Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19, D.ESEIVIBER 1992 11 Helgi Hálfdanarson Yísa Gríms Góðu heilli hefur Thor Vil- hjálmsson samið minningabók. Sú nefnist Raddir í garðinum og er bæði fróðleg og bráðskemmti- leg eins og vænta mátti. Þar segir meðal annars ýmislegt af merkisfólki í Þingeyjarsýslu sem Thor komst í kynni við í æsku. Einn þeirra sem um getur er Grímur Sigurðsson, bóndi á Jök- ulsá á Flateyjardal, gáfaður maður og skáldmæltur vel. Af kveðskap hans fer Thor með vísu eina sem ég hef löngum haft mætur á og hljóðar svo: Ég hef kynnzt til þrautar því að þeim mun logar minna sem menn skara oftar í eldinn vona sinna. Thor mun hafa lært vísuna af kunnugum fyrir norðan, enda er hún næstum samhljóða þeirri gerð sem prentuð er í Þingeysk- um ljóðum, safni sem út kom 1940, og mun vera sú heimild sem næst stendur höfundi sjálf- um. Nú vill svo til, að mér er um það kunnugt, að Grímur orti vísu þessa nokkuð á annan veg í önd- verðu, og í þeirri gerð kemur hún jafnan mér í hug. Hún er á þessa leið: Ég hef reynt til þrautar það: þeim mun logar minna, sem menn skara oftar að eldum vona sinna. Aldrei sá ég Grím Sigurðsson; en fyrir þessu hef ég ekki ótraustari heimildarmann en Karl Kristjánsson alþingismann, sem reyndar var annar tveggja útgefenda að Þingeyskum Ijóð- um á sínum tíma. Hann sagði mér frá þessu fáum árum eftir að sú bók kom út. Einhver hafði haft orð á því við Grím, að til þess að lífga eld í glóðum væri skarað í þær, en ekki skarað adþeim; það gerðu menn hins vegar þegar eldur væri „falinn“. Þessa réttmætu athugasemd tók Grímur svo nærri sér, að hann breytti vísunni samkvæmt henni. En þrátt fyrir allt þykir undir- rituðum sem þarna hafi Grímur stórspillt prýðilegri vísu. Því hvað sem líður bókstaf eldhús- fræða hygg ég að upphafsgerðin hæfi mun betur þeirri yfirfærðu merkingu sem í vísunni er fólgin. Naumast er það álitamál, hvað þessu ljóði, sem ort er í moll, fer a-hljóð í endarími miklu betur en j-hljóð. Og sú athöfn að skara að eldi til að lífga hann minnir á umhyggju og alúð. þegar hlúð er að einhveiju sem er kært en veikburða. Þar í grenndinni er orðtakið „að skara eld að sinni köku“, þó að svipur þess sé ann- ar. En sá verknaður að skara í eld, reka deyjandi glóðina í gegn, minnir fremur á fjandsamlegan verka. Þá má einnig benda á það, hvað fallendingin -um í orð- inu eldum er miklu tilkomumeiri en þarflaus greinirinn í eldinn. í Þingeyskum ljóðum er lokalína vísunnar raunar: elda vona sinna, og naumast er hún þekki- legri, þar sem þijár samhljóða endingar raða sér upp í hvum- leiðu tilbreytingarleysi. Síðast en ekki sízt er á það að líta, hvað sögnin reyna í fyrstu línu er miklu máttugri en kynnast. Það virðist vera sitt hvað að hafa kynni af einhveiju, ef til vill af afspurn, og að reyna það á sjálf- um sér. Mér þótti vænt um að sjá þessa fallegu vísu á svo góðum stað sem í bók Thors Vilhjálms- sonar, þar sem hún er að sjálf- sögðu höfð eins og sveitungar skáldsins kunna hana. En ég get ekki stillt mig um að hafa orð á þeirri gerð hennar, sem vitað er að fullort var og uppi höfð í fyrstu, en var af annarlegum ástæðum breytt. Og því aðeins er ég að minnast á þessa frum- gerð, að mér þykir hún svo miklu betur ort og langt um fallegri, enda sprottinn úr huga höfundar síns ótrufluðum af því sem ég vil helzt kalla misskilning. Einhvern tíma sagði vinur minn Árni Jörgensen, ritstjórn- arfulltrúi Morgunblaðsins, við mig að gefnu tilefni: „Þegar þú þykist vera að skrifa um Iðnó, ertu bara að skammast út af ráðhúsinu.“ Kannski segir hann, að nú sé ég að spjalla um Grím heitinn á Jökulsá til þess eins að koma mér upp tækifæri til að hrósa bók Thors Vilhjálms- sonar. Það væri að vísu ekki jafn- satt og sú undirhyggja væri rétt- mæt. Bílastæði við Kringluna AÐ UNDANFÖRNU hefur verið mikið aðsókn í Kringluna og þó að bílastæðin séu rúmlega 2.000 hefur komið fyrir á mestu álags- tímum að erfitt hafi verið að finna bílastæði. Til að bæta úr þessu hefur bílastæðum í ná- grenni Kringlunnar verið fjölgað um 900 nú fram til jóla, segir í fréttatilkynningu frá Kringl- unni. Þessi viðbótarstæði eru starfs- mannastæðin bak við Kringluna en þau eru nú einungis nýtt fyrir við- skiptavini. Heimilt er að leggja á lóð Verslunarskólans og á nýja bíla- stæðinu bak við Sjóvá-Almennar hf. Einnig hefur verið útbúið bíla- stæði á túninu fyrir norðan Hús verslunarinnar og verður það nýtt fyrir viðskiptavini ef frost er í jörðu. Þá hefur Kringlan afnot af bíla- stæði norðan við Útvarpshúsið við Efstaleiti og verður sérstakur bíll í ferðum allan daginn frá stæðinu norðan Útvarpsins og að Kringl- unni. Verslanir í Kringlunni verða opn- ar lengur nú um helgina. Á laugar- dag er opið til kl. 22 og á sunnudag verður opið frá kl. 13 til 17. Veit- ingastaðir Kringlunnar eru opnir lengur en verlanirnar. (Fréttatilkynning) Kostnaður vegna reyk- inga mun hærri en tekjur af tóbakssölu KOSTNAÐUR þjóðfélagsins af reykingum árið 1990 var á bilinu 200 til 700 milljónir króna umfram tekjur ríkisins af tóbakssölu sama ár. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands fyrir Tóbaksvarnarnefnd um þjóðfélagslegan kostnað vegna reykinga á íslandi árið 1990. Þá kemur fram í skýrslunni að a.m.k. 240 manns Iátist á hverju ári hér á landi af völdum reykinga. Talið er að beinn heilbrigðis- kostnaður vegna reykinga árið 1990 hafi verið á bilinu 370 til 400 milljónir króna og að almenn- ur sjúkrahúskostnaður vegna sjúkdóma af völdum reykinga hafi numið um 470 milljónum króna. í skýrslunni kemur fram að óbeinn kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga hafi verið í kringum 3 milljarðar króna, þar af í kringum 2 milljarðar vegna framleiðslu- eða vinnutaps vegna ótímabærra dauðsfalla, öorkuþega og veik- indaforföll reykingamanna. Þá er talið að annar þjóðfélags- legur kostnaður, svo sem eldsvoð- ar af völdum reykinga og fram- leiðslutap fyrirtækja vegna reyk- inga á vinnustöðum, aðallega í formi reykingahléa, hafi numið rúmum milljarði króna. Þjóðfé- lagslegar tekjur ríkisins af sölu tóbaks fyrir árið 1990 voru hins vegar rúmir 3 milljarðar króna. Skýrslan er unnin af Björgvini Sighvatssyni, sem ritgerð til hag- fræðiprófs með styrk frá Tóbaks- varnarnefnd. Á fundi, sem haldin var til að kynna skýrsluna, sagði Guðmundur Magnússon prófessor að um varfærnislegar tölur væri að ræða. Forsvarsmenn Tóbaks- varnanefndar telja að í raun sé kostnaður þjóðfélagsins vegna reykinga þó nokkuð hærri en fram kemur í skýrslunni. Björgvin Sighvatsson segir að a.m.k. 14% af þeim sem létu lífið árið 1990 hafi látist vegna reyk- inga. METEOR ELDVARNAREFNI ELDVÖRNIN, SEM BEÐIÐ HEFUR VERIÐ EFTIR. ÞÚ ÚÐAR METEOR YRIR BLÓMASKREYTINGUNA, JÓLAKRANSINN OG ALLT, SEM DREGUR í SIG EFNIÐ, Þ.E.A.S. GLUGGATJÖLD, BORÐDÚKA O.FL. O.FL. FÆST HJÁ: HAGKAUP, MIKLAGARÐI, BLÓMAVALI, KAUPF. ÁRNESINGA, BENSÍNSTÖÐVUM ESSO OG BLÓMAVERSLUNUM VÍÐA UM LAND. HEILDSÖLUDREIFING VEITIR HF., SÍMI 91-688838. Dömu- ojí herm- peysur í úrvalí Einnig: Bolir - vesti - skyrtur - blússur o.m.fl. ALLT A GOÐU VERÐI KARNABÆR Borgarkringlunni, sími 682912 Laugavegi 66, sími 22950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.