Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Eistland — land úr fjötrum eftir GrétarA. * Oskarsson Síðastliðið vor barst beiðni frá Eystrasaltslöndunum um aðstoð Norðurlanda við að skipuleggja flugmál í þessum löndum, eftir að þau höfðu sagt skilið við fyrrver- andi Sovétríki. Fyrir milligöngu SWEDAVIA, dótturfyrirtækis sænsku flugmálastjómarinnar, var sett saman ráðgjafarnefnd þriggja norrænna sérfræðinga í flugmálum til þess að aðstoða Eystrasaltslönd- in, Eistland, Lettland og Litháen, við að skipuleggja loftferðaeftirlit í þessum löndum og gera úttekt á nýstofnuðum flugfélögum land- anna. Norræn ráðgjafarnefnd í flugmálum Ráðgjafarnefndin, sem kostuð var af heimalöndum sérfræðing- anna, var skipuð einum fulltrúa frá Finnlandi, einum frá Svíþjóð og undirrituðum frá íslandi, en sam- kvæmt ákvörðun samgönguráð- herra var ákveðið að taka þátt í þessu samstarfsverkefni og standa fyrir kostnaði sem af því hlytist fyrir ísland. Sá kostnaður fólst einkum í því að lána mig til verk- efnisins í um 3 vikur í hverju landi Eystrasaltsríkjanna og standa straum af ferðakostnaði mínum og upphaldi. Starfið hófst í Eistlandi 5. júlí sl. með tveggja vikna úttekt og könnun á flugmálum Eistlands og lauk þar í landi með ítarlegri skýrslu sem afhent var flugmála- stjóm Eistlands formlega í Tallinn, höfuðborg landsins, í byijun sept- ember sl. Næst fer nefndin til Lit- háen og síðan til Lettlands. Mjög framandi var fyrir mig að koma til Eistlands því ég hafði aldrei áður komið til nokkurs lands Sovétríkj- anna fyrrverandi og mín einu kynni af evrópskum kommúnisma í raun vom nokkrar heimsóknir til Aust- ur-Berlínar fyrir og eftir byggingu Berlínarmúrsins fyrir um 30 árum. Innlimun í Sovétríkin Stalín innlimaði Eystrasaltsríkin í Sovétríkin í síðustu heimsstyijöld í samráði við nasistastjóm Hitlers. Tugir og jafnvel hundruð þúsunda Eistlendinga vom fluttir nauðung- arflutningi úr landi til Síberíu og til fæstra þeirra hefur spurst síðan. Stalín lét svo í stríðslok og næstu árin eftir stríð flytja hundruð þús- unda Rússa til Eistlands til „blóð- blöndunar“. Sú blóðblöndun hefur nú ekki gengið betur en svo að enn búa hundruð þúsunda Rússa í Eist- landi, oft á sérrússneskutn svæðum og hafa margir hveijir ekki haft fyrir því að læra eistnesku, heldur litið á sig sem forréttindastétt og telja sig yfír Eistlendinga hafna. Eistlendingar tala eigið tungu- mál sem er náskylt finnsku. Þeir era flestir lúterstrúar og í menn- ingu og lífsviðhorfum líkjast þeir mjög Norðurlandaþjóðum. Eistland er nú af krafti að bijótast úr fjötr- um sovéskra stjórnarhátta og kúg- unar. í 50 ár hefur eistneska þjóð- in verið fangi í eigin landi, mið- stýrt með kúgunarvaldi frá Moskvu; kúgunarvaldi sem jafnast á við hið versta í mannkynssögunni og er þá ekkert undanskilið. Flugfélag Eistlands Þegar Sovétríkin liðuðust í sund- ur klofnaði AEROFLOT, sovéska flugfélagið, í um 50 einingar en úr hverri einingu varð sérstakt flugfélag í hinum ýmsu fyrrverandi sovétlýðveldum. Eistlendingar stofnuðu ESTONLAN AIR, eða Flugfélag Eistlands, og uppistaða flugfélagsins var starfsfólk, flug- vélar og aðrar eignir AEROFLOT i Eistlandi. Kjarni flugflota ESTONLAN AIR er tólf Tupolev-134 flugvélar, tveggja hreyfla þotur sem taka um 80 farþega hver. Einnig á félagið nokkrar YAK-40 og Antonov-2 flugvélar, allt sovésk smíðaðar flugvélar sem ekki era sambærileg- ar við vestrænar gerðir, einkum að því er varðar þægindi farþega og hagkvæmni í rekstri. I niður- stöðum sínum lagði norræna ráð- gjafarnefndin því meðal annars til að sem allra fyrst yrðu keyptar eða leigðar vestrænar flugvélar til flug- rekstursins, einkum og sér í lagi af ofangreindum orsökum. ESTONIAN AIR flýgur nú áætl- unarflug til Vesturlanda, þ.e. Hels- inki, Stokkhólms, Kaupmanna- hafnar og Frankfurt. Fram til sjálf- stæðisins 1991 var ekkert flug í vesturátt frá Eistlandi og einu flug- leiðirnar voru til austurs, lengra inn i Sovétríkin, svo sem til Moskvu, Kiev og Leningrad. Ferð um Eistland Að lokinni fyrstu viku úttektar norrænu ráðgjafarnefndarinnar í Tallinn kom flugmálastjóri Eist- lands að máli við nefndina og spurði hvort einhver nefndarmanna væri fáanlegur til þess að fylgja honum til sovésks flugvallar og herstöðvar í suðurhluta landsins, en fyrir dyr- um stóð afhending herstöðvarinnar til eistneskra yfirvalda. Ákveðið var að ég færi í þessa för með flugmálastjóra Eistlands sem ráðgjafí hans og alþjóðlegur sérfræðingur í flugmálum og ókum við snemma morguns frá Tallinn til Párnu um 130 km leið, en þar var þessi sovéska herstöð. Á Ieiðinni fræddi flugmálastjór- inn mig um landið og sögu þess og benti mér á ýmislegt athyglis- vert. Þjóðvegurinn sem við ókum eftir var allgóður og vel við haldið enda áður notaður sem ein aðal flutningaleið sovéska hersins. Með nokkurra tuga kílómetra millibili á vegi þessum mátti sjá lögreglu- stöðvar sem fyrir sjálfstæðið voru notaðar til þess að hafa eftirlit með allri umferð sem um veginn fór en hafði nú hið snarasta verið breytt í kaffihús af framtakssömum ein- staklingum í nágrenninu sem kom- ist höfðu yfir húsnæðið! Á leiðinni mátti sjá bændabýli eða samyrkjubú sem eistneska stjórnin var að reyna að skipta og úthluta til þeirra sem vildu gerast sjálfstæðir bændur. Vandamálið var hins vegar það að ekki eru til neinir bændur lengur í Eistlandi. Það vantar alveg tvær kynslóðir af bændum í landinu og eins og flugmálastjórinn lýsti því: Að vera bóndi er ekki venjulegt starf, það er lífsmáti. Þjóðvegurinn til Párnu lá eigi langt frá ströndinni og áður hafði þess verið stranglega gætt og al- gjörlega bannað að beygja út af veginum í átt til strandar, nema viðkomandi hefði til þess sérstaka heimild og þar til gert vegabréf. Óttast var að fólk reyndi að flýja land, jafnvel syndandi, því ekki eru nema um 20-30 km milli Eistlands og Finnlands þar sem styst er. í sovéskri herstöð Þegar til Párnu kom ókum við rakleitt inn í sovésku herstöðina og svo mikið skildi ég af því sem sagt var að flugmálastjórinn kynnti mig fyrir rússnesku herforingjun- um sem alþjóðlegan sérfræðing í flugmálum og ráðgjafa eistnesku ríkisstjórnarinnar við úttekt á flug- vellinum. Rússnesku herforingjarn- ir litu mig hornauga en vora þó ekkert nema kurteisin. Sovéska herstöðin í Pámu er sjálfsagt ekkert frábrugðin öðrum sovéskum herstöðvum og herflug- völlum og líklega ekki svo frá- brugðin vestrænum (NATO) her- stöðvum heldur. Fyrir utan íbúðar- húsnæði hermanna og skrifstofu- húsnæði var ein mjög löng og breið flugbraut þarna, stjórnstöð (flug- stöð), vopnageymslur, eldsneytis- og birgðastöðvar, flugskýli og 28 sprengjuheld flugvélabyrgi, sem hvert um sig gat rúmað eina orr- ustu- eða sprengjuþotu. Frá flug- vellinum í Párnu hafa sovésku her- þotumar á undanförnum árum og áratugum flogið eftirlits- og æf- ingaflug yflr Eystrasalt, oft upp að sænsku yfírráðasvæði, og heyrði ég á námsárum mínum í Svíþjóð ýmsar sögur um misjöfn samskipti sænskra og sovéskra herþotna þar um slóðir. Öllum herþotum sem staðsettar höfðu verið á flugvellinum í Parnu hafði þegar verið flogið til Rúss- lands og flestir hermenn einnig verið sendir þangað. Einungis voru Grétar A. Óskarsson „Ég er stoltur af því að hafa fengið tækifæri og heimild íslensku ríkis- stjórnarinnar til þess að taka þátt í þessu þróunarverkefni í Eystrasaltsríkjunum og hvet eindregið til þess að aðstoð við þau verði aukin á öllum sviðum sem við getum við kom- ið.“ eftir um 100 herforingjar og yfír- menn sem semja áttu við eistnesk yfirvöld um yfirtöku flugvallarins og herstöðvarinnar. Ég skildi að vísu ekkert af samningaviðræðun- um sem fram fóru á rússnesku, en mér varð þó fljótlega ljóst að málið snerist um það að herforingjamir vildu fá undirritaða viðurkenningu frá flugmálastjóra Eistlands um það að hann hefði móttekið her- stöðina og að Eistland skuldaði Rússlandi einhver hundruð milljóna rúblna fyrir hana. Þar stóð hnífur- inn í kúnni því að flugmálastjóri Eistlands var ekki á því að skulda Rússum neitt. Frekar væri það í hina áttina, að Rússar skulduðu Eistlendingum skaðabætur, því að eftir skoðun okkar á flugvellinum kom ýmislegt æði misjafnt í ljós. Allar byggingar, íbúðarskálar og skrifstofur í herstöðinni, höfðu ver- ið tæmdar af öllu verðmætu. Jafn- vel kranar, vaskar, ofnar, ljósaper- ur, rafmagnsrofar og fleira þess háttar hafði verið fjarlægt og hirt. Öll húsgögn og allar innréttingar sem hægt var að fjarlægja voru horfin. Einn hlutur hékk þó enn uppi á vegg í fyrrum svefnsal her- manna, augsjáanlega af því að engum fannst neitt verðmæti í því að hirða hlutinn. Þetta var innrömmuð mynd af Lenín, túss- teikning eftir eistneskan listamann frá árinu 1969. Ég girntist mynd- ina á svipstundu og flugmálastjóri Eistlands var fljótur að ijarlægja hana af veggnum og gefa mér. Prýðir nú þessi virðulega mynd af Lenín stofuvegg heima hjá mér eftir að hafa hangið í nær aldar- fjórðung í sovéskri herstöð. Mengunarslys Óskapleg mengun frá eldsneytis- stöð flugvallarins mengaði allt umhverfið olíu. Greinilega hafði leki komið að neðanjarðarleiðslum eldsneytiskerfisins sem notað var til þess að fylla eldsneyti á herþot- urnar og lak allverulegt magn elds- neytis stöðugt út og streymdi upp á yfirborðið á tveimur stöðum í útjaðri flugvallarins og lak meðal annars út í litla á sem rann þar hjá. Var hér auðsjáanlega um mjög al- varlegt mengunarslys að ræða og hafði olía svo smálestum skipti greinilega lekið út og lak ennþá. Vandséð var hvernig hægt væri að leysa vandann því að rússnesku herforingjarnir sögðu engar teikn- ingar til af eldsneytislögnum her- stöðvarinnar og því erfitt um vik að komast að upptökum mengunar- innar. Greinilegt var að mikið magn olíu var neðanjarðar, meira og minna undir allri herstöðinni, þótt olían rynni ekki sjáanlega upp á yfírborðið nema á tveimur stöðum alllangt frá eldsneytislögnunum. Erindi okkar um yfirtöku her- stöðvarinnar lauk því án árangurs í þetta sinn og neitaði flugmála- stjóri Eistlands að taka við herstöð- inni fyrr en teikningar eldsneytis- lagna lægju fyrir og Rússar féllu frá öllum kröfum um greiðslu fyrir flugvöllinn. Þegar ég kom til Eist- lands aftur í byijun september hafði málið leyst á þann hátt að teikningarnar höfðu fundist í Pét- ursborg (Leningrad), hreinsun olíu- mengunarinnar var hafin og líkur voru á að löndin sættust á yfirtöku flugvallarins án endurgjalds. Erfitt er fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir þeim geigvænlegu vandamálum sem Eystrasaltsríkin standa frammi fyrir. Enn eru tugþúsundir her- manna fyrrverandi Sovétríkja í þessum löndum og eru ógn við . sjálfstæði þeirra og fullveldi. Þegar herliðið hverfur á braut eins og í Párnu skilur það eftir sig auðn, eyðileggingu og hrikalega mengun, því ofangreint dæmi um olíumeng- un í Párnu er ekkert einsdæmi, heldur frekar dæmigert fyrir ástandið í öðrum stöðvum sovéska hersins í landinu. Eistland og íbúar þess Ibúar Eistlands era um 1,5 millj- ónir og landið er um 45 þúsund ferkm eða tæplega helmingur flat- armáls íslands. Tallinn er höfuð- borgin með um hálfa milljón íbúa, þar af 47% Eistlendinga og 53% rússnesku mælandi íbúa. Lífskjör eru bág miðað við Vesturlönd og kaup mjög lágt. Skrifstofumaður hefur um 1.200 krónur í kaup á mánuði, en á móti kemur að matur og nauðsynjar eru á lágu verði. Auðvelt er nú orðið að komast til Eistlands og landið er sérstak- lega ódýrt sem ferðamannaland. Matur og drykkur (öl og vín) er því sem næst ókeypis miðað við verðlag hér á landi. Ferjur ganga daglega til Tallinn frá Stokkhólmi og Helsinki og reglubundið flug er frá Helsinki, Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn með ESTONIAN AIR, FINNAIR og SAS. Eistlendingar eru einstaklega vingjamlegir og hjálpsamir, sér- staklega gagnvart Norðurlandabú- um og ekki síst gagnvart okkur Islendingum. Fjölmargir minntust á það við mig að ísland hefði verið fyrst Vesturlanda til þess að viður- kenna sjálfstæði Eistlands og það væri geymt en ekki gleymt. Lokaorð Fyrir þá aðstoð í flugmálum sem við þremenningarnir, fyrir hönd íslands, Svíþjóðar og Finnlands, veittum Eistlendingum sl. sumar era þeir sérstaklega þakklátir og hafa látið þakklæti sitt í ljós á margan hátt, bæði skriflega við okkur og í orði á alþjóðlegum vett- vangi, þ.m.t. hjá Alþjóðaflugmála- stofnuninni. Ég er stoltur af því að hafa feng- ið tækifæri og heimild íslensku rík- isstjórnarinnar til þess að taka þátt í þessu þróunarverkefni í Eystra- saltsríkjunum og hvet eindregið til þess að aðstoð við þau verði aukin á öllum sviðum sem við getum við komið. Sérfræðiaðstoð kostar ekki mikla peninga en er vel þegin og kemur að miklu gagni þar sem menning, menntun og hugvit er fyrir hendi til þess að meðtaka og nýta hana. Þeim peningum er vel varið og ekki sóað til einskis, eins og oft vill verða í löndum þriðja heimsins, þar sem ráðamenn nota þróunarhjálp Vesturlanda oftar en ekki til vopnakaupa og til þess að slátra eigin þegnum. Höfundur er flugvélaverk- fræðingur og framkvæmdastjóri loftferðaeftirlits. VEUIÐ ÞAÐ BESTA VEUIÐ Ifö Ifö 4 1— á z LU CXL X - SÆNSK GÆÐAVARA FASTI BYGGINGAVORU- VERSLUNUM UM LAND ALLT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.