Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sumarfrí og ferðalög fyrrí tíma Eufemia og Jens Waage um það leyti sem farið var að Gullfossi og Geysi. Geyisgos, mynd úr lllustreret Tidende 1875. Hótel Reykjavík var gististaður margra ferðamanna á ofanverðri 19. öld. Nú er hásumar og ' fólk þyrpist í sumar- leyfi ogferóalög um land allt. Fólkfyrri tíma reyndi líka aó komast í feröalög. Guðrún Guðlaugs- dóttir skoóaöi heim- ildir um þaö efni og ræddi vió Margréti ' Guójónsdóttur þjóðfræóing sem gert hefur athugun á gisti- og greióasöl- umálum á fyrri hluta 20. aldar. Náttúruhamfarimar að undanfömu hafa orðið til þess að beina sjón- um manna meir að for- tíðinni en þeir gera ella í dagsins önn. Rifjað er upp aftur og aftur hvernig ástandið var á jarð- skjálftasvæðum sunnanlands árið 1896 og 1912. Ljósmyndir af fólki og húsakostifrá þessum tíma hafa verið birtar - allt verður þetta til þess að hugurinn leitar í ríkari mæli til for- feðranna og lífskjara þeirra. Og af því að við sem nú örkum um þetta land emm öll sem óðast að fara í sumarfrí, ýmist til útlanda eða hing- að og þangað um ísland, þá veltir maður vöngum yfir sumarleyfum fólksins sem byggði landið fyrir . hundrað ámm - hvemig vom þau? Ferðalag Eufemíu Waage og fleira fólks vorið 1903 í stuttu máli þá þættu þau harla snautleg í dag. Afar fátt fólk fór í neins konar sumarleyfisferðir fyrir hundrað ámm. Öðm hvora rekst maður þó á lýsingar á sumarleyfis- ferðum í ævisögum og frásögnum löngu liðins fólks. Ég las t.d. um dag- inn frásögn af skemmtiferð sem nokkrar ungar manneskjur fóm í vorið 1903. Þama var raunar fólk á ferð sem sumt varð síðar þjóðþekkt, svo sem Eufemía Indriðadóttir, sem segir söguna, maður hennar Jens Waage 4 og Guðmundur Finnbogason síðar landsbókavörður. Ferðinni var heitið austur að Gullfossi og Geysi. Áður hafði Eufemía ferðast austur i sveit- ir, á Þingvöll og suður með sjó. Farið var á hestum og gist fyrstu nóttina á Þingvöllum. „Þar lágum við öll í einni breiðu, í flatsæng á gólfinu,“ segir Eufemía í ævisögu sinni, Lifað og leikið. „Við vomm ellefu að tölu og fáir bæir höfðu rúm fyrir svona stór- an hóp. Stúlka úr Reykjavík hafði brennt sig á fæti við Geysi og lá í Austurhlíð þegar hópinn bar að garði, þótti aðkomufólkinu hún frem- ^ ur syfjuleg. Gleðskapurinn og kátín- an vom á hæsta stigi um nóttina, þótt allir væm ódmkknir. Vomm við þá alltaf að þagga niður hvert í öðra, tala um það að við skyldum muna eft- ir að stúlkan lægi veik þarna inni, en það var alltaf sama svarið við þeim áminningum. Það er alveg óhætt - hún sefur.“ Morguninn eftir fór hópurinn að Geysi. Guðmundur Finnbogason hafði farið á undan að Geysi og beið þar ásamt Þorgrími nokkmm Gud- mundsen sem var fylgdarmaður enska rithöfundarins Hall Caine. „Þegar við riðum í hlað á Geysi, þá stóðu þeir Guðmundur og Þorgrímur fyrir utan húsið og geltu allt hvað af tók. Vom þeir báðir listamenn í því. Hall Caine sendi menn á fund hóps- ins frá Reykjavík og vildi láta okkur skjóta saman í sápu til að setja í Geysi svo hann gysi, var Caine þó forríkur en víst afar naumur á fé. Hann var síðar sama dag á gangi úti með mikið af Havanavindl- um sem hann lét bjóða konunum en ekki körl- unum - þeir hefðu ver- ið vissir með að þiggja þá,“ segir Eufemía. Jens maður hennar taldi konumar hafa farið heimskulega að ráði sínu að þiggja ekki vindla og gefa þá síðan karlmönnunum í hópn- um sem margir vom miklir tóbaksmenn. Þau gistu svo að Geysi um nóttina, settu sápu í hverinn og fóra svo að Gullfossi. Svo fór að Geysir gaus áður en þau komu til baka svo Caine hafði not af gosinu en hópurinn ekki. Næstu nótt gisti fólk- ið aftur við Geysi en varð ekki svefnsamt heldur var að hlaupa upp úr rúminu alla nóttina því dynkirrúr gengu í hvemum þótt hann gysi ekki meira að sinni. Næstu nótt sváfu þau öll í hlöðu í Skálholti en fengu að borða hjá Skúla lækni Ámasyni sem þar bjó þá. Kvöldið eftir vom allir ferjaðir yfir með Öndverðamesfeijunni og ætluðu að Armóti en þar hafði þá taugaveiki komið upp svo hópurinn varð að gista í elstu hlöðu Ár- nessýslu. Hlaðan var full og lítið pláss fyrir fólkið nema rétt framan við hlera nokkum. „Þar hírðist ferðafólkið og var það einhver kald- asta nótt, sem ég hef lifað. Þakið var svo götótt að sá í heiðan himininn og við sváfum rétt frammi við opið á hlöðunni. Er mér minnisstætt, hvemig tennumar í manninum mín- um glömmðu alla nóttina. Daginn eftir komust þau öll til Reykjavíkur og var alla tíð síðan minnisstætt hve skemmtilegt ferðalag þetta hefði verið. Guðmundur Finnbogason sagði oft síðar við mig að þetta hefði verið sú skemmtilegasta ferð, sem hann hefði nokkm sinni farið.“ Þau Eufemía, Guðmundur og sam- ferðafólk þeirra gisti sannarlega ekki á neinum stjörnuhótelum og hætt er við að fáir gististaðir hafi þá verið til á landinu sem myndu upp- fylla lágmarkskröfur sem ferðafólk gerir til gististaða í dag. Gisti- og greiðasala á fyrri hluta 20. aldar Margrét Guðjónsdóttir þjóðfræð- ingur hefur rannsakað gisti- og greiðasölu á fyrri hluta 20. aldar. „Finna má greiðasölustaði í öllum landshlutum á fyrri hluta aldarinnar og á sumum stöðum var líka hægt að fá gistingu,“ sagði Mar- grét er blaðamaður ræddi við hana um rannsóknina sem hún hefur verið að gera á gisti- og greiðasölustöð- um í sveitum landsins á fyrrnefndu tímabili. „Forsendur þess að sala á veitingum og gistingu hófst vora mis- munandi eftir bæjum. Fimm ástæður vom helstar fyrir greiða; söluhlutverkinu. í fyrsta lagi vom sumir bæir í alfaraleið nálægt erfiðum fjallvegum, t.d. Bakkasel í Oxnadal, Kolviðarhóll í Ölfusi og Fomihvammur í Norðurárdal. I öðra lagi var um að ræða staði sem vora sérstakir fyrir óvenjulega fagra náttúm og drógu að sér ferðafólk, eins og t.d. Hreðavatn í Norðurárdaí og Ásólfsstaðir í Gnúpverjahreppi. í þriðja lagi var nálægð staða við gjöf- ular laxveiðiár landsins eins og Lækjamót í Víðidal og Norðtunga í Þverárhlíð. í fjórða lagi vom þetta staðir þar sem menn þurftu að skipta um farartæki, svo sem Amgerðar- eyri við ísafjarðardjúp, Hraunsnef í Norðurárdal og Egilsstaðir á Völlum og loks ber að geta um bæi á gömlu póstleiðunum eins og Stað í Hrúta- firði og Grímsstaði á Fjöllum. Rmm stjarna hótel í sveit Norðtunga gegndi sérstöðu meðal þessara staða flestra því þar má segja að menn kæmu strax um 1900 í sumarfrí. Reksturinn hófst þar fyrir 1890 og þangað komu helstu emb- ættismenn landsins til hvíldar og enskir lávarðar dvöldu þar við veið- ar. Norðtunga var hástéttahótel í sveit - einskonar fimm stjarna hótel þeirra tíma. Þar mátti vinnufólk aldrei ganga inn um sömu dyr og gestir og sagt var að stofustúlkumar mættu ekki koma nálægt fjósinu. Þegar gestir vom að skemmta sér á kvöldin þá fékk vinnufólk ekki að vera með, sem þekktist þó á öðmm greiðasölubæjum, t.d. á Ambjargar- læk í Þverárhlíð. Ásólfsstaðir gegndu helst hlutverki sumarleyfis- hótels eins og við þekkjum þau í dag. Þar var byggt sérstakt gistihús 1928 og þangað sótti fólk er frá leið úr öll- um stéttum þjóðfélagsins allt til árs- ins 1951.“ - Var verðlag á þessum stöðum mjögmisjafnt? „Já, mér sýnist svo en get ekki svarað því frekar þar sem ég hef því miður ekki getað lokið rannsóknum mínum á þessu athyglisverða efni vegna fjárskorts.“ Orlofsferðir fyrri alda Sumarfrí er raunar ekki nýtt fyrir- brigði í íslensku þjóðlífi. Það vom þó ekki heldri mennimir sem fóm í sumarfrí á fyrri öldum heldur frem- ur vinnufólkið sem átti rétt á svoköll- uðum orlofsdögum. Þetta áttu að vera nokkurs konar kynnisferðir en snemst oftar en ekki upp í hálfgerð- ar sníkjuferðir. Það vom frekar kon- ur en karlar sem fóm í orlofsferðir. Venjulega var farið í þessar ferðir á haustin. Mátti þá sjá heila hópa af gangandi konum og einstöku karl- menn á slæðingi með. Venjulega vora orlofskonur þijár nætur - vom þær nefndar orlofsnætur. Þegar þær fóra að sýna á sér fararsnið, en fyrr ekki, vom þær nokkurn veginn bún- ar að tala út. Við komuna höfðu þær gefið heimilisfólki orlofsgjafir en þegar þær vom búnar að ræða málin var húsmóðurinni orðið harla vel kunnugt um alla hagi orlofskonunn- ar og líka hvað hana vanhagaði helst um - því æ sér gjöf til gjalda. Þegar karlmenn fóm orlofsferðir var miku minna um gjafir enda fóra þeir yfir- leitt að finna aðra karlmenn. Orlofs- ferðir þessar lögðust af í flestum sveitum um og eftir 1870, segir og í íslenskum þjóðháttum Jónasar frá Hrafnagili. ísland var orðið ferða- mannaland á 19. öld En það vora fleiri en íslendingar sem ferðuðust um landið. Útlending- ar komu hingað æ fleiri eftir því sem á 19. öldina leið. Sumarliði ísleifsson sagnfræðingur segir í riti sínu ísland framandi land, að túrismi hafi náð til Islands á síðari hluta 19. aldar. Þá urðu almennir ferðamenn fjölmenn- astir meðal erlendra gesta hér á landi. Fyrir hundrað ámm var Is- land orðið þekkt sem ferðamanna- land. í tímaritinu The Danish Export Review frá 1896 - sama árinu og Suðurlandsskjálftinn reið yfir - er rætt um sérkennilega fegurð lands- ins og fmmstæða háttu og siði íbúanna. Þá er getið hins sérkenni- lega ferðamáta að fara um á hestum, þetta þótti fóllri sem vant var að sitja i jámbrautarlestum eða gufuskipum harla forvitnilegt. Vafalaust hafa þó margir óskað sér í jámbrautirnar þegar illa viðraði á þá uppi á íslensk- um fjöllum. Aðstæður höfðu þó batnað talsvert til að ferðast innanlands á þessum tíma, akfær vegur kominn til Þing- valla og fyrstu brýr höfðu verið smíð- aðar. Samkvæmt tillögu Handbook for Trawellers frá 1893 átti ferð til Margrét Guðjóns- dóttir þjóðfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.