Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 2000 B 7 Allir eru sérstak- ir í Harry Potter Úlfur Hansson, 12 ára, fékk eins og fleiri krakkar á hans reki békina Harry Potter og viskusteinninn í jólagjöf. „Aðra Harry Potter-bókina keypti ég sjálfur í vor. Sú er á ensku enda var íslenska þýðingin ekki enn komin út. Ég tala ensku af því að ég átti heima í Englandi frá því að ég var 5 ára þangað til ég varð 7 ára. Núna hlusta ég talsvert á ensku í sjónvarpinu og bæti þar með við orðaforð- ann,“ segir Ulfur og viðurkenn- ir að hafa hætt við að kaupa þriðju Harry Potter-bókina á ensku fyrir skömmu. „Eftir að hafa lesið Hobbit ákvað ég frekar að kaupa fram- haldið, Lord of the Rings. Bókin er rosalega þykk og með smáu letri. Ætii ég sé ekki búinn með svona fjórðunginn. Þegar ég verð búinn býst ég við að fá mér þriðju Harry Potter-bókina. Ég á erfitt með að útskýra af hverju Harry Potter-bækurnar eru svona skemmtilegar - kannski af því að maður fattar ekki allt um leið. Fyrir utan Harry sjálfan er engin sérstök persóna í upp áhaldi hjá mér enda eru allir svo sérstakir. Skemmtilegast fannst mér þegar Harry fór í huliðsskikkju frá pabba sínum og gat séð allt sem hann vildi sjá í gegnum sérstakan spegil. Að hafa þennan möguleika gefur ýmis tækifæri en getur líka verið hættulegt. Annars eru bækurnar al- mennt spennandi og skemmtilegar. Fullt af krökkum á mínum aldri hafa verið að lesa bækurnar - bæði strákar og stelpur.“ þessum heimi. Ég er ánægður og stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að koma þessari klassísku sögu J.K. Rowling á hvíta tjaldið." Fregnir herma að Óskarsverð- launahafinn og grínistinn Robbie Coltrane hafi tekið að sér hlutverk vingjamlega risans, Hagrids. Maggie Smith fer væntanlega með hlutverk prófessors Minei-vu McGonagall. McGonagall er yfirmaður heimavist- ar Harrys í Hogwart - skóla galdra og seiða, þ.e. Gryffindors-heimavist- arinnar. Viðræður standa yfir um að Tim Roth taki að sér hlutverk hins illa þokkaða prófessors Eftir að fyrstu bækumar komu út beindust sjónir heimsins að höfund- arheitinu J.K. Rowling. Fyrir skammstöfuninni er ákveðin ástæða því að útgefandi bókanna hélt því fram að strákar á aldur við Harry Potter vildu frekar lesa bók eftir karl heldur en konu. Vemleikinn varð allt annar því Harry Potter hefur ekki aðeins heillað stráka á aldrinum 10 til 12 ára heldur bæði kynin allt frá 5 ára aldri og uppúr. Fullorðnir hafa reyndar ekki alltaf verið jafn viljugir að viðurkenna áhuga sinn á Harry. Meira að segja kvað svo rammt að því að útgáfufyrirtækið ákvað að gefa bókina út ~ ~ ~ með tvenns Harry Potter konarkápu, treystir á Nimbus ævin- hinn kunni leikstjóri Steven Spiel- berg leikstýrði myndinni. Hann dró sig til baka og er ástæðan fyrir því sögð vera listrænn ágreiningur við rithöfúndinn. Nú er orðið Ijóst að Chris Columbus (Home Alone og Mrs. Doubtfire) muni leik- stýra kvikmyndinni. Hann sagði í viðtali fyrir skömmu: „Frá því að ég las Harry Potter fyrst með bömunum mínum varð ég ástfanginn af þessum dásamlegu persónum og Sevems Snape, þ.e. kennara í töfradrykkj- um. Alls hafa 60.000 böm sýnt áhuga á því að taka að sér hlutverk bamanna Harr- ys, Hermiones og Rons og er talið víst að breskt barn verði fyrir valinu. Fmmsýning kvikmyndarinnar hefur verið ákveðin 16. nóvember áirð 2001. Warner Bros. hefur ekki aðeins tryggt sér kvikmyndaréttinn að bókunum heldur sölurétt á hvers kyns Harry Potter vamingi. Tals- menn fyrirtækisms segja að búið sé að semja við 46 fyrirtæki um fram- leiðsluna og tekjur gætu numið allt að 70 milljörðum íslenskra króna. týra- legri fyrir böm og minna áberandi fyrir fullorðna til að lesa í almenningsfar- artækjum. Hinn raunvemlegi höfundur, J.K. Rowling, heiti fullu nafni Joanne Rowling og fékk hugmyndina að Harry Potter í lest á leiðinni frá Man- chester til London árið 1990. Eins og gengur og gerist þegar höfundar em að stíga sín fyrstu skref á rithöfunda- brautinni hafði Joanne ekki tækifæri til að helga sig skriftum næstu árin. Hún dvaldist erlendis, eignaðist mann og bam, varð einstæð móðir og um tíma atvinnulaus. Eftir að hand- ritinu að fyrstu bókinni hafði verið hafnað í tvígang kom bókin út árið 1997. Joanne hafði frá upphafi skýra hugmynd um að bækumar um Harry Potter yrðu sjö talsins. Bókaflokkur- inn hefst á því að hinn illi Voldemort drepur foreldra Harrys af galdra- kyni. Ungabaminu Harry er í fram- haldi af því komið fyrir hjá móðurs- ystur sinni, eiginmanni hennai’ og ofdekraðum syni þeirra. Hjónin koma vemlega illa fram við Harry og halda því leyndu að hann tilheyri galdraheimi. Hann hefur ekki einu sinni hugmynd um tilvist galdra- heimsins til hliðar við hinn hvers- dagslega fyrr en á 11 ára afmælisdag- inn. Hvemig sem uppeldisforeldrar hans reyna geta þeir, og sérstaklega pabbinn, ekki komið í veg fyrir að Harry berist skilaboð um að hann hafi fengið inngöngu í þekktan galdraskóla. Skólanum svipar að ýmsu leyti til hefðbundins bresks heimavistarskóla nema hvað að þar em kenndir galdrar. Bækumar sjö fjalla svo hver um sig um eitt ár í lífi Harrys í heimavistarskólanum og hafa eins og áður segir notið ómældra vinsælda. Með vitsmunina að vopni Anna Heiða Pálsdóttir bókmennta- fræðingur er helsti Harry Potter sérfræðingur landsins og heldur úti heimasíðunni http:/Avww.media.is/ ah/harry.html um Harry Potter bæk- urnar. Hún vekur athygli á að Harry Potter sé talsvert ólíkur ýmsum öðr- um hetjumyndum bama og unglinga. „Hann er ekki örmjó og kinnfiska- sogin fýrirsæta, hann er ekki vöð- vamikill og yfimáttúmlegur súper- mann, hann notar ekki byssur og vopn og rotar ekki andstæðinga með einu hnefahöggi eða heggur þá í herðar niður með sverði eða exi. Har- ry Potter er óttalega vesældarlegur, lítill strákur með dökkan hárlubba og notar gleraugu. Eina vopn hans er galdraprikið Nimbus 2000 og nokkr- ar ágætar töfraformúlur. Harry Pott- er notar, eins og Sæmundur fróði og Loki, vitsmuni sína til að sigra and- stæðinginn. Eins og Sæmundur og Loki fær hann smáhjálp frá göldmm en það er samt hans eigið hyggjuvit og útsjónarsemi sem bjargar honum - og öllum heiminum - frá glötun. Ekki vopn. Það er mikilvægt, fmnst mér,“ segir Anna Heiða. „Eins og sönn hetja er hann ekki að hugsa um eigin hagsmuni, heldur framtíð heimsins og velferð félaga sinna.“ Tf*! 1 Wi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.