Morgunblaðið - 27.08.1998, Síða 9

Morgunblaðið - 27.08.1998, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR Gistirými fullbókuð vegna komu Keikós GISTIRYMI í Vestmannaeyjum eru fullbókuð vegna komu háhymingsins Keikós hinn 10. september en hefð- bundin gistirými eru milli 250 og 300. Endanlegar tölur um þátttöku fjölmiðla liggja þó ekki fyrir fyiT en í vikulokin, að sögn Guðlaugs Sigur- geirssonar, upplýsingafulltrúa Keiks ehf. sem sér um að undirbúa komu Keikós fyrir hönd Vestmannaeyja- bæjar. „Samtök evrópskra sjónvarps- stöðva hafa komið til Vestmanna- eyja í vettvangsrannsókn og verða undir það búin að senda beint út frá Eyjum eftir pöntunum frá evrópsk- um sjónvarpsstöðvum. Mér skilst að bæði Ríkissjónvarpið og Stöð 2 verði með beinar útsendingar og töluverðan viðbúnað. Stöð 2 hefur sett sig í samband við eitt lunda- veiðifélag og óskað eftir aðgengi að húsi þess, en það er mjög vel stað- sett og úr því sést beint ofan í Klettsvíkina þar sem kvíin er,“ seg- ir Guðlaugur. Hann segir mikinn undirbúning standa yfir og að mörgu að huga. „Við erum að undirbúa aðstöðu fyrir fjölmiðlamenn, finnum pláss og hent- uga staði og útvegum gæslu, við reynum að liðka hér fyrir svo þetta geti gengið vel fyrir sig,“ sagði Guð- laugur í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Halls Hallssonar, tals- manns Free Willy-Keikó samtak- anna, gengur allur undirbúningur samkvæmt áætlun. „Sjókviin er tO- búin, einungis er eftir að setja hús á hana fyrir starfsfólk, það verður gert fyrir mánaðamót en hús verður flutt hingað frá Svíþjóð. í húsinu er gert ráð fyrir rými fyrir tvo til fjóra starfsmenn. Undirbúningur í Banda- ríkjunum gengur vel og ekkert óvænt hefur komið upp,“ sagði Hall- ur í samtali við Morgunblaðið. Frestur fjölmiðla til að skrá sig hjá Free Willy-Keikó samtökunum til að fylgjast með brottfór Keikós frá Bandaríkjunum og komu hans til Vestmannaeyja rann út í gær, mið- vikudag. Full búð af nyjiini haustvörum Opið til kl. 9 í kvöld Dimmalimm Skólavörðustíg 10, síini 551 1222 Breiðir og með góðu innleggi Einir bestu „fyrstu" skórnir STEINAR WAAGE Domus Medica 551 8519 Kringlunni 568 9212 Toppskórinn 552 1212 Verð frá: 3.995,- Tegund: Jip 623 Hvítt, rautt, blátt, svart, bleikt og brúnt leður í stærðum 18-24 Brúðhjón Allur boröbúnaóur - Glæsileg gjafavara - Brúóhjönalistar VERSLUNIN Laiigavegi 52, s. 562 4244. SKÓLASKIPIÐ Sæbjörg er kom- ið til hafnar í Reykjavík að lokn- um umfangsmiklum breytingum sem gerðar voru á skipinu í Slippstöðinni á Akureyri undan- farnar fimm vikur. Að sögn Hilmars Snorrasonar, skólastjóra Sæbjargar, var skip- inu breytt úr ferju í skóla. „Þetta er gjörbylting á aðstöðu skólans. Má fyrst og fremst segja að það sé rýmra um alla starfsemi og aðstaða er gjörbreytt fyrir nem- endur. I gamla skipinu voru nemendur á hrakhólum," sagði Hilmar í samtali við Morgunblað- ið. Akraborg breytt í Sæbjörgu Efri farþegasal var breytt í skólastofu og þar sem áður var veitingasala var komið fyrir skrifstofum fyrir skólann. Bfla- þilfari skipsins var einnig gjör- breytt til þess að koma þar fyr- ir búningaaðstöðu fyrir nem- endur og æfingarými fyrir sjó- björgun og reykköfun. Einnig var skipið málað frá sjólínu og uppúr. Breytingum á skipinu er þó ekki alveg lokið því eftir er að koma fyrir í því krana sem nota á til að hífa búnað um borð og við æfingar á sjó. Hilmar segir að þegar breytingum ljúki muni kostnaður við þær nema um 20 milljónum króna. Sex manns starfa um borð í Sæbjörgu en 8 manns eru í áhöfn þegar skipið er á sigling- um. Rekstur nýja skipsins verð- ur með sama hætti og hins gamla, það verður á ferð um- hverfis landið frá vori og fram í september en námskeiðshald fyrir nemendur sjómanna- og vélskóla verður stundað yfír veturinn. Allt að 12,6% hækkun á fasteignaverði frá áramótum Aukin eftirspurn eftir sérbýli FRÁ áramótum hefur fasteignaverð hækkað um allt að 12,6% fyrir 110-150 fermetra sérbýli hér á landi og er þá miðað við staðgreiðslu. Magnús Ólafsson, forstjóri Fast- eignamats ríkisins, segir að hækk- unina megi meðal annars rekja til þess að fólk leiti eftir stærri íbúðum í sérbýli þegar efnahagur batnar. Útreikningar á fasteignaverði byggjast á völdu úrtaki á kaup- samningum, sem berast Fasteigna- mati ríkisins, og benti Magnús á að tölur fyrir júlímánuð væru ekki endanlegar og gæfu því ekki alveg rétta mynd af þeim mánuði. Sam- kvæmt útreikningum Fasteigna- matsins hefur verð á 70-110 fer- metra íbúðum í fjölbýli hækkað um 5,1% frá áramótum, verð á 110-150 fermetra íbúðum í fjölbýli hefur hækkað um 7,7% og verð á 150-210 fermetra íbúðum í fjölbýli hefur hækkað um 3,7%. Verð á 110-150 fermetra íbúðum í sérbýli hefur á sama tíma hækkað um 12,6% en verð á 150-210 fermetra sérbýli hef- ur hækkað um 3,8% og verð á 210-270 fermetra sérbýli hefur hækkað um 5,2%. Magnús sagði að útreikningarnir væru miðaðir við staðgreiðslu en ekki það verð sem komi fram í kaup- samningum. „Þegar ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkar hækkar stað- greiðsluverð meira en söluverðið," sagði hann. „Þetta skýrir hluta hækkunarinnar og við sjáum ekki annað en að verðið hafi verið á upp- leið. Ég held að þegar uppsveifla er í þjóðfélaginu og efnahagur batnar kaupi fólk stærri íbúðir og þá verður meiri eftirspurn eftir þeim, sem skýrir meðal annars hækkun á íbúð- um í sérbýli." Ný sending af prjónadressum og jakkapeysum f™ CtlOISF _ fyfötmtMr Gullbrá Einnig glæsilegt úrval af velúrgöllum ■ snyrtivöruverslun Nóatúni 17, sími 562 4217 Sendum t póstkröfu VIÐ ERUM FLUTT! t dag kl. 13.00 opnum við nýja verslun á Laugaveigi $6 Mikið úrval aS Sallegum haustvörum £rá OBÉODI mn DKNV <| - i ii / Hmbotand KENZO r.... JUK61E Cacao 0NAF NAF : N F A N T . TEENO ENGIABÖRNÍN Laugavegi 56, sími 552 2201. Nýjar VÖRUR www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.