Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 41 ísland þarf á afburðafólki að halda og sem betur fer höfum við í gegnum söguna átt slíkt fólk á mörgum svið- um. Það er ekki hinn stóri hópur miðlungsfólks sem kemur þjóðfélag- inu á hreyflngu. Það eru þessar til- tölulega fáu konur og karlar sem hafa opinn hug og hugmyndir og áræði til að brjóta af sér fjötra með- almennskunnar, til þess að skapa og til þess að láta drauma rætast. Vand- inn er að miðlungsfólkið getur alltaf haft meirihlutavaldið og oft hefur það nýtt það vald til þess að halda aftur af óraunsæjum hugsjónamönnum. En nú virðist nýtt íslenskt vor vera í lofti. Nýjum vormönnum Islands fjölgar en með þeim fremstu í þeim hópi var Einar Heimisson. Mikilvægt er að íslenska vorið haldi áfram og að aðrir taki upp það merki sem Einar hélt uppi. Erfitt var að trúa fregninni sem barst um andlát Einars. Sorgin var yfirþyrmandi og söknuðurinn sár. Mestur er missh- foreldranna, Stein- unnar og Heimis, og systur Einars, Kristrúnar. Höggið er svo þungt að það verður varla borið. Samt verðum við öll að standast það. Við hjónin og fjölskylda okkar biðjum almáttugan guð að veita ykkur þann styrk. Bjarni Einarsson. Stundum berast manni fréttir sem eru svo slæmar, svo óvæntar, og í raun svo fráleitar að maður fæst ein- faldlega ekki til að trúa þeim. Þannig var mér innan brjósts þegai- ég fékk á mánudagsmorgun fréttina af láti systursonar míns, Einars Heimisson- ar. Hvemig gat hann verið fallinn frá aðeins 31 árs gamall - svo efnilegur ungui- maður, rithöfundur, kvik- myndagerðarmaður, mannvinur. En svo þegar ský vantrúarinnar þynnist og hverfur blasir miskunnarlaus veruleikinn við, hann Einar frændi okkar er dáinn. En lífið er ríkt af minningum um góðan dreng, efnilegan, kraftmikinn og metnaðarfullan og um leið ákaf- lega tilfinninganæman, fyrsta flokks efni í góðan listamann. Eg man eftir því þegar ég las Dísu litlu ljósálf fyr- ir hann tveggja ára og samúðin með lítilli veikri mús var honum næstum ofviða. Þannig var hann. Þeir sem voru hjálpar þurfi eða höfðu verið rangindum beittir í lífinu áttu stuðn- ing hans. Hugurinn reikai- til baka til heim- ilis systur minnar og heim í Reyk- holt til foreldra minna, afa og ömmu Einars. Þar vorum við langdvölum og þar dvaldjst Einar oft með for- eldrum sínum, eða bara hjá afa og ömmu þar til faðir minn lét af prests- embætti og fluttist suður árið 1972. Glaðværð, kraftur og mikil athafna- þörf einkenndu piltinn, hann var alltaf að, þurfti alltaf að vera að takast á við eitthvað. Einar var metnaðargjarn og ótrú- lega margt til lista lagt og frábær námsmaður. Hann tók sér margt fyrir hendur. í barnæsku fékk hann svo mikinn áhuga á skipum, að hann þekkti nánast öll skip íslenska flot- ans, þar með talið smíðaár, stærð í tonnum og vélarstærð, og hann kom foreldrum sínum á óvart með því að vera orðinn læs af því að skoða skipaskrána - þannig lærði hann sjálfur að lesa, án þess að aðrir tækju eftir. Auk þess að safna fleii'i verðlaunum fyrir námsárangur á öll- um skólastigum en tölu verði auð- veldlega á komið lærði hann líka á fíðlu (lék í strokkvartett tónlistar- skólans), lærði tréskurð, ljósmynd- un, lék fótbolta og stundaði lang- hlaup. Allt sem hann tók þannig fyr- ir gerði hann með því hugarfari, að hann ætlaði sér að ná tökum á því og stóð við það, en þegar því var náð tók annað við. Ég minnist þess þegar hann vann sem unglingur í sumarvinnu hjá Skipaútgerðinni og kynntist Birni Guðmundssyni lagerstjóra, fullorðn- um manni sem hafi reynt mai-gt í líf- inu og átt við mikið heilsuleysi að stríða, en þeir urðu miklir vinir, og tók Einar blaðavital við hann. Þannig eignaðist Einar víða góða vini. Sérstaklega lagði hann sig fram um að kynnast mönnum sem höfðu eitthvað sérstakt fram að færa eða höfðu farið á einhvern hátt illa í líf- inu, t.d. verið órétti beittir eða verið dæmdir harðar fyrir bresti sína en sanngjarnt var, og reyndi þá jafnan sitt til að rétta hlut þeirra. Átti hann þá til að beita ritsnilld sinni og síðar kvikmyndagerðinni í því skyni. Þannig vakti hann t.d. athygli á hlut- skipti gyðinga á Islandi fyrir og í heimsstyrjöldinni síðari, bæði í bók og í kvikmynd. Efth- að hann hóf nám í Þýska- landi þýddi hann á íslensku „Hvítu rósina“, átakanlega sögu ungs fólks sem fórnaði lífinu í baráttu gegn nas- istum og vakti þannig athygli á því að fjarri var, að allir Þjóðverjar fylgdu þein-i voðastefnu. Ég minnist margra samverustunda okkar og samstai’fsverkefna, en við aðstoðuð- um hvor annan oft í ýmsum verkefn- um. Á námsárunum tók hann blaða- viðtöl fyi’ir blöð sem ég tengdist, og ég er víst enn með í tölvunni minni doktorsritgerðina hans síðan ég að- stoðaði hann við að prenta hana út. Einar var ákaflega tilfinninga- næmur maður og haldinn sterkri réttlætiskennd og hann gekk jafnan veg sannleikans og hann átti erfitt með að sætta sig við að aðrir gerðu það ekki. Þetta eru einmitt þeir eig- inleikar sem gera menn að góðum mönnum, mönnum sem heimurinn þarf á að halda. Sá atvinnuvegur og listgrein, sem Einar valdi sér, kvik- myndagerð, er erfið. Þar ríkir harð- ur húsbóndi, peningar. Og því miður eru það ekki alltaf ómenguð sjónar- mið listarinnar sem ríkja við úthlut- un þeirra. Einar var ekki þannig skapi farinn að hann gæfist upp, þótt móti blési stundum, þvert á móti kom hann ágætum hlutum í verk sem sýndu vel hvað í honum bjó. Ævi Einars var stutt, allt of stutt. Þó er það þannig að margir koma minna í verk á helmingi lengri ævi. Og víst er það að Einar lifði lífinu vakandi. Hann tók efth’ þeim sem lágu við vegarkantinn og veitti þeim lið. Hann lifði lífinu lifandi, hann var enn í grunnskóla þegar hann fór að sækja symfóníutónleika og leikhús reglulega með ömmu sinni, og eins og listamönnum er lagið naut hann þess sem lífið hefur að bjóða á þeim vettvangi ríkulegar en við hin. Með Einari Heimissyni er farinn góður drengur og verður hans sárt saknað. Það skarð sem nú hefur höggvið verið í fjölskyldu okkar verður ekki fyllt í bráð. Sárin munu sjálfsagt gróa um síðir, en örið situr eftir. Sérstaklega votta ég Stein- önnu, Heimi og Rristrúnu samúð mína og minna. Megi góður Guð styrkja ykkur og leiða Einar á hin- um nýja vettvangi. Víst er það, að starfskrafta svo góðs og hæfíleika- ríks manns er víðar þörf en hér. Guðmundur Einarsson. Kæri frændi. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farinn frá okkur. Eftir sitjum við sár og aum með söknuð í hjarta yfir góðum frænda sem við vildum að fylgdi okk- ur miklu lengur. Þú varst tekinn frá okkur í blóma lífsins, fullur af hug- myndum og ótrúlegri framtakssemi. Afreksverk þín eru þegar orðin mörg enda byrjaðirðu á þeim snemma. Við munum seint gleyma þeim sem þú afrekaðir í smíði í gagn- fræðaskóla. Þú varst góður drengur og hafðir alla tíð mjög sterka rétt- lætiskennd. Við söknum þín sárt en erum þakklát fyrir þær samverustundh- sem við áttum með þér og minning- arnar um þær eru styrkur í þeh-ri sorg sem við finnum nú. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyiir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, . hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Kristrún, Steinanna og Heimir, megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Anna, Margrét Rúna og Sigurður. Það er með miklum trega sem ég ski’ifa þessi fátæklegu minningarorð um fallega, gáfaða og góða frænda minn hann Einar Heimisson sem kvaddi þennan heim langt fyrir aldur fram, aðeins 31 árs að aldri. Mér þykir skelfilegt að þurfa að fylgja einhverjum úr þessum yndislega frændsystkinahópi til grafar svona ungum. Segja má að við Einar Heimisson höfum verið vinir frá fæðingu. Það er svo stutt á milli okkar í aldri og við náðum alltaf vel saman. Ég held að fyrstu nánu kynni mín við hann hafi verið þegar okkur fjölskyldunni hlotnaðist sá heiður að fá að passa Einar á Akureyri þá aðeins nokk- urra mánaða gamlan á meðan Stein- anna og Heimir skruppu til Eng- lands. Við vorum öll hugfangin af honum. Hann var svo hraustur og fallegur. Ég man hvað okkur þótti gaman að gefa honum að borða því að hann var svo lystugur. Við eigum dýi’legar kvikmyndir af honum frá þessum tíma. Næsta minningarbrot er frá prestssetrinu í Reykholti í Borgar- firði. Þar áttum við okkar unaðs- stundir hjá ástríkum afa og ömmu í sveitinni. Afi sat með okkur sitt á hvoru lærinu og sagði okkur sögur. Uppáhalds sagan vai- af Búkollu og þurfti hann að segja hana oftar en aðrar sögur. í Reykholti var dýrlegt að vera. I endurminningunni held ég að það hafi alltaf vei’ið sól í Reyk- holti. Amma var með risastórar hawaiirósh’ í gluggunum. I þær sóttu hunangsflugur. Við veiddum feitar hunangsflugurnar og settum í krukku með grisju yfir og gáfum hunang á eldspýtu. En slepptum þeim svo aftur, því afi sagði að við mættum bara fá þær lánaðar í stutta stund, rétt til að skoða þær og gefa þeim hunang en svo yrðum við að gefa þeim frelsi á ný. Ein dó og var hún jörðuð við mikla viðhöfn. Og svo voru það köngurlærnar hans afa. I Reykholti var mikið af köngurlóm af öllum stærðum og gerðum. Sumar voru með börnin sín í poka á bakinu. Hvað okkur þótti nú gaman að fylgj- ast með þeim. Afi sagði að við mætt- um alls ekki meiða þær því að þær væru mikilvægur hluti af lífríkinu. I heita læknum bak við hænsnahúsin var mikið af hornsílum sem gaman var að veiða. Afi sagði okkur að hornsílin giftu sig bara einu sinni. Og ef maður tæki eitt í burtu frá fjöl- skyldunni sinni yrðu öll hin sorg- mædd. Þess vegna pössuðum við okkur á því að skila þeim alltaf aftur á sama stað. Lulla frænka átti skjaldböku sem borðaði bara ávexti. Það vai' nú skrýtin skepna. Nonni og Dóra frænka áttu hænur og fengum við stundum að gefa þeim að borða. Og svo voru það hundarnir Kanis, Kolur og Bangsi sem var heyrnar- laus. Amma hristi stundum hausinn þegai’ hún sá að allir hundarnir í sveitinni voru komnii’ upp á tröppur hjá henni og við Einar vorum önnum kafin að gefa þeim bein að naga. Svo fórum við með afa að hreinsa lauf upp úr Snorralaug með hrífu og hann sagði okkur frá Snorra Stui’lu- SJÁ NÆSTU SÍÐU LEGSTEINAR f Marmari íslensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blásrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FRIÐRIK SÓLMUNDSSON, Stöðvarfirði, sem andaðist sunnudaginn 23. ágúst síðast- liðinn, verður jarðsettur frá Stöðvarfjarðar- kirkju laugardaginn 29. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Solveig Sigurjónsdóttir, Sigurjón Friðriksson, Kristín Jóhannesdóttir, Sólrún Friðriksdóttir, Ríkharður Valtingojer, Áslaug Friðriksdóttir, Garðar Harðarson, Sólmundur Friðriksson, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir, Solveig Friðriksdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR BJARNASON, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju á morgun, föstudaginn 28. ágúst, kl. 14.00. Jóna Guðjónsdóttir, Víðir Ásgeirsson, Christina Nordh, Ómar Ásgeirsson, Ásta Halldórsdóttir, Björk Ásgeirsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Fríða Björnsdóttir, Sigurjón Hauksson, Bjarney Ásgeirsdóttir, Friðjón Axfjörð Friðgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDUR BERNHARÐSSON múrarameistari, Vallarási 2, Reykjavík, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 28. ágúst, kl. 15.00. Jóna Björg Jónsdóttir, Yngvi Þór Loftsson, Stefán Ingi Jónsson, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Bernharð Smári Jónsson, Bryndís Þóra Jónsdóttir, Sören Sigurðsson, Guðrún Katrín Jónsdóttir, Garðar Jóhannesson og barnabörn. + Ástkær amma, tengdamóðir, langamma og langalangamma, MAGNEA V. EINARSDÓTTIR, Sólvangi, áður Grænukinn 17, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru vin- samlegast beðnir að láta Sólvang í Hafnarfirði njóta þess. Haraldur R. Gunnarsson, G. María Gunnarsdóttir, Ársæil Már Gunnarsson, Magnea Þ. Gunnarsdóttir, Olga Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Már Torfason, tengdabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILBORGAR LÁRUSDÓTTUR, Aðalgötu 20, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir færum við systrum og starfsfólki á St. Franciskusspítala í Stykkis- hólmi fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Jósefína G. Pétursdóttir, Sverrir Kristjánsson, Jón Svanur Pétursson, Lárus Pétursson, Hafdís Knúdsen, Sigurður Pétursson, Guðrún K. Eggertsdóttir, Þórey J. Pétursdóttir, Rakel H. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.