra að „Flóra" stefai á BRETLAND en ÍSLAND

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.