Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 64

Eimreiðin - 01.09.1900, Blaðsíða 64
224 Á hinum síðari árum hefir jafnan verið varið miklu af landsfé til samgöngubóta. Fyrir yfirstandandi fjárhagstímabil (1900 —1901) eru þannig veittar til þeirra alls 598,392 kr. (til vegagerða og brúa 214,600 kr., til eimskipaferða, vita og strandmælinga 140,292 kr., til póstmála 133,500 kr. og til ritsíma 110,000 kr.). Auk þess veitir ríkisþing Dana árlega 40,000 kr. (<■ 0,0000 kr. á fjárhags- tímabilinu) til póstskipsferða milli Danmerkur og íslands. EFNAHAGUR OG FJÁRMÁL. Pví verður ekki neitað, að ísland er fátækt land. En jafnvíst er líka hitt, að það elur margar framfarahorfur í skauti sér og stendur því mjög til bóta. Fátæktin er ekki eins mikið landinu að kenna eins og íbúum þess og stjórn. Landið á margar auðsuppsprettur, sem ýmist hafa alls ekki verið notaðar hingað til eða þá illa notaðar. I rauninni má segja að ait landið liggi enn í órækt og sé í miklu verra ástandi, en á landnámsöldinni, af því að allur búskapur íslendinga hefir altaf verið því nær eintómur ránbúskapur. Menn hafa sífelt verið að rýja jörðina, án þess nokkru sinni að bæta henni upp, það sem hefir verið frá henni tekið. Menn hafa hlífðarlaust höggvið upp skóga landsins, án þess að gróðursetja eitt einasta tré í staðinn, svo að allur skógur er því nær alstaðar gersamlega horfinn — til stórtjóns fyrir eldsneytisforða landsins, jarðveg þess og jafnvel loftslagið. Af því landi, sem sem notað hefir verið til heyfanga, hefir að eins lítill hluti verið ræktaður, og hann illa ræktaður. Alt fram að síðustu árum hafa menn og rekið bæði landbúnað og fiskiveiðar á hinn sama mjög svo ófullkomna hátt eins og fyrir 1000 árum. Pað eru því engin undur, þó íslendingar hafi hlotið að verða undir í samkepni sinni við nágrannaþjóðirnar, sem stöð- ugt hafa ýmist algerlega umsteypt búskaparaðferð sinni, eða bætt hana samkvæmt kröfum þeirrar aldar, er við nú lifum á. Auk þessa hefir ein af aðalorsökunum til örbirgðar landsins verið sú, að það hefir í margar aldir verið þjáð af verzlunareinokun og því á margan hátt verið illa stjórnað. Pað hefir lengi verið ein hin mesta ógæfa landsins, að stjórn þess hefir verið falin mönnum, sem ekki hafa haft nægilega þekkingu á högum þess og framfara- horfum, en hafa þó til allrar ógæfu ímyndað sér, að þeir hefðu vit á þessu, og því — þrátt fyrir bezta tilgang og mikinn góðvilja — oft gert hvert axarskaftið á fætur öðru. Hve mikill hnekkir þetta hefir verið fyrir landið, má bezt sjá af því, hve miklar framfarirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.