Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Fagrar myndir og tregafullur blær Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Matthías Johannessen: Árstíða- ferð um innri mann. Ljóð. 70 bls. Iðunn 1992. Innri maður kemur mjög við sögu í nýrri ljóðabók eftir Matthí- as Johannessen, Árstíðaferð um innri mann. í henni skoðar skáldið hug sinn og opnar okkur sýn inn í hann með því að færa tilfinning- ar sínar í búning ljóðsins. Sjálf hugmyndin um innri mann leiðir strax hugann að klofningi sálar og líkama, vitundar og ver- undar. Hún vekur upp minningar eða grun um að einhvern tímann hafi verið samruni og eining líkt og greinir frá í helstu trúarbrögð- um heimsins. Af sama toga er hugmyndin um sameiningu sálna, ástina og kærleikann. Að slíkri sameiningu víkur Matthías oft í kvæðum sínum. Þráin um samein- ingu er hreyfiafl þeirra margra og sömuleiðis sorgin við aðskilnað, söknuðurinn og treginn. Sá sökn- uður tengist einnig glímunni við tímann, forgengileikann og dauð- ann. Um slíka sameiningu er m.a. fjallað í kvæðunum Snerting og Vængjatak í búri. í síðamefnda kvæðinu er ljóðmælandi í líki flugu sem dregst að hinu elskaða eins og að ljósi „og þú breytir mér/ í ósýnilega/ hugsun þína“. Söknuð- ur og sorg vegna aðskilnaðar er þó ekki síður ásækið yrkisefni. „Sakna þín/ einsog sakni/ sólar hver dagur,“ segir í kvæðaflokkn- um Vötn eru augu þín. Um sameiningu og aðskilnað er einnig fjallað í fögrum ljóða- flokki Haustið er hugmynd um dauðann. Hann er ástar- og sakn- aðarljóð og segir frá sameiningu elskenda. Hugsanir snertast og hendur þeirra „eru greinar/ flétt- ast saman/ laufgast“. En hin elsk- aða hnígur að foldu: „Augu þín hverfa/ í myrkur/ og sex fet af þögn“ og ljóðmælandi fylgir sakn- andi „til grafar/ þeim ilmi/ sem eitt sinn/ varst þú“. Sé tákn- og myndheimur ljóða- flokksins skoðaður sést að Matthí- as leikur sér með myndir og tákn haustsins, til dæmis stjömur og lauf. í seinni hluta ljóðaflokksins er kvæði þar sem hinnar elskuðu er minnst: Kulnuð stjama hverfur þú í hreyfingarlausa þögn en ljós þitt fylgir okkur í gagnsæju myrkri En söknuðurinn tengist einnig forgengileika ljóðsjálfsins. „Hægt kveður tíminn,“ segir í kvæðinu Ellin, lokaþáttur sjónleiks og síðar í sama ljóði segir: augu þín hverfa himni sem áður var ungur af laufí og vindgrænum stráum við Qallbláa kliðandi vængi í uppstreymi hugans en hugmynd þín máist í íjarlægð sem deyr einsog dagur við eirbrúna sól undir himni sem hnígur til hafs Sömuleiðis verður dauðahugs- unin skáldinu ásækin. í kvæðinu Sigðgulur tími fremur dauðinn „haugbrot/ í hugsun þína“. Þar er „hús tímans/ bmnnið/ að köld- um kolum“. í Árstíðaferð um innri mann em allmargir ljóðaflokkar og lengri ljóð. Flest eru ljóðin í þess- um flokkum knappar og tálgaðar ljóðmyndir og minna sum hver á þá ljóðkjama sem birtust í bókinni Flýgur örn yfir (1984). Þó em einnig mælsk ljóð innan um þar sem hver ljóðmynd tekur við af annarri í haganlegri fléttu. Styttri ljóð er einnig að finna. Eitt stuttu ljóðanna í bókinni nefnist Ljóð eiga að lýsa áhrifum, ekki sannfæringu. Þetta er sam- kvæmt skáldinu vísun í enska skáldið Thomas Hardy (1840- Matthías Johannessen 1928) en það er ekki fráleitt að lesandi falli í þá freistni að skoða skáldskap Matthíasar í ljósi þessa ljóðheitis. Varla verður raunar sagt að hann hafi alltaf farið eftir slíkri kennisetningu og nægir að vísa til háðsádeiluljóða seinustu ljóðabók- ar hans, Fuglar og annað fólk (1991), því til staðfestingar. En í hinni nýju bók er ekki fjarri sanni að henni sé fylgt. Mörg kvæðanna em að ytra borði náttúruljóðræna eða ástarkvæði sem einkennast fremur af túlkun á tilfinningaleg- um upplifunum en skoðunum. Þetta eru kvæði sem hæglega mætti líkja við málverk þeirra af- strakt expressionista hér á landi sem fundu sína tjáningarleið í landslagsmálverkinu. Styrkur ljóð- anna byggist ekki hvað síst á sam- spili litaorða, tákna, vísana og ljóð- mynda þar sem leitast er við að láta náttúmmyndir kveikja eða endurvekja tilfínningar í huga les- enda. í ljóðaflokknum Árstíðaferð um innri mann teflir Matthías þannig fram ljóðrænni náttúraveröld, feg- urðarheimi. Hver náttúrumyndin rekur aðra þar sem leikið er á fjöl- skrúðugan litaskala frá lagðhvítu, páskadagsgulu og bláfextu að sandgráu og grámosóttu. Saman koma kosmísk öfl; sól, tungl, stjörnur og himinn en einnig hin smágervari náttúra; þrestir og lauf. Inn í árstíðabundnar náttúm- myndir fellir skáldið tilfínninga- Iegar upplifanir. Stundum era þær ljúfsárar: „Setjast snjóflyksur/ í sárar greipar// hvítasunnufugl- ar“. Eða tjáning ástar: Ást// fugl- ar/ við flögrandi/ hreiður/ án þess vita/ hvers vegna“. í þessum ljóðaflokki em margar áhrifaríkar en orðknappar ljóð- myndir. Má eiginlega segja að þær séu eitt helsta einkenni hans og ef því er að skipta bókarinnar allr- ar. Oft eru þær dvergasmíð eins og lokaljóð flokksins þar sem túlk- uð er endurfæðing sumars í hinum eilífa hring árstíðanna og sigur lífs á dauða: Rauðari en rauða í eggi nsandi sól úr skumi dauðans. Árstíðaferð um innri mann er athyglisverð bók full með fagrar myndir og tregafullan blæ. Hún er samin af kunnáttusemi, ríkri sköpunarþörf og þrótti. Ég hygg hún sé með bestu verkum skálds- ins. Ljóðmálið er agað og knappt, knappara en oft áður, og ferðalag- ið um hinn innri mann er um margt áhugavert. HAIR if^- Stamir if^~ Póstsendum if^~ Barnast. i 8 -35 LAGIR if^- Má þvo í þvottavél if^ Verð kr. 2.100 - 2.500,- if^- Fullorðinsst. 36-47 g íi-1471 1 r—0 g 96-24123 GÍSLI FERDINANDSSON HF tÆKJARGÖTU 6A - 101 REYKJAVÍK ■ HAFNARSTRÆTI 88 • 600 AKUREYRI if^- Hvítir, svartir og brúnir leðurklossar if^- Sveigjanlegur sóli if^ Stærð 35 - 47 ifþ* Verð 3.500,- kr. if^- Sendum í póstkröfu S 20937 GISLI FERDINANDSSON HF LÆKJARGÖTU 6A ■ 101 REYKJAVÍK ■ HAFNARSTRÆTI 88 ■ 600 AKUREYRI Umsjónarmaður Gísli Jónsson „Síðara dæmi Óðins“ í Háva- málum, öðm nafni Gunnlaðar- þáttur, hefst á þessari merki- legu vísu: Heima glaður gumi og við gesti reifur, svinnur skal um sig vera, minnugur og málupr, ef hann vill margfróður vera, oft skal góðs geta, fimbulfambi heitir sá er fátt kann ségja, það er ósnoturs aðal. Þessi kveðskapur hefur ekki alltaf verið tekinn saman og skýrður á einn og sama veg. Ég reyni það svona: Svinnur gumi skal vera glaður heima og reifur um sig við gesti, minnug- ur og málugur og geta oft góðs, ef hann vill vera margfróður. Sá er fátt kann segja, heitir fimbulfambi. Það er aðal ósnot- urs. Endursögn: Vitur maður á að vera glaður heima hjá sér og hress við gesti sína (kannski ríf- legur bæði í orðum og veiting- um). Hann á að vera minnugur og ræðinn og geta þess helst sem gott er (ekki vera umtalsillur), ef hann verðskuldar að kallast margfróður. Sá sem ekki kann að koma laglega fyrir sig orði, kallast fímbulfambi. Slíkt (það að kunna ekki að koma fyrir sig orði) er einkenni hins óvitra manns. Freysteinn Gunnarsson þýddi orðið fimbulfambi = „rugludall- ur, vaðalskollur, masgepill", enda skorti hann ekki orðvísi. Finnur Jónsson þýddi fimbul- fambi með danska orðinu ærke- tosse, enda var fimbulfambinn dæmigerður heimskingi. Nú á dögum er þetta orð víst lítið notað, en hvomgkynsorðið fimbulfamb talsvert. Það merk- ir mgl og froðusnakk, og eru þess dæmi ófá í ræðum manna. Reyndar var umsjónarmaður einkum að hugsa um boðskap- inn: oft skal góðs geta. Þetta fínnst honum spaklegt, en fer stundum eins og manni þeim sem sagðist ekki gera það góða sem hann vildi. Mig langar til að segja að ég sé skóginn fyrir trjánum. Ég meina að margir starfsmenn fjölmiðla eru prýði- lega máli farnir. Þess vegna er svo gremjulegt þegar fáeinir glapyrðingar (sem Arni Krist- jánsson samkennari minn kallaði taðjarpa) koma óorði á stéttina. Við þessu dugar held ég ekkert nema fræðsla og leiðbeining, og fyrir hvern og einn lestur góðra bóka, lestur og aftur lestur. Lestur sígildra bókmennta okk- ar, og nóg er af þeim, lestur þjóðsagna og höfuðskálda. „Þeir sem ekki þekkja classicos, era ónýtir,“ sagði Gröndal. Og svo hefst jag og nudd og nagg: Langar mig til að ítreka fáein atriði úr fyrri þáttum: a) Burt með „sjónmengun“. Slíkt heitir óprýði eða lýti. b) Eitt- hvað er augnayndi eða eyrna- yndi. Sr. Jón á Bægisá kallaði slíkt eyrna lyst. „Eyrnakon- fekt“ er með ólíkindum mis- heppnuð fyndni, ef ekki einber kauðaháttur. c) Vilja menn ekki í kyrrð og ró athuga hvort ekki megi með góðu móti losna við orðið „barnabarnabarnabarn"? Þetta minnir mig á orm. Orð eins og afkomendur, niðjar, vandamenn, venslafólk, frændur og tengdamenn geta hér oft átt við eftir atvikum, svo að forðast megi ofanprentaða langloku. ★ „Þegar litið er yfír íslenzk allsherjarmanntöl frá 19. öld, kemur þar margt kynlega fyrir 671. þáttur sjónir, það vekur blátt áfram furðu, hversu mikið veður þar uppi af ónefnum og skrípanöfn- um ýmiss konar . . . Duttlungar, hégómaskapur og fordild virðist þar svo oft hafa átt völdin og ráðið um nafnavalið ... í skól- um, ýmiss konar félagsskap og starfshópum, verða nú af- skræmislegu nöfnin skotspænir kerskni og aðkasts í mörgum myndum. Slíkt aðkast getur hæglega valdið ungri og við- kvæmri sál truflunum, sem draga úr sjálfstrausti og af- kastagetu og varpa Jafnvel skugga á framtíð alla. í návist þess, sem ónefni ber, er því oft brýnust þörfin á að hafa í huga orð skáldsins: „Aðgát skal höfð í nærvem sálar.“ (Sr. Jón Skagan í Iiugurinn flýgur víða 1972.) ★ Þegar líður að jólum, taka ýmsir að amast við tískuorðinu jólaglögg. Ég held það sé kom- ið úr sænsku og merki ,jóla- glóð“. Svo vill Bjarni Sigtryggs- son hafa það. En Haukur Ragn- arsson á Mógilsá vill heldur taka g í burtu og hafa jólalögg. Aft- ur á móti langar umsjónarmann til að minna á orðið jólafasta sem haft var í minni sveit, en virðist nú ómaklega þoka fyrir orðinu aðventa. ★ Nú er jólna sopið sumbl, sálminn lýk ég við. Ef drykkurinn er daufur, drósir, forlátið. Slítum mjaðar ei mót, meðan blundar sól; enginn veit, hvort aftur hittumst önnur jól. (GrímurThomsen 1820-96: Jólnasumbl.) Svo óskar umsjónarmaður ykkur öllum gleðilegra jóla. Næsti þáttur kemur 29. þ.m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.