Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.09.2000, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBIiAÐIÐ JÓN PÁLSSON Jón Pálsson fæddist að Litlu- Heiði, Mýrdal, 19. apríl 1904. Hann lést 1. september síðastliðinn. For- eldrar: Páll Ólafs- son, bóndi á Litlu- Heiði, Mýrdal, f. 5.5 1862, d. 16.6. 1945 og Guðrún Brynj- ólfsdóttir Ijósmóðir, f. 4.3. 1864, d. 14.9 1919. Systkini: Sig- -j urlaug, f. 9.4. 1896, d. 2.9. 1939; Þor- gerður, f. 10.12. 1897, d. 28.8. 1933; Ólafur, f. 3.7. 1899, d. 3.1. 1996; Brynhildur, f. 1.1. 1901, d. 20.4. 1992; Kjartan, f. 3.6. 1902, d. 13.4. 1921; Matt- hildur, f. 8.11. 1905, d. 23.2. 1945; Katrín, f. 10.1. 1907, d. 10.4. 1982, Sigrún, fædd 15.2. 1909. Eiginkona Jóns var Jónína Magnúsdóttir, f. 23.1. 1907, d. 30.12. 1997. Börn þeirra: Guð- rún, f. 16.6. 1931, Páll Heiðar, f. 16.2. 1934, Bragi, f. 12.9. 1936, d. 5.10. 1987, Ragnar, f. 9.6. 1945, d. 7.8. 1945. Þau Jón og Jón- ína hófu búskap í Vík í Mýrdal 1930 en þar lagði hann stund á trésmíði og fleiri störf. Þau fluttu til Reykjavík- ur 1945 og var Jón um skeið erindreki Stórstúku Islands. Nokkru síðar gerð- ist hann húsvörður Landsbanka Islands en vann síðar um árabil hjá Málara- meistarafélaginu sem mælingafulltrúi. Hann tók talsverðan þátt í félagsmálum, átti um langt skeið sæti í stjórn Skaftfellingafélagsins í Reykja- vík og vann á þeim tíma ásamt Ósvaldi Knudsen kvikmynda- gerðarmanni að gerð heimildar- myndarinnar „I jöklanna skjóli“. Jón var heiðurfélagi Skaftfell- ingafélagsins í Reykjavík og Framsóknarfélags Reykjavíkur. títför Jóns fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. > ' -------------------------------- I upphafí Fjallkirkjunnar skrifar Gunnar Gunnarsson m.a.: „Þau ár þegar Guð stóð mér fyrir hugskots- sjónum sem örlátur og vingjamlegur föðurafi ... Þau ár þegar Ijósið var í senn Ijós og sigursælt ljós og allt myrkur og allan ótta mátti særa burt með einu faðirvori eða signingu ... þau ár eru liðin og koma aldrei aftur.“ Slíkur föðurafi var afi minn, Jón Páls- son frá Litlu-Heiði í Mýrdal sem verður jarðsunginn í dag. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu fyrir -^éttri viku, hinn 1. september. Hann var 96 ára gamall þegar hann and- aðist. Þrátt fyrir þennan háa aldur lést hann öllum að óvörum, án þess að líða kvalir, án nokkurra undanfarandi veikinda og var frískur að mestu bæði líkamlega og andlega fram á hinstu stund. Síðustu árin bar ég af og til gæfu til að heyra afa minn segja frá ævi sinni. Hann var alla ævi nátengdur sveit sinni, Mýrdalnum og sveitungum. Hann sagði frá ýmsum atvikum frá uppvexti sínum á Litlu-Heiði í út- varpsþáttum sem fluttir voru fyrir mörgum árum og hann kallaði „Bréf til frænda“. Fyrir rúmu ári síðan gaf hann mér handritið af tveimur þeirra, innihélt m.a. litríka frásögn af balli í Mýrdalnum og löngum aðdrag- anda þess. Handritið var skemmti- legt og bar frásagnargleði og stíl- kunnáttu höfundar síns fagurt vitni. Árið 1925 fór afi í ferðalag sem á þeim tíma var óvenjulegt. 21 árs gamall fór hann í hópi íslenskra glímumanna undir forystu Jóns Þor- steinssonar íþróttakennara til Nor- egs. Ferðin var hin ævintýralegasta. Fyrir rúmu ári síðan, þegar afi kom hingað til Noregs þar sem ég er bú- settur með fjölskyldu minni, hafði hann með sér gulnað handrit þar sem ferðasagan var rakin. Handritið hafði hann flutt sem fyrirlestur í Ung- mennafélaginu í Vík veturinn eftir ferðina. Það var eftirminnilegt að ferðast með honum á nokkra af þeim stöðum sem hann hafði heimsótt nær 75 árum áður! A seinni árum varð mér Ijósara að kreppuárin sérlega, voru þungur og erfiður tími. Afi hlaut litla formlega skólamenntun og byrjaði snemma að vinna. Hann upplifði að róa í opnum bát frá Vík og hann var togarasjó- maður um skamman tíma á einum af fyrstu íslensku togurunum. Alþingis- hátíðarsumarið 1930 kvæntist afi ömmu minni, Jónínu Magnúsdóttur frá Giljum í Mýrdal. Hjónaband þeirra varði í nærri 70 ár, þartfi amma mín lést fyrir fáum árum. Hjónaband þeirra var gæfuríkt og fagurt. Eg minnist með gleði heim- sókna fyrst á Þverveginn í Skeija- firði, seinna í Safamýri 19 þar sem þau bjuggu í mörg ár og síðast á Dal- braut 25. Þau héldu þeim sið að afi las + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGFRÍÐUR JÓNA ÞORLÁKSDÓTTIR, áður Sæbóli, Seltjarnarnesi, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, miðvikudag- inn 6. september. Guðmundur M. Jónsson, Þuríður Kristjánsdóttir, Hekla Guðmundsdóttir, Ómar Hilmarsson, Berglind Guðmundsdóttir. KRISTÍN ÞORLÁKSDÓTTIR, fv. bókari hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, áður til heimilis í Eskihlíð 6a, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 1. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 11. september kl. 10.30. Aðstandendur. upphátt fyrir ömmu á kvöldin. Bæk- urnar sem afi las voru flestar af stærstu og bestu bókum íslenskrar tungu. Það var fróðlegt að komast að því að hann las einnig nýrri bækur yngri höfunda og hafði á þeim sterk- ar skoðanir sem gaman var að ræða við hann. Samband afa og ömmu var mótað af djúpum vinskap og virðingu hvort fyrir öðru. A heimili þeirra held ég að öllum hafi liðið vel. Umhyggja þeirra beggja fyrir hvort öðru, fyrir fjölskyldunni og fyrir öllum sem á heimilið komu, var augljós. Þessu ör- læti fékk ég að kynnast frá því ég kom fyrst á heimili þeirra sem smá- strákur. Böm mín þrjú sem öll báru gæfu til að kynnast þeim báðum fundu áþreifanlega fyrir þessu og minnast þeirra beggja með söknuði og þakklæti. Amma var sjúklingur á öldmnar- deildinni á Landakoti síðustu mánuð- ina sem hún lifði. Ég minnist heim- sóknar á Landakot skömmu áður en hún lést. Afi var þá nýlega hættur að keyra bíl en fór daglega í langar heimsóknir á Landakot. Umhyggja hans gagnvart ömmu var augljós og fögur. Síðustu minningamar sem ég á um afa er að hann kom í heimsókn hingað á heimili okkar í Noregi fyrir rúmu ári. Ferðin var eftirminnileg fyrir okkur báða og fyrir fjölskyldu mína. Þrátt fyrir háan aldur var hann í ágætu formi. Nú í sumar, aðeins nokkrum vikum fyrir andlát afa, fór- um við saman með fjölskyldu minni og Páli Heiðari, föðurbróðir mínum, í nokkurra daga pílagrímsferð á æsku; slóðir afa í Mýrdalnum og víðar. í þessum ferðum ræddum við margt og mikið. Fáa menn hef ég hitt um dagana sem ég hef haft jafnmikla ánægju af að ræða við og afa. Þetta gilti jafnt um pólítík, dægurmál, bók- menntir, listir og um hinstu rök til- verunnar. A þessum ferðalögum okk- ar kom það berlega í ljós að honum hafði að engu leyti förlast í samræðu- listinni. Afa mínum auðnaðist að ljúka ævi sinni á þann veg sem margir myndu óska sér. Við sem eftir lifum getum glaðst yfir því. Söknuðurinn og sárs- aukinn stendur samt eftir, sterkur og djúpur. Blessuð sé minning Jóns Pálssonar. Ásgeir Bragason. Nú er genginn föðurbróðir minn, Jón Pálsson, og er yngsta systirin, Sigrún, þá orðin ein eftir af systkin- unum frá Litlu Heiði. Okkur afkomendunum hefur alltaf þótt rnfidð til systkinanna koma, þeirra fimm sem við bárum gæfu til að kynnast. Þau héldu ötullega á loft minningunni um hin fjögur sem lét- ust uppkomin en fyrir aldur fram svo okkur systkinabömunum finnst við hafa þekkt þau líka. Við þennan bamahóp bættust tveir uppeldis- bræður, Páll og Jónatan, og kom það í þeirra hlut að hefja búskap á Litlu Heiði þegar afi, Páll Ólafsson, brá búi og fluttist til Jóns og Jónínu Magnús- dóttur, konu hans, í Vík. Við afkomendurnir höfum ætíð haft mikinn áhuga á að fræðast um þann tíma þegar aldamótabömin á Litlu Heiði slitu sauðskinnsskónum í starfi og leik enda vomm við alin upp við frásagnir af liðinni tíð hjá þessu greinda og minnuga fólki. Þau hafa frætt okkur um menningu og tíðar- anda uppvaxtaráranna, um aðstæður fólksins og vinnulag, um heimilislífið, foðurinn sem var oft leiðsögumaður ferðamanna á hestum, móðurina sem hvarf á brott á öllum tímum til að sinna ljósmóðurskyldum og allt hitt heimilisfólkið sem sinnti börnum og búi af alúð. Þessar dýrmætu minn- ingar vom svo settar á sinn stað þeg- ar í Heiðardalinn kom. Þá var farið í gönguferðir og litið á gömlu mylluna, á grjótveggi sem frændinn Eyvindur hlóð af svo miklu listfengi, gengið fram á álfabústaði og sagðar sögur af yfirsetum, af leit að fjárhópi í hríðar- byl, heyflutningi á klökkum, mynd dregin upp þegar fólkið var að koma frá heyönnum í Kárhólmanum fyrir sólarlag í logni og blíðu og söng „Sjá- ið hvar sólin hún hnígur“. Leikföngin vom úr leggjum og brúðumar með brothætta hausa og svo vom það dansleikimir á Giljum sem stóðu alla nóttina. Okkur, næstu kynslóð, er mikill vandi á höndum að miðla áfram fræðslu um gengna tíma sem em svo ólíkir öllu sem nú tíðkast en þó svo skammt undan. Jón var skemmtilegur og glæsileg- ur frændi. Hann hafði yndi af tónlist og bókmenntum, og lagði sjálfur nokkra stund á þessar greinar. Hann var trésmiður að mennt og hagur í höndum og föndraði fallega hluti á Dalbrautinni. Hann fylgdist alla tíð vel með í listum, einnig síðustu árin. Ef tónlist, leikrit eða bækur ungu höfundanna fóm fyrir ofan garð og neðan hjá honum ræddi hann það af kímni og setti fram spurningar. Þegar litið var inn til hans á Dal- brautinni var alltaf gaman að ræða menn og málefni. En fyrst þurfti að bera fram veitingarnar, bjóða í staup- inu, hella upp á könnuna, draga fram bakkelsi frá dóttur og systur eða pönnukökur, bakaðar af hans hag- leik, næfurþunnar. „Hann er laglegur í höndunum," var Jóna vön að segja um gott handbragð bónda síns. Eftir að hann varð einn viðhélt hann þeim rausnarskap sem ríkti á heimili þeirra hjóna, góðar veitingar, fagur- lega fram bornar. Eftir lát Jónu fyrir þremur ámm varð hann einmana. Með hjálp góðra vina, sem hann átti svo marga, öðlað- ist hann þó aftur áhuga á lífinu. Á vet- uma spiluðum við bridds ásamt syst- ur hans, Sigrúnu, og dóttur hennar, Sigurlaugu. Þegar við Jón ræddumst við síðast vom kveðjuorð hans þau að fyrsta briddskvöld vetrarins yrði hjá honum og þá skyldi boðið upp á kampavín. Það kampavín verður ekki dnikkið héma megin. Ég þakka kær- um frænda samfylgdina. Helga Ólafsdóttir. Við frænkurnar, systkinadætur hans Jóns, höfum komið saman í gegnum árin, haldið fundi og staðið í allskyns framkvæmdum og undir- búningi að ættarmótum eða öðmm samvemstundum með systkinunum á Heiði. Þessi ættarmótaárátta okkar kom einfaldlega til af því að þessi gömlu Heiðarsystkini vom svo frá- bær og skemmtilegur félagskapur. Ég efast um að þetta fundarbrölt í okkur við undirbúning að næstu uppákomu hafi verið þeim eins mikið gleðiefni og okkur sem áttum engar stundir betri en að fá að vera með þeim. Einhver vingjamlegur ættingi tók uppá því að kalla okkur „Heiðló- urnar“. Vomm við að vonum harla ánægðar með nafngiftina og sögðum Jóni móðurbróður frá því að farið væri að líkja okkur við „vorboðann ljúfa“. „Heiðlóurnar! - Ykkur“! Sagði Jón hneykslaður og horfði yfir hópinn. „Ekki finnst mér það vel til fundið að líkja slíkum boldangs kvenpeningi og ykkur við mófugla. Heiðagæsirnar væri betur við hæfi.“ Og auðvitað festist Heiðagæsa-viðumefnið við hópinn. Og hér situr svolítið vængbrotin „Heiðagæs", dóttir Sigurlaugar elstu systur Jóns, og reynir að koma í orð þeim trega sem situr eftir í bijóstinu þegar þær fregnir berast að einn hennar kærasti vinur er er ekki leng- ur á meðal okkar. Við töluðum oft um þau mál, hvort það væri ekki of gott til að vera satt að við ættum okkur frelsara sem hefði farið á undan okkur að búa okk- ur stað hjá sér. „En ég er svoddan óttalegur tralli" sagði Jón „heldur þú að hann kæri sig nokkuð um svona kalla eins og mig i öll fínheitin hjá sér?“ Og svo hlógum við, það var allt- af svo stutt í glitrandi kímnina hjá þessum frænda mínum. Svo var það mér og Almættinu til heilla í þessum umræðum okkar að Jón heyrði hlegið í kirkju. Var það séra Auður Eir vin- kona mín, þáverandi prestur í Þykkvabæ, sem hélt svo dæmalaust skemmtilega ræðu við brúðkaup þar sem Jón var staddur að boðsgestir sátu þar í kirkjunni og veltust um af hlátri. „Er þetta viðeigandi, frænka mín?“ Spurði Jón. „Að vera með hlátrasköll í Guðshúsi? - Ef maður hefði verið staðinn að slíku kæruleysi og léttlyndi í Mýrdalnum í gamla daga, þá hefði maður verið straffað- ur?“ Við ræddum þessa uppákomu í Þykkvabænum og komumst að þeirri niðurstöðu að of mikil alvara í nálgun Guðs orðs væri líklega engin dyggð. Við sáum fram á að sá Guð sem öllu ræður hlyti að hafa kímnigáfu og væri sjálfsagt ekkert kærara en að sjá börn sín glöð á góðum degi. Jón var einn af þeim mönnum sem lét konum líða vel í návist sinni. Var það hans einlæga aðdáun á hinu kyn- inu sem á ekkert skylt við það ieiða fyrirbrigði að vera kvennamaðui'. Síðastliðið sumar heimsóttum við ásamt fleira fólki góða vinkonu mína sem býr á Hellu í undurfógru kúlu- laga húsi sem nefnt er Auðkúla. Er þai' dýrðlegur garður inni í þessu ávala glerhúsi og horfðu allir agndofa á blómadýrðina sem þar gladdi augað - nema Jón frændi minn. Hann tók varla eftir hinum skrautlega gi'óðri, en horfði geislandi augum á föngu- lega húsmóðurina og sagði: „Nú vfidi égyera orðinn sextugur aftur!“ í síðasta skipti sem ég var með mínum elskulega frænda vorum við stödd á sýningu Sigrúnar Jónsdóttur frænku okkar í Hallgrímskirkju. Varð ég alltaf svo stolt og upp með mér þegar Jón hringdi og spurði hvort við ættum ekki að fara eitthvað saman. „Ég skal kaupa blómvönd," sagði þessi gamli frændi minn sem alltaf kunni sig „Svo set ég nafnið okkar beggja á kortið.“ Síðan fékk ég að standa þarna á þessari undurfal- legu sýningu með þeim glæsilegasta heiramanni sem hægt er að óska sér. „Má þetta í kirkju?" Spurði Jón þeg- ar okkur voru rétt kampavínsglös til að skála í. „Það hlýtur að vera,“ sagði ég „hún Sigrún frænka okkar er kirkjulistakona, og veit allt um hvað má í kirkjum, svo er hún þar að auki alin upp í Mýrdalnum og hefur kannske ekki alltaf verið sammála þeirri alvöru sem fylgdi kirkjum sem ekki mátti hlæja í.“ Svo bað ég hann að halda á glasinu mínu á meðan ég kveikti á kerti í minningu Jónu konu hans. Þá varð hann frændi minn hlýr í augunum eins og hann alltaf varð þegar minnst var á Jónu. „Ef það er í minningu hennar þá dugar þér ekki minna en þúsund kerti, góða mín.“ Sagði hann. Minningin um Jón Pálsson er ljúf og mun geymd í hjarta mínu til ævi- loka. Að hafa átt að vini einn sem hann gerir veruna hér á jörð svo miklu litríkari. Svo hlakka ég til að hitta hann á himnum, þær eru víst margar vistarverurnar sem Jesús sagði að væru þar. „Annars mundi ég ekki segja að ég færi á undan ykkur að búa ykkur stað.“ Sagði frelsari mannkynsins. Og inn í þær vistarver- ur mun ég ganga öruggum skrefum og þegar ég heyri hlátrasköll úr einni þeirra, flýti ég mér þangað því þar verður þú, elsku frændi minn. Við vorum búin að koma okkur saman um að það mætti áreiðanlega hlæja á himnum. Guðrún Ásmundsdóttir. Að morgni 1. þ.m. lézt Jón Pálsson frá Litlu-Heiði í Mýrdal á heimili sínu að Dalbraut 25. Hann var síðastur til að kveðja af þeim, sem settu svipmót sitt á heimili móðurfólks míns á Gilj- um í Mýrdal, þegar ég mundi fyrst eftir mér fyrir rúmum 70 árum. Og æ síðan höfum við nafnar fylgzt að og vitað hvor af öðrum, enda var hann kvæntur Jónínu Magnúsdóttur, syst- urdóttur og uppeldissystur móður minnar og því náfrænku minni, sem látin er fyrir fáum árum, háöldruð. Vil ég minnast þessa samferðamanns míns með nokkrum orðum við þessi leiðarlok. Jón var líka orðinn háaldraður, f. 1904, en bar aldurinn mjög vel og hélt minni sínu óskertu til hinztu stundar. Fótavist hafði hann fram á síðasta dag og mun hafa gengið út sér til heilsubótar nær daglega, þegar vel viðraði. Hann var einnig góðum íþróttum búinn frá ungum aldri og var einn í þeim flokki íslenzki'a glímu- manna, sem sá kunni íþróttafrömuð- ur, Jón Þorsteinsson, fór með í sýn- ingarferð til Noregs árið 1925. Árið 1930 gekk Jón að eiga unga og fallega heimasætu á Giljum. Get ég endurtekið þau orð, sem ég sagði um frænku mína gengna, að ég muni vel ég þann sólbjarta júlídag, þegar hún gekk að eiga mann sinn, og þá dýrð- legu veizlu, sem haldin var á Litlu- Heiði. Þau voru þá ung að árum, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.