Morgunblaðið - 27.08.1998, Side 20

Morgunblaðið - 27.08.1998, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Kvótahæstu útgerðarfélögin 1998-1999 ^ ^ Hlutfallaf Hlutfall af Breyting á •0v •öv' heildarkvðta, heildarkvóta, hlutfalli milii ‘3' (-) = ekki meðal 25 efstu í fyrra 1998-99 1997-98 kvótaára 1. (1) Samherji hf Akureyri 5,56% 5,69% -2,35% 2. (5) Haraldur Böðvarsson hf Akranes 4,61% 2,93% 57,46% 3. (3) Útg.félag Akureyringa hf Akureyri 3,90% 3,47% 12,48% 4. (2) Þorm. rammi - Sæberg hf Siglufj/OlafsfJ. 3,87% 3,71% 4,38% 5. (4) Grandi hf Reykjavík 3,17% 3,22% -1,53% 6. (6) Síldarvinnslan hf Neskaupstaður 2,53% 2,28% 11,08% .7. (8) Fiskiðjan Skagfiröingur hf. Sauðárkrókur 2,27% 1,82% 24,79% 8. (21 )Þorbjörn hf Grindavík 2,26% 1,06% 113,26% 9. (9) ísfélag Vestmannaeyja hf Veslmannaeyjar 2,14% 1,79% 19,38% 10. (7) Hraðfrystihús Eskifjaröar hf Esklfjörður 1,91% 1,85% 3,43% 11. {-) Snæfell hf Dalvík 1,77% - 12. (-) Hraðfrystihúsið hf Hnífsdalur 1,66% - 13.(10)Skagstrendingur hf Skagaströnd 1,59% 1,72% -7,51% 14. (11) Básafell hf ísafjörður 1,56% 1,67% -6,73% 15. (-) Ljósavík hf Þorlákshöfn 1,41% - 16.(18)Fiskanes hf Grindavík 1,31% 1,17% 12,29% 17. {-) Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfjörður 1,27% 18.(17)Ögurvík hf Reykjavík 1,15% 1,17% -1,90% 19. (19)Gjögur ehf.Grenívík Grenivík 1,15% 1,14% 0,44% 20. (-) Stálskip ehf Hafnarfjörður 1,03% - 21. (22) Kristján Guðmundsson h/f Rif 0,91% 0,98% -6,65% 22. (-) Raufi ehf Raufarhöfn 0,89% - 23. (20}Fiskiðjusamlag Húsav. hf Húsavík 0,86% 1,08% -20,53% 24. (-) Njáll ehf Garður 0,85% - 25.(12)Vinnslustöðin hf Vestmannaeyjar 0,82% 1,54% -46,91% Meðal 25 efstu í fyrra: 27.(25) Ingimundur hf Reykjavik 0,73% 0,89% -18,40% 31423) Pétur Stefánsson Kópavogur 0,71% 0,94% -24,76% 63424) Jökull hf Raufarhöfn 0,38% 0,91% -58,38% 74415) Frosti ehf SÚðavík Sameinaðist Hraðfr.h. í Hnífsdal 0,33% 1,30% -74,56% (l3)Miðnesehf Sandgerði, SameinaðistHBá áhnu 1,54% (14) Útgerðarfélag Dalvíkinga hf Dalvík Sameinaðist öðrum útg.fél. 1,41% (16) Bakki Bolungarvík hf Bolungarvík Samehaðisi Þortwrí í Grindavlí 1,28% Kvótaeign stærstu útgerðanna Eiga um helming heildarkvótans ©588 55 30 Einbýlishús VIÐ REYKI MOS. Vorum að fá í einkasölu 133 fm einbýl- ishús ásamt 28 fm bílskúr og 30 fm gróðurhúsi á 5.200 fm eignarlóð. Heitavatnsréttur. fbúðin skiptist í 5 svefnh., eldhús, stofu, baðh., þvotta- hús og geymslu. Góð eign með mikla möguleika. V.15,5 M 070238 Raðhús - Parhús BREKKUTANGI - MOS. Höf- um í sölu 228 fm raðhús með 26 fm bílskúr. Parket, stórar yfirbyggðar svalir, fallegur suðurgarður. EIGN MEÐ MÖGULEIKA Á AUKAI'BÚÐ Á JARÐHÆÐ. V. 12,9 M. 060190 GRENIBYGGÐ - MOS. Höfum í einkasölu nýlegt parhús 138 fm ásamt 26 fm bílskúr. Fjögur svefnh., parket og flísar. Sérsuðurgarður með verönd ÁHV. 4,3 M. V. 12,5 M. 060188 25 STÆRSTU sjávarútvegsfyrir- taeki landsins eiga, eftir fiskveiðiára- mótin hinn 1. september nk., saman- lagt meira en helming heildarkvóta landsmanna. Samanlögð kvótaeign fyrirtækjanna nemur nú 231.721 þorskígildistonni eða 50,45% af heildarkvótanum. Á síðasta físk- veiðiári áttu 25 stærstu sjávarút- vegsfyrirtækin 46,45% af heildar- kvótanum. Ekki verða gagngerar breytingar á kvótaeign stærstu útgerðarfyrir- tækjanna um fiskveiðiáramótin. Hjá flestum fyrirtækjunum hefur hlut- fall af heildarkvóta aukist lítilshátt- ar sem rekja má til aukinna afla- heimilda í þorski. Þá hafa á fisk- veiðiárinu sem senn er liðið orðið til öflug sjávarútvegsfyrirtæki með sameiningum. Margar stórar sameiningar Ein helsta breytingin sem hefur orðið á kvótaeign stærstu útgerðar- fyrirtækjanna er sameining Harald- ar Böðvarsonar hf. á Akranesi og Miðnes hf. í Sandgerði. Heildarkvóti Haraldar Böðvarssonar hefur með sameiningunni aukist um nálega helming, er nú 21.189 þorskígildistonn sem skipar fyrh'- tækinu í annað sæti stærstu útgerð- arfyrirtækjanna. Þorbjörn hf. í Grindavík hefur á næsta fiskveiðiári yfir að ráða 10.382 tonna þorskígildiskvóta sam- anborið við 4.690 tonn á þessu ári. Þorbjörn hf. sameinaðist á síðasta ári Bakka í Bolungarvík og í sumar sameinaðist Þorbjörn hf. auk þess þremur minni útgerðum; Hælisvík í Grindavík, Sæunni í Keflavík og Markhóli sem gerði út bát frá Pat- reksfirði. Þá hefur sameinað fyrirtæki Út- gerðarfélags Dalvíkinga hf., Snæ- fellings hf. í Ólafsvík og Gunn- arstinds hf. á Stöðvarfirði, Snæfell hf., skipað sér í hóp stærstu sjávar- útvegsfyrirtækja landsins með um 8.138 tonna þorskígildiskvóta. Snæ- fell hf. keypti einnig aflaheimildir í loðnu og rækju af Nirði hf. í Sand- gerði á síðasta ári. Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. var meðal 25 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna á síðasta ári með um 6.211 tonna þorskígildiskvóta. Ennfremur hefur hlutdeild Hrað- frystihússins hf. í Hnífsdal aukist töluvert frá síðasta ári eftir samein- ingu dótturfélagsins Miðfells hf. og Frosta hf. í Súðavík. Enn eru auk þess skráð um 1.516 þors- kígildistonn á Frosta hf. Hraðfrysti- húsið hf. sameinaðist auk þess út- gerðarfélaginu Króknesi ehf. Njall hf. í Garði í hóp þeirra stóru Þá hefur Njáll hf. í Garði bæst í hóp stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins en fyrirtækið hefur að und- anförnu keypt skip og aflaheimildir, nú síðast Berglínu GK. Hlutdeild Vinnslustöðvarinnai' hf. í Vestmannaeyjum hefur á hinn bóg- inn minnkað um nánast helming frá fyrra ári samkvæmt úthlutun Fiski- stofu. Fyrirtækið hefur nú um 3.755 þorskígildistonna kvóta en hafði í fyrra um 6.804 tonn. Þó ber að at- huga að enn á eftir að færa um 2.600 tonna kvóta togarans Jóns Vfldalíns, sem keyptur var af Kaupfélagi Fá- skrúðsfirðinga, yfir á nafn Vinnslu- stöðvarinnar og minnkar þá hlut- deild kaupfélagsins sem því nemur. Skipulagsbreytingar hjá Jökli hf. Fyrirtæki sem voru á lista yfir 25 stærstu kvótahafana á síðasta ári, en eru þar ekki nú, eru t.d. Jökull hf. á Raufarhöfn. Vegna skipulagsbreyt- inga innan fyrirtældsins hefur dótt- urfélagið Raufi ehf. yfir um yfir 4.099 þorskígildistonna kvóta að ráða. Jafnframt ery um 1.745 þorskígildistonn enn skráð á Jökul hf. Ingimundur hf. í Reykjavík var í hópi stærstu útgerðanna á síðasta ári en þá átti eftir að færa aflaheim- ildir af fyrirtækinu vegna sölu á Þor- steini EA. Þá hefur útgerð Péturs Jónssonar RE, Pétur Stefánsson, færst niður í 31. sæti yfir stærstu kvótahafana en fyrirtækið á nú 3.261 þorskígildistonna kvóta. Tveir létust og 27 slösuðust í sprengju- tilræði í Höfðaborg Ekkert fullyrt um ábyrgð Höfðaborg. Reuters. SÉRFRÆÐINGAR frá bandarísku Alríkislögreglunni, FBI, sem að- stoðuðu við rannsókn sprengjutil- ræðanna við sendiráð Bandaríkj- anna í Kenýa og Tansaníu fyrr í mánuðinum, héldu í gær til Höfða- borgar í Suður-Afríku til að aðstoða yfirvöld þar við að leita uppi þá sem stóðu að baki sprengjutilræði í veit- ingastaðnum „Planet Hollywood" í fyrrakvöld. Tveir létust og 27 slös- uðust. í yfirlýsingu frá bandaríska sendiráðinu í Pretóríu í gær, var sagt of snemmt að slá því föstu að beint samhengi væri milli tilræðis- ins í Höfðaborg og stýriflaugaárása Bandaríkjamanna á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan og Súdan. í yfirlýsingunni voru Banda- ríkjamenn þó á ný hvattir til að sýna aðgæzlu hvar sem þeir væru staddir í heiminum. Ilringf í útvarpsstöð Tveir menn, sem hringdu nafn- laust í útvarpsstöð í Höfðaborg í gær, sögðu að tilræðið hefði verið í hefndarskyni fyrir árásir Banda- ríkjamanna í Súdan og Afganistan í síðustu viku. John Sterrenberg, talsmaður lög- regluyfirvalda í Höfðaborg, tjáði fréttamönnum að menn gæfu sér ekki að neinn tiltekinn aðili bæri ábyrgð á tilræðinu, en staðfesti að menn frá FBI myndu aðstoða við að kanna rústir veitingastaðarins, sem var fullur af fólki þegar sprengja sprakk þar um kl. 19.20 að staðar- tíma í fyrrakvöld. „Við viljum ekki stimpla einhvem einstakling eða hóp ábyrgan fyrir þessu án sannana. Sllkt væri mjög óábyrgt,“ sagði Sterrenberg. Ferðamenn felmtri slegnir Erlendir ferðamenn í Höfðaborg voru í gær felmtri slegnir vegna til- ræðisins en það átti sér stað í miðju veitingahúsahverfi við ströndina sem kallast Waterfront og er mjög fjölsótt af ferðamönnum. Þýzka lögreglan greindi ennfrem- ur frá því í gær að öryggisgæzla við veitingastaði sem tengdust Banda- ríkjunum hefði verið efld í Þýzka- landi, í kjölfar tilræðisins í Höfða- borg. Svipaða sögu var að segja frá fleiri löndum, þar sem bandarískar veitingahúsakeðjur hafa mikil um- svif. Reuters SUÐUR-afrískir múslimar báðust fyrir á vettvangi við tilræðisstaðinn í Höfðaborg í gær. Olíuráðherrar Færeyja og Bretlands funda Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGAR og Bretar héldu í gær fund um olíumál, þar sem hvorir tveggja eiga mikilla hags- muna að gæta, og var þetta í fyrsta sinn sem æðstu ráðamenn þjóð- anna í þessum málaflokki hittast. Boðaði John Battle, olíumálaráð- herra Bretlands, Eyðun Elttor, ol- íumálaráðheira Færeyja, á sinn fund í tengslum við olíumálaráð- stefnu sem haldin er í Stafangri í Noregi. Skammt er síðan ný stór olíulind fannst undir hafsbotninum skammt frá landhelgismörkum Færeyja og Bretlands, líkt og hinar lindimar tvær sem Bretar hafa fundið á þessum slóðum. Talið er að úr nýju lindinni megi fá allt að 400 milljón- um tunna af hráolíu og undirstrikar fundur lindarinnar mikilvægi þess að samkomulag finnist um stað- setningu miðlínu milli landanna. Komist Færeyingar og Bretar ekki að samkomulagi um legu mið- línunnar fer málið fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag. Færeyingar hafa lítinn áhuga á þeim málalykt- um því það gæti tekið dómstólinn mörg ár að komast að niðurstöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.