Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Page 62

Eimreiðin - 01.09.1900, Page 62
222 að 22 stöðum í báðum leiðum, auk þess sem þau jafnan koma við í Skotlandi og oftast á 2—3 hafnir á Færeyjum. Auk þess ganga í hverjum mánuði skip með ákveðinni ferðaáætlun milli Khafnar og Austur- og Norðurlandsins bæði frá »Thor E. Tulinius« og »Otto Wáthnes Arvinger«, sem hafa hvor um sig 12 viðkomu- staði á íslandi og koma auk þess við í Noregi og Færeyjum og stundum í Skotlandi. Og mörg önnur eimskip ganga nú árlega til landsins, án þess að þau þó hafi fasta ferðaáætlun. Auk strand- ferða þeirra, sem ofangreind skip veita, sigla nú stöðugt 2 strand- bátar í mánuðunum apríl—október milli Rvíkur og Akureyrar, annar vestanlands 6 ferðir með 35 viðkomustöðum, en hinn austan- lands 7 ferðir með 27 viðkomustöðum. Pá ganga eimbátar með fastri ferðaáætlun um sumartímann bæði á Faxaflóa og ísafjarðar- djúpi, og auk þess ganga sunnanlands við ög við 2 eimbátar ein- stakra manna (»Oddur« og »Hvítá«). Er því munurinn orðinn ærið mikill frá því, sem var fyrir 25 árum síðan, enda er nú fólk farið að ferðast miklu meira en áður, bæði innanlands og til út- landa, sem teljast verður heillavænlegra fyrir þjóðfélagið, en að menn sitji altaf kyrrir á sömu þúfunni og sjái aldrei neitt nema það, sem þar gerist. Sú öld er nú úti, þegar svo fáir höfðu komið út fyrir landsteinana, að þeir vóru auðkendir með því, að kalla þá »siglda«, og almenningur áleit, að þeir einir hefðu rétt til að ganga á frakka, — jafnvel þótt þeir hef ðu siglt til fangelsisvistar. Að vegagerð hefir líklega verið unnið meira síðasta aldarfjórð- unginn en öll hin 1000 árin á undan alt frá landnámstíð Vegagerð- inni hefir verið skipað með lögum og öllum vegum skift í ak- brautir, aðalpóstvegi, fjallvegi, sýsluvegi og hreppavegi. Kostar landssjóður þrjá hina fyrri, en sveitirnar hina. Tillag sveitanna er ákveðið í vegalögunum, en framlög landssjóðs eru ákveðin fyrir hvert fjárhagstímabil með fjárlögunum. Á hinum síðari árum hefir miklu fé verið varið til vegagerðar, lagt töluvert af akbrautum og bygður fjöldi brúa (sumar stórar og dýrar úr járni). Fyrir vega- gerðina hefir verið skipaður sérstakur verkfræðingur, sem hefir undir sér marga verkstjóra og fjölda verkmanna. En þrátt fyrir alt, sem gert hefir verið í þessu efni, eru þó enn í mörgum hér- uðum engir vegir til, heldur reiðgötur einar, enda mún þess langt að bíða, að góðir vegir verði lagðir um land alt, jafn strjálbygt og það er og víðáttumikið. Póstgöngurnar hafa eðlilega verið bættar að sama skapi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.