Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Raunverulegur tilbúningur MYJVDLIST Listasafn fslands LJÓSMYNDIR MIRIAM BACKSTRÖM Til 8. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. MIRIAM Báckström hefur á undraskömmum tíma lagt heiminn að fótum sér með því að beina ljós- myndavélinni að þeim tilbúna heimi sem hvarvetna blasir við okkur í formi hvers konar Pótemkín-tjalda. Þessi unga listakona þarf ekki að gera annað en þefa uppi mismun- andi yfirgefna og mannlausa heima til að búa til myndraðir sem fá okk- ur til að efast um áreiðanleik sjóntauganna. I syrpunni sem nú hangir í litla salnum á jarðhæð Listasafnsins beinir Báckström linsunni að hvers konar leikmynd- um sem hún finnur í upptökuverum í Stokkhólmi fyrir sjónvarp, auglýs- ingar og kvikmyndir. Þannig myndar hún staði sem að- eins eru til um stundarsakir á með- an verið er að mynda þá sem bakgr- unn einhverrar óskilgreindrar frásagnar með óskilgreindu markmiði og leikurum. Og Báckstr- öm myndar þessar leikmyndir þannig að áhorfandinn kemst fljót- lega að raun um hið sanna varðandi tilbúninginn. Með því á sér stað viss afhjúpun, líkt og listakonan vildi sýna okkur hve lítið er að stóla á sannleiksgildi Ijósmyndarinnar þegar öll kurl koma til grafar. En það má einnig finna í þessum ljósmyndaverkum - sem eru af gerðinni C-prent á álplötur - væn- an skammt af því meginmarkmiði nútímahyggjunnar; nefnilega þá að afhjúpa um leið og tilraun er gerð til að hrífa áhorfandann með fag- mannlegum tökum. Þessar innri þverstæður, eða togstreita, sem einkenir svo mjög alla nútímalist á tuttugustu öldinni, öðlast einstak- lega skýra drætti í ljósmyndaröð Báckström af leikmyndum. Yissulega er þetta ekki eina myndröð listakonunnar heldur ein- ungis ein af mörgum. Skemmst er að minnast syrpunnar Söfn, sam- ansafn og endurgerðir; IKEA gegn- um tíðina. Þar nýtti Báckström sér IKEA-safnið í Álmhult í Suður-Sví- þjóð, sem varðveitir hin ýmsu tíma- bil í þróunarsögu þessarar heims- frægu húsgagnaverslunar. Eins og allir þekkja sem lagt hafa leið sína í verslanir IKEA þá er öllum krók- um og kimum þannig komið fyrir að minnir á hluta af heimili svo sem setustofur, eldhús, hjónaherbergi og vistarverur fyrir börnin. Það sem Backström tekst að festa fingur á í IKEA-myndröðinni er hugmynd okkar um hið full- komna heimili þar sem allt er til alls og öllu er fyrirkomið er í stakri röð og reglu. Það er því ekki að ófyrirsynju sem sænski listfræðing- urinn Maria Lind talar um Miriam Báckström sem síðasta klassíska listamanninn. í myndum hennar birtist endurgerðin af því sem okk- ur finnst fínast, æskilegast og þægilegast, sett upp í jöfnum stíl- rænum skömmtum svo úr verður draumaheimilið. Um leið sýnir hún okkur að þessi óskaveröld er ekki til öðruvisi en sem hermigerð í anda Aristótelesar; upphafið umhverfis- líki sem aðeins er fyrir augað og budduna en hrynur um leið og reynt er að finna því stað í sjálfri tilverunni. Eftir sem áður látum við ætíð glepjast af þessari óskamynd þegar hún birtist okkur í húsgagna- verslununum eða á síðum hýbýlari- tanna. I enn annarri myndröð - frá 1992 - 1996 - festi Báckström íverustaði og heimili nýlátins fólks á filmu og náði sérstæðri nærveru í þessum mannlausu vistarverum þar sem allt var óhreyft nema sængurföt og ábreiður í vöndli á gólfinu. í þess- um myndum æpir fjarvera mann- anna á okkur. Þá hefur hún einnig tekið syrpu af myndum frá heimili hins vinsæla, sænska aldamótamál- ara og teiknara Carl Larsson, og verkamannaíbúð frá 1930, úr Borg- arlistasafni Stokkhólms. Ef til vill er tjaldbú ungrar, heimilislausrar Rnnsk-íslenskur kvintett „ . .... r' j KaffUeikhúsið rdar Flosasonar HStel Bons NormnaHteM KnfH Roykjavfk ir KalHReykfavík morgun laugardag 9. sept. Verk á sýningu Listasafns íslands á ljósmyndum Miriam Báckström. konu átakanlegasta myndröð Báckström til þessa. Af ofansögðu má ráða hve óvenjumikilli breidd Miriam Báckström nær með myndatökum sínum. Hver myndröð hennar vekur óvænt viðbrögð, allt eftir því hvert myndefninu. í Set Constructions, eða Leikmyndum, sem listakonan hefur tekið á fjórum árum - frá 1995 til 1999 - verða áhrifin ef til vill enn blendnari en í öðrum syrp- um hennar. Ástæðan er sú að þeir sem gerðu leikmyndirnar reyndu hvað þeir gátu til að gera gervi- umhverfi sitt eins raunverulegt og þeim var frekast unnt. Það er þess vegna sem okkur rekur í rogastans þegar við upp- götvum að allt var bara plat og augu okkar leiða okkur í hreinar gönur. Skyldi Aristóteles hafa tekið það með í reikninginn þegar hann hvatti listamenn til að herma sem best eftir rauneruleikanum að sá dagur kæmi að áhorfandanum yrði það Ijóst að hann hefði verið hafður að ginningarfífli? Ætli hann hefði ekki farið hægar í sakirnar hefði honum auðnast að standa frammi fyrir Leikmyndum Miriam Báckstr- öm? Það er einmitt einn mesti styrkur hennar sem listamanns hvernig hún afhjúpar tálsýnir hermiveruleikans án þess að leita einhvers annars ámóta gervisannleiks. Ef til vill má draga þann lærdóm af list hennar að skarpur veruleikaskilningur sé, þegar öllu er á botninn hvolft, eina raunhæfa forsenda hamingjuríkrar tilvistar. Var það ekki jafnframt eitt af loforðum módernismans að fella Pótemkíntjöldin svo við mættum sjá hlutina í skýru, ómenguðu ljósi? Það þarf ekki að taka fram hvílíkur fengur er að þessari litlu sýningu Miriam Báckström. Halldór Björn Runólfsson Miriam Báckström MIRIAM Backström fæddist í Stokkhólmi 1967. Hún nam listasögu við Háskólann 1 Stokkhólmi og var síðan við nám í ljósmyndaakademíunni við Konstfackskólann í Stokk- hólmi, þar sem hún býr og starfar nú. Miriam hefur haldið fjöl- margar einkasýningar í Skand- inavíu og Evrópu og verk henn- ar hafa verið á fjöimörgum samsýningum. Verk hennar eru í eigu stofn- ana svo sem Allianz Collection, Miinchen, Esbjerg Kunstmus- eum, Grazer Kunstverein, Hasselblad Center, Gautaborg, Moderna Museet, Stokkhólmi, Museum Folkwang, Essen, Statens Konstrád, Stokkhólmi, Stockholm Konsthall. Sýningin í Listasafni Islands verður opin frá kl. 11 til 17 daglega, lokað á mánudögum. Sýningunni lýkur 8. október. Heldur þú að B-vítamín sé nóg ? fæðubótarefnið sem fólk talar um ! NATEN www.naten.is Fæst í apótekum og sérverslunum um land allt ! - órofin heild! | Faxafeni 12 • Reykjavík • Sími: 588 6600 Glerórgötu 32 • Akureyri • Sími: 461 3017 Iregnfatnaöur Iska veðráttu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.