Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 B 11 Guðmunda Elíasdóttir söngkona Þingvalla, Geysis, Gullfoss og Heklu að taka tólf til sextán daga. Svo mikil var örtröðin orðin við Geysi þá að William Morris segir tjaldstæðið þar vera það „andstyggilegasta, sem við höfum nokkurn tíma haft, allt útatað í fíðri og fuglsvængjum og kinda- beinum, en framar öllu bréfarusli." Eins og best barið buff íslendingar hafa varla verið fjöl- mennir á fyrmefndum stöðum en lík- lega hefur þó fólk ferðast meira á síð- ari hluta 19. aldar, en við sjáum fyrir okkur í dag. Guðrún Borgfjörð segir t.d. í endurminningum sínum: „Oft- ast fór ég eitthvað mér til gamans á hverju sumri. Stundum fórum við Hólmfríður Rósenkrans einar sam- an. Hún var mikil reiðkona. Hólm- fríður reið besta hesti, en ég var á höstum fola og var bara eins og best barið buff á stitjandanum." Guðrún heimsótti m.a. stórbýlið Kotvog. „Ég ætla ekki að tala um trakteringarn- ar. Fyrst fengum við kaffí og kökur, en síðar um daginn fínasta miðdag, vín og hvað eina.“ Þær Guðrún og Hólmfríður hafa líklega verið að supla í sig kaffið og vínið á Suður- nesjum um 1880. Vorið 1883 flutti Sigfús Blöndal, síðar íslenskufræðingur og orðabók- arhöfundur, til Reykjavíkur frá Heggstöðum í Miðfirði með foreldr- um sínum og systkinum. Meðan faðir hans var að finna húsnæði fékk hann inni fyrir fjölskylduna á Veitingahús- inu Geysi við Skólavörðustíg. „Við héldum til uppi á lofti, í stóru her- bergi. Niðri var veitingastofa, til vinstri við aðaldymar, og önnur óæðri til hægri. Mikið var drukkið af öli úr glerkollum, og þótti mér það vont í fyrstu, er ég fékk að bragða á því. Ég kom oft niður í veitingastof- urnar, og bannaði móðir mín mér það í fyrstunni en ég skeytti því engu,“ segir Sigfús í ævisögu sinni. Fjöl- skyldan dvaldi í veitingahúsinu í rúman mánuð en fékk þá leigt hús- næði í vesturbænum. Lautarferðir og langsiglingar Ferðamátinn breyttist sannarlega þegar kom nokkuð fram á 20. öldina. Bílarnir tóku við af hestinum - þarf- asta þjóninum. Þegar leið á 20. öldina fóru æ fleiri að eignast bfla og betri og betri vegir voru lagðir. Þá fóru að tíðkast svo- kallaðar lautarferðir, fólk fór með kaffi á flöskum og pönnukökur og kleinur í boxum útí guðs græna nátt- úruna og settist þar eða sat upp við dogg og horfði á trén sem ung- mennafélagar í sveitinni höfðu ný- lega plantað. Síðar tók þeir efna- meiri að sigla í skemmtiferðir til annarra landa, áður fór fólk helst ut- an til náms eða starfa. Þannig stóð t.d. á ferðum Guðmundu Elíasdóttur með gamla Gullfossi árið 1937. Með föðurarfinn, 168 krónur danskar, í perlubróderaðri buddu sem hún batt um hálsinn, sté Guð- munda dans á dekkböllum á Gull- fossi. „Grammifóni var komið fyrir á þilfarinu og dansinn stiginn á vagg- andi öldum,“ segh’ hún í æfisögu sinni Lífsjátningu. Á Gullfossi var hún kysst í fyrsta skipti. „Það gerði ungur stúdent á leið til Hafnar og ég sá hann aldrei aftur. En kossinn brann lengi á vörum mér.“ Er leið á öldina fóru íslendingar að færa enn út kvíarnar og fara í fyrstu sólarlandaferðimar. Hætt er við að margir hafi komið með kossa- brenndar vai’ir úr slíkum ferðum, og gera kannski enn - og það eru engin þau krem til sem veita vörn gegn brennandi sumarást. Mannlegt eðli hefur ekki breyst Við erum óneitanlega farin að fjar- lægjast íslenskar slóðir og það er næsta mikill óþarfi, því aðstæður okkar til að ferðast um landið okkar eru orðnar svo góðar að það er varla neitt að sækja til útlanda nema góða veðrið - en það er nú líka talsvert. Þótt íslendingar séu fyrir margt löngu hættir að skunda um landið í orlofsferðir á milli bæja eða ríða á milli merkisstaða með trússhesta í taumi þá láta þeir sannarlega ekki undir höfuð leggjast að ferðast um landið. Nú er það hinn fjórhjólaði þarfi þjónn sem sér um flutninga ís- lenska ferðafólksins um malbikaða vegi, milli ágætra gistihúsa, gisti- staða og tjaldstæða. Manneskjan er alltaf söm við sig í grundvaUaratrið- um. Þótt okkur finnist sem lífskjör og hættir hafi breyst stórfenglega á þeim rösklega hundrað árum sem liðin eru frá hinum mikla Suður- landsskjálfta 1896, þá er breytingin í raun minni en ætla mætti við fyrstu sýn - og engin hvað snertir mannlegt eðli og tilfinningar. Það hefur ábyggilega fylgt mannkyninu frá ör- ófi alda að langa til að sjá sig um og eiga náðuga daga. Sumarleyfi nútím- ans taka yfirleitt mið af þessu tvennu - fólk vill hvfld og tilbreytingu, svo einfalt er það og hefur alltaf verið. Mýkingarefni sálarinnar APÓTEKIÐ SPÖNGINNI Kynning morgun ** frá kl. 14-17 llmkjarnaolíur, nuddolíur.freyðibað, sturtusápa, augnmaski og andlitsúði frá KELSOK&RUSSELL AROMATHERAPY Vestur-íslendingar leita ættingja sinna hér heima. Sjá: www.kristur.net Ríkisvíxlar f markflokknm Útboð mánudagiim 3. júlí Á morgun, mánudaginn 3. júlí kl. 11:00 mun fara fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 2'ó mánaða ríkisvíxil, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verður eftirfarandi flokkur ríldsvíxla í markflokkum: Núverandi Áædað hámark Flokkur Gjalddagi Lánstími staða* tekinna tilboða RV00-0919 19.september2000 2'^monuður 0 2.S00.- Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 miUjónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestinga lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lifeyrissjóðum og trygginga- félögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð *MUljónir króna i | s samþykktra tilboða, að lágmarki S00.000 krónur. Öll tilboð í rfldsvíxla þurfa að hafa borist Lána- sýslu rfldsins fyrir kl. 11:00, mánudaginn 3. júlí 2000. ÚtboðsskUmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rfldsins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: S62 4070 • Fax: 562 6068 www.lanasysla.is * utbod@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.