Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 13 FRÉTTIR Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hafíð Skuldir hafa aukist um 4 milljarða síðan 1994 Morgunblaðið/Kristj án VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra við háborðið. I ræðustól er Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Akureyri í gær í 16. sinn, Stærstu mál þingsins eru flutn- ingur inálefna fatlaðra, sameining sveitarfé- laga, framtíð launa- nefndar og byggðamál. Egill Ólafsson fylgist með þinginu. ÁÆTLAÐ er að heildarskuldir sveitarfélaganna verði í ár 40,8 milljarðar og hafa þær hækkað um 4 milljarða á fjórum árum. Fjár- hagsstaða sveitarfélaganna hefur þó batnað á þessum árum og hefur afgangur 50 stærstu sveitarsjóða landsins til fjárfestinga eftir rekst- ur málaflokka hækkað úr 3,3 millj- örðum árið 1994 í 6,9 milljarða í ár. Hlutur sveitarfélaga í útgjöldum hins opinbera hefur aukist á fjórum árum úr 22% í 27%, en það skýrist fyrst og fremst af flutningi grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, foiTnanns Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, við setningu 16. landsþings sambands- ins. Hann gerði m.a. flutning á rekstri grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna að umfjöllunarefni og sagði að flutningur þessa verk- efnis hefði tekist vel. Sveitarfélögin hefðu mikinn metnað til að efla grunnskólann og hann fullyrti að aldrei fyrr hefði jafnmiklum fjár- munum verið varið til rekstrar grunnskólans og stofnframkvæmda í þeim tilgangi að einsetja skólana. Á síðasta skólaári hefðu fjánnunir, sem varið er til endurmenntunar kennara, náð sögulegu hámarki. Vilhjálmur sagði að mörg sveit- arfélög stæðu frammi fyrir miklum vanda sem væri innlausn íbúða í fé- lagslega íbúðalánakerfinu. Brýnt væri að tekið yrði á þessum vanda, bæði þeim íbúðum sem þegar hafa verið innleystar og þeirra sem inn- leystar verða í framtíðinni. Um þennan vanda yrði að semja milli sveitarfélaganna og ríkisins. Páll Pétursson félagsmálaráð- hen-a vék einnig að húsnæðismál- um í ávarpi sínu. Hann sagði að í byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem afgreidd verður í vetur, væri gert ráð fyrir að komið yrði á móts við þau sveitarfélög sem eru í mest- um vanda vegna innlausna íbúða. „Viðkomandi sveitarfélög verða þó að bera mikinn hluta vandans enda er ábyrgðin fyrst og fremst þeirra. Engin félagsleg innlausnaríbúð hef- ur verið byggð eða keypt nema samkvæmt ósk og fyrir forgöngu viðkomandi sveitarfélags," sagði Páll. Vilhjálmui' lýsti í ræðu sinni yfir eindregnum stuðningi við umdeilt ákvæði nýrra sveitarstjórnarlaga um stjórnskipulega skiptingu há- lendisins milli sveitarfélaga. „Hjá nágrannaþjóðum okkar þekkist það ekki að tiltekin svæði landsins séu tekin undan stjórnsýslu sveitarfé- laga og þau meðhöndluð sem ein- hvers konar ríkissveitarfélög. Óhætt er að fullyrða að þessi skip- an máia og ákvæði þjóðlendufrum- varpsins um eignarhald og nýtingu lands á miðhálendinu ti-yggi betur en nokkuð annað skýra stjórnsýslu í samræmi við lög og einnig svæða- og aðalskipulag, sem umhverfisráð- hen-a verður að staðfesta," sagði Vilhjálmur. Ibúar í sveitarfé- lögum verði ekki færri en 800 LÖGÐ hefur verið fram tillaga á landsþingi Sambands íslenski'a sveitarfélaga um að skorað verði á stjórnvöld að breyta ákvæði sveit- arstjórnarlaga, sem kveður á um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi. Tillagan gerir ráð fyrir að lág- marksfjöldinn verði hækkaðm' úr 50 í 800-1.000. Valgarður Hilmarsson, oddviti í Engihlíðarhreppi, flutti tillöguna ásamt 14 öðrum þingfulltrúum. Fyi-ii' nokkrum árum kom fram sambærileg tillaga á landsþingi sveitarfélaga, en hún var ekki af- greidd. Valgarður mælti þá gegn tillögunni og hvatti til þess að sveit- arfélögum yi'ði gefið færi á að sam- einast með frjálsum samningum. Hann segir nú að þó að mikill ár- angur hafi náðst á þessu sviði séu horfur á að þessir samningar taki of langan tíma. Það sé afar mikil- vægt að efla sveitarstjórnarstigið og því sé nauðsynlegt að setja í lög mörk sem neyði sveitarfélögin til að hraða þessum samningum. Sveitarstjórnum verði gefinn tveggja ára frestur Tillagan gerir ráð fyrir að ákvæði sveitarstjórnarlaga verði breytt þannig að lágmarksfjöldi sveitarstjórnarlaga verði ekki 50, eins og er í dag, heldur 800-1.000. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að sveitarstjórnum verði gefinn tveggja ára frestur til að ná þessu marki með frjálsum samningum. Kveðið verði á um undanþágu vegna sérstakra landfræðilegra að- stæðna. Á síðustu átta árum hefur sveit- arfélögum í landinu fækkað úr 204 í 124. I greinargerð með tillögunni seg- ir að árangursríkasta aðferðin til að efla byggð í landinu sé að stórefla sveitarstjórnarstigið og fela því meiri ráð á málum viðkomandi sveitarfélags. Flutningi á málefnum fatlaðra verði frestað Á landsþinginu kom einnig fram tillaga um að fresta ótímabundið flutningi á málefnum fatlaðra frá ríkisvaldinu til sveitarfélaganna. Upphaflega var rætt um að fiutn- ingurinn ætti sér stað um næstu áramót, en því var frestað m.a. vegna óska frá borgarstjórn Reykjavíkur. Nú er rætt um að flutningurinn eigi sér stað 1. janúar árið 2000. Félagsmálaráðherra sagði á landsþinginu að framvai'p þessa efnis yrði væntanlega lagt fram í haust. Framsögumaður tillögunnar er Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Aki'a- nesi. Hann sagði að flutningur á þessum málaflokki yrði miklu erfið-' ari en flutningur á rekstri grunn- skólans til sveitarfélaganna. Málið heyrði ekki eingöngu undir félags- málaráðuneytið heldur snerti einnig útgjöld til heilbrigðismála. Lögin um félagsþjónustu fatlaðra væru gölluð að því leyti að aldrei hefði verið varið fjármunum til að framkvæma öll ákvæði laganna. ítarleg úttekt verði gerð á kostnaði Gísli sagðist þess vegna leggja til að flutningi á málefnum fatlaðra yrði frestað ótímabundið. Áfram yrði þó .unnið að málinu og gerð ít- arleg úttekt á því hvað þessi mála- flokkur kostaði í framtíðinni. Þegar allar upplýsingar um málið lægju fyrir tækju sveitarfélögin efnislega afstöðu til málsins. Hann sagði að sveitarfélögin ættu ekki að láta stilla sér upp við vegg með tíma- setningum í þessu máli. Sveitarfélög sem gerðu sérsamning við kennara gagnrýnd Gætu fengið aukið fram- lag úr Jöfnunarsjóði GLAÐBEITTIR fulltrúar Hafnfirðinga á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga VERÐI reglum um framlög sveit- arfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga ekki breytt geta sveitarfélög sem gert hafa sérsamninga við grunnskólakennara fengið aukið framlag úr Jöfununarsjóðnum, sem aftur getur leitt til þess að fi’amlög til annarra sveitarfélaga skerðist. Stjórn sjóðsins vinnur nú að tillög- um sem koma í veg fyrir þetta. Karl Björnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaga, gerði sérsamninga við kennara að um- fjöllunarefni í erindi sem hann flutti á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann sagði að þrátt fyrir að sveitarfélögin hefðu veitt Launanefndinni fullnaðarumboð til að ganga frá kjarasamningi við grunnskólakennara hefðu nokkur sveitarfélög gert samninga við kennara um meiri hækkanir en nefndin samdi um. Samstaða um einn samning að riðlast „Þessi þróun er verulegt áhyggjuefni fyrir Launanefndina og flest þau sveitarfélög sem standa að nefndinni, sérstaklega í Ijósi þess að nefndinni var veitt fullnaðarumboð til að ganga frá kjarasamningi við kennara. Sam- staða um einn sameiginlegan kjara- samning við kennara á landsgi’und- velli virðist því vera að riðlast. Nú er ljóst að ekki náðust þau markmið sveitarfélaganna að ein- falda kjarasamning við kennara og ekki náðist fram breyting á vinnu- tímafyrirkomulaginu. í kjarasamn- ingi kennara eru og hafa lengi verið ákvæði sem torvelda yfirvöldum skólamála og skólastjórnendum að stýra skólastarfinu og vinnutíma kennara á þann hátt sem menn e.t.v. helst kysu á hverjum stað. Vera má að beinir samningar ein- staki-a sveitarfélaga við viðkomandi kennara eða kennarafélögin íýrir þeirra hönd gefi meiri möguleika á því að ná fram þeim markmiðum sem sveitarfélög hafa viljað sækjast eftir varðandi breytingar á kjara- samningi við kennara. Gildandi kjarasamningar við kennarafélögin renna út við árslok árið 2000. Vel fyrir þann tíma þurfa sveitarfélögin að gera upp hug sinn til þess fyrirkomulags sem þau vilja viðhafa í kjarasamningsgerðinni við kennara. I þessu máli er þó eitt afar mikilvægt en það er að þau sveitar- félög sem sækjast munu eftir vinnu Launanefndar á þessu sviði með því að veita nefndinni fullnaðarumboð verða að virða niðurstöðu kjara- samninga á vegum nefndarinnar. Ef þau treysta sér ekki til þess er ein- faldast að þau feli einhverjum öðr- um en Launanefndinni umboð sitt eða einfaldlega annist kjarasamn- ingsgerðina sjálf,“ sagði Karl. Karl sagðist ennfremur telja nauðsynlegt að sveitarfélögin tækju upp viðræður við ríkisvaldið og aðila vinnumarkaðarins um hugsanlegar breytingar á löggjöf sem kveður á um hópuppsagnir launþega sem gerðar eru í þeim til- gangi að knýja á um launabreyt- ingar. Við útreikning á almennum rekstrarframlögum Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga er tekið mið af meðalgi'unnlaunum kennara og leiðbeinenda í gnmnskólum lands- ins. Karl sagði að þeir sérsamning- ar sem nokkur sveitarfélögin hafa gert við kennara skekktu þær for- sendur sem lægju til gi'undvallar greiðslu jöfnunarframlaga. Sérsamningar hafa áhrif á Jöfnunarsjóðinn Sveitarfélög sem hefðu gert sér- samninga gætu samkvæmt núver- andi reglum fengið aukið framlag úr Jöfnunarsjóðnum. Fjárframlag Jöfnunarsjóðsins væri takmarkað og þess vegna myndi þetta leiða til minni framlaga til annarra sveitar- félaga sem ekki hefðu gert sér- samninga við kennara. Karl sagði að við þessu yrði að bregðast og að því væri unnið af hálfu sjóðsins. Rætt hefði verið um að í stað þess að leggja til grund- vallar upplýsingar um launaflokka- röðun yrðu notaðar upplýsingar úr kennaraskrám. Þetta kallaði á mikla vinnu og breytingu á reglu- gerð. Ef samstaða um gerð heildar- kjarasamnings við kennara brysti yrði að finna nýja aðferð til að út- deila jöfnunarframlagi vegna gi'unnskólans. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra tók fram í ávarpi sínu á landsþinginu að það væri val sveit- arfélaganna hvort þau gerðu sér- samning við kennara eða ekki. „Það er að sjá sjálfsögðu þeirra mál, en þýðingarlaust er að ætla Jöfnunar- sjóði að bera þann aukakostnað. Samningurinn stendur og einstök sveitarfélög geta ekki ætlað Jöfn- unarsjóði að borga annað en um var samið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.