Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Morgunblaðið/Kristinn Jólin nálgast Litlu jólin hafa verið haldin um allt land undanfarna daga í skólum og leikskólum. Mikil stemmning var leikskólanum Lækjarborg í gær þegar jólasveinninn kom í heimsókn. Elstu börnin höfðu einnig æft helgileik, sem þau sýndu yngri bömunum áður en jólasveinninn sýndi sig þeim til óblandinnar ánægju. Óveður á öllu austanverðu landinu í gær Næsta áhlaupi spáð suðvestanlands í nótt ÓVEÐUR geisaði á öllu austanverðu landinu í gær. Tékkneskum ríkisborgara var bjargað úr bíl sem hafði lent útaf vegi í Berufirði í fyrrinótt, og almannavamanefnd á Vopnafirði mæltist til þess i gærmorgun að fólk færi ekki út úr húsum meðan óveðrið gengi yfir. 1 gær voru 7-10 vindstig og mikil úrkoma á öllu austanverðu land- inu, allt frá Skagafirði í norðri til Vestmannaeyja í suðri, samkvæmt upplýsingum frá veðurstofu. Gert var ráð fyrir að veðrið lægði að mestu í nótt, og væri orðið gott í dag. Næsta áhlaupi er spáð suð- vestanlands, með roki og rigningu í nótt. Var með nóg af hangikjöti og sígarettum Djúpivognr. Leitað var að tékkneskum ríkis- borgara sem var á leið frá Stöðvar- firði til Reykjavikur i fyrrinótt, og hafði áformað að gista á Djúpa- vogi. Maðurinn lagði af stað um kvöldið, en er ekkert hafði spurst til hans seint i fyrrinótt voru kallað- ar út björgunarsveitir frá Breiðdals- vík og Djúpavogi. Björgunarsveitin Eining á Djúpavogi fann manninn VEÐUR / DAG kl. 12.00 HeimiW: Veðurelofa íslands (Byggt á veöurapé kl. 16.1Sigœr) m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri +7 snjókoma Reykjavík 47 léttskýjaö Bergen 8 rigning Helsinki 3 hálfskýjað Kaupmannahöfn 8 þokumóða Narssarssuaq 1 alskýjað Nuuk 0 skafrenningur Osló 5 rigning og súld Stokkhólmur 5 alskýjað Þórshöfn 6 (shaglél Algarve 15 skýjað Amsterdam 9 skýjað Barcelona 14 léttskýjað Berlin 2 þokumóða Chicago Feneyjar +3 alskýjað vantar Frankfurt 0 þokumóða Glasgow 5 alskýjað Hamborg 5 þokumóða London 10 rigning LosAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg 0 þoka Madrid 7 þokumóða Malaga 14 skýjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal +2 léttskýjað NewYork 6 hoiðskírt Orlando 17 skýjað París Madelra 10 skýjað vantar Róm 16 heiðsklrt Vín 0 alskýjað Washington 5 skýjað Wlnnipeg +16 snjókoma þar sem bíll hans hafði lent útaf veginum innan við Berufjarðará. Maðurinn hafði haldið kyrru fyrir í bílnum uns hjálpin barst, enda hafði hann nóg af hangikjöti og sígarettum meðferðis, að eigin sögn. G.B. Lögreglubíll fauk útaf í Fáskrúðsfirði Fáskrúðsfjör ður. Er lögreglan á Fáskrúðsfírði var á leið til Berufjarðar til að aðstoða við leitina að tékkanum, vildi ekki betur til en að lögreglubíllinn missti dekk af tveimur felgum. Óhappið varð fyrir botni Fáskrúðsfjarðar, og þegar verið var að tjakka bílinn upp vildi ekki betur til en að hann fauk útaf veginum. Mjög slæmt veður og mikil snjókoma var á Fá- skrúðsfirði í gær, og aðstoðaði björgunarsveitin fólk við að komast til síns heima. Albert Mestallt ófært frá Klaustri til Eyjafjarðar í gær var fært í nágrenni Reykja- víkur og með suðurströndinni að Kirkjubæjarklaustri, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins. Þar austanaf og allt norður til Eyja- fjarðar var meira og minna ófært milli byggðarlaga. Þá var ekki ferðaveður á norðurleið, þótt hægt hafi verið að komast um Oxnadals- heiði. Á hádegi var hætt að reyna að halda Holtavörðuheiðinni opinni, en nokkrir bílar munu hafa komist hana í gær. í Eyjafirði var ófært milli Akureyrar, Dalvíkur og Ólafs- fjarðar. Á norðanverðum Vestfjörðum var Botnsheiði opnuð í gær og fært milli ísafjarðar og Súgandafjarðar. Einnig var fært um Steingríms- íjarðarheiði og Djúp, en Breiðadals- heiði var ófær. Á sunnanverðum Vestíjörðum var fært um Barða- strönd og á Bíldudal. í dag hyggj- ást vegagérðarmenn moka eftir áætlun föstudagsins, ef veður leyfir. Flugsamgöngur austur í ólestri í gær Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum gekk flugumferð hálfbrösulega í gær. Þijár vélar fóru á Akureyri fyrri part dags og þijú flug til viðbótar voru ráðgerð. Þá fór vél til ísafjarðar, en vélin til Sauðárkróks kl. 12.30 varð að snúa við. Dimm él skullu á við og við, og festust bæði Akureyrar- og ísafjarðarvélar inni um hríð vegna þess. Ófært var til Vestmannaeyja, Hafnar, Egilsstaða og Húsavíkur, en gert var ráð fyrir að tækist að fljúga til Patreksfjarðar, Þingeyrar og Isafjarðar. Athuga átti með flug á Austfirði með kvöldinu. Miklar tafir hafa orðið á flugi í dag, og flestallar vélar fullar. Hjá íslandsflugi fengust þær upplýsingar að flogið hefði verið á Bíldudal og Flateyri samkvæmt áætlun í gærmorgun, en farþegar til Siglufjarðar voru fluttir með rútu frá Sauðárkróki. Ófært var til Vestmannaeyja og flugi til Norð- fjarðar var aflýst í gær, en gert ráð fyrir aukaflugi í dag. Þá var ráð- gert að fljúga á Rif auk leiguflugs til Akureyrar og á Sauðárkrók. Samkvæmt upplýsingum frá Bif- reiðastöð íslands var ferð til Hafnar í Hornafirði aflýst i gærmorgun, auk þess sem Akureyrarbílar lentu í slæmri færð um Holtavörðuheiði. Rafmagnsleysi á Austurlandi Samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitum ríkisins fór raf- magn af línum um Suðursveit, Mýrar og Öræfasveit í fyrrinótt og gærmorgun. Rafmagni var komið á um hádegi í gær í Suðursveit, en búist var við að takast myndi að gera við línurnar í Suðursveit og á Mýrum í gær. Línan í Öræfasveit fór ú'taf staurum á löngum kafla á Breiðamerkursandi, en vonir stóðu til að viðgerð tækist sem fyrst. Þá sló rafmagni út á Djúpavogi í þrígang í gærmorgun, en var kom- ið á aftur að mestu. Einnig var rafmagnslaust í hluta Berufjarðar og í Álftafirði og Hamarsfirði, þótt ekki væri talið að bilanimar væru alvarlegs eðlis. Rafmagn fór af Dalatanga í gærmorgun, en þar er varaaflstöð. í gærmorgun rofnaði útvarps- samband á Vopnafirði, og mikið álag var á símkerfínu víða á Aust- fjörðum í gær. Jólaöl fferjast ef það er ekki geymt í kæli SÉ JÓLAÖL, sem keypt er á plast- brúsum, ekki geymt í kæli heldur það áfram að geijast og þarf þá að tappa af því lofti ella gefur tappinn, eða brúsinn sjálfur, eftir og ölið flæðir. Leópold Sveinsson markaðsstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar staðfesti i sam- tali við Morgunblaðið að fyrir kæmi að kvartanir bærust yfir þessu fyrir hver jól. Hann sagði að til að vara fólk við þessu hefði ölgerðin fylgt eftir merkingum á umbúðum og við sölustaði með auglýsingum í utvarpi þar sem áréttað væri að ölið væri kælivara og til þess ætlast að það væri geymt í ísskáp. Skýringuna á geijuninni sagði Leópold þá að jólaöl væri ógeril- sneytt. Ölið væri ekki gerilsneytt því við það tapaði það hinu sérstæða bragði sínu, sem væri það sem kaup- endur væru að sækjast eftir. Hann kvaðst telja að merkingarnar og aug- iýsingarnar kæmust vel til skila enda hópur kaupendanna frekar þröngur, oftast keypti sama fólkið jólaöl ár eftir ár og þekkti því meðferð þess og vissi að annað hvort væri að geyma ölið í kæli þann skamma tíma sem það þyldi geymslu eða hleypa af því lofti. Þó væri algengt fyrir jól að 1-2 kvartanir bærust frá fólki sem orðið hefði fyrir óþægindum vegna þess að brúsi sem ekki hafi verið hafður í kæli hafi gefið sig. ------------- Engar vaxta- breytingar ENGAR vaxtabreytingar verða hjá bönkunum á mánudag, næsta vaxtabreytingadag. Víxilforvext- ir eru nú lægstir í Landsbanka og hjá Búnaðarbanka, eða 11,5%, en eru 11,6% hjá Sparisjóðunum. Hæstir eru þeir hins vegar hjá Íslandsbanka, 13,6%. í algengustu vaxtaflokkum skuldabréfa bankanna, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands, bjóða Landsbanki og Búnaðarbanki lægstu vexti óverðtryggðra bréfa, eða 12,25%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.