Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 1

Eimreiðin - 01.09.1900, Síða 1
i6i Móbergið á íslandi. í síðasta hefti Eimreiðarinnar hefir herra cand. mag. Helgi Pétursson skrifað grein, sem hann kallar »Nýjungar í jarðfræði ís- lands«, og er aðalefni ritgjörðarinnar hugleiðingar um myndun mó- bergsins á íslandi. Með því að grein þessi er stutt og höf. hefir farið nokkuð fljótt yfir sögu, leyfi ég mér að rita nokkur orð til skýringar. Pó get ég ekki, í alþýðlegu tímariti, skrifað eins ýtar- lega um þetta mál, eins og þarf, ef það á að skýrast fullkomlega frá öllum hliðum. Eins og flestum mun kunnugt, nær móberg og þussaberg yfir afarmikið svæði á íslandi og tekur yfir alt miðbik landsins, að sunnan frá Faxaflóa austur fyrir Öræfasveit, að norðan frá Fnjóskadal austur í Pistilfjörð. Móbergið myndar þannig belti yfir landið þvert; það er mjög mismunandi að gerð og afarþykt, nokkur þús- und fet sumstaðar. Allir aðrir hlutar landsins eru aðallega mynd- aðir úr blágrýti (basalti) í þykkum hamrabeltum, sem bezt sjást í dalafjöllum og við sjóinn. Pessi blágrýtislög hallast víðast inn á við, inn undir móbergsbeltið. í blágrýtis-héruðunum eru víða smá-. blettir af móbergi, og sumstaðar eru allþykk móbergs- og þussa- bergslög milli blágrýtislaga, og það sumstaðar djúpt í fjöllum, svo mörg hundruð feta blágrýtisberg liggur ofan á móberginu. Pó eru þessi móbergs-millilög tiltölulega lítil í samanburði við mó- bergið um miðbik landsins; þar eru aftur blágrýtislög innan um, en þeirra gætir minna, af því móbergið er þar í meirihluta. Af þessu sést, að móbergið er myndað á ýmsum tímum, þó mið- beltið sé auðsjáanlega yngra en hinar stóru blágrýtismyndanir. l’etta er líka eðlilegt. ísland er því nær alt myndað af eldgosum; blágrýtið er gamalt hraun, móbergið eldfjallaaska og gjall og sér- hvert eldgos framleiðir hvorttveggja; bráðið hraungrjót rennur úr gígunum og mulið grjót kastast í loft upp, dettur niður og myndar móbergslög. Við öll eldfjöll um víða veröld eru hraun og mó- bergslög á víxl, en það er mismunandi og komið undir atvikum af hverju er meira á hverjum stað. I Utah og víðar sunnan og vestan til í Bandaríkjum eru 2000 feta þykkar móbergsmyndanir, er ná yfir afarstórt svæði, og móbergs- og hraunlög sjást um alla jörðina, þar sem eldgos hafa orðið, sum ný, sum frá ýmsum tíma- bilum jarðsögunnar. u

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.