Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 31

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 31 Landssamband slökkviliðsmanna * Atak í brunavarna- málum um hátíðarnar LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna efnir til brunavarnaátaks fyrir jólin og áramótin nú eins og nokkur undanfarin ár. Mark- mið átaksins er að hvetja fólk til varkárni í umgengni við eld og annan búnað, sem mögulega gæti valdið eldsvoða. Auk þess er með átakinu verið að minna fólk á að hafa eldvarnabúnað á heimilum, svo sem slökkvitæki, reykskynjara, eldvarnateppi og fleira, í lagi. Að sögn Guðmundar Vignis Oskarssonar, formanns Landssambands slökkviliðs- manna, verða u.þ.b. 1.200 manns fyrir slysum vegna bruna á ári og gera má ráð fyrir að um tveir einstaklingar látist af völdum eldsvoða á ári. Nú í ár fékk Landssambandið til liðs við sig nemendur í 1. til 4. bekk nokkurra grunnskóla um allt land til að taka þátt í teiknimynda- samkeppni. Tvær verðlaunateikni- myndir hafa verið valdar og birtast þær á heilsíðu í fjölmiðlum, önnur á aðfangadag og hin á gamlársdag. Auk þess voru verðlaun veitt fyrir bestu myndina í hveijum skóla. Guðmundur segir að með því að virkja börn í átakinu hafi mikil umræða um eldvarnamál skapast á heimilunum. „Það skiptir einnig mjög miklu máli að verið sé að fjalla um hlutina á jákvæðan hátt. Það er mikilvægt að fólk viti að við slökkviliðsmenn séum að vinna að forvarnastarfi og að það ríki já- kvætt viðhorf þegar við erum að vinna okkar störf,“ segir Guðmund- ur og bætir við að það sé engin spurning að slíkt forvarnastarf hafi orcíið til þess að fólk hefur orðið varkárara. Hann segir að helstu atriðin, sem fólk eigi að hafa í huga í sambandi við eldvarnir, séu t.d. að hafa ekki Samtök dagmæðra Óráðið um samstarf í stjórninni HALLA Hjálmarsdóttir, nýkjör- inn formaður Samtaka dag- mæðra, segir að meðal helstu verkefna samtakanna nú, sé að efla hlutverk þeirra sem hags- munasamtaka, en lítið hafi farið fyrir því hlutverki fram að þessu. Súsanna Haraldsdóttir varafor- maður, sem gaf kost á sér á móti Höllu, mun sitja áfram sem varaformaður. Báðar lýstu þær því yfir í samtali við Morgunblað- ið að enn væri óráðið um sam- starfsgrundvöll innan sljórnar- innar. Halla sagði að sér væri mest í mun að byggja samtökin upp inn- anfrá, efla hlutverk þeirra sem hagsmunasamtaka og bæta sam- starfið við Dagvist barna. Fyrsti stjórnarfundur hefði verið ráðgerð- ur á mánudag, en óvíst væri hvort af honum gæti orðið. Aðspurð kvað hún það eiga eftir að koma í ljós hvernig til tækist með samstarf innan stjórnarinnar. Súsanna Haraldsdóttir sagði að formaður og varaformaður hefðu ráðgert að hittast í næstu viku, en stjórnarfundur yrði sennilega ekki haldinn fyrr en eftir jól. Það yrði bara að koma í ljós hvernig tækist til um samstarfið. Á aðalfundinum var einnig kosið um embætti eins stjórnarmanns, og Guðrún Jóhannsdóttir hélt þar sæti sínu. Fráfarandi formaður stjómar- innar, Selma Júlíusdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. eldfæri þar sem börn ná til, fylgj- ast vel með því að kerti nái ekki að kveikja í út frá sér og að athuga að ekki séu of margar innstungur í fjöltengi. Þá segir Guðmundur að grundvallaratriði í þessum efnum sé að fólk sé með eldvarnatæki, t.d reykskynjara, á heimilunum. Þess má einnig geta að Lands- samband slökkviliðsmanna starf- rækir eldvarnakennslu fyrir fyrir- tæki, stofnanir, skóla og heimili þar sem farið er yfir helstu hættur og flóttaleiðir og notkun ýmissa eld- varnatækja er kennd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- manna, við nokkrar teikningarnar, sem krakkar í grunnskólum víða um land teiknuðu fyrir brunavarnaátakið. Friðarstund á Lækjartorgi FRIÐARSTUND hjá unglinga- deild CISV, sem eru Alþjóðlegar sumarbúðir barna, verður á Lækjartorgi í dag, laugardaginn 19. desember, kl. 15. Kveikt verður á friðarkertum til að minnast vina víðs vegar um heiminn og um leið vekja athygli á að öll erum við eins og enginn ætti að líða vegna styijalda. CISV (Childrens International Summer Villages) er alþjóðahreyf- ing sem tengist Sameinuðu þjóðun- um gegnum UNESCO og heldur sumarbúðir víðs vegar um heiminn ár hvert fyrir 11 ára börn með það markmið að stuðla að auknum skilningi milli þjóða heimsins og alheimsfriði. í DAG ER STOR DAGUR Allar verslanir opnar frá kl. 10-22 og fjöldi fólks skemmtir vegfarendum og viðskiptavinum okkar. Nánari upplýsingar á Aðalstöðinni 90.9 kl. 11 og 16. I MIÐBÆNUM Á dagskrá: Kl. 13.30 Landsbankakórinn gengur um bæinn og syngur jólalög. Kl. 15.00 Grýla í porti Hlaðvarpans. Kl. 15.30 Símakórinn syngur í Geysishúsinu. Kl. 21,00 Lúðrasveit verkalýðsins gengur um bæinn. Söguleikurinn í fullum gangi, gjafirnar í Geysisglugganum og dregið á morgun kl. 17.00 Jólasveinarnir koma í bæinn, spila fyrir börnin og kíkja í búðaglugga. 100 ára gömul lystikerra ekur um bæinn með vegfarendur og gjafir, sem gefnar verða góðum börnum. EIMSKIP Pósthússtræti 2 ^otoatöotnoftfofifö Austurstræti 4 BUNAÐARBANKINN - Traustur banki Austurstræti 5 Reykjavflmr Apótek (y Hafnarstræti 1 -í Austurstræti 16 Café au lait Hafnarstræti Bæjarins beztu Tryggvagötu SKALLI Ingólfstorgi Austurstræti 2 FRAMKOLLUNIN Samviniiiilerðir-Laiiásfn Austurstræti 12 LÆKJARGÖTU 2, SÍMI 611530. [/wii wdíomin í b&inn MIÐBÆJARFÉLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.