Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 9
8 B SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 B 9 Nokkrir af íbúunum við kóralrifið. Sjávarskjaldbaka á leið upp á yfírborðið tii að anda. UppdrátturafSaxon-rifí, einuaf hinum2.900kóralrifum. Þarnamá m.a. sjá hákarla ogwillyfísk. Margrét Einarsdóttir snorklar yfír kóralrifínu, Innan um skrautlega físka. Kóralrifið mikla undan strönd Ástralíu er eitt af sjö náttúruundr- um veraldar. Besta leiöin til aö skoöa þennan undraheim lífs og lita er aö setja kút á bakið ogslástí hópinn meö fisk- unum. Marta Ein- arsdóttir segirfrá kafaranámskeiöi og ævintýrum í undirdjúpunum. ÞAÐ HAFÐI aldrei hvarflað að mér að kafa fyrr e_n ég kom til Ástra- líu. Ég hélt að köfun væri bara fyrir ofurhuga eða fólk sem hefur eytt svo miklum tíma í sundlaugunum að það er nánast komið með kvarnir og sporð. Ég er hvorugt. Dag einn var ég þó allt í einu stödd á skipi, í blautbúningi, með stóran súrefnis- kút á bakinu, tilbúin að stökkva í sjóinn. Um leið og til Ástralíu var komið fór ég að hitta bakpokaferðalanga sem höfðu verið á austurströndinni, farið á köfunamámskeið og kafað niður að rifinu. Þetta var ósköp venjulegt fólk á aldrinum 19-35 ára og eftir að hafa endurtekið heyrt að þetta væri eitthvað sem maður mætti alls ekki missa af var ekki hægt annað en að slást í hópinn. Fyrir þá sem ætla að fara niður á kóralrifið er borgin Cairns í norð- austurhlutanum einn vinsælasti áfangastaðurinn. Þai' eru fjölmörg fyrirtæki sem bjóða köfunai'nám- skeið sem veita alþjóðleg réttindi. Samkeppnin er mikil en þjónusta og verðlag mjög svipuð. FyiT en varði var ég komin þangað og búin að skrá mig í fimm daga köfunarnám- skeið og ferð út á rifið. Námskeið í sundlaug og stofu Þar sem ferðaþjónusta er vel skipulögð í Caims þurfti ég ekki einu sinni að hafa fyrir því að finna skólann. Allir þátttakendurnir vom sóttir á gistiheimilin og fyrst var farið með okkur í læknisskoðun. Læknarnir höfðu aðallega áhuga á innra eyra og lungum, sem reyndust í lagi. Éftir inntökupróf sem fólst í því að synda 200 metra og halda sér á floti í 10 mínútur gátum við hafið lærdóminn. Fyrstu tvo dagana voram við í Cairns. Við hlýddum á fyrirlestra og horfðum á myndbönd, lærðum allt um tækin, hugsanlegar hættur við köfun, lífið í undirdjúpunum o.s.frv. Kennarinn taldi svo í okkur kjark þess á milli, sagði okkur t.d. að fleiri slösuðust á skíðum en við að kafa og að fleiri létust í keilu en við köfun. Helmingur tímans fór svo í æfing- ar í sundlaug. Byrjað var í grunnu lauginni og fyrsta æfingin var óþægileg; að setjast á botninn og anda í gegnum munnstykkið. Ég hafði aldrei spáð í hversu eðlislægt það er manni að anda umhugsunar- laust í gegnum nefið. Við gerðum síðan ýmsar kúnstir til að tryggja að við vissum hvernig við ættum að bregðast við ef eitthvað kæmi fyrir í sjónum. Byrjunin var erfíðust, að lyfta grímunni sem er yfir nefinu og augunum. Við það fylltist nefið af vatni og maður gleymdi að anda með munn- inum og fannst maður vera að drukkna. Þá var bara að standa upp þar til maður var hættur að hósta og reyna svo aftur. Eftir að maður komst yfir þessa hindran og fór að treysta því að maður gæti andað í vatninu reyndist eftirleikurinn auð- veldari. Hluti sundlaugarinnar var fjög- urra metra djúpur svo við gætum æft okkur í að synda um og bregð- ast rétt við, t.d. ef við hættum ein- hverra hluta vegna að fá loft. Þá þurftum við að geta gefið merki til félagans svo hann gæti lánað okkur aukaslönguna sína á meðan hann færi með okkur upp á yfirborðið. Snorklað á kóralrifinu Á þriðja degi var svo komið að al- vöranni. Við sigldum í tvo tíma á hraðbáti út að kóralrifinu mikla og byrjuðum á að snorkla. Fórum í blautbúning og fengum grímu yfir nef og augu, sundfit og pípu (snork- el) sem stóð upp úr vatninu. Þannig gátum við synt og horft niður fyrir okkur og andað um leið. Þar sem vatnið drekkur litina í sig verður umhverfið litlausara því neðar sem maður fer. Þarna rétt undir yfir- borðinu var því gott útsýni yfir margbreytilegan kóralinn og fisk- ana. Þetta var rétt eins og að vera komin í fiskabúr. Kórallinn er eins og neðanjarðarlandslag og út um allt skjótast svo íbúarnir, fiskar í öll- um regnbogans litum; bláir, gulir, appelsínugulir, fjólubláir, röndóttir og af ýmsum stærðum og gerðum. Stakir og í torfum. Við rákumst einnig á stóra og þunglamalega sjávarskjaldböku sem var á leiðinni upp að anda. Áð þessu búnu sigldum við í ann- an klukkutíma um borð í skip í eigu köfunarfyrirtækisins. Þetta skip liggur við kóralrifið og siglir á milli rifja eftir því hvar best er að kafa hverju sinni. Fyrsta köfunin í söltum sjó Eftir hádegi var komið að fyrstu sjóköfuninni. Tilhugsunin um að fara 12 metra undir yfirborð sjávar var ekkert þægileg. Besta ráðið var að hugsa: „Fyrst allir hinir geta þetta hlýt ég að geta þetta líka.“ Kennarinn gerði góðlátlegt grín að því hvað hópurinn væri stressaður og sagði að það væri ekkert að ótt- ast, hann hefði unnið við þetta í þrjú ár og það hefði aldrei neitt komið fyrir neinn af nemendunum hans. Éyrir mig sem hef aldrei verið mikil sundmanneskja var ágætt að heyra þetta. Af hverju ætti einmitt ég að verða fyrsta manneskjan sem eitt- hvað kæmi fyrir? Við fikruðum okkur efth' kaðli niður á botn. Það þurfti að gæta að því að jafna þrýstinginn út í eyran, hleypa úr flotjakkanum, anda reglu- lega og fylgjast með félaganum og allt gekk þetta vel. Þegar niður kom settumst við á botninn og endur- tókum æfingamai' sem við höfðum lært í sundlauginni. Það var ein- kennilegt en um leið og ég var kom- in á botninn og sat þar og andaði eins og ekkert væri eðlilegra hvarf mér allui' ótti. Það er engu líkt að geta synt um undirdjúpin eins og fiskur og ég skil það vel núna af hverju höfrangar era alltaf bros- andi. Hönd í hönd um undirdjúpin Við köfuðum fimm sinnum með kennaranum og gerðum ýmsar æf- ingar sem um leið vora próf. Eftir það voram við útskrifuð og fengum skírteinið. Köfunin varð skemmti- legri í hvert skipti. Þegar námskeið- inu lauk gat maður farið á eigin hraða og stoppað eins og mann lysti að skoða fisk og kóral. Því minni tími sem fór í að passa sig að anda rétt, sökkva ekki á botninn, fljóta ekki upp eða hafa áhyggjur af félag- anum, þeim mun meira gat maður horft í kringum sig og notið um- hverfisins. Samkvæmt lögum urðum við allt- Marta gengur úr skugga um að öll tæki séu í lagi áður en stokkið er í sjó- inn. Margrét Þóra Einarsdóttir og Páll Þórðarson í borðsal skipsins, hvíldinni fegin eftir strangan dag. Margrét Einarsdóttir og Páll Þórðarson gefa merki um að allt sé í lagi, áður en haldið er niður. Ljósmyndir/Marta og Margrét Þóra Einarsdætur r Magga í hópi kafara á leið niður á hafsbotn. af að kafa í pöram. Þannig var ein- hver sem gat komið til aðstoðar kæmi eitthvað fyrir. Magga systir var minn félagi og við höfðum það fyrir sið að leiðast um undirdjúpin. Þannig gátum við gefið merki ef við sáum eitthvað markvert og tryggt að hjálp væri nærri ef eitthvað kæmi fyrir loftbirgðimar. Árásargjamir og athyglissjúkir fiskar I undirdjúpunum var margt að sjá og ýmislegt að varast. Það má alls ekki snerta kóralinn. I fyrsta lagi skemmir maður hann með því að rekast utan í hann og í öðra lagi getur hann brennt mann. Þarna finnast líka eitrað kvikindi eins og sporðdrekafiskur (scorpion fish) og steinfískur (stone fish), sem liggur á botninum og lítur út eins og steinn. Á þeim tíma sem við voram þarna var líka klaktími fisktegundar sem kölluð var gikkfiskur (trigger fish). Okkur var sagt að hann væri mjög árásargjarn ef maður kæmi nálægt hreiðrinu og við áttum að snúa við hið snarasta sæjum við hann. í köf- un númer tvö stoppaði kennarinn skyndilega og gaf okkur sérstakt merki með höndunum sem táknaði „hætta, gikkfiskur"! Við gátum ekki betur séð en að alvara væri á ferð þegar hann dró hníf úr slíðri utan á búningnum og bjóst til varnar. Ad- renalínflæðið dugði okkur í aukna orku næstu metrana og við sluppum með skrekkinn. I annað skipti sáum við hákarl. Þetta var lítil tegund sem býr við rifið og er vita meinlaus. Hann var fljótur að forða sér þegar hann sá okkur. Þarna vora líka risa- stórar sjávarskjaldbökur. Svo var það fiskur sem kennarinn kallaði Willyfisk, ákaflega Ijótur, grænn, stór og með athyglissýki. Hann var vanur ferðamönnunum og kom gjarnan til þeirra að láta klappa sér. Eins gott að kennarinn sagði okkur frá þessu, því Möggu dauðbrá einn daginn þegar hún leit við og horfði beint í smettið á flykkinu. Sérstak- lega þar sem allt virðist bæði stærra og nær manni neðansjávar. Niður á 26 metra dýpi Það fór auðvitað ekki hjá því að maður lenti í ævintýram. Boðið var upp á ýmsar ferðir þar sem svo- kallaðir köfunarmeistarar fóra með. Eftir að við systur voram útskrifað- ar ákváðum við að fara í eina slíka, fyrstu köfun dagsins. Farið var á gúmmíbáti dálítið frá skipinu. Við létum okkur falla aftur á bak í sjó- inn eins og í bíómyndunum og svo átti okkur að reka með straumnum til baka. Þetta hljómaði vel þó okkur litist ekki sem best á fararstjórann. Okkur hafði sýnst hann hafa meiri áhuga á að leika svalan gæja en að sinna farþegunum. Þegar niður kom synti hann kröftuglega af stað þvert á strauminn og við máttum hafa okkur allar við að halda í við hann. Því dýpra sem maður fer þeim mun þjappaðra verður loftið og ekki auð- velt að anda ef maður er móður. Mér var hætt að lítast á blikuna en vildi ekki yfirgefa hópinn og fara upp enda ekki viss um hvar skipið var. Það kom að því að gaurinn stoppaði til að sýna okkur einhveija lífvera utan á kóralnum. Þá var hann kominn með okkur niður á 26 metra dýpi en með okkar réttindi máttum við ekki fara dýpra en 18 metra. Hann fór síðan með okkur á ,rninna dýpi og í gegnum sjávarhelli. í þessari köfun var besta skyggni sem við fengum, einir 30 metrar. Skelfingu lostin undir skipinu Ekki var þó allt búið enn. Þegar maður kafar er mjög mikilvægt að fylgjast með súrefnisbirgðunum. Við áttum að gefa fararstjóranum merki þegar kúturinn var hálftóm- ur. Þegar fjórðungur var eftir átti maður að fara tafarlaust upp á yfir- borðið til að tryggja að maður yrði ekki súrefnislaus. Það kom að því að minn var orðinn hálfur en hinn sjálfmiðaði leiðsögumaður var ekk- - ert að hafa fyrir því að líta aftur og fylgjast með hópnum. Ég náði ekki að gefa honum merkið fyrr en farið var að nálgast fjórðungstank. Þá fórum við smám saman upp á 5 metra dýpi og héldum þar áfram áleiðis að skipinu. Þegar við komum undir skipið benti hann okkur á að fara að öryggisstoppinu og bíða í 3 mínútur. Þetta er til að varna því að maður fái köfunarveiki. Það var þarna sem ég lenti í kröggum. Ekki var eftir nema fjórðungur af lofti í kútnum mínum og ég því mun létt- ari en þegar ég fór niður. Ég byrjaði því að fljóta upp á yfirborðið og sá kjölinn á skipinu nálgast óðfluga. Það var sama hvað ég barðist við að sökkva og koma mér undir fleyið niður á öryggisstoppið, alltaf færðist kjölurinn nær. Ekki bætti úr skák að ég heyrði vélarhljóð og í sjó heyr- ir maður ekki hvaðan hljóðið kemur. Þetta hljómaði alveg eins og ég væri á leiðinni beint á skrúfu. Ég hafði áhyggjur af því að skemma súrefnis- kútinn ef hann rækist í bátinn, sneri mér við og vissi ekki fyrr en ég lá þarna spriklandi og faðmaði slímug- an kjölinn. Magga, hinn frækni að- stoðarmaður, hafði fylgt mér upp og reyndi óspart að toga mig niður en í . staðinn togaði ég hana auðvitað upp undir bátinn. Hún fór niður að ná í leiðsögumanninn en hann hafði þá látið sig hverfa. Svo þarna barðist ég um alein og fannst ég föst undir bátnum, að verða loftlaus og skelfi- legur dauðdagi í nánd. Fyrir utan að eitthvað gæti komið fyrir systur mína sem nú var einhvers staðar ein og yfirgefin að fylgjast með mér og reyna að ná í hjálp. Sem betur fer var búið að innræta okkur að flest slys yrðu vegna rangra viðbragða og mætti koma í veg fyrir með því að slappa aðeins af og hugsa. Um leið og ég gerði það sá ég auðvitað að ég komst auðveldlega upp á yfirborðið öfugu megin við bátinn með þvi að t sleppa öryggisstoppinu. Það gerði ekkert til þar sem við voram búin að synda á 5 metra dýpi í töluverðan tíma. Þannig var öll hættan í raun bara ímyndun í mér en mikið óskap- lega var ég uppgefin þegar ég kom upp úr. Allir í köfun! Af því sem ég sá og upplifði á sex vikum í Ástralíu stendur þetta köf- unarnámskeið og ferð á kóralOOrifið upp úr. Ég er hrædd um að við syst- ur séum komnar með köfunarbakt- eríuna. Að minnsta kosti eram við ^ búnar að afla okkur vitneskju um góða köfunarstaði í næstu löndum sem við ætlum að heimsækja. Ég mæli með að þeir sem era þama á ferð skelli sér og prófi. Köfun er fyr- ir alla með góða heilsu, lágmarks sundfæmi, sæmilegar taugar og svolitla ævintýraþrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.