Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 12
13 B SUNNUDAGUR 2; JÚLÍ 2000 MORGUNBLADIÐ lÍBagÍ Morgunblaðið/Arni Sæberg Rimnið af norðlenskri heiði niður á hið flata Suðurland Er það satt, Bjöm, að þú sért fæddur á heiðum uppi? „Já, ég er fæddur á Fljótsheiði, bærinn heit- . j ir Engidalur og er í Bárðdælahreppi. Þetta er austanvert við sunnanverðan Bárðardal, á móts við kirkjustaðinn Lundarbrekku. Þarna fæddist ég árið 1942. Móðir mín, Sigurdrífa Tryggva- dóttir, var úr Engidal og foreldrar mínir tóku við búi af afa mínum og ömmu árið 1934. Faðir minn, Páll Guðmundsson, var Húnvetningur, úr Miðfirðinum. Þar hafði hann byrjað búskap sem einyrki, á Syðri-Völlum. En svo kom hann austur í Bárðardal og var vinnumaður á Stóru-Völlum eitt sumar. Síðan réð móðurbróðir minn hann sem vetrarmann í Engi- dal, þar sem móðir mín átti að kenna honum dönsku, því karl hugði á Grænlandsför." ^ Hvaða erindi átti hann þangað? „Ja, það var einhver ævintýraþrá í honum. Hann var búinn að prófa að vera í fiskvinnslu í Viðey og nú lang- aði hann tfl að freista gæfunnar á Grænlandi. Þetta var nú á kreppuár- unum og ekki að miklu að hlaupa hér heima. Og honum mun hafa verið æv- intýraþráin nokkuð í blóð borin. En þessar áætlanir fóru sem sagt allar úr böndunum við samdrátt foreldra minna. Fyrsta bamið fæddist 1934, sama ár og þau tóku við búi foreldra móður minnar þama í Engidal þar sem þau bjuggu síðan samfellt til 1951.“ Var jörðin ekki nokkuð einangruð? „Jú, jörðin var blessunarlega ein- angmð. Skemmsta leið til næsta bæj- ar held ég að hafi verið um 6 km. Það sást ekki til nokkurs bæjar frá bæjar- húsunum í Éngidal. En ef gengið var nokkuð til vesturs við bæinn sást til S / I Héraðsskjalasafni Arnesinga á Selfossi starfar Björn Pálsson, Þingeyingur búsettur sunnan heiða, nánar tiltekið í Hveragerði. Eins ogjafnan hafði hann frá ýmsu að segja, þegar Pjetur Hafstein Lárusson hitti hann að máli fyrir skömmu. húsa í Víðikeri, liðlega 7 km sunnar. Þaðan til suðurs, svo sem eins og 10 km til viðbótar, er Svartárkot, en til þess sást ekki. En þama var víðsýnt, sérstaklega til suðurs. Og í góðu skyggni sá maður alveg tfl Bárðar- bungu á Vatnajökli. Mér er t.d. minn- isstætt haustið 1950, mig minnir að það hafi verið í september. Þá lá mað- ur úti í glugga og horfði til Bárðar- bungu, þar sem flugvélin Geysir lá, sem frægt er.“ En hvemig búskap stunduðu for- eldrar þínir? „Þetta var þessi hefðbundni ís- lenski landbúnaður. Það var náttúru- lega fyrst og fremst sauðfé. En þótt við systkinin værum orðin tíu þegar við fiuttum af heiðinni vom æmar ekkert margar. Ég held að þær hafi verið sextíu og þrjár og kýmar vom þrjár. Svo höfðum við þrjá hesta tfl dráttar. Við vomm lítið hestafólk og notuðum fyrst og fremst hesta postul- anna, þegar við vomm að smala fé þama á heiðinni." En tæpast hefur þessi bústofn framfleytt fjölskyldunni? „Nei, að vísu vom tvö höfuð á hverri skepnu. Yfirleitt urðu nær all- ar æmar tvílembdar. Og þama var mjög haggott því landið, um 20 ferkí- lómetrar, var að mestu afgirt. Meðal- fallþungi var því mjög hár, líkast til um átján kíló. En þama var líka nokk- uð, sem skipti veruiegu máli. Karl fað- ir minn var náttúrabam um margt og Sigurdrífa Tryggvadóttir með sonarsoninn Össur Björnsson í Engidal sumarið 1971. mikfll veiðimaður. Þama á heiðinni var ágætis veiðivatn, reyndar á merkjum við aðrar jarðir, en þó með fullum veiðirétti. Þar var veiddur sii- ungur árið um kring, — ágætis bleikja. Auðvitað var lagt net á sumr- um og var prammi á vatninu. En þeg- ar ísa lagði á haustin svo manngengt varð var farið með net, vakað og streng skotið undir. Síðan var enda- vökunum haldið við allan veturinn og netið dregið á milli vaka, þegar vitjað var um. Þannig að það var nánast rétt aðeins stundarbil, haust og vor, þegar ísa lagði eða leysti, sem ekki var veitt. Hinsvegar var stunduð dorgveiði á vorin, frá apríl og fram í maí. Það var mikil tilbreyting.“ En hvemig var skólagöngu háttað? „Ja, ég stundaði nú ekki skóla- göngu þar. Eldri systkini mín fjögur vom í skóla þama í Bárðardal. Ég held að það hafi verið farskólakerfi. Þau vom á heimavist einhverja mán- uði á vetri. Skólaskylda í þessu gamla kerfi var frá tíu til fjórtán ára aldurs. En auðvitað vora bömin búin að læra heima. Þau vora læs, reiknandi og skrifandi þegar þau komu í skóla. Ég man að það var roskinn maður, sem átti heima í Mývatnssveit, sem kom og kenndi mér og þeim bræðmm mín- um, sem vora á svipuðu reki og ég. Og þegar maður var kominn í gang var ekkert vandamál með það.“ Nábýli við Húsvíkinga En hvert lá leiðin frá heiðinni? „Vorið 1951 fluttum við í Saltvík, rétt við Húsavík. En ég ætla aðeins að skjóta því að til gamans, að náttúm- lega vann maður sín skylduverk þama á heiðinni, strax sem krakki. Síðustu þijú sumrin á heiðinni hafði ég það skemmtflega verk að sækja póstinn niður í Lundarbrekku. Ég fór þetta fótgangandi og ekki fór maður nú oftar af bæ en svo, að mér fannst heimurinn stækka þó nokkuð, þegar ég sá þéttbýlið í Bárðardal. En þú kannast kannski við vísu Látra- Bjargar: Bárðardalur er besta sveit, þótt bæja sé langt á milli. Þegið hef ég í þessum reit, þyngsta magafyE Það er nefnilega langt á milli bæja í Bárðardal, en fólk gestrisið. Gestir komu sjaldan á heiðina, svo auðvitað var maður ósköp heimóttarlegur. En sem sagt, árið 1951 flytja foreldrar mínir norður í Saltvík, sem er fimm kílómetra sunnan Húsavíkur. Þau tóku þar við jörð og leigðu af Helga Benediktssyni útgerðarmanni í Vest- mannaeyjum. Þar bjuggu þau í níu ár, til 1960. En Engidalsjörðina seldu þau ekki og nýttu hana áfram. Föður mínum þótti nú land magurt þama norður frá. Honum leist ekkert á það til sumarbeitar fyrir fé. Það var því ákveðið að flytja feð suður á heiðina á hveiju vori.“ Hvemig fóm þeir flutningar fram? „Ja, þeir fóm nú þannig fram, að við notuðum ágætis heyvagn á fjómm gúmmíhjólum, en hann höfðum við átt síðustu þijú, fjögur árin á heiðinni. Fyrsta sumarið okkar í Saltvík eign- aðist faðir minn dráttarvél, Ferguson, eina af þessum gömlu góðu gráu, sem komu fyrst til landsins árið 1949 ef ég man rétt. Hún var notuð tfl að draga vagninn suður á heiðina. Féð var sem sagt sett á vagninn og lömbin í kassa á tveimur hæðum. Svo var bara ekið sem leið lá, suður Aðaldal og Reykja- dal og upp á Mývatnsheiði og svo heimreiðina að bænum Stöng, rétt þar sem sýn fer að opnast austur yfir Mývatnssveit. Þessi vegur var nú lé- legur og ég man eftir því að fyrsta sumarið sem við fómm með fé í Éngi- dal þurftum við að reka það eina fjóra kílómetra heim að Stöng og þaðan ell- efu kflómetra heim að bæ í Engidal. Alls vom þetta um sjötíu kflómetrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.