Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Réttindakennara vantar í fyrsta skipti í grunnskola Reykjavíkur Of fáir kennarar útskrifaðir Sá kennaraskortur sem nú blasir við í grunnskólum Reykjavíkur er mest áber- andi hvað varðar sérkennara og tón- menntakennara að því er fram kemur í samtölum Péturs Gunnarssonar við stjórn- endur skóla og fræðslumála. Grunnvand- inn er sagður sá að of fáir kennarar eru út- skrifaðir hvert ár á sama tíma og árgangar stækka og stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga vikulegum kennslustundum en fækka nemendum í hverjum bekk. KENNARA hefur ekki skort í Reykjavík svo nokkru nemi árum og áratugum saman fyrr en nú, segir Gerður G. Óskars- dóttir. Ástæður skortsins segir hún vera lengingu skóladagsins, sam- kvæmt grunnskólalögunum frá 1995, fækkun í bekkjum, sem Reykjavík- urborg ákvað að hrinda í fram- kvæmd eftir yfirtöku gi-unnskólans, og fjölgun bama í Reykjavík. Prátt fyrir þessar breytingar í skólakerfinu, minnkun kennslu- skyldu kennara og fjölgun þjóðar- innar fái Kennaraháskólinn ekki fé eða aðstöðu til að taka inn fleiri en um 120-130 nemendur á ári hverju. „Að sjálfsögðu hafa lág laun kenn- ara áhrif á einhvem hóp sem hefur lokið kennaranámi og verða til þess að hann velji sér önnur störf.“ Vegna fækkunar í námshópum fjölgar kennarastöðum um 36, og auk þess er nýr skóli að taka til starfa í borginni í haust. Talsvert hefur þegar verið ráðið af leiðbein- endum og enn vantar um það bil 30 kennara. Alls starfa um 1.300 kenn- arar við grunnskóla Reykjavíkur. Gerður segir að næstu sex ár muni nemendum við gnmnskóla borgar- innar fjölga um 200-400 á hverju ári og því segir hún að sér virðist ljóst að kennaraskorturinn verði viðvar- andi næstu ár, meðan fleiri Ijúka ekki kennaranámi en nú er. Gerður sagði að þegar fræðsluyf- irvöld í borginni standi frammi fyrir kennaraskorti hafi þau aðeins tvo valkosti. „Einn er sá að fara ekki að lögum og fækka tímum hjá nemend- um og dreifa kennslunni á þá kenn- ara sem fyrir em. Það mundi þýða mismunun milli skóla og bekkja, t.d. sumir 7 ára nemendur fengju lög- boðna kennslu en aðrir ekki. Hinn kosturinn er að ráða leiðbeinendur og við höfum ákveðið að gera það.“ Fjölga kennaranemum og hækka laun En hverjar eru afleiðingar þess fyrir skólastarf í Reykjavík að ekki tekst að manna allar kennarastöður með rétt- indafólki? „Leiðbeinendur eru enn lítill Tiluti af heildinni. Sumir þeirra hafa heil- mikla menntun að baki en aðrir ekki og erfitt er að alhæfa um hve stór hluti þeirra er starfinu ekki vaxinn," segir Gerður G. Óskarsdóttir. .Auðvitað verður minnka gæði kennslunnar ef við getum ekki mannað skólana með kennurum. Ef þetta fer að aukast á hverju ári fer ég að hafa verulegar áhyggjur en ég á ekki von á að maður geti mælt eftir þennan vetur almennt verra starf í skólum borgarinnar en í fyrravetur. En það er mikið happdrætti að ráða leiðbeinendur. Þegar maður ræður kennara veit maður að fólk hefur menntað sig til starfsins og hefur komist í gegnum kennaranámið svo það er allt annar hlutur." Gerður segist vona að tvennt verði gert til að leysa vandann. „Að menntamálaráðuneytið átti sig á þessu ósamræmi í þróun skólakerfis- ins í landinu og í fjölda útskrifaðra kennara og leggi fé í að útskrifa fleiri. Svo vona ég að laun fyrir kennslu hækki svo fólk velji það að fara í kennslu frekar en önnur störf. Þetta tvennt þarf að ger- ast, annað hvort er ekki nóg,“ segir hún. „í sjálfu sér er hollt að í skóla- starfi sé fólk með margs konar bak- grunn en til þess að kenna er hver og einn betri ef hann hefur til dæmis lært kennsluaðferðir, hvernig maður matreiðir námsefni og vinnur úr því og hvernig maður metur frammi- stöðu. Ég hef trú á að það geri hvem og einn miklu betri kennara að læra þessi fræði,“ sagði Gerður G. Óskarsdóttir og kvaðst þar tala af 13 ára reynslu af því að stýra réttinda- námi fyrir kennara í Háskóla ís- lands. Hvernig kennarar eru það sem vantar við skólana í Reykjavík og hvaða skólar em verst staddir? Ingunn Gísladóttir, forstöðumaður starfsmannahalds hjá Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að af þeim um það bil 30 stöðum sem enn vantar í væru um það bil 3 almennar kenn- arastöður; einn raungreinakennara vantar, nokkra sérkennara og kenn- ara við sérskólana Safa- mýrarskóla og Vestur- hlíðarskóla. Við 3-4 skóla vantar tónmenntakennara í hlutastörf og einnig kennara í hlutastörf í heimilisfræði, íþróttum og hand- mennt. Ingunn sagði að vandinn sneri fyrst og fremst að sérkennslunni og sérskólunum tveimur. Víða væri sér- kennsluvandinn leystur með því að fela reyndum réttindakennumm sér- kennsluna en setja leiðbeinendur í almenna bekkjarkennslu. Nokkuð hefur verið ráðið af leið- beinendum í grannskóla Reykjavík- ur í sumar, Ingunn hafði tölu þeirra ekki á reiðum höndum í gær en sagði þá sennilega innan við 50. Margir hefðu BA-próf í einhverjum greinum og aðrir væra í réttindanámi eða ættu litlum hluta kennaranáms ólok- ið. Þama væri leikskólakennari með framhaldsmenntun, kerfisfræðingur, sem fengist við raungreinakennslu, og fólk með próf í sálarfræði og upp- eldis- og menntunarfræði en ekki með kennsluréttindi. Það væri því ekki almennt hægt að segja að það fólk sem þegar hefur verið ráðið hefði litla menntun þótt það hefði ekki menntað sig til kennarastarfs í grannskóla. Meðal þeiira skóla sem ekki hafa ráðið kennara í allar stöður er Rétt- arholtsskóli þar sem aðeins era nem- endur á unglingastigi. Að sögn Har- alds Finnssonar skólastjóra vantar þar kennara í hlutastörf, alls rúm- lega 30 kennslustundh’ á viku. Um er að ræða eðlisfræði, sauma- og tón- menntakennslu. Haraldur sagði að sáralítið framboð væri á raungreina- kennuram, fáir ljúka námi í eðlis- fræðivali í Kennaraháskólanum og þeir sem hafa raungreinamenntun og ljúka kennsluréttindum sækja flesth’ í framhaldsskóla. Haraldur sagði að vandamálið yrði e.t.v. leyst í vetur með kennaranemum en til frambúðar hyllti ekki undir lausn þessa vanda. Þá sagði hann að tón- mennt ætti sér litla hefð á unglinga- stigi og hörgull væri á kennuram í greininni. Ástandið væri hins vegar almennt verra en það hefði verið lengi. „Það er langt síðan það hefur verið í líkingu við þetta,“ sagði Har- aldur. Meira framboð á vinnu en vinnuafli Sigurjón Pétursson stýrir skóla- málaskrifstofu Sambands íslenski’a sveitarfélaga. Hann sagðist í gær ekki hafa upplýsingar um hve marga réttindakennara vantaði við grannskóla alls staðar á landinu. Upplýsingar um það bærast ekki fyrr en líða færi á septembermánuð þegar ljóst væri hver staðan raun- veralega væri. „Okkur sýnist að það séu útskrifaðir að minnsta kosti á annað hundrað of fáir kennarar miðað við þær stöður sem losna á hverju ári,“ sagði Sigurjón. „Ef þær tölur eru réttar sjáum við fram á vaxandi kennaraskort frá ári til árs.“ Sigurjón sagði að ástandið hefði jafnan verið verst á Vestfjörðum en það væri hvergi viðunandi. „Það vantar fleiri réttindakennara til þess að fylla stöðurnar. Síðan er ekki vafi á að það er erfiðara að fá leiðbéin- endur núna vegna þess að það er mikil atvinna í landinu sem þýðir að það er erfitt að fá fólk til starfa. Það er meira framboð á vinnu en vinnu- afli.“ Fyrst og fremst vandi sérkennslu Happdrætti að ráða leiðbeinendur •^INNLENT Ráðherra- stóll til Djúpavogs FORSETI Alþingis, Ólafur G. Ein- arsson, afhendir menningarmið- stöðinni í Löngubúð á Djúpavogi ráðherrastól, sem áður var í þing- sal, til varðveislu við athöfn sem fer fram laugardaginn 29. ágúst nk. og hefst kl. 14. Ákvörðun um þetta efni var tekin af forsætisnefnd Al- þingis. Ráðherrastóllinn verður varð- veittur í ráðherrastofu Eysteins Jónssonar, fyi’rverandi ráðherra, sem var þingmaður Austurlands í áratugi. Eysteinn Jónsson varð ungur ráðherra og gegndi ráð- herrastörfum með hléum í samtals 19 ár og 5 mánuði og er það næst lengsti starfsaldur ráðherra í ríkis- stjórn íslands. Þá var Eysteinn for- seti sameinaðs Alþingis árin 1971-1974. Dóttir Eysteins, Ólöf Steinunn, mun veita stólnum við- töku og afhenda hann formanni stjórnar Löngubúðar til varðveislu. Öllum er heimill aðgangur að at- höfninni og að henni lokinni er við- stöddum boðið að þiggja veitingar. Menningarmiðstöðin í Löngubúð á Djúpavogi var opnuð í fyrrasum- ar. Auk ráðhen-astofu Eysteins Jónssonar er þar til húsa m.a. safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og myndskera. Langabúð er elsta hús á Djúpavogi og jafnframt eitt elsta verslunarhús landsins. ----------♦ ♦ ♦---- Kveikt á lög- gæslumynda- vélum í mið- borginni KVEIKT verður á löggæslumynda- vélum í miðborginni í september og er gert ráð fyrir að þær verði komnar að fullu í gagnið í október eða nóvember, segir Pétur Svein- bjarnarson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Reykjavíkur. Pétur segir að öll tæki, sem not- uð verða til verksins, séu komin til landsins og að það gangi sam- kvæmt áætlun, en fyrirtækið Securitas sér um uppsetningu lög- gæslumyndavélanna í miðborginni. „í september er gert ráð fyrir að lokið verði við að tengja vélarnar, sem era sjö talsins, og þá verður hægt að kveikja á þeim. Við förum hægt af stað og ég geri ráð fyrir að í október eða nóvember verði búið að hefla af alla hnökra sem upp kunna að koma.“ Þróunarfélag Reykjavíkur held- ur utan um verkefnið, sem er unnið í nafni verkefnisstjórnar. I verkefn- isstjórn eiga einnig sæti fulltrúar frá Landssímanum hf., ríkislög- reglustjóra, lögreglunni í Reykja- vík og Reykjavíkurborg. ♦♦-♦ Kærðir fyrir hraðakstur KÓPAVOGSLÖGREGLAN kærði 11 ökumenn fyrir hraðakstur í gær. Þá var starfsmaður vélsmiðjunn- ar Klaka við Hafnarbraut í Kópa- vogi fluttur á slysadeild. Hann hafði slasast á hendi er hann vann við færiband. Meiðsl hans voru minni- háttar. 11 ára stúlka var fiutt á slysa- deild með handleggsbrot eftir að hafa dottið af reiðhjóli í Hraun- tungu í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.