Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Kvótahæstu útgerðarfélögin 1998-1999 ^ ^ Hlutfallaf Hlutfall af Breyting á •0v •öv' heildarkvðta, heildarkvóta, hlutfalli milii ‘3' (-) = ekki meðal 25 efstu í fyrra 1998-99 1997-98 kvótaára 1. (1) Samherji hf Akureyri 5,56% 5,69% -2,35% 2. (5) Haraldur Böðvarsson hf Akranes 4,61% 2,93% 57,46% 3. (3) Útg.félag Akureyringa hf Akureyri 3,90% 3,47% 12,48% 4. (2) Þorm. rammi - Sæberg hf Siglufj/OlafsfJ. 3,87% 3,71% 4,38% 5. (4) Grandi hf Reykjavík 3,17% 3,22% -1,53% 6. (6) Síldarvinnslan hf Neskaupstaður 2,53% 2,28% 11,08% .7. (8) Fiskiðjan Skagfiröingur hf. Sauðárkrókur 2,27% 1,82% 24,79% 8. (21 )Þorbjörn hf Grindavík 2,26% 1,06% 113,26% 9. (9) ísfélag Vestmannaeyja hf Veslmannaeyjar 2,14% 1,79% 19,38% 10. (7) Hraðfrystihús Eskifjaröar hf Esklfjörður 1,91% 1,85% 3,43% 11. {-) Snæfell hf Dalvík 1,77% - 12. (-) Hraðfrystihúsið hf Hnífsdalur 1,66% - 13.(10)Skagstrendingur hf Skagaströnd 1,59% 1,72% -7,51% 14. (11) Básafell hf ísafjörður 1,56% 1,67% -6,73% 15. (-) Ljósavík hf Þorlákshöfn 1,41% - 16.(18)Fiskanes hf Grindavík 1,31% 1,17% 12,29% 17. {-) Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Fáskrúðsfjörður 1,27% 18.(17)Ögurvík hf Reykjavík 1,15% 1,17% -1,90% 19. (19)Gjögur ehf.Grenívík Grenivík 1,15% 1,14% 0,44% 20. (-) Stálskip ehf Hafnarfjörður 1,03% - 21. (22) Kristján Guðmundsson h/f Rif 0,91% 0,98% -6,65% 22. (-) Raufi ehf Raufarhöfn 0,89% - 23. (20}Fiskiðjusamlag Húsav. hf Húsavík 0,86% 1,08% -20,53% 24. (-) Njáll ehf Garður 0,85% - 25.(12)Vinnslustöðin hf Vestmannaeyjar 0,82% 1,54% -46,91% Meðal 25 efstu í fyrra: 27.(25) Ingimundur hf Reykjavik 0,73% 0,89% -18,40% 31423) Pétur Stefánsson Kópavogur 0,71% 0,94% -24,76% 63424) Jökull hf Raufarhöfn 0,38% 0,91% -58,38% 74415) Frosti ehf SÚðavík Sameinaðist Hraðfr.h. í Hnífsdal 0,33% 1,30% -74,56% (l3)Miðnesehf Sandgerði, SameinaðistHBá áhnu 1,54% (14) Útgerðarfélag Dalvíkinga hf Dalvík Sameinaðist öðrum útg.fél. 1,41% (16) Bakki Bolungarvík hf Bolungarvík Samehaðisi Þortwrí í Grindavlí 1,28% Kvótaeign stærstu útgerðanna Eiga um helming heildarkvótans ©588 55 30 Einbýlishús VIÐ REYKI MOS. Vorum að fá í einkasölu 133 fm einbýl- ishús ásamt 28 fm bílskúr og 30 fm gróðurhúsi á 5.200 fm eignarlóð. Heitavatnsréttur. fbúðin skiptist í 5 svefnh., eldhús, stofu, baðh., þvotta- hús og geymslu. Góð eign með mikla möguleika. V.15,5 M 070238 Raðhús - Parhús BREKKUTANGI - MOS. Höf- um í sölu 228 fm raðhús með 26 fm bílskúr. Parket, stórar yfirbyggðar svalir, fallegur suðurgarður. EIGN MEÐ MÖGULEIKA Á AUKAI'BÚÐ Á JARÐHÆÐ. V. 12,9 M. 060190 GRENIBYGGÐ - MOS. Höfum í einkasölu nýlegt parhús 138 fm ásamt 26 fm bílskúr. Fjögur svefnh., parket og flísar. Sérsuðurgarður með verönd ÁHV. 4,3 M. V. 12,5 M. 060188 25 STÆRSTU sjávarútvegsfyrir- taeki landsins eiga, eftir fiskveiðiára- mótin hinn 1. september nk., saman- lagt meira en helming heildarkvóta landsmanna. Samanlögð kvótaeign fyrirtækjanna nemur nú 231.721 þorskígildistonni eða 50,45% af heildarkvótanum. Á síðasta físk- veiðiári áttu 25 stærstu sjávarút- vegsfyrirtækin 46,45% af heildar- kvótanum. Ekki verða gagngerar breytingar á kvótaeign stærstu útgerðarfyrir- tækjanna um fiskveiðiáramótin. Hjá flestum fyrirtækjunum hefur hlut- fall af heildarkvóta aukist lítilshátt- ar sem rekja má til aukinna afla- heimilda í þorski. Þá hafa á fisk- veiðiárinu sem senn er liðið orðið til öflug sjávarútvegsfyrirtæki með sameiningum. Margar stórar sameiningar Ein helsta breytingin sem hefur orðið á kvótaeign stærstu útgerðar- fyrirtækjanna er sameining Harald- ar Böðvarsonar hf. á Akranesi og Miðnes hf. í Sandgerði. Heildarkvóti Haraldar Böðvarssonar hefur með sameiningunni aukist um nálega helming, er nú 21.189 þorskígildistonn sem skipar fyrh'- tækinu í annað sæti stærstu útgerð- arfyrirtækjanna. Þorbjörn hf. í Grindavík hefur á næsta fiskveiðiári yfir að ráða 10.382 tonna þorskígildiskvóta sam- anborið við 4.690 tonn á þessu ári. Þorbjörn hf. sameinaðist á síðasta ári Bakka í Bolungarvík og í sumar sameinaðist Þorbjörn hf. auk þess þremur minni útgerðum; Hælisvík í Grindavík, Sæunni í Keflavík og Markhóli sem gerði út bát frá Pat- reksfirði. Þá hefur sameinað fyrirtæki Út- gerðarfélags Dalvíkinga hf., Snæ- fellings hf. í Ólafsvík og Gunn- arstinds hf. á Stöðvarfirði, Snæfell hf., skipað sér í hóp stærstu sjávar- útvegsfyrirtækja landsins með um 8.138 tonna þorskígildiskvóta. Snæ- fell hf. keypti einnig aflaheimildir í loðnu og rækju af Nirði hf. í Sand- gerði á síðasta ári. Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. var meðal 25 stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna á síðasta ári með um 6.211 tonna þorskígildiskvóta. Ennfremur hefur hlutdeild Hrað- frystihússins hf. í Hnífsdal aukist töluvert frá síðasta ári eftir samein- ingu dótturfélagsins Miðfells hf. og Frosta hf. í Súðavík. Enn eru auk þess skráð um 1.516 þors- kígildistonn á Frosta hf. Hraðfrysti- húsið hf. sameinaðist auk þess út- gerðarfélaginu Króknesi ehf. Njall hf. í Garði í hóp þeirra stóru Þá hefur Njáll hf. í Garði bæst í hóp stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins en fyrirtækið hefur að und- anförnu keypt skip og aflaheimildir, nú síðast Berglínu GK. Hlutdeild Vinnslustöðvarinnai' hf. í Vestmannaeyjum hefur á hinn bóg- inn minnkað um nánast helming frá fyrra ári samkvæmt úthlutun Fiski- stofu. Fyrirtækið hefur nú um 3.755 þorskígildistonna kvóta en hafði í fyrra um 6.804 tonn. Þó ber að at- huga að enn á eftir að færa um 2.600 tonna kvóta togarans Jóns Vfldalíns, sem keyptur var af Kaupfélagi Fá- skrúðsfirðinga, yfir á nafn Vinnslu- stöðvarinnar og minnkar þá hlut- deild kaupfélagsins sem því nemur. Skipulagsbreytingar hjá Jökli hf. Fyrirtæki sem voru á lista yfir 25 stærstu kvótahafana á síðasta ári, en eru þar ekki nú, eru t.d. Jökull hf. á Raufarhöfn. Vegna skipulagsbreyt- inga innan fyrirtældsins hefur dótt- urfélagið Raufi ehf. yfir um yfir 4.099 þorskígildistonna kvóta að ráða. Jafnframt ery um 1.745 þorskígildistonn enn skráð á Jökul hf. Ingimundur hf. í Reykjavík var í hópi stærstu útgerðanna á síðasta ári en þá átti eftir að færa aflaheim- ildir af fyrirtækinu vegna sölu á Þor- steini EA. Þá hefur útgerð Péturs Jónssonar RE, Pétur Stefánsson, færst niður í 31. sæti yfir stærstu kvótahafana en fyrirtækið á nú 3.261 þorskígildistonna kvóta. Tveir létust og 27 slösuðust í sprengju- tilræði í Höfðaborg Ekkert fullyrt um ábyrgð Höfðaborg. Reuters. SÉRFRÆÐINGAR frá bandarísku Alríkislögreglunni, FBI, sem að- stoðuðu við rannsókn sprengjutil- ræðanna við sendiráð Bandaríkj- anna í Kenýa og Tansaníu fyrr í mánuðinum, héldu í gær til Höfða- borgar í Suður-Afríku til að aðstoða yfirvöld þar við að leita uppi þá sem stóðu að baki sprengjutilræði í veit- ingastaðnum „Planet Hollywood" í fyrrakvöld. Tveir létust og 27 slös- uðust. í yfirlýsingu frá bandaríska sendiráðinu í Pretóríu í gær, var sagt of snemmt að slá því föstu að beint samhengi væri milli tilræðis- ins í Höfðaborg og stýriflaugaárása Bandaríkjamanna á bækistöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan og Súdan. í yfirlýsingunni voru Banda- ríkjamenn þó á ný hvattir til að sýna aðgæzlu hvar sem þeir væru staddir í heiminum. Ilringf í útvarpsstöð Tveir menn, sem hringdu nafn- laust í útvarpsstöð í Höfðaborg í gær, sögðu að tilræðið hefði verið í hefndarskyni fyrir árásir Banda- ríkjamanna í Súdan og Afganistan í síðustu viku. John Sterrenberg, talsmaður lög- regluyfirvalda í Höfðaborg, tjáði fréttamönnum að menn gæfu sér ekki að neinn tiltekinn aðili bæri ábyrgð á tilræðinu, en staðfesti að menn frá FBI myndu aðstoða við að kanna rústir veitingastaðarins, sem var fullur af fólki þegar sprengja sprakk þar um kl. 19.20 að staðar- tíma í fyrrakvöld. „Við viljum ekki stimpla einhvem einstakling eða hóp ábyrgan fyrir þessu án sannana. Sllkt væri mjög óábyrgt,“ sagði Sterrenberg. Ferðamenn felmtri slegnir Erlendir ferðamenn í Höfðaborg voru í gær felmtri slegnir vegna til- ræðisins en það átti sér stað í miðju veitingahúsahverfi við ströndina sem kallast Waterfront og er mjög fjölsótt af ferðamönnum. Þýzka lögreglan greindi ennfrem- ur frá því í gær að öryggisgæzla við veitingastaði sem tengdust Banda- ríkjunum hefði verið efld í Þýzka- landi, í kjölfar tilræðisins í Höfða- borg. Svipaða sögu var að segja frá fleiri löndum, þar sem bandarískar veitingahúsakeðjur hafa mikil um- svif. Reuters SUÐUR-afrískir múslimar báðust fyrir á vettvangi við tilræðisstaðinn í Höfðaborg í gær. Olíuráðherrar Færeyja og Bretlands funda Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYINGAR og Bretar héldu í gær fund um olíumál, þar sem hvorir tveggja eiga mikilla hags- muna að gæta, og var þetta í fyrsta sinn sem æðstu ráðamenn þjóð- anna í þessum málaflokki hittast. Boðaði John Battle, olíumálaráð- herra Bretlands, Eyðun Elttor, ol- íumálaráðheira Færeyja, á sinn fund í tengslum við olíumálaráð- stefnu sem haldin er í Stafangri í Noregi. Skammt er síðan ný stór olíulind fannst undir hafsbotninum skammt frá landhelgismörkum Færeyja og Bretlands, líkt og hinar lindimar tvær sem Bretar hafa fundið á þessum slóðum. Talið er að úr nýju lindinni megi fá allt að 400 milljón- um tunna af hráolíu og undirstrikar fundur lindarinnar mikilvægi þess að samkomulag finnist um stað- setningu miðlínu milli landanna. Komist Færeyingar og Bretar ekki að samkomulagi um legu mið- línunnar fer málið fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag. Færeyingar hafa lítinn áhuga á þeim málalykt- um því það gæti tekið dómstólinn mörg ár að komast að niðurstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.