Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________SUNNUDAGUR 2. JLfLÍ 2000 B 15 DÆGURTÓNLIST Á mörkum tveggja heima TILRAUNAMENNSKA lifir ogýmsir stunda það að bræða saman ólíkar stemmningar og strauma. Þar í flokki er hljómsveit sem kallar sig Ampop og sendir frá sér fyrstu breiðskíf- una á næstu dögum. Ampop skipa joeir Birgir Hilmarsson og Kjartan F. Olafsson, „tveir inniíherberg- irokkarar" eins og þeii- kalla það. Birgir spilai' á bassa og syngur, en Kjartan sér um forritun og hljómborð. Platan væntanlega, Nature is Not a Virgin, er búin að vera í smíðum í hálft annað ár í öflugu heimastúdíói sem þeir hafa komið sér upp, en hinn langa vinnutíma segja þeir hafa verið nauðsynlegan til að ná rétta hljómnum. „Afraksturinn er ferskur ávöxtur, sprengja inn í íslenskt tónlistarlíf," segja þeir og skella uppúr. Einn með öllum FÁAR hljómsveitii- hafa gengið í gegnum aðra eins erfiðleika og breska sveitin Verve sem hætti á hátindi ferils síns fyrir stuttu. Framan af var gegndarlaust sukk hreyfíafl sveitarinnar og þegar því sleppti sköpuðu illlvígar deilur milli leiðtoga hennar spennu sem skilaði sér í magnaðri tónlist. Höfuðpaur Verve, Richard Ashcroft, hóf fyr- ir skemmstu sólóferil með skífunni Alone With Everybody, Einn með öllum. Verve varð til í Wigan fyrir tíu árum og tók sveitina ekki langan tíma að komast á út- gáfusamning. Fyrstu lögunum var vel tekið og fyrsta breiðskífan, A Storm In Heaven, sem kom út 1993, var einróma lofuð af gagn- rýnendum. Plötukaupendur létu sér þó fátt um fínnast og ólánið elti sveitina á tónleika- ferðalagi hennar að fylgja skífunni eftir. Þegar kom að annarri skífu Verve, A Northern Soul, var Asheroft búinn að finna fjölina sína sem lagasmiður og smám saman varð hann helsti hugmyndasmiður þeirra fé- laga. A Northern Soul fékk frábæra dóma og þykir með því besta sem bresk rokksveit sendi frá sér á áratugnum, en seldist ekki nema miðlungi vel. Villt tónleikaferð um heiminn til að kynna skífuna og ótæpileg vímuefnaneysla í bland við vonbrigði vegna slakrar sölu urðu til þess að upp úr ótraustu samstarfi þeirra Ashcrofts og McCabes slitnaði og virtist sem þeir myndu aldrei ná saman á ný. Eftir stutt hlé hóf Ashcroft að semja lög af krafti, enda hugðist hann kalla sama í nýja sveit eða hefja sólóferil. Hann sá þó að sér og taldi McCabe á að taka upp þráðinn. Platan sem varð svo svanasöngur sveitarinnar, Urban Hymns, sló öll sölumet, hefur selst í um átta milljónum eintaka, og almennt talin það besta sem sveitin hafði sent frá sér. Eins og getið er hætti Verve fyrir stuttu, enn og aftur vegna ósættis þeirra Ashcrofts og McCabes, en McCabe hætti rétt í þá mund sem sveitin var að leggja upp í tón- leikaferð um Bandaríkin. Hvort þeir eiga eft- ir að ná saman á ný er ekki gott að segja, en eykur ekki líkurnar á sáttum að Ashcroft hefur hrint úr vör sólóferli sínum með breið- skífunni sem getið var í upphafi. Ashcroft segir svo frá að hljómsveitin hafi ævinlega skipt sig minna máli en tónlistin sjálf og þannig hafi hann verið langt kominn með skífuna nýju þegar þeir félagar ákváðu að hætta. Hann er ekki að sýta sveitina, segir að það gefi sér svo margfalt meiri möguleika að vera einn á ferð og loks sé honum fært að koma því á band sem hann heyri í höfði sér. Morgunblaðið/Ami Sæberg Til að kynna skífuna hafa þeir félagar undir- búið tónleikaprógramm og segja að það hafi ekki ver- ið mikið mál, tónlistin sé þannig saman sett að það sé lítið mál að spila hana á tónleikum, en trommurn- ar hafa þeir á bandi. „Við náum ekki sömu stemmningu og Skítamórall,“ segh’ Kjartan, „enda erum við ekki nema tveir. Við náum þó upp stemmningu engu að síður.“ Birgir hefur verið í ýmsum hljómsveitum undanfarin átta ár, þar á meðal Panorama og Sinn Fein, en síðastliðin tvö ár eða svo hefur hann einnig verið að vinna að Ampop-tónlist með Kjartani. „Við vorum saman í MS og Kjarri gaf mér kassettu með því sem hann var að bauka einn. Mér fannst það svo skemmtilegt að ég vildi endilega prófa að vinna með honum og í fyrstu atrennu varð til lag sem við kölluð- um Ampop, ambient popp,“ segir Birgir og bætir við að það lag hafi síðan fest við samstarf þehra félaga og sé í raun bráðgott. Lagið Ampop kom út á safnskífu frá Error Músík fyrh- tveimur árum og þar með voru þeir félagar komnir af stað. „Panorama og Sinn Fein náðu aldrei því sem mér fannst að byggi í þeim, en með Ampop gengm- það fullkomlega upp,“ segir Birgir og Kjartan bætir við að þeir félagar séu bæði stoltir og ánægðir með frum- burð sinn. Á plötunni eru ellefu lög, þar með ambient- verk sem lokar plötunni. Þeir segja að tónlistin sé á mörkum tveggja heima, rafmagnaðs gítar- popps og ambienthljóma, og þeir segja að menn hafi líkt því sem þeir eru að gera við blöndu af Radiohead og Depeche Mode. „Við emm bara að spila Ampop og finnst við ekki líkjast neinu nema okkur,“ segja þeir ákveðnir. Þeh1 félagar segjast báðir vera tilbúnir til að gera það sem þarf til að komast áfram og segj- ast telja að Ámpop eigi gott erindi inn á ís- lenskan markað með sterka plötu. „Vonandi eiga menn eftir að taka okkur vel, en það mun ekki standa á okkur að kynna plötuna.“ Eftir Árna Matthíasson Yfirveguð áferð ÞEGAR MEST gekk á í breska rokkinu fyrir nokkrum árum tóku ekki margir eftir lágstemmdri og innhverfri breiðskífu sveitar sem hét því sér- kennilega nafni Mojave 3. Smám saman síaðist þó áreynslulaus tónlist- in inn í hlustir manna og upp frá því hafa menn beðið hverrar skífu sveitarinnar með eftirvæntingu. Mojave 3 var stofnuð upp úr sveit- inni mögnuðu Slowdive eftir að sú missti útgáfusamn- ing sinn. Þau Neil Halstead, Rachel Goswell og Ian McCutcheon breyttu um nafn og smám saman um stefnu og sendu loks sex laga prufuupptökur til 4AD út- gáfunnar. Þar þóttust menn hafa him- in höndum tekið og gáfu upptökurnar nánast óbreyttar út sem Ask Me Tom- orrow fyrir fjórum árum. Þykir sú skífa hreinasta afbragð. Lítið síðri þótti mönnum plata númer tvö, Out of Tune, en á henni var sveitin búin að taka kúrsinn frá draumarokkinu sem einkenndi Slowdive og í ljóðrænni tónlist. Neil Halstead, sem syngur, leikur á gítar og semur lög og texta, hefur iðu- lega lýst andúð sinni á poppleiknum sem hljómsveitir iðka vestan hafs og austan enda segist hann helst vilja vera utan við heimsins glaum til að geta einbeitt sér að tónlistinni. Liður í því var að setjast að í Cornwall þar sem sveitin kom sér upp hljóðveri og hefur haldið sig þar að mestu. Plata númer tvö og sú nýjasta, Excuses for Tvavellers, voru teknar þar upp og hugsanlega er yfirveguð og rólyndis- leg áferð tónlistarinnar þannig til komin. EKKIER gott að segja hve margir muna eftir rokksveitinni The Cult, enda orðið alllangt. um liðið síðan sú sendi frá sér plötu. Fyrir skemmstu kom út safnskifa með smáski'fum sem sveitin sendi frá sér á sinum mektarárum 1984 til 1995. The Cult er fyrst getið í sögubókuin sem Sout- hern Death Cult, en lciðtogi þeirrar sveitar var stertimennið Ian Astbury. Astbury var prýðis söngvari og liðtækur lagasmiður en þótti samstarf- ið ekki ganga sem skyldi og lagði því sveitina af og stofnaði aðra, Death Cult, meðal annars með gítar- leikaranum Billy Duffy. Þeir Astbury og Duffy náðu vel saman og eftir að þeir voiu búnir að stytta nafnið í Cult gekk þeim allt í haginn. Upp úr miðjum níunda áratugnum náði Cult tals- verðum vinsældum í heimalandinu og miklum vin- sældum vestan hafs, enda kunnu og kunna banda- * rísk ungmenni, vel að mcta uppskrúfað montrokk. Þeir félagar tóku vinsældunum full fagnandi, þvi' ekki leið á löngu að sukksamt li'ferni var farið að draga úr þeim mátt. 1991 kom skífan Ceremony sem seldist frekar illa og si'ðasta hljóðversskífa sveitarinnar kom svo út 1995 og þá með all breytt- um mannskap. Síðan hefur lítið heyrst í þeim félög- um Astbury og Duffy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.