Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 23 Morðið á King rannsakað betur JANET Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur heimilað nýja rannsókn á morðinu á blökkumannaleið- toganum Martin Luther King, að ósk fjölskyldu hans. Nýjar vísbendingar hafa komið fi-am sem benda til þess að James Earl Ray, sem fundinn var sek- ur um morðið á King, hafi ekki verið einn að verki í Memphis í Tennessee í apríl 1968. Rann- sóknin verður takmörkuð, en fjölskylda Kings hafði farið fram á að stofnsett yrði rann- sóknarnefnd til að fara í saumana á því sem gerðist. Ray lést í apríl, en hann hafði dregið til baka upphaflega játningu sína og reynt að fá málið tekið upp að nýju. Ný tegund gervilims SKOTINN Campbell Aird hef- ur íyrstur manna fengið að reyna nýja tegund rafeinda- gerviarms, sem læknar í Edin- borg hafa framleitt. „Hann lætur fullkomlega að stjórn,“ sagði Aird og horfði hróðugur á hinn nýja hægri handlegg sem hann mátaði í fyrsta sinn í gær. Scháuble segir Kohl geta hætt fyrir lok kjörtímabils Bonn. Reuters. VERA kann að Helmut Kohl, kanzl- ari Þýzkalands, muni ekki sitja út allt næsta kjörtímabil, nái hann endurkjöri í kosningunum til Sam- bandsþingsins eftir mánuð. Þetta sagði Wolfgang Scháuble, þing- flokksformaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks kanzlar- ans, í viðtali sem útdráttur var birt- ur úr í gær. Schauble, sem Kohl hefur lýst yf- ir að hann kysi helzt að sjá sem arf- taka sinn, tjáði vikublaðinu Die Woche að kanzlarinn byði sig fram til endurkjörs í heilt kjörtímabil, en ekki væri hægt að útiloka að hann léti völdin af hendi fyrir lok þess ár- ið 2002. „Kohl hefur sagt að hann bjóði sig fram til fjögurra ára, en þegar allt kemur til alls hefur hann líka skilið eftir svigrúm varðandi það sem gæti gerzt á þessum fjórum árum,“ er haft eftir Scháuble í viðtalinu. Kohl lýsti því yfir í fyrra að hann kysi helzt að Scháuble tæki við af sér, en hefur fram að þessu hafnað því að nefna nokkuð um hvenær rétti tíminn væri til að „skipta um karlinn í brúnni". Samkvæmt út- drætti úr viðtalinu, sem Die Woche birti áður en blaðið kom út, hélt Scháuble, sem er bundinn við hjóla- stól eftir að honum var sýnt morð- tilræði árið 1990, því opnu hvort og hvenær hann myndi taka við af Kohl. Skoðanakannanir enn misvísandi Flestar skoðanakannanir benda til að munurinn á fylgi Jafnaðar- mannaflokksins SPD og CDU sé um þrjú til fimm prósentustig, SPD og kanzlaraefni hans, Gerhard Schröder, í hag. Niðurstöður nýjustu kannananna, sem birtar voru í gær, voru nokkuð misvísandi. Samkvæmt könnun Al- lensbach-stofnunarinnar hafði CDU tekizt að saxa lítið eitt á forskot SPD - sem túlkað var sem merki um að þau merki efnahagsbata sem gert hafa vart við sig skilaði sér í auknu fylgi kanzlaraflokksins. En samkvæmt könnun Forsa-stofnun- arinnar jókst forskot SPD úr fimm í sex prósentustig - SPD með 43% og CDU með 37%. Það sem gerir öllum skoðana- kannanastofnunum þó erfitt fyrir að spá fyrir um úrslitin, er að enn er að minnsta kosti þriðjungur þýzkra kjósenda ekki búinn að gera upp hug sinn. Wolfgang Schauble Ofrj ósemisaðgerðir framkvæmdar á þroskaheftum Sydney. The Daiiy Telegraph. STJÓRNVÖLD í Ástralíu viður- kenndu á mánudag að ófrjósem- isaðgerðir, sem ekki hafði fengist leyfi fyrir, hefðu verið fram- kvæmdar á yfir 200 þroskaheft- um stúlkum á árunum 1992 -97. Talsmaður Michaels Woold- ridges, heilbrigðisráðherra Ástralíu, vísaði á bug sem „al- gjöru bulli“ vangaveltum um að góðkynjunarsjónarmið hefðu Ieg- ið að baki aðgerðunum. Hann neitaði jafnframt fullyrðingum um að óheimilar aðgerðir hefðu verið allt að fimm sinnum fleiri, eða um eitt þúsund, á þessu tíma- bili. Enn eru slikar aðgerðir framkvæmdar, oft að ósk for- eldra eða aðstandenda, án þess að nauðsynlegur dómsúrskurður þar að lútandi liggi fyrir, sam- kvæmt upplýsingum frá ástr- alska heilbrigðisráðuneytinu. I yfirlýsingu frá ráðuneytinu var tekið fram að margir læknar hefðu ekki vitneskju um núgild- andi lög þess efnis. John Yu, barnalæknir og fyrr- verandi yfirmaður New Children’s Hospital í Sydney, sagði að málið vekti ýmsar sið- ferðilegar spurningar og væri „afar flókið". Hann sagðist telja að dómstólar ættu ekki að skera úr um hvort þroskaheftar stúlk- ur skyldu gangast undir ófijó- semisaðgerð. „Til eru stúlkur sem eru svo fatlaðar að þær eru ekki færar um að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Jafnframt því að gæta réttar þeirra er nauð- synlegt að leiða hugann að rétti barnanna sem kunna að koma í heiminn", sagði Yu. „Sumar stúlknanna eiga líka í miklum erfiðleikum með tíðablæðingar, og ef þær eru einnig líkamlega fatlaðar getur ófrjósemisað- gerð auðveldað líf þeirra, sem og aðstandenda, mjög mikið. Ég tel að dómstólar geti ekki skorið úr um slík tilvik á skyn- samlegan hátt.“ Utanríkisráðherra Póllands um ESB-aðildarundirbúning Pólverjar til- búnir árið 2002 PÓLVERJAR hyggjast vera búnir undir aðild að Evrópusambandinu fyrir árslok 2002. Þetta sagði utan- ríkisráðherra Póllands, Bronislaw Geremek, á blaðamannafundi í Alp- bach í Austurríki. Austurríska dagblaðið Der St- andard hefur eftir Geremek, að stjóm- og efnahagskerfi Póllands geti verið að hans mati búin að upp- fylla öll sett skilyrði fyrir ESB-að- ildinni fyrir þennan tíma. Stærstu vandamálin sem eigi eft- ir að leysa á þessum tíma liggi á sviði landbúnaðarmála. Nú hafi yfir fjórðungur pólsks vinnuafls atvinnu af landbúnaði, í landinu séu rekin tvær og hálf milljón býla. Þessi fjöldi verði að minnka niður í um 700.000 og nútimalegur matvæla- iðnaður efldur að sama skapi. Ger- emek sagði ennfremur, að leggja þyrfti áherzlu á að efla þjónustu- geirann. Hann tók hins vegar fram, að hvort tveggja Grikkland og Portúgal hefðu verið í sambærilegri aðstöðu þegar þau fengu aðild að ESB. Auk þess sagði Geremek að mikið lægi við að félagslegar umbætur skiluðu árangri. Þær nýungar sem þingið hefði nú þegar samþykkt í lífeyris- og heilbrigðismálum yrðu að komast til framkvæmda. Við- skiptalífið, stjórnkerfið og samfé- lagið í heild sinni stæði líka frammi fyrir áframhaldandi umfangsmikl- um almennar umbótum og nútíma- væðingu. Einnig þyrfti að grípa til aukinna ráðstafana til að sporna við atvinnuleysi, sem nú væri orðið 9- 10% í landinu. fyrir alla muni enqin uondfœdi med heimanámid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.