Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIKTOR MAGNÚSSON + Viktor Magnús- son, hjarta- og lungnavélasérfræð- ingur, fæddist í Jena í Þýskalandi 12. maí 1944. Hann iést á gjörgæsludeild Landspítala - há- skólasjúkrahúsi, Fossvogi 29. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. september. Viktor Magnússon, yfírmaður hjarta- og lungnavélastarfsemi Landspítalans „perfusionist" (íslenskt nafn yfír þetta starf hefur ekki fundist ennþá) lést 29. ágúst sl. en hann hlaut al- vai-legan höfuðáverka eftir fall af hestbaki 27. ágúst sem leiddi hann til dauða. Ég kynntist Viktori fljótlega eftir að ég kom til starfa á Landspítalan- um 1970. Hann sá þá um rekstur og viðhald hjartaþræðingatækja Land- spítalans og annarra tækja sem við kom hjartalækningum. Með okkur tókst fljótt góður kunningsskapur og síðar vinátta, * sem tengdist samstarfi okkar við hj artaskurðlækningar. Arið 1983 gerði stjórnarnefnd Ríkisspítalanna hjartaskurðlækn- ingar að forgangsverkefni sínu og 9 október 1985 gaf þáverandi heil- brigðisráðherra Matthías Bjarnason formlega heimild um að undirbúa og hefja þessar aðgerðir hér á landi. Viktor var valinn til að verða „perfusionisti“ deildarinnar og tók hann að sér þetta ábyrgðarmikla starf. Til þess þurfti áreiðanlega hugrekki og fórnfýsi. Viktor fór til náms á hjartaskurð- deild háskólasjúkrahússins í Upp- sölum í Svíþjóð en læknar og annað starfsfólk þeirrar deildar tóku að sér þjálfun þeirra íslensku starfsmanna sem lítið eða ekki höfðu starfað við slíkar aðgerðir áður og aðstoðuðu okkur á allan hátt við upphaf starf- seminnar. Hjartaaðgerðir hófust hér á landi 14. júní 1986, og nú hafa verið gerðar tæplega 2.600 aðgerðir. í langflest- um aðgerðanna var Viktor við stjórn vélarinnar, og voru þær oft flóknar og erfiðar. Ég hygg að margir eigi honum mikið að þakka, þó að þeim sé það vafalaust ekki kunnugt enda vann hann starfið í kyrrþey. Oft hefur einnig verið ráðist í að reyna að bjarga fólki með aðstoð hjarta- og lungnavélar þótt ekki hafi verið um beina skurðaðgerð að ræða, t.d. við ofkælingu. Það tókst stundum giftusamlega. Viktor var einstaklega uppfinningasamur og snjall við slíkt, og í einu tilfelli vakti slík björgun athygli víða um lönd enda hafði þannig aðferð ekki verið beitt áður og átti Viktor stóran þátt í því að svo vel tókst til. Þetta var síð- an birt í þekktu læknatímariti. Við lát sitt var Viktor orðinn einn af allra snjöllustu „perfusionistum" Norðurlanda og þótt víða væri leit- að. Viktor var forseti tveggja Norð- urlandaþinga „perfusionista", sem haldin voru hér á landi. I byrjun þessa árs var honum boðið að halda hátíðarfyrirlestur á þingi „perfusionista“ í Flórída í Bandaríkjun- um og notaði hann þá tækifærið að kynna bæði land og þjóð, enda var hann mikill Islend- ingur. Fórst honum þetta vel úr hendi. Viktor var ákaflega vinsæll maður ekki ein- ungis meðal samstarfs- manna sinna hér held- ur einnig á Norður- löndum og víðar í Evrópu. Við öll, sem störfuðum með hon- um hér á Landspítalanum, erum harmi slegin yfir þessu ótímabæra andláti þó að við séum ekki óvön hörmulegum atburðum. Tveim dög- um fyrir slysið gekk Viktor hér um ganga hress og glaður eins og ávallt, nú er hann skyndilega horfinn af sjónarsviðinu aðeins 56 ára að aldri. Skarð sem hann skilur eftir sig með- al starfsmanna hjarta- og lungna- skurðdeildar Landspítalans verður vandfyllt. Ég kveð Viktor vin minn með sár- um söknuði og ég veit, að það sama gera allir sem störfuðu með honum við hjartaskurðlækningar hér á spítalanum. Ég og konan mín Hólm- fríður vottum Huldu, Sonju, móður hans og öðrum ástvinum, okkar dýpstu samúð. Grétar Ólafsson. Það eru atburðir á lífsleiðinni sem fá menn til að staldra við og hugsa sinn gang. Atburðir þessir eru óvæntir, koma eins og þruma úr heiðskíru lofti og kalla fram alls kyns tilfinningar. Einn slíkur at- burður varð nú í lok ágústmánaðar er samstarfsfélagi okkar, Viktor Magnússon, var burtu kallaður. Sorg og söknuður bærist í brjóstinu og hugurinn leitar til liðinna daga og atburða, einnig til fyrirætlana, hluta sem ekki komust í verk en nú er tím- inn liðinn. Það gefst aldrei tækifæri framar. Hins vegar er einnig þakk- læti og gleði yfir því að hafa kynnst öðrum eins manni og fengið að njóta þekkingar, reynslu og mannkosta hans. Anægja yfir sameiginlegum stundum og verkum sem geymd eru í minningunni. Og af þeim var nú ekki svo lítið þegar öllu er á botninn hvolft. Viktor Magnússon fæddist árið 1944, sama ár og Islendingar stofn- uðu lýðveldi og sögðu skilið við dönsku krúnuna. Það var táknrænt fyrir hans persónu því sjálfstæðis- þráin var honum í blóð borin. Hann var einarður og harður í horn að taka, ákveðinn og skjótur með svör. Ekki var gott að hafa hann á móti sér en þeim mun betra að hafa hann með sér. Það var gott að vinna með Viktori. Verkin gengu venjulega fljótt og vel. Minnisstætt er þegar eðlisfræði- og tæknideild var 25 ára og við ákváðum að setja upp vegg- spjalda- og lækningatækjasýningu á nýjum gangi spítalans. Sýningin átti að vera í desember en undirbúnings- nefnd tók til starfa í september og var Viktor í henni. Hann mátti ekki vera að því að vera með neinar vífil- lengjur um hvað ætti að gera og sá til þess að skipulagið var tilbúið á einum fundi. Það er skemmst frá því að segja að sýningin tókst vel og var deildinni til sóma. Fleiri slík dæmi mætti telja. Viktor Magnússon réðst til starfa á Landspítalanum í júlí árið 1969, þá rétt rúmlega 25 ára gamall. í desem- ber það sama ár var eðlisfræði- og tæknideild spítalans stofnuð og hann varð einn af fyrstu starfsmönn- um hennar. Á eðlisfræði- og tækni- deild starfaði hann við viðhald lækn- ingatækja með litlum undan- tekningum fram til ársins 1985 að hann lagði út í nám og gerðist hjarta-lungnavélasérfræðingur. Frá þeim tíma starfaði hann sem slíkur, fyrst sem starfsmaður eðlisfræði- og tæknideildar og frá árinu 1994 sem starfsmaður hjarta- og lungna- skurðdeildar. Hann helgaði því líf sitt þjónustu við spítalann, sann- færður um að hjálp við sjúka væri eitthvað það besta sem maður gæti gert við líf sitt. Hann á líka þátt í mörgum góðum afrekum á því sviði. Fyrir nokkrum árum kom inn á spítalann ung manneskja úr slysi og var ekki hugað líf. Vegna lungna- skaða þurfti hún á langtímameðferð í hjarta-lungnavél að halda sem þá var nýverið orðin möguleg. Sú með- ferð stóð í á annan mánuð og tókst með þeim ágætum að annað lungað jafnaði sig og lífi viðkomandi var borgið. Sem eini hjarta-lungnavéla- sérfræðingurinn á landinu á þeim tíma var Viktor á vakt nánast allan tímann, í 24 klukkustundir á dag alla daga vikunnar. Það var ekki um ann- að að ræða og úr varð eitthvert glæsilegasta afrek sem unnið hefur verið á Landspítalanum. Viktor lagði mikinn metnað í störf sín, vildi gera vel og gerði vel. Hann fylgdist með öllum nýjungum af miklum áhuga, sótti námskeið og las mikið um það sem starfi hans tengd- ist. Hann var kominn með mikla reynslu af störfum á spítalanum og miðlaði gjarnan af henni, bæði til tæknimanna og eins til lækna og hjúkrunarfræðinga. Það er ljóst að ekki verður auðvelt að fylla það skarð sem Viktor skilur eftir sig á spítalanum. Við upplifðum Viktor Magnússon sem mikinn kappa er hafði unun af hvers kyns útiveru. Áhugasviðið var vítt. Hann var mjög áfram um skíða- íþróttina og stundaði hana lengi, í seinni tíð sneri hann sér að siglinga- íþróttinni og hestamennsku. I þess- ari iðkan fundust margir sameigin- legir snertipunktar við samstarfs- menn víða að á spítalanum. Þar þekkti hann því marga og átti stóran kunningjahóp. Hann var einnig veiðimaður og hafði gaman af að ferðast. Fáir hafa ferðast eins víða og hann bæði innanlands og þó sér- staklega utanlands. Þessu kynnt- umst við samstarfsmenn hans á eðl- isfræði- og tæknideild vel við ýmis tækifæri. Á mannamótum var hann hrókur alls fagnaðar og lét sig aldrei vanta. Kátur og hress með ánægju af frásögnum af síðustu veiðiferð, siglingakeppni eða öðru því sem á dagana hafði drifið. Hann var mikill dansari og hen-amaður. Við starfsfélagar Viktors viljum senda dóttur hans og samstarfs- manni okkar í mörg ár, Sonju, konu hans Huldu, móður Idu og systur Önnulísu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um Viktor veita þeim ánægju- stundir. Starfsfélagar af heilbrigðistæknisviði. Með þessum orðum langar mig að minnast Viktors vinar míns sem í gegnum tíðina starfaði ötullega að málefnum skíðahreyfingarinnar. Hann starfaði sem formaður skíða- ráðs Reykjavíkur og keppti á árum áður með skíðadeild Armanns. Viktor var alla tíð mjög áhuga- samur um skíðaíþróttina enda afar góður skíðamaður sjálfur. Hann gaf skíðaíþróttinni mikið með starfi sínu og áhuga og er missir okkar sem starfa að málefnum skíðaíþróttar- innar mikill. Við unnum saman á Landspítal- anum til fjölda ára og hittumst við reglulega til að ræða um daginn og veginn. Þá voru ferðir fjölskyldna okkar í Kerlingafjöll ávallt ofarlega í huga okkar þar sem við áttum sam- an margar góðar stundir. Það var alltaf gaman að vera í kringum Vikt- or þar sem við höfðum alltaf nóg að tala um. Nákvæmni og hreinskilni eru þeir eiginleikar sem ég mat best í fari Viktors sem og hans góðvilji. Söknuður okkar sem Viktor þekktu er mikill og verður hann ávallt ofar- lega í huga okkar. Elsku Hulda og Sonja, megi guð vera með ykkur í ykkar sorg. Egill T. Jóhannsson, formaður Skíðasam- bands Islands. + Valtýr Gíslason fæddist að Ríp, Hegranesi í Skaga- firði 23.12. 1921. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi að kvöldi 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gísli Jakob Jakobs- son, f. 14.12. 1882, d. 31.8. 1951, bóndi á Ríp í Hegranesi og kona hans, Sigur- laug Guðmundsdótt- ir, f. 29.7. 1891, d. 1.5. 1940, húsfreyja. Bróðir Valtýs var Guðmundur Gíslason, f. 21.1. 1912, d. 15.10. 1997, bókbindari og síðar skrif- stofumaður í Kópavogi. Valtýr kvæntist 23.6. 1944 Evu Benediktsdóttur f. 7.10. 1921, saumakonu. Hún er dóttir Bene- dikts Kristjánssonar og Krist- bjargar Stefánsdóttur, bænda að Þverá í Öxarfirði. Börn Valtýs og Evu eru Rósa, f. 18.8. 1945, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Baldri Baldurs- syni; Gísli, f. 21.10. 1946, vélstjóri Flateyri, kvæntur Elísabetu Ollu Gunnlaugsdóttur; Bára, f. 19.6 1948 skrifstofumaður í Reykja- vík, gift Ragnari Jónssyni; Björg f. 2.8 1950, deildarstjóri í Njarð- vík, gift Kristni Pálssyni; Oskar f. 18.1. 1952, rafeindavirki í Reykjavík, kvæntur Guðbjörgu Rann- veigu Jónsdóttur; Benedikt f. 8.10. 1957, framkvæmda- stjóri í Reykjavík. Uppeldisdóttir Val- týs og Evu er Valdís AxQörð, f. 27.8. 1966, skrifstofumað- ur í Reykjavík, í sambúð með Má Árnasyni. Barna- börn Valtýs eru nú saulján talsins en langafabörnin tfu. Valtýr fæddist að Rfp, Hegranesi í Skagafirði og ólst þar upp við öll almenn sveit- astörf. Hann fluttist til Reykja- víkur 1942, lauk prófum í vél- tæknifræði f Svíþjóð 1948, stundaði nám við Iðntækniskól- ann í Reykjavík, lauk meistara- prófi í vélvirkjun 1955 og lauk prófum í hagræðingatækni 1962. Valtýr starfaði hjá Vélsmiðj- unni Héðni í Reykjvík 1942-77 að undanskildum árunum 1949-55 er hann var verksljóri hjá Vél- smiðju Bolungarvíkur. Hann hóf sfðan störf sem véltæknifræðing- ur hjá Síldarverksmiðjum ríkis- ins 1978 og starfaði þar til 1988 er hann hætti störfum. Útför Valtýs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. til sjálfs þín og einnig annarra. Ég var fyrir einhverra hluta sakir svo heppin að standast þær kröfur og mjög fljótlega komst ég undir skel- ina sem við brynjum okkur öll með í daglegu lífi. Við urðum fljótt mjög góðir vinir og saman ræddum við oft okkar hjartans mál sem ekki voru öðrum ætluð. Þegar börnin mín komu svo í heiminn leyndir þú ekki hrifningu þinni, ég hafði gefið þér Guðs gjöf sem þér þótti svo vænt um. Ég man hve ánægður og stoltur þú varst er dóttirin fæddist og ég vildi skíra hana í höfuðið á ömmu sinni því það hafði verið þinn draumur að fá alnöfnu hennar. Börnunum mínum sýndir þú einstaka ást og hlýju og leyndir þau aldrei tilfinningum þín- um, en það er eitthvað sem ég veit að þau búa að í framtíðinni. Þú varst þeim yndislegur afi og ég veit að þú munt eiga stað í hjarta þeirra. Mér varstu góður tengdafaðir en fyrst og fremst góður vinur sem sannaðist best er við töluðum saman fyrir nokknxm dögum, þá sagðir þú mér hversu mikið þér þætti vænt um mig og hvorki breyttar aðstæður að und- anförnu né neitt annað fengi því breytt. Þú vildir mér allt hið besta og baðst mig að sleppa aldrei hendinni af þér hvað sem öllu öðru liði. Þú varst einstakur maður og það að hafa fengið að kynnast þér hefur gert mig að meiri og betri manneskju. Ég vil þakka þér allt það sem þú gafst mér og börnunum mínum, við munum varðveita það vel. Elsku Valli, mér finnst leitt að hafa ekki náð að kveðja þig að leiðarlokum en þú munt eiga stað í hjarta mínu um ókomna tíð. Guðrún Stefánsdóttir. VALTYR GÍSLASON Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum % Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns raeð áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan V sólarhringinn. S ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja Elsku pabbi. Það er alveg rosalega erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá mér en ég hugga mig við allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú kenndir mér svo margt og við gerðum svo margt saman. I sum- arbústaðnum leið okkur svo vel sam- an úti við skógarhögg, að girða eða bara sitja við spil, þú kenndir mér m.a. að sauma út krosssaum. Þar sem það var eitt af þínum áhugamál- um langaði mig líka að læra að sauma út og þú gafst þig ekki með það að láta mig sjálfa finna út villurn- ar sem ég gerði þegar ég taldi vit- laust. Þegar ég var þriggja ára kenndir þú mér að fara með „Læk- inn“ eftir Gísla Ólafsson og á það ljóð vissan sess í hjarta mínu sem minn- ing um þig. Eg veit að það verður erfitt að koma til mömmu og þú ekki þar en ég veit að þar sem þú ert þar líður þérvel. Ég sakna þín, pabbi minn. Valdís. Elsku Valli. Mig langar að minnast þín og þess tíma sem við áttum saman. Ég kynntist þér fyrir rúmum 22 árum, þá sem tilvonandi tengdadóttir þín. Ég man hve ég var kvíðin að hitta þig því margt hafði ég heyrt um þig og þá aðallega hve strangur og erfiður þú værir. En þeirri hlið á þér kynntist ég aldrei og mín kjmni af þér voru í raun algjör andstæða þess. Rétt er að þú varst alls ekki allra, þú gerðir kröfur Hann afi er dáinn. Við afi höfðum sama áhugamál þ.e. fótbolta við héld- um báðir með Liverpool, hann hringdi oft í mig og við ræddum sam- an um íslenska og erlenda boltann, hann hafði mikinn áhuga á því hvern- ig mér gekk þegar ég var að keppa. Þegar afi og amma voru í bústaðnum á sumrin þá fór ég alltaf til þeirra í heimsókn og þar fékk ég að smíða með hans verkfærum. Þegar afi frétti það að Anna Bára ætlaði að æfa fótbolta varð hann mjög spennt- ur og hlakkaði mjög til að fylgjast með henni því honum fannst hún hafa rétta skapið. Það verður skrítið þegar við Anna Bára komum á Afló og afi verður ekki þar til að spjalla um boltann og framtíðina í boltanum. Við munum sakna þín. Ragnar og Anna Bára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.