Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 FOLX ■ PHOENIX er með bestan árang- ur allra liða í NBA-deildinni í körfu- knattleik, eftir sigur á Washington í vikunni, 125:110. Sköllótti snilling- ■^■■■■1 urinn Charles Bar- Frá Gunnarí kley átti enn einn Valgeirssyni í stórleikinn með lið- Bandaríkjunum jnu> skoraði 35 stig. ■ DANNY Ainge, önnur gömul kempa, sem kom frá Boston, hefur einnig leikið mjög vei með Phoenix undanfarið. Hann gerði 23 stig gegn Washington. Lið Phoenix hefur unnið 15 leiki en tapað 4. ■ SEDALE Threatt, bakvörður Los Angeles Lakers gerði 24 stig er liðið vann San Antonio á útivelli, 107:101. Miðheijinn David Robin- son skoraði 25 stig fyrir heimaliðið og tók 14 fráköst. ■ PATRICK Ewing átti enn stór- leikinn er New York Knicks sigraði New Jersey á útivelli, 108:104. Hann gerði 27 stig. ■ CHICAGO vann lið Charlotte 125:110, og þar voru „ólympíubræð- umir“ í aðalhlutverkinu hjá meistur- unum. Scottie Pippen gerði 26 stig og Michael Jordan 25. Þetta var 16. sigur Chicago í röð gegn Charl- otte — hefur reyndar aldrei tapað fyrir liðinu. ■ BOSTON, sem byijaði verr í vetur en síðustu 20 árin, hefur unnið átta af síðustu ellefu leikjum. Reggie Lewis gerði 31 stig og gömlu kemp- umar Kevin McHale og Robert Parish voru einnig geysisterkir; McHale gerði 22 stig og Parish 21, er liðið vann Minneapolis á útivelli, 124:119, eftir tvær framlengingar. ■ DETROIT byijaði illa eins og Boston. En liðið sigraði Atlanta ör- ugglega, 107:94 á útivelli í fyrrinótt og er nú með níu sigra og 10 töp. Joe Dumars skoraði 32 stig fyrir Detroit og Isiah Thomas gerði 23 stig og átti auk þess 16 stoðsending- ar. ■ ÁKVEÐIÐ hefur verið. að fjölga um tvö lið í NHL-deiIdinni í íshokkí eftir tvö ár. ■ FORRÁÐAMENN íshokkídeild- arinnar ákváðu að annað liðið yrði staðsett í Miami á Flórída en hitt i Kalifomíu. Ekki er endanlega ákveð- ið hvar, en Disney-fyrirtækinu var úthlutað liðinu, ekki ákveðinni borg eins og venja er. Heimavöllur liðsins, íþróttahöll sem á eftir að byggja, verður annað hvort innan Disneyw- orld svæðisins eða skammt frá! KNATTSPYRNA Marco van Basten með verðlaun- in, sem fylgja nafnbótinni. Nýjar bækur ■ Lærðu handknattleik heitir nýútkomin bók eftir Geir Hallsteinsson og Janus Guðlaugsson. í tilkynningu frá útgáfu seg- ir m.a.: „Þetta er æfinga- og kennslubók í undirstöðuatrið- um og tækni handknattleiks fyrir böm og unglinga. Hún getur einnig verið þjálfurum, leiðbeinendum og öðrum áhugamönnum um handknatt- leik fróðlegt og skemmtileg lestrarefni. Helstu kaflaheiti bókarinnar eru: Góður hand- knattleiksmaður, Líkamsþjálf- un, Knatttækni, Knattrak og leikbrellur, Skot og skotaf- brigði, Sóknarleikur, Vamar- staða og varnarhreyfmg, Mark- maður, Tækni í leik og Leik- skipulag.“ Höfundar bókarinnar eru báðir fyrrum leikmenn islenska landsliðsins í handknattleik. Geir er deildarstjóri íþrótta- kennslu við Flensborgarskól- ann í Hafnarfírði. Janus starfar við námsstjóm í íþróttum við menntamálaráðuneytið. Þeir hafa báðir mikla reynslu í hand- knattleik, bæði sem þjálfarar og Jeikmenn. Útgefandi er IÐNÚ. Bókin er 117 blaðsíður, prentuð í prentstofu IÐNÚ. Van Basten knatt- spymumaður Evrópu HOLLENSKI miðherjinn hjá AC Milan á Ítalíu, Marco van Basten, verður útnefndur Knattspyrnumaður Evrópu á morgun, sunnudag, að sögn ffeufer-fréttastofunnar. Van Basten var útnefndur 1988 og 1989 og verður þriðji knatt- spyrnumaðurinn, sem nær því að verða valinn þrisvar sá besti. Hinir eru landi hans Johan Cruyff, nú þjálf- ari Barcelona á Spáni, og Frakkinn Michel Platini, fyrrverandi landsliðs- þjálfari Frakklands. Samkvæmt heimildum Reuter- fréttastofunnar stóð slagurinn að þessu sinni fyrst og fremst á milli Hollendingsins og Búlgarans Hristo Stoichkov, sem átti stóran þátt í að Barcelona sigraði í Evrópukeppni meistaraliða. Van Basten hefur verið lykilmaður hjá AC Milan, sem virðist ósigrandi um þessar mundir, og gerði m.a. öll fjögur mörkin í 4:0 sigri gegn Gauta- borg í Evrópukeppni meistaraliða á dögunum. Hins vegar missti miðheij- inn af HM-leik Hollands gegn Tyrk- landi s.l. miðvikudagskvöld vegna meiðsla og í kjölfar lækisskoðunar í Sviss í gær var ákveðið að skera hann upp á ökkla á mánudag og er talið að hann verði frá keppni í tvo mánuði. Enginn efast um hæfni Hollend- ingsins, þó hann hafí ekki skorað úr vítaspymu í vítakeppni að lokinni framlengingu í undanúrslitum Evr- ópukeppni landsliða, sem gerði það að verkum að Danir léku til úrslita. Að margra áliti stóð hann á hátindi ferilsins 1988, þegar hann gerði fímm mörk í úrslitakeppni EM og átti stóran þátt í sigri Hollendinga, en þá var hann kjörinn besti maður keppninnar. Frakkinn Jean-Pierre Papin var kjörinn knattspymumaður Evrópu í fyrra. Þá lék hann með Marseille, en er nú samheiji Bastens hjá AC Milan. Golfæfingar heima í stofu Myndbönd Skúli Unnar Sveinsson Amar Már Ólafsson: Golf- kennsla. Útg. Kvikmyndafélag Nýja bíós 1992. Út em komin þijú kennslumynd- bönd um golf. Það er kvikmyndafé- lag Nýja bíós sem gerði myndbönd- in og sér um dreifíngu en kennari er Amar Már Olafsson golfkennari úr Hafnarfírði. Það er rétt að taka fram strax að sá er þetta skrifar var mjög efins um hvernig hægt væri að kenna golf á myndbandi en eftir að hafa skoðað myndbönd- in hefur afstaðan breyst. Það er hægt að æfa golf heima í stofu. Ef marka má myndböndin þijú þá er Amar Már mjög góður golf- kennari, enda nam hann uppeldis- fræði og kennslufræði í Kennarahá- skólanum áður en hann fór út í að læra til golfkennara. Efnið er skipu- lega sett upp og einstaklega skemmtilega fram sett. Amari Má tekst að gera hlutina einfalda, en á sama tíma fer hann það djúpt í hvert atriði að menn sjá að það liggja miklar rannsóknir að baki hverri hreyfíngu kylfíngsins. Myndböndin þijú eru mjög svipuð að lengd, eða rétt tæplega klukku- stundar löng, og em þá auglýsingar sem em fremst á böndunum ekki taldar með. Fyrsta myndbandið heitir Golf fyrir byijendur og er þar farið í golfsveifluna, gripið, stöðuna og önnur gmnnatriði. Næsta band heitir Golfsveiflan og þar fer Arnar Már nánar í undirstöðuatriðin auk þess sem hann fer mjög nákvæm- lega í öll atriði sveiflunnar. Einnig kennir hann hvemig slá á úr braut- arglompum og úr háu grasi. í lokin slær hann nokkur högg úr halla, há högg og lág högg auk þess sem hann „slæsar og húkkar" að vild og sýnir hvemig á að gera slíkt ef á þarf að halda. Á þriðja myndband- inu, Stutta spilinu, byijar Arnar Már á púttinu þó svo vippin hefðu verið eðlilegra framhald af hinum spólunum tveimur. Menn enda jú hveija holu á pútti. Myndböndin em tekin upp á La Manga golfvellinum á Spáni og er umhverfið mjög fagurt, myndatak- an góð og hljóðið skýrt og greini- legt, enda Arnar Már mjög skýr- mæltur. Öll tæknivinna er góð, alla vega nógu góð fyrir leikmann, og hvergi sér maður að klippt hafi verið þó svo maður viti auðvitað að það hafí þurft að klippa hingað og þangað til að koma öllu heim og saman. Einu vandræðin sem framleiðendur virðast hafa lent í EM Saga Evrópukeppni landsliða í knattspymu 1958-1992 eftir Sigmund Ó. Steinarsson blaðamann í bókinni rekur höfundur merka sögu Evrópukeppn- innar í knattspyrnu. Hann segir frá eftirminnilegum leikjum í keppninni og fræknum knattspyrnugörpum sem sett hafa svip sinn á keppnina allt frá því að hún hófst árið 1958 til úrslitakeppninnar í sumar þar sem Danir komu, sáu og sigruðu í orðsins fyllstu merk- ingu. ítarlega er fjallað um þátttöku íslendinga í keppninni og bókin hefur einnig að geyma öll úr- slit keppninnar að því ógleymdu að 150 af bestu knattspyrnumönnum Evrópu koma við sögu. Góð bók frd Fróða FROÐI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA er þegar Stutta spilið var tekið upp. Þá dregur ský fyrir sólu öðru hveiju og breytist lýsingin nokkuð við það. Þá var einnig strekkings vindur en hljóðið skilar sér engu að síður vel. Eins og áður segir er Arnar Már mjög skýrmæltur en honum hættir dálítið til að nota erlend orð þegar góð og gegn íslensk orð eru til og talsvert notuð. Flöt er nokkuð sem er að festast í málinu og notar Arnar Már það oftast en öðru hveiju notar hann erlenda orðið. Þá talar hann alltaf um lappir og haus í stað fóta og höfuðs. ’Eg hefði kosið að heyra Amar Má nota meira af ís- lenskum orðum sem menn hafa verið að reyna að festa í sessi með- ai kylfínga. Þ-. sem hann er í fé- lagi atvinn..kylfinga, íslenska PGA, sem setur stimpil sinn á myndbönd- in, ætti hann og íslenska PGA að stuðla að því að nota íslensk orð yfir hlutina — þegar þau eru til. Arnar Már sýnir nokkrar æfingar í lok hvers myndbands, æfingar sem hægt er að gera svo til hvar sem er. ’A meðan menn horfa á mynd- böndin er því tilvalið að vera með kylfumar við hendina. Ef það er gert og farið er í gegnum öll mynd- böndin, en það tekur tæpar þijár klukkustundir, er ég viss um að menn verða með harðsperrur í ein- hveijum vöðvum daginn eftir. Hvert myndband kostar tæpar þijú þúsund krónur, en þeir sem eitthvað hafa leikið golf ættu ekki að þurfa að kaupa fyrsta mynd- bandið, það er hins vegar mjög skilmerkilegt og nýtist öllum. Nú er bara að sjá hvort forgjöfin lækk- ar næsta sumar, því auðvitað ætla ég að æfa mig í stofunni í allan vetur. ALMENNA BÖKAFÉLAGIÐ HF - góð bók um jólin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.