Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 25

Morgunblaðið - 08.09.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 25 Ríkisstjórn Suður-Kóreu Yill friðarviðræð- og S-Kóreu ur N- Sameinuðu þjóðunum, Seoul. AP, AFP. SUÐUR-Kórea hefur hug á að hefja að nýju viðræður um hvernig koma megi á friði á Kóreuskaga, að því er Lee Joung-Binn, utanrík- isráðherra S-Kóreu, greindi frá á fréttamannafundi tengdum leið- togafundi Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer í New York þessa dagana. En friðarviðræðurnar voru meðal umræðuefna á fundi Kim Dae-Jung, forseta Suður-Kór- eu, og Bill Clintons, Bandaríkjafor- seta í New York, í gær. Að sögn Lee leggur Kim til að Kóreuríkin tvö móti í sameiningu friðarsáttmála er bindi formlega enda á Kórustríðið, en vopnahlé hefur verið í gildi milli ríkjanna frá því 1953. Sáttmálinn hljóti að því loknu samþykki helstu stuðnings- manna ríkjanna - Kína og Banda- ríkjanna. Lee fjallaði ekki um ein- stök atriði sáttmálans, né heldur hvort N-Kóreustjórn hafi fallist á gerð hans. „Núverandi hugsun er sú að Bandaríkin og Kína eigi aðild að friðarsamkomulaginu, nái Suður- og Norður-Kórea samkomulagi," sagði Lee. Hafa ríkin fjögur áður átt í viðræðum sín á milli, en án árangurs. A fundi Kim og Clinton var einn- ig til umræðu ákvörðun n-kóresku sendisveitarinnar um að hætta við þátttöku í leiðtogafundi SP, eftir að bandarískir öryggisverðir gerðu leit á hópnum á flugvellinum í Frankfurt á þriðjudag. Stjórnir Kóreuríkjanna hafa báðar sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að upp- ákoman hafi ekki áhrif á samskipti þeirra og Bandaríkjastjórn sendi stjórnvöldum N-Kóreu afsökunar- beiðni vegna atviksins. Sameining endanlegt markmið Að sögn Kims er S-Kóreustjórn bjartsýn á bætt samskipti við N- Kóreu, þó hún telji langt í samein- ingu skagans. „Nýtt árþúsund hefst með kraftaverki á Kóreu- skaga. Hlýir sólargeislar hafa tek- ið að bræða ísvegginn sem skilið hefur að norður og suður sl. 55 ár,“ sagði Kim í ræðu sinni á leið- togafundinum á miðvikudag. „Sameining er endanlegt mark- mið Kóreubúa. Sú sameining verð- ur þó að nást með friðsamlegum hætti sama hve langan tíma það tekur,“ sagði Kim og kvað leiðtoga ríkjanna sammála í þessum efnum, en til stendur að SÞ lýsi, á leið- togafundinum, yfir stuðningi við frið á Kóreuskaga. Kim Yong Nam, annar æðsti ráðamaður N-Kóreu, átti að funda með Kim Dae Jung í tengslum við leiðtogafundinn í New York. Þá stóð einnig til að Kim Yong Nam hitti þar fyrir Yoshiro Mori, for- sætisráðherra Japan, Clinton, sem og Vladímír Pútín, Rússlands- forseta. Mikill öryggisviðbúnaður í Tsjetsjníu 46 skærulið- ar felldir ESTEE LAUDER kynnir Pure Color Haustlitagleði 2000 Heitir haustlitir og nýtt Pure Color Gloss Litir er minna á rauðgullið haustlaufið, plómur og vín ásamt nýju Pure Color Gloss - sannkölluð haustlitagleði fyrir varir og neglur. Mjúkir, eðlilegir litir, en þó áberandi öðruvísi og gefa færi á margskonar samsetningum. Og Pure Color Gloss setur punktinn yfir plómur og vín á vörum þér. Skartaðu haustlitunum frá Estée Lauder í ár. Sérfræðingar frá Estée Lauder verða í | versluninni f dag, föstudag og á laugardag Ba mmm frákl. 13-16. LYFJA Lágmúla, sími 533 2300 Moskvu. AFP. RÚSSNESKIR hermenn felldu 46 tsjetsjneska skæruliða á einum sól- arhring í viðamiklum aðgerðum til að afstýra skæruhemaði og hermdar- verkum í Tsjetsjmu, að því er rúss- neska fréttastofan Interfax hafði eft- ir heimildarmönnum sínum í rússneska hemum í gær. Innanríkisráðuneytið í Moskvu sagði að tsjetsjneskir skæmliðar hefðu skotið á rússneska hermenn á þremur stöðum í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníu í fyrrinótt. Þeir hefðu m.a. ráðist á rússneska varðstöð í Grosní en enginn hermaður hefði fallið í árásinni. Akstur bannaður í borgunum Tsjetsjenar minntust þess í fyrra- dag að níu ár em liðin frá því að Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjn- íu, lýsti yfir sjálfstæði héraðsins. Rússnesk yfirvöld óttuðust að skæmliðamir myndu hefja hrinu hryðjuverka í tilefni af afmælinu og rússneskir hermenn vom því með mikinn öryggisviðbúnað í héraðinu. Ibúum Grosní og Gudermes, næst- stærstu borgarinnar, var bannað að aka bílum og sérsveitir rússneska innanríkisráðuneytisins vom á varð- bergi á helstu götum borganna til að hindra sprengjutilræði. Rússneskur hermaður beið bana og þrír særðust í fyrradag þegar brynvagn þeirra ók á jarðsprengju í Gudermes. Rússneski herinn viður- kenndi einnig í fyrradag að fimm her- menn hefðu beðið bana í nokkmm árásum daginn áður. Ivan Babitsjov, yfirmaður her- sveitanna í Tsjetsjníu, sagði þó að ör- yggisráðstafanimar hefðu borið góð- an árangur og hindrað hermdarverk af hálfu skæmliðanna. Hann bætti þó við að enn væri of snemmt að hætta öryggisaðgerðunum þar sem hættan á hermdarverkum væri ekld afstaðin. niaupiu til! Þú faerö hlaupahjólib hjá okkur fyrir abeins 9.990 kr.l lCssoj Olíufélagiðhf www.esto.ls OTANNA! KYNFERÐISLEG MISNOTKUN BARNA 1 isTiFS .Hffi nMMSt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.