Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 72
232 heyrnar- og málleysingja, þar sem þeir fá bæði vist og kenslu ókeypis meðan á námstímanum stendur. En fyrir alla aðra van- aða (blinda, fábjána, vitstola) eru engar stofnanir enn til, og væri mikið nauðsynjaverk að ráða einhverja bót á því. Ellistyrksmálinu, sem víða er nú verið að berjast við úti um heiminn, án þess menn geti orðið á eitt sáttir, hefir á íslandi verið ráðið mjög skynsamlega til lykta með lögum 11/7. 1890 um styrktarsjóði handa alþýðufólki. Samkvæmt þeim hefir í hverjum kaupstað og hverjum hreppi á landinu verið stofnaður slíkur styrktar- sjóður og eru öll hjú og lausamenn (nema alveg sérstaklega standi á), sem eru milli 20 og 60 ára að aldri, og eins börn hjá foreldr- um sínum skyld að greiða í hann á ári, karlmenn 1 kr., en kvenn- menn 30 au. Tíu árum eftir stofnun hvers sjóðs er svo helmingn- um af bæði vöxtum og árgjaldi hans úthlutað til heilsulítilla og ellihrumra fátæklinga, sem heima eiga í hlutaðeigandi sveitarfélagi, og eigi njóta sveitarstyrks, ef þeir einhverntíma hafa verið í þeim stéttum, sem gjaldskyldar eru til sjóðsins. En hinn helmingurinn af vöxtum og árgjaldi sjóðsins er jafnan lagður við höfuðstól hans, svo hann getur með tímanum orðið töluvert mikill og veitt álit- legan ellistyrk. Hér er því stigið allstórt framfaraspor og vel búið í haginn fyrir framtíðina. Hefðu forfeður vorir farið líkt að, þá væri öðruvísi ástatt hjá oss í sumum efnum, en nú er. Fátækramálið hefir lengi verið eitthvert hið mesta vand- ræðamál landsins og kemur flestum saman um, að þar sé eitthvað bogið; en um hitt eru skoðanirnar meira skiftar, hvernig því beri að skipa, og hefir því alþingi jafnan orðið í vandræðum með það mál, er því hefir verið hreyft þar. Eins og kunnugt er, eru engar fátækrastofnanir til í landinu, heldur er sveitarómögunum skift niður á bændur til framfærslu gegn ákveðnu meðlagi. Pó láta og sveitarstjórnirnar oft þurfamenn, sem eiga fyrir öðrum að sjá, fá sveitarstyrk til heimilis síns, þegar þeim þykir það betur henta. Meðferðin á sveitarómögum er vanalegast mjög mannúðleg — miklu betri en gerist í öðrum löndum — og víðast hvar ekki öllu lakari en meðferð á hjúum. Pað er því alls ekki eins ægilegt í aug- um manna á íslandi að komast á sveitina, eins og það er í öðrum löndum, þar sem menn skoða það sem eitthvert hið þyngsta böl, sem fyrir mann geti komið. En á íslandi kæra menn sig kollótta og þykir mörgum hverjum jafnvel engin minkun að því að þiggja af sveit. Og einmitt þetta er ef til vill ein af aðalorsökunum til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.