Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 48
208 hvað hefir slíkt að þýða, þegar þeir bæði á kjörfundum og á þingi með atkvæði sínu styðja hv'að bezt að því, að auka töluna og launahrúguna. Annaðhvort er, að þeir meina ekkert með kvört- unum sínum, eða að þeir vita ekki, hvað þeir eru að vinna á kjörfúndunum. MENTUN OG UPPFRÆÐING. í þeirri grein hafa orðið afarmiklar framfarir á 19 öldinni. I byrjun aldarinnar og allan fyrri helming hennar var ekki nema einn einasti skóli til á öllu landinu: latínuskólinn. En um miðja öldina bætist prestaskólinn við og einn barnaskóli í Reykjavík. En á hinum síðasta fjórðungi aldarinnar, eftir að við höfum fengið fjárforráðin, fer þeim óðum að fjölga, svo að nú höfum við auk þessara skóla: læknaskóla, 2 gagnfræðaskóla, vísi til kennaraskóla, 3 kvennaskóla, hússtjórnar- skóla, sjómannaskóla, 4 búnaðarskóla og um 30 barnaskóla auk hér um bil um 180 sveitakennara. Ennfremur hafa á seinni árum í Reykjavík risið upp ýmsir minni skólar (kveldskólar, verzlunar- skóli, teiknikensla o. s. frv.). Pess má og geta, að með lögum »•/1. 1880 er prestum gert að skyldu að sjá um, að öll börn hafi lært lestur, skrift og reikning áður en þau verða fermd. í byrjun aldarinnar vóru engin söfn til í landinu, en nú eru þar 4 allstór bókasöfn: Landsbókasafnið í Rvík (40,000 bindi og 3000 handrit) og 3 amtsbókasöfn (á Akureyri, Seyðisfirði og í Stykkishólmi). Auk þess eru allstór bókasöfn við hina æðri skóla í Rvík: latínuskólann (um 10,000 bindi), prestaskólann og lækna- skólann. Á ísafirði kvað og vera allálitlegt bókasafn og víðsvegar um landið eru komin upp smærri sveitabókasöfn og lestrarfélög. í Rvík er og nýstofnað landsskjalasafn. Af öðrum söfnum eru þar: forngripasafn, náttúrugripasafn og vísir til málverkasafns ásamt fáeinum höggmyndum (í alþingishúsinu). Pá hafa og smámsaman risið upp ýms félög, sem starfa að mentun og uppfræðing. Elzt þeirra er Bókmentafélagið, sem stofnað var í byrjun aldarinnar (1816), en á hinum síðasta aldarfjórðungi hafa bætst við Pjóðvinafélagið (upprunalega pólitiskt félag, en nú eingöngu uppfræðingarfélag), Fornleifafélagið, Náttúrufræðisfélagið og Kennarafélagið. í svipaða átt, en þó með alveg sérstöku augnamiði, starfa Landbúnaðarfélagið og Garðyrkjufélagið. í byrjun aldarinnar var ekki til nema ein einokunarprentsmiðja á öllu landinu, ekkert blað kom þá út, að eins eitt tímarit og fátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.