Vísir


Vísir - 12.10.1963, Qupperneq 5

Vísir - 12.10.1963, Qupperneq 5
V í SIR . Laugardagur 12. október 1963. Forsetar Framh. af bls. 1. höfðu verið til að athuga kjör- bréf hvor annarrar höfðu ekki margt fram að færa. Nokkrar kærur höfðu borizt, en engin þeirra er talin hafa áhrif á heild- arúrslitin, hvorki kjör þing- manna, né úthlutun uppbótar- þingsæta. ólafur Jóhannesson (F) ræddi nokkuð um tíu vafa- atkvæði. sern fram komu á Siglu firði eftir að yfirkjörstjóm hafði kosið og taldi, að þar með væri kosningum lokið og ekki yrði bætt við atkvæðum eftir það. Taldi Ólafurað taka þyrfti það til nánari íhugunar. Samþykkt var að vísa málinu til fyrsta fundar kj bréfanefndar. Nýir þingmenn undirrituðu drongskaparheit sitt, en þeir eru: Matthías Bjarnason (S), Ragnar Amalds og Sverrir Júlí- usson (S). 1 kosningu um forseta Sam- einaðs Alþingis, sem Ólafur Thors aldursforseti stýrði, varð Birgir Finnsson efstur með 32 atkvæði, en Karl Kristjánsson (F) hlaut 19, og Hannibal Valdi- marsson (K) hlaut atkvæði sitt og sinna manna, 9 talsins. Fyrri varaforseti var kjörinn Sigurður Ágústsson (S) en síðari Sigurður Ingimundarson (A), og tveir skrifarar útnefndir, Ólafur Bjömsson (S) og Skúli Guð- mundsson (F). Þrír listar komu fram, þegar 5 menn vora kosnir í kjörbréfa- nefnd. Kosningu hlutu þeir Einar Ingimundarson, Matthías Mathie sen (S) og Eggert Þorsteinsson (A) af A-lista, en Ólafur Jó- hannesson (F) og Bjöm Fr. Bjömsson (F) af B-lista. Sleit hinn nýkjömi forseti Sameinaðs þings síðan fundi, en fundir hóf- ust þá í báðum deildum, eftir að 20 menn höfðu verið kosnir án atkvæðagreiðslu í Efri deild. I Neðri deild var Jóhann Haf- stein kjörinn forseti, en fyrsti varaforseti Benedikt Gröndal (A) og annar varaforseti Jónas Rafnar (S). 1 efri deild var Sig- urður Ó. Ólafsson kjörinn for- seti en Eggert G. Þorsteinsson fyrsti varaforseti og Þorvaldur Garðar Kristjánsson annar vara- forseti. Boðað hefur verið til 2. fund- ar Sameinaðs Alþingis á mánu- dag, en þá verður m. a. kosið í fastanefndir, sem eru Fjárveit- inganefnd, utanrfldsmálanefnd og allsherjarnefnd. SlysaaBda — Framh. af bls. 16. deildar rannsóknarlögreglunnar, m. a. orð þegar við ræddum við hann um þá atburði, sem skeð hafa undanfarna daga, að fleiri og fleiri böm hafa orðið fyrir bifreið. Og Kristmundur sagði enn fremur: — Það er augljóst mái, að við verðum að gera allt sem tiltækilegt er til þess að sporna við öllum þessum slysum. Lög- reglan, Slysavamafélagið, blöðin og flein aðilar verða að reyna að opna augu foreldranna fyrir því hvað þeir em að gera, þeg- ar þeir senda börnin út á göt- una til þess að leika sér. Sem sagt, við verðum að ná til for- eldranna og gera þeim þetta ijóst. Til eru dæmi þess, að móðir hefur sent smábarn út á götu, sem er ein mesta umferð- aræð borgarinnar, til þess að Veifingamaðurirca að lippseium: „Hér inn fyrir dyrnar koma Englendingar aldrei aftur" I gærkvöldi ræddi Vísir við tvær aðalpersónur Bretaslags- ins á ísafirði, veitingamanninn Pétur Vilberg og yfirlögreglu- þjóninn Halldör Jónmundsson og fer hér á eftir saga þeirra í stuttu máH. Pétur Vilberg, veitingamaður á Uppsölum: „Þetta urðu aidrei nein áflog inni hjá mér að Uppsölum. Það tók ekki nerpa 30 sekúndur að koma Bretunum út. Þeir voru búnir að vera hjá mér alllengi og þjóra í laumi, og voru farnir að syngja og ærslast. Ég sagði þeim að þetta gengi ekki, en þegar þeir sinntu því engu varð ég að taka í einn þeirra og færa hann út, en strollan fylgdi á eftir okkur. Síðan kom lög- reglan og eftir það vissi ég ekki hvað varð úr hlutunum. Englendingar fá hins vegar ekki inn fyrir dyr að koma hjá mér. Þeir hafa reynzt æ erfiðari og oft hef ég hreinlega neyðzt til að loka hjá mér þegar 2 — 3 togarar hafa Verið í höfn, en það er nokkuð dýrt spaug og helzt vill maður sneiða hjá því að grípa til þess. Annars lenti ég í verri látum í sumar, þegar Þjóðverjar og Bretar börðust inni hjá mér og ég „stakk nef- inu á milli“ og fékk sprungna vör fyrir. 1 öðru hef ég ekki lent á mínum 7 ára ferli sem veitingamaður hér.“ Halldór Jónmundsson sagði: „Englendingamir birgðu sig upp að vínföngum og munu hafa laumazt til að drekka f „blandi“ á Uppsölum, þ. e. þeir pöntuðu gosdrykki og pilsner og „helltu út í“. Við lögregluþjónarnir 4 hefðum ekki orðið mikils megn ugir, ef við hefðum ekki fengið í lið með okkur nokkra hrausta stráka, sem gengu vel fram í að handtaka þá 10 Breta, sem við náðum í, en þeir hefðu sann arlega mátt vera fleiri. Slagsmál í sambandi við togarakomur eru orðin óhugnanlega tið og lög- reglan allt of fámenn. Fanga- húsið er með 4 klefum, sem getur orðið of lítið undir svona kringumstæðum. Annars er það svo einkennilegt, að vandræði skapast hér sjaldan nema í sam- bandi við Englendinga. Þjóð- verjar eru hreinustu ljós í sam anburði við þá og lenda aldrei í neinu, nema þá helzt gegn Eng lendingunum. Mjög mikil slags mál urðu hér á dögunum í Hafn arstræti, þegar nokkrir togara- menn enskir réðust að ísfirzkum strákum. Or þessu urðu mikil átök og lá við að gatan logaði öll“. leika sér, meðan hún fór niður í bæ. Þannig mætti nefna ótal mörg dæmi um ábyrgðarleysi foreldra og aðstandenda barn- anna. Og ég vil ítreka það, að gatan er alls ekki leikvangur fyrir böm. — Bendir ekki reynsla und- anfarinna ára á það, að siys- uum far; að fjölga á þessum tíma árs? — Jú, það er staðreynd. Og það er fyrst og fremst það, sem. okkur hryllir við, að hugsa til þess að þetta eigi eftir að auk- ast. Ekkert þessara slysa hefur orðið dauðaslys, en hendingin ein ræður þvf, hvenær dauða- slys verður og hvenær ekki. — Hvað viltu segja um öku- mennina f þessu sambandi? — í nokkuð mörgum tilfell- um er um að ræða gáleysi hjá bílstjórum. En við verðum að gæta þess hvað börnin snertir, að í mörgum tilfellum er erfitt að sjá þau, er þau skjótast milli bifreiða út á götuna. Bílstjór- anum er því æði oft ómögulegt að sjá þau fyrr en þau birtast allt í einu fyrir framan bílinn. Mörg barnanna era þannig klædd, að þau sjást illa, og svona mætti lengi telja. — Hvað viltu segja f sam- bandi við þau börn, sem eldri eru en þau, sem við höfum rætt um? — í þvf sambandi vil ég nefna snjókastið. Það er hættu- legur leikur að kasta snjó í bíla. Þetta gætu kennarar og skólastjórar brýnt fyrir börn- um. Ég hef veitt því sérstaka athygli, hvað þetta virðist hafa verið brýnt fyrir börnum í Hlíða skólanum. Eitt er líka athyglisvert — það er, hversu ung börn eru sett á reiðhjól. Mín skoðun er sú, að það sé ekkert vit í því að láta barn fá reiðhjól, sem fer svo út í umferðina, yngra en 10 ára. — Að síðustu, Kristmundur. Hvað telurðu að lögreglan gæti gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að slysum fjölgi meðal smábarna? — Við verðum að gera okkur grein fyrir þvf, að lögregluliðið er allt of fámennt. Það er án efa margt, sem lögreglan vill gera, en sitja verður á hakam um vegna manneklu. Ég held að lögreglan ætti að reyna að fylgjast vel með því, hvar mest er af börnum á götunni. Og ef þetta er mjög áberandi á ein- hverjum stöðum og meðal ein- stakra foreldra, verður barna- verndarnefnd ef til vill að taka í taumana. Ræðs um —■ (W fiiílÍáílÉ^ t t: Iteii ttk é (í Framh. af bls. 16. 'frá ályktun, sem verður væntan- léga f sama dúr og umræðurnar í gær. Til ráðstefnunnar hafði verið boðið fulltrúum frá 25 verkalýðs- félögum í Reykjavík og nágrenni, þremur fulltrúum frá hverju fé- lagi. Fulltrúar mættu frá 20 fé- lögum, en búizt er við að þeim fjölgi f dag. Fulltrúarnir á þessari ráðstefnu eru umboðsmenn tveggja þriðju hluta ailra félagsbundinna launþega í Reykjavík og nágrenni. Ráðstefnuna setti Jón Sigurðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, og var hann kjörinn fundarstjóri, en ritari Magnús Sveinsson, framkvæmdastjóri VerzJ unarmannafélags Reykjavíkur. — Framsöguræðu um dagskrármálið „Ástand og horfur í kaupgjalds- málum" flutti Óskar Hallgrímsson, formaður Félags fsl. rafvirkja. Rakti hann ýtarlega þróun verð- lags- og kaupgjaldsmála síðustu tvo áratugina og alveg sérstaklega gagnverkanir kaupgjalds og verð- lags, og hvað gera mætti til að stöðva þá óheillaþróun. Síðan fóru fram umræður um málið og tóku margir til máls. Að þvf loknu var kjörin 6 manna nefnd til að fjalla um drög að ályktun fyrir ráðstefnuna, en frá hennj verður gengið f dag. Mun fundurinn hefjast kl. 14 í félags- heimili rafvirkja og múrara. girðingarhólfi og Mýrarnar. Hins vegar hefði aldrei fundizt neitt grunsamlegt við neina kind f Mýra sýslu, þótt nákvæmlega hefði verið fylgzt þar með sauðfé f 6 — 7 ár, eða síðan veikin kom fyrst upp að nýju í Dalasýslu. Guð- mundúr Gíslason kvað þá von manna því eiga fullan rétt á sér, að veikin hefði ekki náð sér niðri í fjárstofni Mýramanna. í því 4raustk*r »ú byíjað: 'að girða af hreppana í Dalasýslu sem verða sauðlausir næsta ár. Girðingin verður uppi á Snæfellsnesfjallgarði og talið erfiðleikum bundið að halda henni við þar vegna snjó- þyngsla. Eigi að síður verður þetta reynt og var byrjað að girða í sumar. ðMæðiveikS Framh. af bls. 16. byggðarlögum á undanförnum ár- um. Það eru róttækustu aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið í Dalasýslu síðan almennur niður- skurður var þar 1950. Guðmund- ur læknir kvað alls ekki unnt að fullyrða um það, hvort veikin .hefði borizt í fé Mýramanna, sunn an Snæfellsnessfjallgarðs. Vel væri það hugsanlegt þar að fyrrnefndir hreppar í Dalasýslu væru í sama Framh. af bls. 1. fara að í sambandi við bygging- ariðnaðinn. Augljóst er því, að komniúnistar eru aðeins að koma sér upp nýjum verkalýðs- samböndum, sem þeir geti stjórnað, missi þeir völdin í Alþýðusambandinu. Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík hefur þegar rætt stofnun málmiðnaðarmanna- sambands á fundi hjá sér og Félag blikksmiða í Reykjavík hefur auglýst, að það mál verði á dagskrá fundar félagsins í dag. Undirbúningur kommún- ista er því í fullum gangi. Mesta áherzlu leggja kommúnistar þó á verkamannasambandið. Veltur það mikið á afstöðu Framsókn- ar, hvort þeim tekst að koma fram ráðagerðum sínum varð- andi það. Framsókn hefur oddaaðstöðu í mörgum Iitlum verkalýðsfélögum úti á landi. Og kommúnistar gera sér vonir um að Framsókn láti þessi fé- lög taka þátt í stofnun hins fyrirhugaða verkamannasam- bands. Framh. af bls. 16. talið líklegt að þar mætti veiða vel í gæftum. Hins vegar hafa út- gerðarmenn, þrátt fyrir talsverðan áhuga, ekk; lagtT það enn. Þetta er aítur á móti tímaspursmál. Eins og stendur eru Austfirðingar önn- um kafnir við yfirtöku á síld og vinnur hver sem betur getur, langt fram á nótt. Það er þv£ ekki senni- legt að nægilegur mannskapur fá- ist í síldarmóttöku þar fyrir austan, a. m. k. fyrst um sinn. Loks má geta þess að það voru Hrafn Sveinbjarnarson III. með 150 tunnur, Sigurður og Höfrungur með 90 tunnur hvor, sem fengu fyrstu síldina undan Jökli. Ósvnldur sýnir Litkvikmyndir Ósvalds Knudsen, sem sýndar voru við góða aðsókn í Reykjavík í vor og víða á Vest- ur-, Norður- og Austurlandi í sumar, verða mí sýndar í Gamla bíói i dag og á morgun lcl. 7 vegna fjölmargra fyrirspurna. Kvikmyndirnar eru fjórar: Hail- dór Kiljan Laxness, Eldar f Öskju, Barnið er horfið og Fjalíaslóðir. i ■ Vítukeppni í kvöld í kvöld fer fram fyrri hluti Af- mælismóts Fram i handknattleik. Hefst keppnin kl. 20, en meðal annars sem verður til skemmtun- ar er VÍTAKEPPNI milli Reykja- víkurliðanna og OLD BOYS- keppni Fram og Ármanns frá 1950. Handknattleikslið í meistarafl. kvenna og 4. og 2. fl. karla leika líka og má búast við harðri keppni í þeim öllum. Anr.að kvöld heldur mótið á- fram en þá verður aðalviðburður- inn að sjálfsögðu leikur meistara- flokka Fram og FH. Glæsileg Iúxusbifreið í I Skyndihappdrætti Sjálfstæðis flokksins. — Þú getur eign- | azt Mercedes Benz 190, fyrii aðeins 100 krónur. —Notaðu helgina til að kaupa miða í skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins. — Dregið innan mánaðar. ■ ..v sTEOsaat

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.