Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 63

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 63
223 og samgöngurnar yfirleitt. Alt frá því að reglulegar póstferðir milli Danmerkur og íslands fyrst hófust seint á 18. öldinni (1776) og þangað til um miðbik 19. aldarinnar fór »póstduggan« eina ferð á ári, og enn þá 1875 vóru póstferðirnar ekki orðar nema 7 og komið að eins við á 1—2 stöðum á íslandi (Rvík og Djúpa- vogi). En nú eru mestan hluta ársins reglulegar póstferðir til út- landa á hverjum hálfum mánuði og oft í hverri viku. Ferðum landpóstanna hefir og verið fjölgað um meira en helming síðasta aldarfjórðunginn, því 1875 vóru þær ekki nema 7 á ári, en nú eru þær 15. En milclu meira munar þó sjálfsagt um þær stór- kostlegu umbætur á póstsambandinu innanlands, sem strandferð- irnar hafa gert. Hve miklar framfarirnar hafa verið í þessu efni, má bezt sjá af því, að á 15 ára tímabilinu 1879—1894 hafði al- mennum póstbréfum fjölgað um 309,1 °/o, peningabréfum og ábyrgðarbréfum um i6o°/o og böggulsendingum um 137,5 °/o- Ef til væru skýrslur fyrir 6 síðustu árin, mundu þær þó sýna enn stórkostlegri framfarir, því mest hafa samgöngurnar verið bættar einmitt þessi árin. Einn hinn tilfinnanlegasti galli á fyrirkomulagi póstmálanna nú er sá, að ekki er hægt að senda póstávísanir innanlands, né heldur til útlanda frá öðrum stað en Rvík einni. Slíkt viðgengst ekki í nokkru siðuðu landi Allar peningasend- ingar verður því að senda í lokuðum bréfum, sem geta tapast nlgerlega í ár og vötn á leiðinni, þar sem landið biði ekkert tap, þó póstávísanir færust á þann hátt, því þær eru aldrei nema pappír, sem bæta mætti upp með nýjum póstávísunum. En þegar gullið fer í árnar, þá verður það ekki bætt nema með nýju gulli úr póstsjóðnum, sem þá tapar því, sem því svarar, og þar með landið alt. Stjórn póstmálanna er nú undir yfirumsjón landshöfðingja falin póstmeistara í Rvík, sem hefir undir sér 25 póstafgreiðslumenn og um 130 bréfhirðingamenn víðsvegar um land. Raddsímum hefir á hinum síðustu árum verið komið upp á stuttum köflum við alla fjóra kaupstaði landsins, en milli húsa í þeim að eins á einurn stað (milli stiftsyfirvaldanna, amtsmanns og biskups, í Rvík). Pó þetta sé lítið, þá eru það þó framfarir og vísir til annars meira. Ritsími er að vísu enn enginn til í landinu né til útlanda, en hin síðustu árin hefir verið unnið að því af kappi, að koma honum upp og mikil von um, að það takist bráðlega. Bæði íslend- ingar, Danir og Svíar hafa þegar veitt stórfé til þess, og nokkurn- veginn vís von um styrk til hans frá fleirum öðrum þjóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.