Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2/JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hæ! Já, þú þama. Ég ætla að bjóða þér í ferðalag. Þú getur átt von á því að stíga inn í framandi heim, standa frammi fyrir skelfilegum ógnum og berjast fyrir lífi þínu. Hvemig fer er undir þér sjálfum komið. Þó er ágætt að hafa í huga að hingað tíi hafa allir komist lífs af og notið að lokum alls hins besta! Hvemig er hægt að láta annað eins tilboð framhjá sér fara? Böm og fullorðnir hafa frá upphafi vega fetað í fótspor hetjunnar - orðið hetjan - fengið tækifæri til að komast yfir erfiðleikana og öðlast að launum innri styrk. Fyrstu hetjumar hafa eflaust kom- ið með fótalúnum sagnaþulum yfir fjöllin blá. Heilu ættbálkamir hafa séð hverja hetjuna á fætur annarri lifna við í eldglæðunum, fremja hetju- dáðir og öðlast hin æðstu sigurlaun. Með tímanum urðu til hetjur ritmáls- ms; bardagahetjur á borð við fyrstu íslendingana urðu ódauðlegar á hverri skinnpjötlunni á fætur annarri. Kynslóðimar héldu áfram að heiílast og taka ástfóstri við sína hetju. Böm- in hafa ekki hvað síst þörf fyrir full- vissu hetjunnar um að heimurinn sé ekki jafn brotagjam og virðist í fyrstu. Fyrstu barnabækumar blésu lífi í sérstakar bamahetjur og ekki leið á löngu þar til hreyfimyndir komu tii skjalanna. Sjónvarpið leit dagsins Ijós og hjálpaði til við að varpa hetjuljóm- anum út yfir heimsbyggðina. Hver hetjan á fætur annarri steig fram á sjónarsviðið, tónlistarhetjur á borð við Bítlana, íþróttastjömur og önnur stimi. Teikningar urðu að skopteikn- ingum, teiknimyndaseríum, teikni- myndum í fullri lengd. Þróunin held- ur áfram og hetjumar halda áfram að spretta fram á sjónvarpsskjám, tölvu- skjám og raunar enn í bókum eins og sannast best á nútímahetjunni Harry Potter. Söguhetjur bama koma því fram með mismunandi hætti, höfða til mismunandi aldurs- og áhugahópa. „Hetjur dætra minna? Rússneskar fimleikadrottningar. Ég get ekki einu sinni borið nöfnin rétt fram,“ sagði einn viðmælandi blaðamanns og geta víst margir foreldrar sett sig í hans spor. Kyngreiningar verður tæpast vart fyrstu árin. Minnstu bömin byija á því að leita fyrirmynda innan fjöl- skyldunnar og eiga reyndar fullt í fangi með að uppgötva nánasta um- hverfi sitt. Fyrstu söguhetjumar þar fyrir utan era gjarnan úr heimi teiknimyndanna. Böm eiga auðvelt með að samsama sig dýrum og sögup- ersónum úr teiknimyndum á borð við Bamba, Hefðarkettina og Hundalíf. Nýrri hetjur em Simbi í teiknimynd- inni Konungur ljónanna og dóttir hans Kiara í framhaldinu Stolt Simba svo ekki sé minnst á bjömin Bangsímon og vini hans dýrin í skóginum að ógleymdum strákn- um Jakobi. Bangsímon er reyndar dæmigerð smá- bamahetja að því leyti að hann býr yfir ýmsurn eiginleikum bamanna sjálfra. Hann er góðgjam, stundum dá- lítíð einfald- ur, forvitinn og alltaf sólginn í góðgæti á borð við hunang. Boðskapurinn er skýr og felst í þvi að standa með vinum sínum. Bangsímon og félög- um hans er ekki aðeins hægt að kynnast á mynd- böndunum Bangsímon og Svaðilför Bangsímons heldur í fjölmörgum smábamabókum. Markaðssetning á leikfógnum tengdum Bangsímon og félög- um er varla meiri í kringum nokkra aðra teiknimynda- persónu. Músin Stúart er nýjasta hetja bama allt frá , þriggja W ára aldri og gott T) ef for- eldr- ar hríf- ast ekki með. Sagan af Stúart litla er Bangsímon brýtur heilann um ýmislegt í tilverunni. reyndar langt frá því að vera ný af nálinni heldur 50 ára gömul hugar- smíð rithöfimdarins E.B. White. Hugmyndin fæddist þegar hann sofn- aði í lest og var komin með mús á heil- ann þegar hann vaknaði. Áhorfendur em kynntir fyrir Little-fjölskyldunni í byrjun myndarinnar. Þau hjónin búa í litlu brúnu húsi mitt á milli tveggja skýjakljúfa ásamt syni sínum George. Þau ætla að uppfylla ósk George um lítinn bróður og fara í þeim tílgangi á munaðarleysingjahæli tíl að ættleiða lítinn dreng. Ferðin fær annan endi því á munaðarleysingjahælinu heill- ast hjónin af músinni Stúart litla. George er ekki jafn hrifinn af músinni og foreldramir. Eins og gefur að skilja er heimiliskettinum heldur ekk- ert um músina gefið. Stúart litli þarf því að sýna ótrúlegt þor og dirfsku til að öðlast sinn sess á heimilinu. Fyrir utan hrífandi sögu þykir hafa tekist afburðavel að færa músina með nú- tíma tölvutækni inn í raunheim fjöl- skyldunnar. Sagan af Stúart litla var gefin út af Máli og menningu rétt fyr- ir frumsýningu kvikmyndarinnar í apríl síðastliðnum. Fyrsta útgáfa sög- unnar var gefin út hér á landi á sjötta áratugnum. Þekkta ís- lenska hetju er hægt að nálgast bæði á mynd- bandi og í bókum. Allir íslenskir krakkar vita hver íþróttaálfurinn er og hvað hann stendur fyrir, þ.e. holla lifnaðarhættí. Ef markaðssetning skaparans Magn- úsar Scheving gengur upp líður held- ur ekki á löngu þar til hann verður heimsfrægur. Af öðmm íslenskum hetjum er fátt að segja nema helst íþróttahetjunum. Fyrir nokkmm ár- um gekk Völu Flosadóttur-æði eins og eldur í sinu yfir landið. Stráka og stelpur hefur dreymt um að feta í fót- spor Jóns Amars Magnússonar fijálsíþróttakappa og Kristins Bjömssonar skíðamanns. Nú um stundir em hins vegar engar sérstak- ar íslenskar stjömur á stjömuhimni bama nema ef vera skyldi Björk. Hún er stjama á stömuhimni - líka í aug- um fullorðna fólksins. Á bleiku skýi „Mamma, ég ætla að hvísla að þér leyndarmáli," segir lítil stúlka og sest upp í rúminu áköf á svip. Sængurver- ið er bleikt með ámálaðri mynd af Barbie í fullri stærð. Bleikir plastskór með fjólublárri rós og litlum hæl standa snyrtilegir við rúmgaflinn. Barbie-kjóll með þreföldu hring- skomu pilsi og mynd af átrúnaðar- fangafyrirtækið Mattel kynnti dúkk- una til sögunnar árið 1959. Á hinn bóginn er ekki laust við að Barbie hafi mátt þola óvægna gagnrýni úr ýms- um áttum í gegnum tíðina. Hæst hef- ur borið gagnrýni á vaxtarlagið enda þykir ofurkvenlegur kroppurinn gefa ungum stúlkum fremur slæma fyrir- mynd. Hin íturvaxna Barbie hefur meira að segja verið sökuð um að eiga hlutdeild í vaxandi lystarstoli meðal ungra stúlkna á Vesturlöndum. Nokkra hugmynd um vaxtarlagið gefur að miðað við 175 cm hæð virðist Barbie aðeins þurfa skó númer 28. Engan þarf því að undra að Barbie eigi erfitt með að standa á eigin fótum í eiginlegri merkingu orðanna. Sér- staklega þegar við bætist að fætumir em sérhannaðir fyrir háhæla skó. Framleiðendumir hafa verið ólatir að verja heiður Barbie og minna á að dúkkan endurspegli aðeins ríkjandi gildi á hverjum tíma. Einn liður í rökstuðningnum hefur falist í því að vekja athygli á því að Barbie hafi ekki aðeins verið tengd hefðbundnum kvenhlutverkum. Barbie sé hvorki í móður- né eiginkonuhlutverkinu. Kærastinn Ken sé aðeins í aukahlut- verki og undir stúlkunum sé komið hveijir sitji undir stýri á bleika jepp- anum. Barbie hefur tekið að sér hlut- verk í takt við tíðarandann hveiju sinni, t.d. verið dýralæknir, geimfari, steingervingafræðingur og fimleika- drottningin á Ólympíuleikunum árið 1972. Enginn ætti að standa henni á sporði enda á hún samkvæmt fyrir- mælum framleiðendanna ekki aðeins að vera sæt heldur klár, sjálfstæð og hæfileikarík. Ósagt skal látíð hvort sú hugmynd skilar sér til ómótaðra lítilla stúlkna. Hver vill eiga prins? Ógrynni annarra söguhetja h'tilla stúlkna hafa ýtt undir hugmyndir um hefðbundin hlutverk kynjanna. Walt Disney með ómetanlegan íjársjóð sí- gildra ævintýra í handraðanum fer Barbie með í sumarfríið Aþena Valý Orradóttir, 4 ára, segir að Barbie sé best. „Nýjustu Barbie-dúkkuna fékk égþegar bræður mínir komu frá Spáni. Sú Barbie-dúkka syngur og dansar alveg sjálf. Hún er fullorðin, á tvö börn og mann. Þegar við fúrum í sumarfrí fúr hún með okkur og svaf í sumarbústaðnum rétt hjá Akureyri. Samt hefur Barbie ekki komið með mér í Ieikskúlann. Barbie þykir gaman að gera sömu hluti og ég, t.d. að fara í Húsdýra- garðinn. Eg á fullt af Barbie-dúti heima, t.d. Barbie-hús, diska, glas, tannbursta og tannkrem. Mér og vinkonum mínum finnst bleikt fallegasti liturinn," segir Aþena Valý og t ilviljun ræður því greinilega ekki að hún klæðist bleikum fötum. „Ég fékk líka Barbie-iþrúttaskú frá pabba mínum í gær,“ segir hún og sýnir blaðamanninum fallega hvíta íþrúttaskú með glansáferð, bleikri skreytingu og mynd af átrúnaðar- goðinu. goðinu á bijóstinu á eftír að fylgja eiganda sínum inn í draumalandið. Leyndarmál- inu er ljóstrað upp lágum rómi. Litla stúlkan trúir mömmu sinni fyrir því að hún sé með bleik augu og mæðgumar em sammála um að fegurri augu séu ekki til á öllu jarðríki. í hugarheimi htilla stúlkna jafnast enginn annar lit- ur á við bleika htinn og eins og allir vita ber nú- tímaprinsessan Barbie bleika htinn allra stúlkna best. Barbie hefur notið ómældra vinsælda meðal ungra stúlkna út um allan heim frá því leik- Barbie toliir alltaf í tískunni þar fremstur í flokki. Söguhetjur á borð við Fríðu, Litlu hafmeyjuna, Mjallhvíti og Öskubusku era fyrir- myndir annarra ungra stúlkna og hjjóta að launum hinn æðsta sess við hhð verðandi valdhafa og hálft kon- ungsríkið - að sjálfsögðu. Allar era stúlkumar með afbrigðum fahegar, mittismjóar, hárprúðar og mjóróma. Sagan af Þymirós er af sama meiði enda hafa ævintýrin löngum sannað hve óhægt er um vik að flýja örlög sín. Ekki era allar fyrirmyndir ungra stúlkna í teiknimyndum Disneys jafn hefðbundnar eins og sannast best á hinni kínversku Mulan í samnefndri teiknimynd. Mulan býður karlaveld- inu birginn með því að dulbúa sig í hermannsklæði og berjast fyrir hönd fjölskyldunnar við hina illskeyttu Húna. Eftir að upp kemst um svikin þykja vamaðarorð stúlkunnar htils virði og htlu munar að óvinurinn hafi sigur að lokum. Eins og í öllum góð- um sögum fer allt á besta veg og ekki laust við að sigurlaun Mulan komi kunnuglega fyrir sjónir. Á hinn bóginn er ekkert jafn fjarri Línu Langsokk, sögupersónu Astrid Lindgren, og leitin að draumaprinsin- um. Lína er sjálfri sér næg og fer sín- ar eigin leiðir eins og ekkert sé sjálf- sagðara, t.d. með því að dansa um gólf með skrúbba á fótunum. Engin kven- hetja kemst með tæmar þar sem Lína hefur hælana. Hún er klár, fynd- in, sjálfsöragg og allra - ekki bara stelpna - sterkust. Örgustu glæpa- menn verða peð við hhðina á Línu eins og sannast hvað eftir annað í bókum og myndefni um þessa heims- ins frægustu stelpu. Ekki er heldur komið að tómum kofunum þegar hin- ar kvenhetjurnar era annars vegar, t.d. bjóða leikfangaverslanir, rúm- fataverslanir og hvers kyns sérversl- anir upp á ógrynni af hlutum og fatn- aði tengdum söguhetjum á borð við Barbie og Mulan. Nútíma riddarasaga Litlir strákar alveg niður í bleiu- böm sveipa um sig síðum skikkjum og hverfa á vit ævintýranna í öðram heimum. Lang, lang vinsælasta hælið frá raunum hversdagsins hefur um hríð verið í skjóh hugmyndaheims Star Wars myndaflokksins. Yngstu áhangendumir vita tæpast frekari deili á sögunni og hafa í besta falli komist á nýjustu kvimyndina af fjór- um. Sá hópur hefur hins vegar öfugt við hina fullorðnu tækifæri til að kynnast sögunni í rökréttu framhaldi. Söguhöfundurinn George Lucas gerði sér nefnilega htið fyrir og byij- aði á 4. kaflanum í sögunni með fyrstu og jafnframt vinsælustu Star Wars kvikmyndinni, Star Wars - A New Hope frá árinu 1977. í fyrstu kvik- myndinni er kynntur til sögunnar unglingspilturinn Luke Skywalker í geimheiminum Star Wars á eyði- merkurplánetunni Tatooine í ótil- greindri fjarlægð frá jörðinni. Luke býr hjá frænda sínum og frænku á fá- tæklegum bóndabæ í samfélagi undir yfirráðum harðsvíraðs keisara. Fjöl- skyldan kaupir tvö vélmenni af Jöv- um grunlaus um að uppreisnarflokk- ur hefur komið fyrir afar mikilvægum upplýsingum í minni annars vélmenn- isins. Luke finnur leið til að koma upplýsingunum aftur til uppreisna- rmannanna og frelsa leiðtogann, Leu prinsessu, úr klóm keisaraveldisins. Meðal dyggustu aðdáenda Star Wars er algengt að önnur kvikmynd- in uppúr 5. kaflanum Star Wars - The Empire Strikes Back sé talin besta kvilanyndin. í kvikmyndinni ætlar Luke m.a. að bjarga vini sínum úr klóm keisarans og lendir í geisla- sverðsbardaga við hinn illræmda Darth Vader (Svarthöfða), hægri hönd keisarans. Bardaginn endar með því að Darth heggur höndina af Luke og virðurkennir að vera faðir hans. Luke kemst með herkjum und- an keisaraveldinu. Vinur hans er ekki jafn heppinn því að hann er frystur og numinn á brott. í 6. kaflanum og kvikmyndinni The Retum of the Jedi bjargar Luke vini sínum og lendir að nýju í klóm keisa- rans. Keisarinn reynir að snúa honum eins og fóður hans á sínum tíma. Luke verður ekki haggað og lendir að lok- um í öðram bardaga við foður sinn. Sá bardagi fer ólíkt hinum fyrri því að Luke heggur höndina af föður sínum og hefur sigur. Nú grípur keisarinn tíl örþrifaráða og beitir hinum svokall- aða alheimskrafti til að losna við Luke fyrir fullt og allt. Skyndilega hellist samviskubitið yfir fóður Luke. Hann kemur syni sínum til bjargar og hend- ir keisaranum ofan í kjama dauðast- jömunnar. Á sama tíma gera vinir Lukes allsheijar uppreisn og tekst að ná ríkinu á sitt vald. Enn gerast óvæntir atburðir því að í ljós kemur að Lea prinsessa er tvíburasystir Lukes. Að lokum tekur faðir Lukes af sér hjálminn og afhjúpar þar með af- ar þreyttan og gamlan mann. Nýjasta kvikmyndin, The Phantom Menace, gerist á undan hinum tveimur því hún fjallar um 1. kafla sögunnar og segir frá því hvemig faðir Lukes er ungur piltur tekinn frá móður sinni. Hér hefur aðeins lauslega verið far- ið yfir söguþráð Star Wars kvik- myndanna fjögurra. Eftir er að skil- greina ýmis grandvallarhugtök á borð við „the force“ eða alheimskraft- inn og helst er hægt að líkja við trúar- brögð og galdra. Alheimskraftinn er hægt að beisla og nýta með yfimátt- úrulegum hættí í hinum margvísleg- asta tílgangi og ekki alltaf jafn góð- um. Ekki verður farið út í frekari I I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.