Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 43 + Stella var fædd í Reykjavík 28. júlí 1927. Hún lést á Vífílsstaðaspítala 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- ríður Jónsdúttir, þerna, f. 19. júní 1903, d. 7. október 1972, og Hans Baagöe Sigurðsson, járnsmiður, f. 22. desember 1902, d. 29. september 1934, sem búsett voru í Reykjavík. Hálf- bróðir Stellu er Heiðar Hilbert Baagöe Þorleifsson, bílstjóri í Reykjavík. Eftirlifandi maki Stellu er Haf- stein Ármann ísaksen. Börn þeirra eru: 1) Hans Markús, f. 1951, maki Jónína Sigurðardótt- ir. 2) Sigurður Pétur, f. 1953, maki Avril Kerr Hafsteinsson. 3) Guðríður, f. 1955, maki Krist- mann Hjálmarsson. 4) Hafstein Birgir, f. 1959, maki Ragnhildur Mar- geirsdóttir. Yngsta barnið misstu þau í fæðingu árið 1966, stúlku sem jarðsett er í Reykjavfk. Barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin tvö. Stella ólst upp í Reykjavík með móð- ur sinni þar til hún hóf búskap með eftir- lifandi maka sínum en þau giftu sig 17. maí 1953. Fyrstu árin bjuggu Stella og Steini í Reykja- vík, fyrst á Barónsstíg og síðan á Okrum á Seltjarnarnesi með Guðríði móður Stellu. Það var síðan 1959 að þau fluttust til Njarðvíkur þar sem þau bjuggu fyrst á Þórustíg 28, nefnt „Fagri- hvoll“, síðan á Hraunsvegi 25 þar sem þau reistu sér hús og bjuggu í rúm 30 ár. Siðustu árin hafa þau búið að Hringbraut 79, Keflavík. Gegnum árin vann Stella við margvísleg störf meðal annars sem þerna á millilanda- skipinu Hcklunni, við veitinga- störf að Valhöll á Þingvöllum og einnig starfaði hún hjá framköll- unarfyrirtækinu Hans Petersen í Reykjavík. Eftir að hún hóf bú- skap tók heimilishaldið mest af hennar tíma og með árunum hóf hún að vinna í fiskvinnslu. Einnig starfaði hún við hreingerningar á Keflavíkurflugvelli um nokk- urra ára skeið. Þegar Stella var orðin fimmtug, söðlaði hún held- ur betur um og lærði að aka bíl. Þetta tilstand kom til þar sem þau hjónin, ásamt tengdasyni og dóttur stofnuðu bílaleiguna Reykjanes sem síðar varð bfla- leigan Hraunás. Þessa bflaleigu ráku þau hjónin um nokkurra ára skeið og þar með var Stella orðin forstjóri. Helstu áhugamál hennar gegnum árin voru hann- yrðir ýmiss konar og lengi vel var hún ein af fáum konum sem gat unnið það vandasama verk að „kúnststoppa" í fatnað. Hún söng í mörg ár í kirkjukór Ytri- Njarðvíkurkirkju og var virkur félagi í Kvenfélagi Njarðvíkur, þar gegndi hún ýmsum ábyrgð- arstöðum fyrir félagið. Útför Stellu fór fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju hinn 1. septem- ber. HANNA KRISTÍN BAAGÖE HANS- DÓTTIR (STELLA) Orð eru heldur fátækleg þegar kveðja á þá sem manni þykir vænt um en ótal myndir koma upp í hug- ann þegar ég hugsa til stundanna með ömmu Stellu. Minninguna um síðustu stundina sem við áttum saman á Vífilsstöðum geymi ég í hjarta mér. Það var svo gaman að geta spjallað saman og fengið fréttir af því hvað aðrir í fjölskyld- unni voru að gera því enginn fylgd- ist jafn vel með okkur öllum eins og þú, elsku amma mín. Það var greinilegt hversu stolt þú varst af öllum hópnum þínum þegar þú sagðir mér að fleiri langömmubörn væru að bætast við. Alltaf var jafn gott að koma til ömmu og afa á Hraunsveginn og þá var nú ýmislegt gert sér til gamans. Það er mér minnistætt hversu notalegt var að sitja með þér og reyna að hjálpa til við að ráða krossgáturnar þínar og undr- ast hvað þú varst ótrúlega fljót. Þú varst alltaf svo hlý og góð, elsku amma og tilbúin til að hlusta og segja frá liðnum tíma. Takk fyrir að vera alltaf til staðar og taka allt- af jafn innilega á móti mér. Maður áttar sig víst stundum of seint á því að hafa ekki forgangsraðað rétt í annríki hversdagsins og tekið frá meiri tíma fyrir fjölskylduna. Það var nokkur huggun í ein- lægninni sem kom frá honum syni mínum þegar ég sagði honum að langamma væri ekki lengur á spítalanum. Núna væri hún kominn til englanna þar sem henni liði bet- ur og væri ekki lengur veik. Hvíl í friði,elsku amma mín. Þín nafna, Hanna Kristín. Okkur langar að minnast hennar ömmu Stellu með nokkrum orðum. Það var alltaf gaman og gott að koma á Hraunsveginn til ömmu og afa í Njarðvík. Amma var alltaf til- búin með eitthvað góðgæti til þess að metta hungraða gríslinga sem voru nýstignir úr rútunni. Það var líka alveg merkilegt hvað við gát- um alltaf verið svöng í matinn hennar ömmu þó svo við hefðum ekki haft nokkra lyst á því sem mamma reyndi að troða í okkur áð- ur en lagt var af stað suðureftir eins og við kölluðum það. Oft var glatt á hjalla þegar við komum þar saman frændsystkinin og er nokk- uð öruggt að við eigum margar af okkar sælustu endurminningum frá þessum heimsóknum. Það virtist vera alveg sama á hverju gekk hjá okkur aldrei skipti hún amma skapi. Það sem við minnust einna helst í fari ömmu var einmitt þetta góða skap og hlýja viðmót. Einu skiptin sem við munum eftir því að amma hafi hækkað róminn var þegar afi elti okkur um húsið með band- spottann og vildi endilega „hjálpa" okkur að losna við barnatennurnar. Þá bað hún hann nokkuð höstum rómi að vera nú ekki að pína krakkagreyin. Við höfðum sem sagt alltaf á tilfinningunni að amma væri með okkur í liði. Núna hefur hún amma okkar lokið vegferð sinni á þessari jörðu. Hún skilur eftir sig skarð sem erf- itt verður að fylla en eftir lifa í hjörtum okkar góðar minningar sem aldrei verða frá okkur teknar. Þannig verður hún elsku amma Stella alltaf hjá okkur á sinn hátt. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um Ijósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Hvíl í friði. Oddgeir og Aðalheiður Gígja. + Jón Magnús Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 13. júní 1953. Hann lést í Kaupmannahöfn 21. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram í Danmörku 25. ágúst. Það var mér mikið áfall þegar ég frétti af fráfalli vinar míns, Jóns Sigurðssonar, sem féll frá í blóma lífsins. Ég var búsett- ur í Kaupmannahöfn á árunum 1995-1996 og einn af hápunktum þeirrar dvalar var að endurnýja kynnin við Jón, eða „Jón bakara“ eins og hann var gjarnan nefndur meðal félaganna. Jón var mikill persónuleiki, glaðlyndur og hrókur alls fagnað- ar. í lífi hans höfðu skipst á skin og skúrir en hann var maður til að mæta mótbyr, enda ósérhlífinn og hörkuduglegur. Aldrei varð maður var við annað en að hann væri mjög sátt- ur við sitt hlutskipti og hann var gæddur þeim eftirsóknarverða eiginleika að vera æv- inlega sáttur við sjálf- an sig. Þrátt fyrir langa fjarveru frá Fróni lagði hann sig í framkróka við að fylgjast með fréttum að heiman og var þar af leiðandi mjög vel umræðuhæfur um þau málefni sem voru efst á baugi hverju sinni. Það sem dró okkur saman að nýju var sameiginlegur áhugi okkar á bridsíþróttinni og vorum við spila- félagar um alllangt skeið. Jón var meðlimur í spilaklúbbi þar sem margir af frægustu bridsspilurum Danmerkur vöndu komur sínar og var sérstaklega ánægjulegt að spila með Jóni í þeim klúbbi. Þrátt fyrir mikla vinnu gaf Jón sér alltaf tíma til að taka slaginn, enda hafði hann sérstakt yndi af að spila brids. Eftir spilamennsku fórum við gjarnan á veitingahús og röbbuðum saman fram eftir kvöldi. Þær stundir eru mér mjög dýr- mætar og ég sakna þess svo sann- arlega að fá ekki tækifæri til að endurnýja þær stundir með Jóni, en æðri máttarvöld hafa ákveðið annað og leitt hann inn á nýjar brautir. Ahugi Jóns fyrir íþróttum einskorðaðist þó ekki eingöngu við brids, því hann hafði mikið dálæti á íþróttum almennt, spilaði golf reglulega og var mikill áhugamað- ur um fótbolta. Jón bar hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir brjósti og varð honum mjög tíðrætt um börnin sín sem nú eiga um sárt að binda. Ég vil votta eiginkonu Jóns og börnunum þremur mína dýpstu samúð. Það nístir hjarta mitt meira en orð fá lýst að fá ekki tækifæri til að hitta þig framar í mannheimum, minn kæri Jón. En minningin um þig lifir, minning um mann sem var svo jákvæður og skemmtileg- ur, minning um mann sem geislaði og gaf af sér svo margt. Sú minn- ing er ómetanleg. Blessuð sé minning þín. Jón Þorvarðarson. JÓNMAGNÚS SIG URÐSSON NANNA BALDVINSDÓTTIR + Nanna Baldvins- dóttir fæddist í Auðbrekku á Húsa- vík 20. júlí 1924. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 20. ágúst sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 31. ágúst. Elsku amma mín! Það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til þín er Brimbakki á Þórshöfn þar sem þið afi áttuð heima og óluð upp ykkar böm. A hverju sumri heimsóttum við ykkur og alltaf var nóg pláss fyrir alla þótt húsið væri ekki stórt. Þegar við Eyrún fórum norður í fyrra skoðuðum við húsið og minn- ingarnar rifjuðust upp hver á fætur annarri. Afi og trillan Baldvin og túrarnir sem við fengum að fara með, steinninn úti í fjöru þar sem við stóðum og veifuðum afa þegar hann var að koma í land, þú og fiskurinn sem þú eldaðir svo oft og tímarnir sem við krakkamir áttum saman hjá ykkur inni í stofu að spila og fleira. Þessir tímar eru mér dýrmætir og eiga stóran stað í mínu hjarta. Söngurinn var þér kær og það verður mikill söknuður þegar líða fer að jólum og gaml- árskvöldi því þú og Marta amma sátuð alltaf saman og sung- uð. Munnharpan fór aldrei langt frá þér og hennar tónlistar verð- ur sárt saknað en ég veit að ég mun heyra hana í draumi og ég veit að þú spilar enn þótt þú sért farin frá okkur. Elsku amma, nú ertu komin til afa og ég veit að þér líður vel. Ég kveð þig þá með þessum orð- um: Gefum okkur tíma til að sýna vinahót - um þau liggur leiðin til hamingju. Gefum okkur tíma til að dreyma - draumurinn ber okkur til stjamanna. Gefum okkur tíma til að unna og þiggja ást á móti - það eru guðdómleg forréttindi. Gefum okkur tíma til að svipast um - dagurinn er of skammur til að eyða honum í sjálfselsku. Gefum okkur tíma tU að hlæja - hláturinn er tónlist sálarinnar. (Fomenskbæn.) Þín Nanna Wiium. FJÓLA JÓNASDÓTTIR Fjóla Jónasdóttir fæddist í Bolung- arvík 25. október 1914. Hún lést í Reykjavík 29. júlí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Söfnuði Votta Jehóva 3. ágúst. Nú, þegar Fjóla hef- ur kvatt þennan heim, langar mig að minnast hennar með örfáum línum. Fjóla var móðir Maríu, bestu vinkonu minnar, og einnig var ég hjá henni að vinna við heimilis- hjálp. Við hittumst einnig við ýmis önnur tækifæri. Fjóla talaði oft um að hana langaði svo mikið að fara til Færeyja og þá helst að vera þar á þeim tíma sem Ólafsvaka er haldin, en það er sérstök hátíð sem haldin er árlega í Færeyjum. Það varð úr að við fórum saman sumarið 1996 til Færeyja og vorum þar á Ólafsvökuhátíð. Hafði Fjóla afskaplega mikla ánægju af því að vera á þessum tíma í Færeyjum; minntist hún oft á það. Ég sakna Fjólu mikið því það var svo yndislegt að heimsækja hana, hún tók svo vel á móti mér og bauð mér alltaf upp á það besta sem hún hafði upp á að bjóða. Hún var svo gestrisin og dásamlega elskuleg og góð kona. Missir okkar er mikill við fráfall hennar og bið ég góðan Guð að vaka yfir hennL Þótt af öllu feðrafold, falli allt sem lifir. Enginn getur mokað mold, minningamaryfir. Jóna Olsen. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sími 896 8242 HVtcdcriksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.