Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 3§W I i I 8 1 8 i i € i I Í i I i i i i i i i i i i i i i -í ANNA SIGRIÐUR BRA GADÓTTIR + Anna Sigríður Bragadóttir var fædd á Selfossi 26. september 1980. Hún lést á Landspít- alanum 17. ágúst siðastliðinn. For- eidrar hennar eru Margrét Gísladóttir og Bragi Guð- mundsson, ábúend- ur á Vindási í Holta- og Landsveit. Systkini hennar eru Guðmundur Ingi, f. 1975, sambýliskona hans er Agnes H. Magnúsdóttir; Gisli, f. 1977; og Kristín Birna, f. 1982. Anna Sigríður lauk grunnskóla- námi frá Laugalandsskóla 1996 og stundaði síðan nám við Menntaskólann í Reykjavík. títför hennar fór fram frá Skarðskirkju í Landsveit 25. ágúst. því fljótt allar mjög góðar vinkonur. Eftir að hafa frétt um henn- ar miklu veikindi dáðumst við að því hversu dugleg hún var að takast á við þau. Það var mikið líf og fjör í sveitinni og tók hún alltaf þátt í því með einstakri já- kvæðni og ógleyman- legu skopskyni. Hún var alveg einstaklega traustur vinur sem gott var að reiða sig á ef eitthvað bjátaði á, alltaf var hún tilbúin að hlusta. Við eigum margar frábærar minningar um þetta sumar og var hún alger perla í okkar augum. Anna Sigga var einstaklega góður námsmaður og stundaði hún nám sitt ávallt af mikilli samviskusemi við Mennta- skólann í Reykjavík. Elsku Anna Sigga. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farin og við munum aldrei sjá þig oftar eða heyra brandarana sem við gátum alltaf hlegið að, jafnvel þótt þeir væru um okkur sjálfar. Það var sama þótt þú værir orðin mjög veik, aldrei heyrðist þú kvarta né kveina. Þú gast alltaf hlegið að öllu og tekið þátt í því sem við gerðum, þú varst alltaf svo dugleg. Við frænkurnar áttum nú marg- ar góðar stundir saman eins og þegar við vorum heima á Vindási að drullumalla, vega salt eða gera eitt- hvað annað skemmtilegt. Seinna fórum við svo allar að vinna saman á Leirubakka og þá skemmtum við okkur oft konunglega. Við eigum eftir að minnast þeirra stunda alla ævi. Þótt þú sért farin frá okkur ertu ekki horfín úr huga okkar, þar muntu áfram lifa með okkur. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu' að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Joch.) Guð geymi þig, elsku Anna Sigga. Þín systir og frænka Kristfn Birna og Sigríður. Hún Anna Sigríður, bróðurdóttir mín, er látin. Hún barðist hetjulega við illvígan sjúkdóm. Eg mun alltaf minnast Önnu Siggu sem litlu frænku með spékoppana sína, oft- ast brosandi og hlæjandi. Hún var einlæg og með mikla kímnigáfu. Þess vegna var óvenju gaman að segja henni brandara og svo fékk maður alltaf að heyra nokkra fyrir hvem brandara sem maður sagði henni. Við munum öll sakna þess að heyra hana ekki skríkja af kæti og benda okkur á spaugilegu hliðarnar á ýmsum málum sem maður hafði jafnvel ekki hugsað um. Hún var sérstaklega dugleg og áhugasöm um allt sem hún gerði og sést það best á því að hún var að hugsa um hvemig sér myndi ganga með skólagönguna daginn fyrir andlátið. Minningarnar sækja að á þessari stundu og munum við geyma þær í hjörtum okkar. Missirinn er mikill og bið ég Guð að gefa foreldrum, systkinum og öðrum styrk á þess- um sorgartíma. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. (M. Joch.) Sigurjón og Kristín. Sumarið ‘96 fórum við vinkon- urnar í sveit austur að Leirubakka í Landsveit, þar sem við kynntumst Önnu Siggu. Hún deildi með okkur herbergi þetta sumar og urðum við Sóldögg! Upprunans glóð við geymum, hún glatast aldrei, - þó brenni hún lágt. Framtíð vor býr í hæðunum hátt hlut vorn því stærri, sem nú er hann smærri. Þú rænir og deyðir dýrin smá, en dýrkar þá sól, sem til flugs þeim brá. - Að segulsins skauti svo saman við streymum, hver sál og hver jurt, sem neistann geymum. Því jjósvakans máttuga móðurhnd og moldamáttúran dauð og blind tengjast i okkar ytri mynd, en eru af tveimur heimum. (Einar Ben.) Elsku Anna Sigga okkar. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hittast aftur, en þú verður okkur alltaf ofarlega í huga. Það er sárt að vita að við eigum ekki eftir að sitja með þér við eld- húsborðið á Leirubakka og hlæja að þínum einstaka húmor, eða sjá þig syngja og dansa með kústinn þegar ætlunin var að skúra gólfín. Það er einnig ógleymanlegt þegar við öll lentum í pottinum alklædd, eftir erfíðan vinnudag. Þótt hesta- mennskan hafí ekki átt hug þinn allan tókst okkur nú samt nokkrum sinnum að draga þig með í kvöldreiðtúr. Þetta eru þeir eftir- minnilegustu reiðtúrar sem við höf- um farið. Þín verður sárt saknað og erfitt er að skilja hvers vegna þú varst tekin svona ung frá okkur en nú ert þú komin á stað þar sem við vitum að þér líður vel. Eins og mál- tækið segir: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Bragi, Magga, Gummi, Gísli og Stína, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykk- ur styrk í þessari miklu sorg. Ása og Petra. Hvers vegna fólnar litla blómið blíða, blómið sem íyrr var allra eftirlætí? Aður það skreyttí foldarvagninn fríða fallið nú liggur kramið undir fætí. Er ekki mannheims svipuð okkar saga sorgin þar ríkir er fyrr skein sól í heiði? Burtu er hrifið - endar ævidaga ungmenm kært á miðju þroskaskeiði. Hún sem að fyrr var allra eftirlæti æskubam hlýtt með kærleiksbrosið sanna geislandi af tjöri, ljúf og létt á fæti laðaði fram það besta í hugum manna. Hvarvetna sá þá mynd er munann kætti margt sem að gladdi æskumannsins hjarta. 3 Erfidrykkjur Sjúkdóminn skæða er líf, á leið er mætti löngum hún duldi og heyrðist aldrei kvarta. Við sem þér kynntumst nú með sorg í sinni síðustu kveðju berum fram í hljóði. Þökk fjTÍr brosin, góð og göfug kynni geymi þig eilift drottins faðmur góði. Skilda frá sjúkdómskvölum, köldu hrjúfu kveðjustund hinsta gerir hugi klökka minningin hrein frá æskuþósi Ijúfu, lýsir í gegnum sorgarhúmið dökka. (Jóhann Guðm. frá Stapa.) Elsku Magga, Bragi, Stína, Gummi, Gísli og aðrir aðstandend- ur, sendum ykkur innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Katla, Inga Berg, Gísli og Asta, Leii-ubakka. Ástkær vinkona okkar, Anna Sigrfður Bragadóttir. Nú skilur leiðir okkar fyrr en okkur grunaði. Við fáum víst aldrei að líta framar þitt bjarta bros, að minnsta kosti ekki í þessu lífi. En við eigum fullt af minningum sem við getum lifað með, sérstaklega úr skólanum þar sem þú, trygga vinkona, sast við hliðina á okkur og lífgaðir upp á skóladaginn með þinni endalausu kímnigáfu og jafnvel núna undir það síðasta var hún alltaf til staðar. Þótt þú sért ekki fyrir sjónum okk- ar vitum við að þú ert komin á góð- an og friðsælan stað, þar sem þér líður vel og þú þarft ekki að berjast lengur. Segja ekki ennþá augun þín, að við þráum bæði, htlavísnavinanmín, vor og bemskukvæði? Mér finnst aldrei myrkvist lund meðan æskuþráin geta svona stund og stund stokkið út í bláinn. (Þorst Erl.) Fyrir hönd fyrrverandi bekkjar- félaga og vina, Kristín Rós Kjartansdóttir og Mai-ía Björk Gunnarsdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin... (Tómas Guðm.) Elsku Anna. Nú er aðeins liðið ár frá því að við hittum þig fyrst og hafa þær stundir sem við áttum orðið alltof fáar. Hetjuleg barátta þín við þær raunir sem lífið lagði á þig veittu okkur nýja sýn á lífið. Þótt þú gæfist aldrei upp þegar á móti blés vildu allir leggja sitt af mörkum til þess að létta þér lífið. Enn er okkur ofarlega í minni þegar við heimsóttum þig í Gaut- landið, þar sem við horfðum á sterkustu menn veraldar, borðuð- um hangikjöt og rifjuðum upp góð- ar stundir. Nú ert þú farin úr þessum heimi á vit forfeðra þinna. Þú og lífsvilji þinn munu aldrei víkja okkur úr minni. Við vottum aðstandendum inni- lega samúð okkar og vonum að Guð veiti þeim styrk í sorginni. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þínar vinkonur, Inga, Áslaug og Ásta. Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Útfararstofa Islands Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. SIGURÐUR JÓHANNES ÞÓRÐARSON + Sigurður Jó- hannes Þórðar- son var fæddur í Vör á Patreksfírði hinn 7. mars 1933. Hann Iést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinn 20. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Þórður Guðbjarts- son og Ólína Jónína Jónsdóttir. Systkini Sigurðar eru Einar Ásgeir, látinn, Hall- dóra, Guðbjartur, Margrét Freyja, lést á barnsaldri og Andrés. Uppeldisbróðir Sigurðar er Jón úr Vör. Guðbjartur og Halldóra eru bæði búsett á Patreksfírði, en Andrés í Reykjavík. Eftirjifandi eiginkona Sigurð- ar er Ágústa Kristín Þorvalds- dóttir frá Oddakoti, Austur- Landeyjum. Sigurður og Krist- ín eignuðust 5 börn, þau eru: Ólína Þórunn, f. 1961, gift Frið- riki Kristjánssyni. Börn Ólínu og Friðriks eru Jóhanna Ósk í sambúð með Guðlaugi Björg- vinssyni og er barn hennar Jónína Þórunn, Kristín Sigríð- ur, Krisljana Ólöf og Friðrik Freyr. Astþór Sigurðsson, f. 1963, Ómar Freyr, f. 1964, Geir, f. 1966, kvæntur Berglindi Elfars- dóttur. Synir þeirra ei-u Ágúst Guðni og Geir Aron. Einar Marteinn, f. 1973. Sigurður ólst upp á Patreksfirði og þar bjuggu þau Kristín allt til ársins 1970 er þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Sigurður var á sínum ung- dómsárum mikið til sjós, en eft- ir að börnin tóku að fæðast starfaði hann í landi við ýmis verkamannastörf. Um tíma ók hann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur flutningabifreið sem þá var j eigu bróður hans, Guðbjarts. Árið 1973 hóf Sig- urður svo störf hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar, meðan honum entist heilsa til. títför Sigurðar Jóhannesar fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund og margar minningar hrannast upp. Það verður erfitt að sætta sig við það að fá þig aldrei aft- ur í heimsókn. Þú varst alltaf svo kátur og stríðinn, það var alveg sama hvern þú hittir þú lést alla finna fyrir þinni meinlausu stríðni. Maður hélt alltaf að við fengjum að hafa þig lengur hjá okkur þrátt fyrir veikindi þín. Ein góð vinkona mín sagði að þeir sem eftir lifa séu oft eigingjarnir og ekki tilbúnir að kveðja þrátt fyrir mikil veikindi og það er satt, því þú hefðir aldrei sætt þig við að vera rúmliggjandi í langan tíma. Þú varst mikill vinnuþjarkur, þú vannst í Vatnsveitunni og svo þegar aðrir voru að fara í sumarfrí þá fórst þú að keyra flutningabíl til þinna æsku- stöðva, Patreksfjarðar, og svona hélst þú áfram þar til heilsan brást. Þú fékkst þína hvíld í svefni og enginn er undir þennan aðskilnað búinn. Elsku mamma og bræður mínir. Missir okkar er mikill. Guð styrki okkur öll. Ólína Þórunn. Elsku Siggi minn. Hver hefði trú- að að tíminn sem við ættum saman yrði svona stuttur? í átta ár höfum við átt samleið, ég og þú, eða allt frá því að ég og sonur þinn Geir hófum búskap. Síðustu dagana hefur svo margt leitað á hugann, allt það skemmtilega sem við gerðum sam- an, ferðimar á Patró og fleira, og líka það sem betur hefði mátt fara. Það sem einkenndi þig umfram allt var umhyggja þín fyrir öðrum og oftar en ekki voru vandamál ann- aira þitt áhyggjuefni og þú vildir allt gera til að úr þeim gæti leyst. Þú íylgdist vel með allri þjóðfélags- umræðu og þoldir illa stöðu lítil- magnans í þessu þjóðfélagi. Allir þeir sem áttu um sárt að binda áttu alla þína samúð og umhyggju, en það sem þú kannski gleymdir var að hugsa vel um þig sjálfan. Lýsandi dæmi um þig og tengda^ mömmu er að einhvern tíma sátum við saman í eldhúsinu í Stífluselinu og Geir og ég ræddum um að við þyrftum að setja hríslur í kringum lóðina okkar. Næstu helgi á eftir þurftum við að bregða okkur frá en þegar við komum heim aftur var bíllinn ykkar í hlaði, og viti menn, þar stóðuð þið og biðuð okkar, búin að planta þessum líka fínu hríslum allan hringinn í kringum lóðina. Mikið hefur hún Stína mín misst þegar þú ert ekki lengur hjá henni því að samhentari hjón er erfitt að finna. En við krakkarnir munum hjálpa henni á allan þann hátt sem okkur er mögulegur og styðja við bakið á henni. Ég kveð þig, Siggi minn, þess fulf5ir‘ viss að við munum hittast aftur þeg- ar minni tími kemur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin (júfú og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku tengdamamma. Með tíman- um lærum við að lifa með sorginni og þá standa eftir allar góðu minn- ingarnar sem við eigum. Guð blessi þig, dóttur þína, syni, barnabörn og barnabarnabarn og styðji um alla. _ framtíð. Þín tengdadóttir Berglind. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Sg S.HELGASON HF t fil STEINSMIÐJA 1 f SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 Allan sólarhringinn. www.utfararstof«i.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.