Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Side 44

Eimreiðin - 01.09.1900, Side 44
204 Árið 1890 skiftust landsbúar eftir atvinnu þannig, að 2271 lifðu af framleiðslulausri atvinnu (embættismenn, kennarar o. s. frv.), 45,730 af landbúnaði, 12,401 af sjávarútveg, 1868 af iðnaði, 1737 af verzlun, 2355 af daglaunavinnu, 1411 af óákveðinni atvinnu, 823 af eftirlaunum og eignum sínum, 2323 vóru þurfalingar og 8 fangar. En síðan hafa þessi hlutföll sjálfsagt breytst nokkuð. 1890 vóru 1105 konur á móts við hverja 1000 karlmenn í landinu. IJá vóru um */s allra landsbúa ógiftir, rúmlega */4 giftir og um 68/4°/o ekkjur og ekkjumenn. Pá komu og að meðaltali 7 manns á hvert heimili. Pá vóru í landinu 273 blindir, 67 heyrnar- og málleysingjar, 91 fábjánar og 126 vitfirringar. Margt bendir á, að fólki muni framvegis stöðugt fjölga í land- inu. Fyrst og fremst það, að á hinum síðari árum hafa jafnan miklu fleiri fæðst en dáið á hverju ári (1895 fæddust t. d. 1373 fleiri en dóu). í annan stað má búast við minni manndauða en að undanförnu, af því svo margt hefir verið gert á hinum síðari árum til þess að bæta heilbrigðisástandið í landinu: læknaskipun endurbætt, hýbýli bætt, meira hreinlæti, betra og hollara viður- væri o. s. frv., enda hefir barnadauði farið stórum minkandi. í þriðja lagi má búast við, að færri drukni í sjó og vötnum en hingað til, þar sem svo margar stórár hafa verið gerðar greiðari yfirferðar og fiskiveiðarnar virðast vera að færast í það horf, er gerir þær hættuminni. Sömuleiðis má nefna notkun bárufleyga, sundkenslu o. fl., sem getur stutt að því, að færri farist voveiflega en hingað til. Að þetta muni geta gert nokkurn mun, má ráða af því, að á árunum 1850—77 druknaði nokkuð á þriðja þúsund manns eða fyllilega 3°/o af öllum þeim, sem dóu í landinu á þessu tímabili. Loks má búast við, að fleiri nýjar atvinnugreinir rísi smámsaman upp, svo að freistingin verði minni til að leita af landi burt. Á dálítilli byrjun í þá átt er þegar farið að brydda (tó- vinnuvélar o. fl.), enda hefir fólksflutningur til Ameríku verið til- tölulega lítill hin síðari árin. Pegar bæði alt þetta og margt fleira, sem til mætti tína, er athugað, er fylsta ástæða til að gera sér góðar vonir um mikla fólksfjölgun á hinni komandi öld. STJÓRNARFAR OG EMBÆTTASKIPUN. Um síðusu alda- mót drotnaði algert einveldi á íslandi. 19. öldin byrjaði ekki glæsiiega, því 18. öldin hafði klykt út með því að gefa hinu forna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.