Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 B SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ fflOO Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Nú vilja menn fara að bora tilraunaholu í Grændal. Þessi dalur er náttúruperla og það er út í hött, að spilla honum með því að leggja þangað veg fyrir Ijörutíu tonna trukka,“ segir Bjöm Pálsson. ræða við kennarann, sem orðið hafði fyrir áganginum, sem ég og gerði.“ Hvemig gekk kennslan fyrir sig í Menntaskólanum á Akureyri? Nú kemur nokkurt hik á Bjöm áð- ur en hann svarar: „Ja, miðað við það sem ég er vanur úr kennslu, eftir að ég fór sjálfur að kenna, finnst mér kennslan þama hafa verið ákaflega %. fmmstæð. Og ég efast um að kennar- ar kæmust upp með að kenna á þann hátt í framhaldsskólum núna. Þetta var svokölluð „heyraraaðferð“. Hún fólst fyrst og fremst í því að kennar- inn var alltaf að gá að því, hvort við hefðum lesið fyrir tímann. Við voram teknir upp til að reikna dæmi, þýða texta eða þylja upp úr okkur. En kennarinn var nánast ekkert að fræða okkur. Vinur minn Bjöm Þorsteins- son sagnfræðingur, sem ég á öðram mönnum meira að þakka í sambandi við sagnfræðinám mitt, byijaði að læra til stúdents hjá prestinum í Fellsmúla á Landi, en foreldrar hans vora þá búandi í Næfurholti, ef ég man rétt. Jæja, Bjöm sagði mér það, að þegar hann loks kom í Menntaskól- ann í Reykjavík og þá í fimmta bekk, hefði hann setið þann bekk en tekið sjötta bekk utan skóla. Þegar ég spurði hann hvers vegna hann hefði gert þetta svaraði hann: „Nú, ef ég kom lesinn í tíma hafði ég ekkert þangað að gera, en ef ég kom ólesinn urðu þessir kappar reiðir.“ Eg sat í stærðfræðideild í Menntaskólanum á Akureyri. En ég hafði alltaf haft gam- an af sögu og hafði því lesið allar kennslubækur eldri bræðra minna í þeirri grein þegar ég kom til Akur- eyrar. Það má því nærri geta, hvort > ég hafi haft einhverja skemmtun af því að sitja þama í fjóra vetur og þylja orðrétt upp úr sögubókum frammi fyrir kennara, án allrar umræðu. Þjálfunin byggðist því upp á því að læra að lesa bók kennarans á haus. Náttúrufræðin var öðruvísi kennd. Sá sem hana kenndi hafði ekki fyrir því að kalla nemendur upp að púlti, held- ur þuldi upp úr sér bækumar, sem hann kunni utanbókar. Einn nemandi í einu átti svo að svara spumingum kennarans, og las þær náttúrulega upp úr kennslubókinni. Prófin vora , svo eins, nema hvað þá voru engar bækur á borðum. Þau byggðust öll á því að botna setningar kennara." En einhvem veginn hefur þurft að kosta þetta nám. „Já, í okkar fjölskyldu var nú kannski ekki mikið umleikis, svoleið- is, þannig að við systkinin kostuðum okkur sjálf til náms. Á menntaskóla- árum mínum var það tiltölulega auð- velt. Það vora mikil sfldarappgrip, þannig að maður hafði miklar tekjur. Eg var að vísu heima sumarið 1962. Faðir minn var þá að byggja hlöðu og fjós fyrir 48 kýr og ég vann við þær framkvæmdir. Hann hafði náttúru- lega ekki ætlað sér annað en að launa mér vinnuna og gerði það. Eigi að síð- ^jUr var nú orðið nokkuð létt í pyngj- unni um áramótin. Þá var það að eig- inmaður frænku minnar, en þau bjuggu frammi í Eyjafirði, bauðst til þess upp úr þurra að lána mér hálfs vetrar skólakostnað til að létta undir með föður mínum. Þetta þáði ég vit- anlega með þökkum. Sumarið eftfr fór ég svo í sfldarvinnslu í Neskaup- stað. Þar voru uppgripin slík, að ég gat endurgreitt lánið og kostað mig næsta vetur. Ég held því að á þessum árum hafi verið þægilegt fyrir stráka að vinna fyrir sér. En það var alveg sama hvað ég átti mikið að hausti; ég átti aldrei nema tíkall þegar ég kom heim að vori.“ Búskapur að loknu > stúdentsprófí Snerir þú þér að búskap eftir stú- dentsprófið? „Já, ég var nokkuð óráðinn eftir stúdentsprófið og var jafnvel að hugsa um að fara út, til að ná tökum á erlendum tungumálum. En þá stóð þannig á hjá foreldrum mínum að þau vora með tuttugu til þrjátíu kúa bú, roskin hjón og kunnu ekkert með mjaltavélar að fara. Við bömin urðum því að sjá um búreksturinn að vera- legu leyti. Auðvitað þurftu yngri systkinin að fara til náms, þannig að ■ ég tók þá ákvörðun að taka við búinu og rak það í tvö ár. Hlutimir æxluðust nú þannig, að faðir minn, sem hafði flutt þarna á æskuslóðimar, festi þar ekki yndi. Það sannaðist á honum, að menn skyldu aldrei reyna að höndla hið horfna. Hann tók því þá ákvörðun að fara aftur upp á heiðina, í Engidal. Og þangað fór hann árið 1967 og móð- ir mín fylgdi honum svo liðlega ári síð- ar. Þar luku þau sínum æviferli og áttu þar sitt seinna líf á heiðinni, eins og móðir mín orðaði það. Þau kunnu vel við sig þarna í ellinni. Ég rak sem sagt búið á Syðri-Völlum þar til ég fór suður í háskólann haustið 1968, en þá tók bróðir minn við búinu.“ En þitt fólk er enn í Engidal? „Já, systir mín var þar síðustu ár foreldra minna og er þar enn ásamt manni sínum, en hann er sjómaður." Suður yfir heiðar En leið þín lá í háskólann? „Já, ég innritaðist í sagnfræði. Ég var ekki viss um hvaða hliðargrein ég ætti að taka. En þegar ég kom inn í skráningarskrifstofúna sá ég, að ný- lega hafði verið stofnað til náms í landa- og jarðfræði, svo ég skellti mér á það með sagnfræðinni og hef aldrei séð eftir því. Að mörgu leyti fer þessi „kokteill" ágætlega saman, sérstak- lega hér á íslandi, þar sem jarðfræðin er svo virk.“ Hvemig snerti hann þig, hama- gangurinn sem byijaði víða í vest- rænum háskólum árið sem þú innrit- aðist í Háskóla Islands? „Jú, auðvitað fór ég ekki varhluta af þessu, enda þótt ég horfði á það ut- an frá, enda ekki innvígður í þau fé- lagsmál, sem þróuðust í Reykjavík á þessum áram. En ég fylgdist nokkuð spenntur með. Annars var ég fæddur inn í Framsóknarflokkinn og var eitt- hvað að bolloka í honum þá, ól jafnvel með mér þingmannsdraum, sem ég sem betur fer lagði fljótlega á hilluna. Þá tók ég þegar í upphafi þátt í stú- dentapólitfldnni sem fulltrúi vinstri manna. En þátttaka mín í þessum málum nægði mér ekki til að verða svo frægur að komast í lögreglubíl. Ég hef stundum velt þessum merki- legum tímum fyrir mér. Menn skrif- uðu t.d. lærðar greinar í blöð um það hvar mætti sparka í lögregluþjóna og hvar ekki. Ég man að róttæklingamir þarna í háskólanum kölluðu lögreglú- menn aldrei annað en „breiðrassana“. Ég hélt að þetta hefði verið vegna þess að þeim hefðu þótt lögreglu- mennimir fyrirferðamiklir, þegar þeir sátu á mflli þeirra í Svörtu-Maríu á leiðinni á lögreglustöðina. En svo sá ég náttúrulega, að þessir félagar mín- ir vora menntaðir menn og höfðu fengið þetta orð úr bókmenntunum, nánar tiltekið frá Þórbergi Þórðar- syni, þar sem hann lýsir Þorvaldi póli- tí, sem þekktur var fyrir að leysa mál með hyggjuviti. „Það var þegar lög- reglumenn vora valdir eftir „intellig- ens“, en ekki eftir rassmáli," segir Þórbergur, eða eitthvað á þá leið. En þetta voru sem sagt nokkuð líflegir tímar. Og þeir áttu sínar skýringar. Fréttir úr Víetnam-stríðinu buldu í eyram manns dag út og dag inn. Ég hef gran um, að það hafi verið gert til að svæfa tilfinningar manna gagnvart því. En það virkaði öfugt. Svo vora nýjar fræðigreinar að skjóta rótum, eins og félagsvísindi alls konar. Björn Þorsteinsson sagnfræðiprófessor átti til að skilgreina hlutina ákaflega skemmtilega. Einhverju sinni var hann að skilgreina félagsfræðinga, „eða hvað þeir nú heita, þessir sósíal- lógar, sem komast ekki í gegnum dyr öðruvísi en að nota dýnamít,“ eins og hann orðaði það.“ Vannstu með háskólanáminu? ,Uá, það var nú þannig, að ég var orðinn fjölskyldumaður. Síðara bú- skaparsumar mitt á Völlum kom til mín stúlka úr Reykjavík og það fór nú þannig, að við höfum verið saman síð- an, eða, svo allrar nákvæmni sé nú gætt, byrjuðum við að búa saman haustið 1969. Lilja Haraldsdóttir heit- ir þessi mín ágæta kona. Við eignuð- umst okkar fyrsta bam, son, árið 1970 og svo dóttur árið 1972. Ég varð því auðvitað að vinna fyrir fjölskyldunni, en námslánakerfið var þannig, að okkur var refsað fyrir að vinna. Ég byrjaði að kenna jarðfræði við Menntaskólann í Reykjavík haustið 1970. Það er ákaflega gott að kenna þá námsgrein, sem maður er að læra, því þá neyðist maður til að setja hana fram fyrir aðra. Hinsvegar var mjög erfitt að fá háskólanema til að kenna, því þá minnkuðu námslánin. En okk- ur, sem eingöngu urðum að treysta á eigin framfærslu, dugðu ekki náms- lánin, þannig að ég sleppti því að taka þau. En það var gaman að kenna. Ég byrjaði kennslu í Menntaskólanum í Reykjavík, sama árið og Guðni Guð- mundsson tók við sem rektor. Þama kenndi ég jarðfræði í tvo vetur og síð- an landafræði í sjötta bekk í hálfan annan vetur. Einnig kenndi ég sögu í tvo vetur í Menntaskólanum við Hamrahlíð og komst í rannsóknar- verkefni í sagnfræði.“ Vora þetta ekki ólíkir skólar? „Jú, þeir vora harla ólíkir. Sá orð- vari og skemmtilegi maður Guðni rektor talaði um „hjarðfjósið þarna uppi í Hlíðum“ og átti þá við Hamra- hlíðarskólann. Það var þegar þeir tóku upp áfangakerfið í Hamrahlíð. Ég gekk í gegnum þá breytingu, kenndi bæði í bekkjakerfínu og áfangakerfmu." Hvort kerfið fannst þér árangurs- ríkara? „Það var nú dálítið erfitt að meta það, vegna h'tillar reynslu. En eins og Ólafur Hansson sagði: „Bekkur er eins og persóna." En það sem mér fannst ef til vill erfiðast við að kenna í Menntaskólanum í Reykjavík var um- gengni við nemendur. Mér þótti hún betri í Hamrahlíð. í Menntaskólanum í Reykjavík ríkti þessi gamli, góði andi. Nýjum kennuram var ráðlagt að brosa aldrei til nemenda fyrir jól. Kennarinn átti að halda uppi aga. Það var svo einkennilegt, að maður gat ekki talað við nemendur eins og mað- ur við mann, eins þótt maður væri að kenna upp í sjötta bekk. Þetta fannst mér svohtið erfitt. Þetta var ekki svona þrúgað í Hamrahlíð, að ég nú ekki tah um eftir að ég fór að kenna í Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem var stofnaður árið 1981. Þar var maður bara verkstjóri og agavandamál nán- ast úr sögunni. Þegar ég var að kenna í Menntaskólanum í Reykjavík, ungur maðurinn, vora eftirlitskennarar að gægjast inn um litla glugga á kennslustofuhurðinni, nákvæmlega eins og séra Sveinn Vfldngur lýsir þessu í endurminningum sínum.“ Aftur meðal Þingeyinga En lá ekki leið þín á fomar slóðir í Þingeyjarsýslum? „Jú, þegar ég hafði lokið BA-námi í sagnfræði ákvað ég að sækja um kennarastöðu við Héraðsskólann á Laugum. Það var vorið 1973. Það hitt- ist þannig á, að þar höfðu orðið miklar mannabreytingar veturinn áður og ég var beðinn um að taka við skólastjóm, þar sem skólastjórinn var í árs veik- indaorlofi. Auðvitað kunni ég ekkert til þessara verka og mikið af kennara- hðinu voru nýgræðingar. Þetta var nokkuð skrautlegur vetur en lær- dómsríkur. Ég var dáhtið „fanatísk- ur“ og bannaði nemendum að reykja nema á ákveðnum stað. Meira að segja fengu kennarar ekki að reykja á skrifstofu skólastjóra. Eitt kvöldið sendu nemendur fulltrúa sinn á minn fund til að tilkynna mér að ef ekki yrði gerð á þessu bragarbót myndu þeir hvorki mæta til náms daginn eftir né framvegis. Ég spennti á mig skíðin og eftir langa göngu á kyrrlátri vetrar- nóttu var ákvörðun tekin. Daginn eft- ir kom ekki einn einasti nemandi til kennslu. Þá spurðu kennarar mig hvað ég ætlaði að gera með tóman skóla. Ég hafði nú gran um, að þessi byltingartilraun ætti stuðning ein- hvers úr þeirra röðum og fékk þann gran reyndar staðfestan. Eg sagði því kennurunum, að ef þeir treystu sér ekki til að hhta þeim reglum, sem settar hefðu verið, skyldu þeir taka pokann sinn. Síðan kahaði ég nem- endur á sal og tilkynnti þeim það sama. Auðvitað mættu allfr í næsta tíma. Þannig var þessi bylting kæfð í fæðingu." Leiðin liggnr í Hveragerði En þú elur ekki lengur manninn á Laugum? „Nei, ég fór nú að hta í kringum mig eftir þennan vetur þar. Til dæmis kannaði ég skólastjórastöðu fyrir norðan, en hörfaði frá þegar mér sýndist, að þar ættu flokkslínur að ráða vali. Þeir héldu víst að ég væri betri framsóknarmaður en ég var. Ég sá þá auglýsta lausa kennarastöðu í Hveragerði og sótti um hana. Þá stöðu fékk ég og kenndi síðan við gagnfræðaskólann þar í sjö ár. Það má því segja að ég hafi runnið af norð- lenskri heiði niður á hið flata Suður- land. En það er nú líka sagt, að það sé betra að vera höfðingi í neðra en þjónn þama uppi. Að minnsta kosti hef ég kunnað vel við mig hér. Má vera, að mér fari lflct og illgresinu og þrífist allsstaðar." Er eitthvað hæft í því, að mannlífið sé ólíkt í þessum tveimur fjórðung- um? „Það er nú dáhtið erfitt að fullyrða um það. Mér finnst oft að hver sveit hafi sinn stfl. Ég tók t.d. eftir því, að þegar ég kom aftur í Þingeyjarsýslur eftir dvölina í Miðfirði var ég kannski allt í einu farinn að móðga mína gömlu sýslunga með húnvetnskum gálgahúmor og bölvuðum kjafthætti, sem þótti eðhlegur talsmáti meðal Húnvetninga. En þetta er svohtið öðruvísi hér í Ámessýslu. Hér hafa menn snemma vanist því að sækja hlutina til Reykjavíkur. Ég tel, að átt- hagahyggjan sé ekki jafn sterk hér, hvorki meðal innbyggja né brott- fluttra, eins og þegar fjær Reykjavík er komið. Þetta kemur meðal annars fram í stuðningi við menningarmál, s.s. ritun héraðssögu. Fyrh- norðan voru menningarsjóðir við flest kaup- félög, sem lögðu dijúgt til þessara mála. Þetta kannast ég ekki við hjá kaupfélagi Ámesinga. Þá má vera, að gerð og þróun byggðar ráði nokkru þar um. Héraðið er víðlent og Eyrar- bakki, hinn gamli verslunarstaður, dróst upp vegna hafnleysis á þriðja tug aldarinnar. Hinn nýi höfuðstaður, Selfoss, sem spratt upp eins og gor- kúla á fjórða og fimmta áratugnum, hefur öll einkenni hins nýríka og markar það stefnu hans í þessum mál- um.“ En þú hefur haldið þig hér sunnan heiða? „Já, hér eignuðumst við hjónin okk- ar þriðja barn árið 1980, son, sem enn er í hreiðrinu. Nú, svo byggðum við hér. En til að gera langa sögu stutta var ég kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands í fjögur ár og skrifstofu- stjóri Búnaðarbankans í Hveragerði í fimm ár. Haustið 1990 varð ég skjala- vörður við Héraðsskjalasafn Ames- inga og hef tollað við það síðan.“ Meðan þú starfaðir við Búnaðar- bankann í Hveragerði hefur þú vænt- anlega fengið innsýn í atvinnulíf stað- arins. Er það rétt, sem sumir segja, að það hafi verið nokkuð brösótt gegnum tíðina? „Já, og má kannske segja að fyrir því liggi söguleg rök. Fyrst var hér stofnuð ullarverksmiðja árið 1902. Hún starfaði í áratug, en fór þá á hausinn. Síðan hefur gengið á ýmsu. Ég hef svona verið að velta því fyrir mér, að eyða ellinni í það að skrifa gjaldþrotasögu fyrirtækja í Hvera- gerði og byrja á fyrsta bindi. En því má ekki gleyma, að í bankanum kynntist ég því, hversu veggtraust sumt fólk var í viðskiptum. Svo vora aftur aðrir, sem bárust mikið á og allt virtust eiga, en vora ekki alveg eins traustir, þegar á herti.“ Nú láta sumir sig dreyma um virkj- unarframkvæmdir norðan Hvera- gerðis. Hvert er þitt álit á því? „Þarna er verið að vekja upp gaml- an draug. Það er oft svo, að þegar draugar era vaktir upp eru þeir hálfu illskeyttari en þeir voru, þegar þeir vora kveðnir niður. Fyrir u.þ.b. fjöru- tíu áram voru boraðar hér margar holur. Þá var talað um, að hér risi næsta stórvirkjun. Þetta urðu aldrei nema skýjaborgir. I blöðum frá þess- um tímum má sjá, að svo kalt hafi orð- ið í gróðurhúsum, að þar hafi ekkert sprottið, annað en frostrósir á ráðum. Þó hafði þetta viss hlunnindi í för með sér fyrir Hvergerðinga. Til dæmis kom fyrir, að menn misstu heitt vatn úr borholunum og út í Varmá. Þá gátu menn gengið niður á árbakkana og veitt soðinn silung. Fyrsta vorið mitt í Menntaskólanum á Akureyri voram við nemendui-nir stundum sendir á örreytisholtin sunnan Akureyrar til að planta trjám. Þai- er nú Kjama- skógur. Ég er alveg sannfærður um, að ef það sama hefði verið gert hér norðan Hamars hefðum við nú skógi- vaxið útivistarsvæði, fólki til unaðar árið um kring. Nú vilja menn fara að bora tilraunaholu í Grændal. Þessi dalur er náttúraperla og það er út í hött, að spilla honum með því að leggja þangað veg fyrir fjöratíu tonna trakka. Auk þess verður borunar- mönnum fátt um svör séu þeir spm'ðir í hvað þeir ætli að nota það rafmagn sem þama mætti hugsanlega fá. Það eina sem þeim er tamt á tungu er að kalla náttúruverndarsinna öfgamenn, rétt eins og menn verði óhjákvæmi- lega öfgamenn af því einu að éta ekki upp vitleysuna úr misvitram yfirvöld- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.