Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞEGAR skoðaðar eru tölur um út- flutning á hrossum 1. september sl. og miðað við næstu þrjú ár á undan kemur í ljós að mest munar um • þann samdrátt sem orðið hefur á Þýskalandsmarkaði. Fjöldi hrossa sem þangað er fluttur fer síminnk- andi. Þá vekur athygli að aðeins 9 hross hafa verið flutt til Austurríkis á þessu ári. Hins vegar er Banda- ríkjamarkaður nú orðinn þriðji stærsti markaðurinn og hefur út- flutningur þangað aukist umtals- vert á milli ára. Svipaður fjöldi fluttur út og í hrossa fyrra 120 hross út í þessari viku Frá áramótum til 1. september síðastliðinn höfðu verið flutt út • samtals 1.185 hross, sem er nokkuð færra en á sama tíma í fyrra. Þó ber að athuga að dagana 2. septem- ber til 10. september verða flutt úr landi um 120 hross. Svipaður fjöldi íslenskra hrossa hefur verið fluttur út fyrstu átta mánuði ársins og á sama tíma í fyrra. Vonir þeirra sem bjuggust við að landsmót hestamanna í sumar myndi hleypa krafti í útflutning- inn virðast því hafa brugðist. Ásdís Haraldsdóttir skoðaði tölur og talaði við Huldu G. Geirsdóttur, markaðsfulltrúa Land 1997 1998 1999 2000 Austurríki 66 14 11 9 Bandaríkin 109 67 93 157 Belgía 4 6 Bretland 16 16 7 11 Danmörk 123 125 156 112 Finnland 18 14 35 44 Frakkland 2 Færeyjar 10 12 8 Grænland 2 4 Holland 47 27 24 36 Italía 7 3 1 Kanada 150 4 17 19 » Luxemburg 2 1 Noregur 131 42 100 128 Slóvenía 1 1 Sviss 82 88 86 79 Svíþjóð 477 355 355 321 Þýskaland 566 315 300 253 Samtals 1803 1074 1207 1185 Félags hrossabænda. Markaðsstarf að skila sér í Bandaríkjunum Hulda G. Geirsdóttir markaðs- fulltrúi Félags hrossabænda var spurð hvernig henni litist á útflutn- ingstölurnar. Hún sagði að allt stefndi í að útflutningur yrði mjög svipaður á þessu ári og í fyrra. Svo virtist sem þær væntingar sem menn gerðu sér um aukningu í sölu á hrossum í kjölfar landsmótsins ætluðu ekki að rætast. „Mér finnst mjög gleðilegt að sjá að það markaðs- og kynningarstarf sem unnið hefur verið í Bandaríkj- unum á undanförnum árum virðist manns og hests. er flSTUflDarhnakkur nsTuno FREMSTIR FYRIR GÆÐI loksins vera að skila sér í aukinni sölu þangað. Utflutningur þangað stendur á ákveðnum tímamótum og það er í okkar höndum að fylgja þessum aukna áhuga eftir með kennslu og fræðslu. Eg vona að stefnt verði að því að sinna þessum markaði m.a. með því að senda þangað gott fólk til að kenna og út- búið verði gott kennsluefni á ensku, en það sárvantar. Við erum í mikilli samkeppni um þennan markað við Þýskaland og önnur Evrópulönd, en margir íslenskir hestar, fæddir í Þýskalandi, hafa verið seldir þang- að.“ Hulda segist samt vera mjög bjartsýn á þennan markað sem væri svo stór að ef hann opnaðist að ráði yrði hann nógu stór til að taka við öllum hrossum sem íslenskir hrossabændur hefðu til sölu. Hins vegar væri gott að fara hægt í sak- irnar og leggja áherslu á fræðslu og kennslu. „Áhuginn er gífurlegur," segir hún. „Og nú eru farnir að myndast kjarnar eigenda íslenskra hesta í Bandaríkjunum og nokkur hesta- mannafélög hafa þegar verið stofn- uð. Félagslegi þátturinn skiptir þetta fólk miklu máli og auðveldar að þekking og upplýsingar berist milli þess.“ Hulda segir að nokkur samdrátt- ur sé í útflutningi til Kanada, en þar hafi ekki myndast þessir kjarn- ar og eigendur íslenskra hesta oft mjög dreifðir og afskekktir. hins vegar ekki verið rannsakaður frekar en innanlandsmarkaðurinn hér á landi. Hún sagði þó víst að áhuginn á íslenska hestinum í þess- um löndum væri mjög mikill því sí- fellt fjölgar fólki í félögum eigenda íslenskra hesta. Mörg Evrópulönd, og þar með Norðurlöndin, virðist vera búin að festa sig í sessi og segir Hulda að á þá markaði sé útflutningur nokkuð jafn á milli ára, aðeins verði vart smávægilegra sveiflna. Svíþjóð er stærsti markaðurinn sem stendur og lítur út fyrir mjög svipaðan út- flutning þangað og á síðustu árum. Nokkur aukning er til Noregs og segist hún gera ráð fyrir að eftir að samið var um að fella niður tolla á 200 hrossum muni nást að flytja þann fjölda þangað. Finnland spennandi markaðsland Þýskalandsmarkaður hugsanlega mettaður Ástandið í þeim löndum sem mest hefur verið flutt til er aftur á móti ekki eins gott. Hulda telur margt geta haft áhrif á það. Til að mynda gætu afskipti tollyfirvalda á innflutningi á íslenskum hrossum til ýmissa Evrópulanda haft áhrif, sumarexem og sá fjöldi hrossa sem til er í Þýskalandi, eða um 60.000 ís- lensk hross að talið er. Hugsanlega gæti markaðurinn verið mettur í bili, enda margir farnir að stunda hrossarækt. Þjóðverjar og jafnvel Austurríkismenn gætu því hugsan- lega verið farnir að fullnægja eftir- spurn eftir hrossum á heimamark- aði. Innanlandsmarkaður þar hafi „Stöðug aukning er í sölu hrossa til Finnlands og finnst mér það mjög spennandi markaður," sagði Hulda. „Það þyrfti að vera hægt að setja meiri peninga og mannskap í að fylgja eftir þessum áhuga. Þetta er hentugt svæði fyrir íslenska hestinn og þarna er nóg landrými og það er greinilegt að þeir sem unnið hafa að markaðsstarfi þarna hafa gert góða hluti.“ Hulda segir að ef til vill hafi hrossaræktendur og útflytjendur gert sér óraunhæfar hugmyndir um möguleikana á hrossaútflutningi. Þegar mest var flutt út hafi margir litið svo á að sá fjöldi hafi aðeins verið þrep á leið upp á við. Það gæti hins vegar hugsast að þar hafi ákveðnum toppi verið náð þó ekk- ert sé hægt að fullyrða um það. Alltaf megi þó gera ráð fyrir sveifl- um í útflutningi á íslenskum hest- um. Byrjað að undirbúa ársþing LH í Mosfellsbæ Landr leikbúsdaear: ÞJOÐLEIKHUSIÐ W-SF www.leikhusid.is - thorey@theatre.ís 8lmi: 5511200 MÖRG hestamót eru haldin um hverja helgi hér á landi yfir sumartímann og strax upp úr ára- mótum fara ýmsar uppákomur og smámót af stað hjá mörgum hesta- mannafélögum. Þrátt fyrir þetta segir Jón Albert mótahald hesta- manna vera í kreppu. Hann segir að áhorfendur séu yfirleitt mjög fáir á þessum mótum, fyrir utan knapa og aðstandendur þeirra. Reglur séu allar orðnar svo flóknar að nánast þurfi sérfræðinga til að geta túlkað þær. Það sé ekki fyrir nokkurn mann að læra utan að 70-80 bls. af reglum áður en hann fer inn á völl- inn. Auk þess sem breytingar séu gerðar á þeim á hverju ári. Jón Albert segir þetta skapa mik- il vandræði og þar sem mótin hafi verið mjög mörg í sumar hafi óvenju mikið af alls kyns kærum borist skrifstofu LH. Greinilegt sé að mik- il harka sé að færast í allt mótahald, enda mikið í húfi þegar atvinnu- mennskan er orðin svo mikil sem raun ber vitni. „Við þurfum líka að skoða mótin með tilliti til þess að flestir sem keppa nú orðið eru atvinnumenn, en það eru félögin sem standa straum af mótahaldinu," segir hann. „í þessum félögum eru um 10% keppn- isfólk. Hinir félagarnir hafa áhuga á allt öðru. Þegar tugir mála liggja fyrir aganefnd LH vegna brota á keppnisreglum segir það sig sjálft Undirbúningur fyrir ársþing Landssam- bands hestamannafé- laga er þegar hafínn, en þingið verður haldið í Mosfellsbæ 28. og 29. október næstkomandi. Þema þingsins verður mótahald og að sögn Jons Alberts Sigur- björnssonar, formanns LH, verða pallborðsum- ræður um málið og opn- ar umræður á eftir. að við erum komnir á einstigi með þetta mótahald." Jón Albert segir að allt skýrslu- hald í sambandi við mótin sé komið í nokkuð gott lag, en enn vanti sam- ræmt tölvukerfi sem öll félögin gætu notað. Aðspurður hvemig gangi í við- ræðum um félagskerfi hestamanna og hugsanlega sameiningu sagði hann að viðræður væru í gangi milli LH og Félags hrossabænda og óhætt væri að segja að allt benti til þess að reynt verði að sameina skrifstofuhald þessara samtaka sem fyrst. Hins vegar væri sameining svolítið flóknara mál. Sérstaklega vegna þess að LH væri innan íþróttahreyfingarinnar en Félag hrossabænda innan Bændasamtak- anna. Þetta væri þó alls ekki óvinn- andi verk, enda sæi hann fyrir sér allt félagskerfi hestamanna deildar- skipt undir einum hatti. Það hafi gefið góða raun í öðrum löndum. Mikið hefur mætt á skrifstofu LH vegna ýmiss konar fyrirspurna varðandi hesta og hestamennsku og að mörgu leyti segir Jón Albert að þarna sé verið að vinna svipaða vinnu og hjá Félagi hrossabænda. Upplýsingagjöf af ýmsu tagi fer sí- vaxandi. Einnig fer mikill tími í al- þjóðasamskipti, aðallega á vegum FEIF, alþjóðasamtaka eigenda ís- lenskra hesta. Hann segir að það sé alltaf spurning um hver eigi að sinna þessum samskiptum en nú séu þau í höndum samtaka hestamanna- félaganna á landinu.Hann sagðist búast við að málefni um félagskerfi hestamanna verði rædd á komandi þingi og staða viðræðnanna kynnt. Jón Albert segist ekki eiga von á öðru en þetta þing verði gott og málefnalegt. Félögin þurfa að vera búin að senda tillögur til skrifstofu LH fyrir 25. september næstkom- andi. LISTMUNAUPPBOÐ SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 10. SEPTEMBER KL. 20.00 A HOTEL SÖGU Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, ídagkl. 10.00-18.00, á morgun kl. 10.00-17.00 eða á sunnudaginn kl. 12.00-17.00. ,ART GALLERYi Ásgrímur jónsson, Arnarfell, Vatnslitir SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA. Rauðarárstíg 14 sími 551 0400 www.myndlist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.