Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 13
MOR&UNBLiAÐlB SUNNUDAGUR 2/JÚLÍ 2000 B 13 \ Við matarkistuna Kálfborgarárvatn sumarið 1974. F.v. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur, Páll Steingrímsson, Sóley Björnsdóttir, Páll Guðmundsson, Össur Björnsson og Lilja Haraldsdóttir. frá Saltvík að Engidal og vegimir ekki alltaf góðir. Það var stundum al- veg undir hælinn lagt, hvort dráttar- vélin hefði sig í gegnum mestu ófær- umar á þjóðveginum. En allt hafðist þetta nú. Jú,“ segir Bjöm, aðspurður, „ætli þetta hafi ekki verið svona sólar- hringsferð, miðað við að við rækjum rétt inn í Engidalslandið en ekki alveg heim að bæ. Þegar frá leið lagaðist þetta og við komust lengra með vagn- inn.“ Hafði faðir þinn byssuna með til að veiða í soðið? „Já, hann var mikil] veiðimaður og refaskytta og hafði byssuna alltaf með sér. Mér er minnisstætt að í fyrstu ferðinni, 1952, tók faðir minn aðeins einlembur og geldfé. Þetta var fyrir hvítasunnu, sem þá var í byrjun júní. Síðan gerði hörkuhvítasunnu- hret og þá var drifið í næstu ferð. Ég fékk að fara með, tæplega tíu ára strákurinn og tvö systkini mín eldri. Við ætluðum aldrei nema rétt inn fyr- ir girðingu í Engidalslandi. En þegar þangað var komið var aðkoman svo ljót, lambshræ lágu við gamalt eyði- býli sem þama er, að faðir minn ákvað að reka féð áfram heim í Engidai, þar sem var landbetra á vorin og féð heimavant. Það var liðið langt fram á nótt og ég verð að viðurkenna að ég var nú orðinn dálítið klofstuttur, þeg- ar þangað kom. En eitt var það, að við höfðum skilið mest af nestinu eftir á Stöng, enda höfðum við ætlað að vera fljótari í förum en raun varð. Liðið var auðvitað orðið nokkuð svangt. En karlinn var alltaf með haglabyssuna á handleggnum og um morguninn dreif hann sig á fætur og skrapp út. Hann kom aftur eftir skamma stund með þrjá rjúpukarra. Þeir vom snarlega soðnir og etnir. Það er einhver sú besta máltíð sem ég minnist að hafa fengið. Síðan þurfti að ganga til baka að dráttarvélinni, eina fimmtán kíló- metra, og svo var staðið á vagninum á leiðinni heim, en sú ferð tók einar fjórar klukkustundir, í það minnsta. Eg man að stundum var faðir minn orðinn nokkuð syfjaður á heimleiðinni og farinn að fai’a dálítið út í kanta. Hann var ekki mikill söngmaður, en þama var hann farinn að kyija, til að halda sér vakandi.“ Þið vomð öllu nær mannabyggðum í Saltvík en í Engidal. „Já, við vorum það töluvert. Það vom ekki nema þrír kílómetrar til næsta bæjar. Við systkinin höfðum það í gamanmálum, að karli fóður okkar, sem var Bjartur í sínum Sum- arhúsum, þætti óþarflega þröngt um sig þama.“ En hvemig þóttu þér umskiptin? „Ja, staðreyndin er sú, að tengslin við heiðarbýlið, þar sem ég man fyrst eftir mér, em alltaf sterkust. Þessi ör- æfi em geysilega sterk. Þarna hlustar maður á kyrrðina. Ein af mínum bemskuminningum frá Engidalsár- unum er að ég var hálfvolandi heilan dag, vegna þess að það hafði komið jeppi á leið úr Bárðardal og í Mývatnssveitina svo snemma morg- uns að ég missti af honum. Mér þótti súrt í broti að missa af þeirri skemmt- un, að sjá þennan jeppa tilsýndar. Fyrsta skemmtun okkar strákanna, eftir að við fluttum í Saltvík, var að telja alla bflana, sem fóra fram hjá bænum. Við vorum mjög hissa, að þeir skyldu ekki allir koma heim að bæ. En við kunnum ágætlega við okk- ur í Saltvík og áttum góða nágranna. Þetta var að mörgu leyti skemmtileg- ur staður. Og þama stundaði pabbi fljótlega veiðiskap. Hann fékk sér góða skektu, fjórróna. Þá var hrogn- kelsaveiði á vorin og handfæraveiði á sumrin, ekld síst ýsuveiði út af Salt- vfldnni, svokallaðri." En dvöl ykkar í Saltvík varð ekki löng. „Ja, löng og löng, við bjuggum þama í níu ár. Þetta var þokkalegur búskapur, um tólf, þrettán kýr og þetta eitthvað áttatíu ær. Nú og þama var maður náttúmlega í bama- skóla og gekk til prestsins eins og gengur. Eg var í bamaskólanum í Reykjahverfi, sem var farskóli. Sami kennari kenndi í Reykjahverfi og á Tjömesi, einn mánuð í senn, alls þrjá mánuði á vetri á hvorum stað. Ég var aldrei nema sjö mánuði í þessum bamaskóla. Ég ákvað að reyna að ná fullnaðarprófi árið sem ég varð þrett- án ára og það tókst. Síðasta veturinn okkar í Saltvík, en þá var ég sautján ára, fór ég í gagnfræðaskólann á Húsavík. Þar kláraði ég íyrsta og annan bekk miðskólans á einum vetri. En svo kom að því, vorið 1960, að við fluttum." Haldið íMiðQörð Hvað tók við að Saltvfloiráranum liðnum? „Þá tók faðir minn þá ákvörðun að flytja austur á Eiðar. Þar var rekið bú til að sjá skólanum fyrir mjólk. Það sýnir vel áræði föður míns, að áður en við fórum að Eiðum vildi hann skoða aðstæður þar. Það var því síðla vetrar árið Í960 að hann dreif sig inn í Rússajeppa, sem hann hafði átt síðan haustið 1956. Bróðir minn, ári eldri en ég, fór með honum. Þeir héldu í Mývatnssveitina, austur Hólsfjöll og á bflnum komust þeir rétt austur fyrir Möðmdal á Fjöllum. Þá var bara gripið til fótanna og gengið yfir Möðmdalsfjallgarðinn og Jökuldals- heiðina yfir á Jökuldal. Þetta mun vera tæplega fjöratíu kílómetra leið. En úr Jökuldalnum vom þeir bflflutt- ir að Eiðum. Daginn eftir fóra þeir til baka og gengu þá sömu leiðina aftur. Auðvitað hafði hvomgur þeirra farið þessa leið áður. En allt gekk þetta slysalaust." Þannig að það hefur ef til vill ekki verið svo langt frá föður þínum yfir í Bjart í Sumarhúsum? „Hann var gæddur sumum eðlis- þáttum Bjarts. En að því leytinu skildi á milli þeirra, að faðir minn hafði einstakt lag á því að hafa hámarksafurðir út úr skepnum og nýta landið vel. Honum búnaðist því alltaf vel, þrátt fyrir alla flutningana. Þetta held ég nú að verði ekki sagt um Bjart. En sem sagt, að Eiðum fluttum við, en þó aðeins til skammrar dvalar. Þama var alltof stutt á milii bæja fyr- ir föður minn og ekld nægilegt oln- bogarými. Fyrri veturinn þama tók ég landspróf og var svo í byggingar- vinnu á Eiðum um sumarið. Um haustið fór ég svo í Menntaskólann á Akureyri. Vorið 1962 tóku foreldrar mínir sig upp aftur og fluttu að Syðri- Völlum í Miðfirði, þar sem faðir minn hafði byrjað sinn einyrkjabúskap rúmum þremur áratugum fyrr.“ Draugabann í Mennta- skólanum á Akureyri Þú hefur verið nokkuð eldri en skólafélagar þínir, er ekki svo? „Jú, ég var hundgamall. Ég var þremur ámm á eftir jafnöldrum mín- um. Þetta þótti dálítið afbrigðilegt þá. En það kom ekki að sök, því ég var ákaflega seinþroska. Það bjargaði mér. Hitt er annað, að það var ekkert létt fyrir feiminn sveitastrák að koma í fjölmennan skóla, eins og t.d. gagn- fi'æðaskólann á Húsavík. Ég sá þess dæmi, að feimnum sveitakrökkum varð hált á svellinu. Það er nefnilega stundum þannig, að þegar menn hafna á nýjum slóðum opna þeir oft faðminn á móti þeim, sem síst skyldi. Auðvitað langaði mann til að þurrka af sér sveitamennskuna og því þá ekki að grípa til sígarettunnar eða flösk- unnar? En við yngri systkinin höfðum traustan bakhjarl í eldri systkinum okkar, sem vom mjög traust. Ég vil meina að það hafi styrkt okkur, t.d. í afstöðunni til tóbaks, því ekkert af okkur, þessum tólf systkinum, hefur nokkm sinni reykt.“ Er það rétt munað hjá mér, að þú hafir verið í Menntaskólanum á Akur- eyri á þeim ámm, sem þar var bannað aðsjádrauga? „Já,“ segir Bjöm og dregur seim- inn, enda þörf nokkurrar umhugsun- ar. „Það vom búin að vera þama nokkur læti, veturinn áður. Um þetta hefur raunar verið nokkuð skrifað í blöðin í seinni tíð. En hvað um það; þama höfðu nokkrir kennarar tekið sig saman um að leika draug hjá sam- kennara sínum. Sumir þeirra vom látnir víkja, þannig að ég kynntist þeim aldrei sem kennumm. Hinsveg- ar kenndi fómarlamb þessara íþrótta þama áfrarn, en mér kenndi hann aldrei. En þessi saga um að það væri brottrekstrarsök að sjá draug er miklu eldri. Hún gerðist á dögum Sig- urðar Guðmundssonar skólameist- ara. Mig minnir að aðdragandinn hafi verið á þá leið, að það hafi verið brot- ist inn í skólann um svipað leyti og einhver nemandi taldi sig hafa orðið varan við draug og sagt frá því í al- gjöm sakleysi. Skólameistari taldi að þama væri verið að hylma yfir inn- brotið. Hann kallaði því nemendur á sal og gaf út þá yfirlýsingu, að þaðan í frá væri það brottrekstrarsök í Menntaskólanum á Akureyri að sjá draug. Svo var það, að þegar ég var í menntaskólanum lenti ég dálítið í fé- lagsmálum og var m.a. kosinn for- maðui- nemendafélagsins, sem Hug- inn heitir. Ég var því sendur í nemendaskipti suður til Reykjavíkur og á Laugarvatn. Á Laugarvatni var þá skólameistari Jóhann Hannesson, Siglfirðingur að ætt og uppruna. Hann sagði einmitt frá því, þegar við dvöldum þama á Laugarvatni, að það væri brottrekstrarsök í Menntaskól- anum á Akureyri að sjá draug og vissi hann ekki til, að slíkar reglur giltu í öðrum skólum. Þegar norður kom átti ég náttúmlega að halda tölu á sal og lýsa ferðalaginu og sagði ég þá frá þessum orðum Jóhanns. Að athöfn lokinni dró Þórarinn Bjömsson skóla- meistari mig afsíðis. Hann hafði áhyggjur af því að þama yrði gömlum og nýjum „draugagangi" í mennta- skólanum mglað saman og bað mig Við breytum uppáhaldsljósmyndinni þinni ífallega krosssaumsmynd ❖ Handunnið ❖ Verð 75.000 kr. ❖ Stærðir um 20 x 20 sm ❖ Afhendingartími um 4 mán. Ef þú hefur áhuga sendu þá Ijósmyndina þína til: ❖ APARTADO DE CORREOS NO. 323 ❖ 08080 Barcelona, Spánn. Mundu að skrifa nafn þitt og heimilisfang svo við getum sent þér myndina þegar hún er tilbúin. MMtPiCntd VtsA ist ANtt Flogið er til Benidorm alla miðvikudaga í sumar VIKUFERÐ TIL BENIDORM 34.900 Brottför 5.júlí. Vikuferð 12. júlí, verð 39.900 kr. Verð fyrir aukaviku: 5. júli - 11.000 kr. og 12. júlí - 12.000 kr. Ofangreind verfl miðast við pr. mann, 2-4 f fbúð á Los Gemelos II eða Portofino II. Innifalið: flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og fslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallaskattar; fullorðnir 2.540 kr. og bðrn (2-11 ára) 1.910 kr. uÞess vegna valdi ég ferð með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur til BENIDORM því þar fæ ég bestu kjörin! ” Þrjár einfaldar ástæður fyrir því að ég vel ferð með Ferðaskrifstofu Reykjavíkur til Benidorm: * Allar gistingar Ferðaskrifstofu Reykjavíkur eru frábærlega vel staðsettar f hjarta Benidorm, nálægt ströndinni og gamla bænum. * Eingðngu er boðið upp á rúmgóðar fbúðir með svðlum, sem snúa út að sjó. * Þú getur valið gistingu strax við bókun, þrátt fyrir að um tilboðsferð sé að ræða. Pantaðu í síma 552-3200 FEROASKMFSTOF/C REYKJA ViKUfí Aðalstræti 9 • 101 RVK • Slmi 552 3200 ferd@ferd.is • www.ferd.is «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.