Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Star Wars er bara leikur Kristján Harðarson, 6 ára, bað um klippingu í stíl við Skywalk- er-feðgana síðast jjegar hann fór í klippingu. „Eg held bæði upp á Star Wars og Toy Story. Við pabbi horfum stundum sam- an á myndirnar. A eftir tölum við um hvað gerðist. Ekki af því að ég skilji ekki söguþráðinn heldur meira um smáatriði. Annars vil ég hafa hljóðið hátt stillt til að geta heyrt enskuna. Ég ætla að læra ensku til að geta talað við enska krakka og svoleiðis," segir Kristján og tek- ur fram að hann eigi flestar að- alsöguhetjurnar úr Star Wars. „Ég á auðvitað Luke og Anakin Skywalker. Obi Wan- Kenobi er með blátt geislasverð og Qui Gon-Jinn er með Hinn illúðlegi Svarthöfði reynist vera faðir Lukes útskýringar á hugtökum enda Star Wars heimurinn langt frá því að vera einfaldur. Söguna sjálfa er heldur ekki einfalt að skilgreina því að i Star Wars er eins og lesend- ur kann að vera farið að gruna mun meira en venju- leg vísindaskáldsaga. Star Wars fjallar um hvernig bölvun eins manns hefur áhrif á alla fjölskyldu hans. Sagan virðist því ekkert sérstaklega frá- brugðin öðrum fjölskyldu- sögum og stutt yfir í sí- gildan söguþráð sápuópera. Ekki er heldur hægt að líta framhjá því hvemig hefðbundin gildi riddaramennskunnar á borð við virðingu og heiður eru höfð í há- mælum og því með nokkrum rétti hægt að tala um nútíma- riddarasögu. Fyrir utan kvik- myndimar hafa verið gefnar út hundrað bóka um Star Wars. Tölvuleikir með Star Wars þema koma út á u.þ.b. tveggja vikna fresti og lengi áfram væri hægt að telja, t.d. leikföng og þar ber eftirlík- ingar af helstu söguhetjunum í kvikmyndunum hæst. Ótaldir em innanstokksmun- ir og fatnaður ýmiss konar, t.d. herma áreiðanlegar heim- ildir að ófáir foreldrar hafa lent í stríði við að fá litla aðdá- endur til að fara úr Star Wars íþróttaskónum fyrir svefninn. Ofurhetjur allra tíma Eins og áður segir heill- ast litlir strákar af ofurhetj- um í heimi eins fjarri raun- vemleikanum og hugsast getur. Engan skal því undra að skrifstofumaðurinn Clark Kent hafi verið gerður ódauðlegur í gervi hins víð- fræga Súpermanns eða Kj arnorkumannsins eins og hann var kall- aður á síðum Vísis grænt geislasverð. Darth Maul er slæmur og á tvöfalt rautt geislasverð. Ég á eitt svoleiðis sverð. Viktor, vinur minn, berst við mig með tveimur venjulegum sverðum. Við erum bara að leika okkur og ineiðum aldrei hvorn annan. Krakkar vita að Star Wars er bara leikur langt úti í geinmum. Jedi-riddarnarir eru í mestu uppáhaldi hjá mér í Star Wars-myndunum. Bósi ljósár er skemmti- legastur í Toy Story. í Toy Story er hermt eftir Star Wars því að Surgur, pabbi Bósa, er grimmur eins og Svarthöfði. Ég sá leiðslurnar og veit að allt í Svarthöfða nema hausinn er vélstýrt." SUNNUDAGUR2.JULI 2000 Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni hefst 11. jÚIÍ - þri. og fim. kl. 19.30 4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá, sem eiga við streitu, kvíða og fæini að stríða og/eða eru að ganga í gegn- um miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun, slökun og andleg lögmál, sem stuðla að velgengni, janfvægi og heilsu. Ásmundur YOGA^ STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. www.yogastudio.is HALUR OG SPRUND ehf. halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir Rósa Ingólfsdóttir er mjög hrifin af Karin Herzog súrefniskremunum og segir að þau henti sér af- skaplega vel. „Þessi frábæru krem samræmast al- veg mínum lífsstíl en ég leitast við að nálgast upp- runann sem mest. Ég er með blandaða húð en er heldur betur búin að finna lausn á því með Vita-A- Kombi 2 og 3. Þau vinna vel á þurrki í húð og líka bólum. Eins er mjög gott að bera það á húðina jpegar maður er þreyttur, því það er endurnærandi. Ég nota kremin alltaf undir farða og þá helst hann vel á allan daginn. Með fullri virðingu fyrir öðrum merkjum þá er ég á þeirri skoðun að Karin Herzog vörurnar séu húðsnyrtivörur framtíðarinnar.'1 Súrefnisvörur Karin Herzog Switzerland Rósa Ingólfsdóttir kynnir vörurnar í Apótekinu Smáratorgi, laugardaginn 27. maí kl. 13 til 17. ..ferskir vindar í umhirðu húðar Rósa Ingólfsdóttir er yfirsig hrifin 78. tbl. júlí 2000 Whole Nine Yar Geöþekkur leigumoröingi er fluttur í hverfiö. Spurning hvort einhver lifi þaö af. Bruce Willis Matthew Perry

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.