Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Rafn Jónsson TF LÍF kemur og sækir jöklafara. Til hægri sést í Kistufell, sem flugliðarnir þurftu að ganga yfír í myrkri fyrir hálfri öld, en gangan ofan af jöklinum tók 12 klukkustundir. Það var áhrifamikil stund að setjast í þyrlu á Vatnajökul ásamt flugliðum Geysis, flugvélar Loftleiða, sem fórst á Bárðarbungu 14. september 1950, skrifar Rafn Jóns- son. Um þessar mundir vinnur Saga Film að gerð heim- ildarmyndar um Geysisslysið. | ANUDAGINN 26. júní var farið með öllum eftirlifandi áhafnar- meðlimum Geysis á slysstaðinn á Vatnajökli í þyrlu Landhelgisgæslunnar, en það var einmitt loftskeytamaður á varð- skipinu Ægi, sem fyrstur nam sendingar frá Geysi á sínum tíma. Áhafnarmeðlimir Geysis sem voru með í för voru: Magnús Guð- mundsson flugstjóri, Dagfinnur Stefánsson flugmaður, Einar Run- ólfsson vélamaður og Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja. Þeir Guð- mundur Sívertsen siglingafræðing- ur og Bolli Gunnarsson loftskeyta- maður eru látnir. Víðtæk leit Geysisslysið er mörgum enn í fersku minni. Þegar flugvélarinnar var saknað stóð öll þjóðin á önd- inni; stærsta millilandaflugvél ís- lendinga var horfin og með henni sex manna áhöfn! I fjóra sólar- hringa heyrðist ekkert frá vélinni og vonir manna um að einhver hefði komist lífs af dofnuðu stöð- ugt. Hundruð manna tóku þátt í leitinni að vélinni og allar tiltækar flugvélar leituðu yfir landi og sjó. Gleðin varð því mikil þegar merki frá vélinni voru numin og hún fannst skömmu síðar. Aftur á Vatnajökli Haft var á orði að einmana- kenndin væri sterk þarna í óravíð- Eftirlifandi flugliðar af Geysi, frá vinstri: Magnús Guðmundsson flugstjúri, Einar Runólfsson vélamaður, Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja og Dagfinn- ur Stefánsson flugmaður. Dagfinnur var í sömu úlpunni og hann fékk senda upp á jökulinn þegar áhöfnin fannst fyrir hálfri öld. Við upphaf ferðar upp á Vatnajökul að vitja örlagastaðar áhafnar Geys- is. Áhöfn Geysis ásamt kvikmyndagerðarmönnunum. áttu jökulsins, þrátt fyrir að veðrið væri ákjósanlegt, allur búnaður til fyrirmyndar og þyrla af fullkomn- ustu gerð biði jöklafara. Menn gátu því vart ímyndað sér hvernig tilfinning flugliðanna var þegar þeir skullu á jöklinum á dimmu septemberkvöldi í stormi og stór- hríð án þess að vita einu sinni hvar þeir voru. í þessari ferð var staldrað við á jöklinum í rtma klukkustund og rætt um slysið og það sem á daga áhafnarinnar dreif, þangað til henni var bjargað af Akureyring- um. Voru flugliðarnir á því að þetta ferðalag upp á jökulinn núna yrði þeim ógleymanlegt og enginn þeirra hafði nokkru sinni búist við að koma aftur á þennan örlaga- Fremst situr Ingigerður Karlsdóttir flugfreyja og henni á hægri hönd er Egill Eðvarðsson, stjórnandi sjónvarpsmyndarinnar. stað. Nokkuð var rætt um að jök- ullinn skilaði alltaf því sem eftir væri skilið á honum og sagðist Ingigerður vonast til að það væri satt, því hún hefði skilið eftir dálít- ið af sínu dóti í vélinni! Gert er ráð fyrir að Geysir komi undan jökli innan fárra ára og komi þá fram í Dyngjujökli. Vegna þáttagerðarinnar hefur verið rætt við fjölda fólks sem með einhverjum hætti tengdist þessum atburðum, notaðar kvikmyndir og ljósmyndir og unnið með ritaðar heimildir frá þessum tíma. Gert er ráð fyrir að myndin verði sýnd í Sjónvarpinu í september. Stjórn þáttagerðar er í höndum Egils Eð- varðssonar og handrit skrifar Rafn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.