Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 * Haförninn fastur í ísnum. Útsýnið úr brúnni þegar fór að rofa. Skipstjórinn í 18 gráðu frosti í brúnni í hafísmar- tröðinni miðri. Landhelgismálaráðunautur írlands Meðan á þessu stóð athugaði Sigurður sinn gang. Ætlaði hann að eyða lífi sínu á þennan hátt, fjarri eiginkonu og sex bömum? Hann ákvað að koma sér burt úr þessum kulda og ís vildi hann ekki sjá framar nema kannski í glasi! Hann afréð að kaupa björgunar- og varðskipið Sæbjörgina, selja allar eigur sínar hér á landi og sigla um heimshöfin. Sú ferð stóð í tvö og hálft ár. Fjölskyldan sigldi héðan að hausti og kom að landi á írlandi með viðkomu í Liverpool. Aþessum tíma óð sardína upp að Irlands- ströndum í miklu magni og allra þjóða kvikindi veiddu hana uppi í landsteinum. írar voru mjög van- búnir hvað varðskip snerti. Sigurð- ur ræddi þessi mál óspart við menn á bryggjunni í Cobbage sem er hafnarbærinn í Cork og fannst heldur lítið leggjast fyrir lra miðað við íslendinga sem þó byggju við miklu verri veður og aðstæður. Sögurnar af Sigurði bámst mann fram af manni alla leið til sjávarút- vegsráðherra írlands í Dublin sem kallaði hann á sinn fund. „Það var tekið afskaplega vel á móti mér og eftir fund okkar vildi hann vita hvort ég væri tilkippilegur að setj- ast að á írlandi og verða ráðunaut- ur hjá þeim í þessum málum og bauð mér hús í Cork og hvaðeina. Trúlega hefur hann svona í leiðinni viljað leigja af mér bátinn og kannski fyrst og fremst verið á höttunum eftir honum því hann hafði fallbyssustæði og það var ekkert annað að gera en að skrúfa byssuna á. En ég gat ekki hugsað mér að fara að taka þátt í neinu slíku og afsakaði mig á alla lund og bar helst við sólarleysinu á ír- landi, ég væri eiginlega á leiðinni í sólina með íjölskylduna svo þetta væri því miður ekki mögulegt.“ Heilaþvottur á skemmtiferðaskipi Sigurður sigldi sína leið með fjölskylduna á Sæbjörginni, sem nú hét Bonnie, og nokkru síðar komu þau til Safi í Marokkó: „í höfninni í Safi lá glæsilegt hvítmál- að farþegaskip sem við höfðum tekið eftir af og til á siglingu á Miðjarðarhafmu. Ég hafði ályktað sem svo að þetta væri skemmti- ferðaskip en fannst ég kannast eitthvað við lagið á því. En ég gat ekki áttað mig á hvar ég hefði séð það áður. Nú var ég búinn að láta gera við Bonnie og vildi því endi- lega verða mér úti um málningu og mála hana almennilega. Mér fannst nærtækast að fara í heim- sókn í hvíta skipið, sem hét Apollo, og fá hjá þeim örlitla málningu því þar virtist alltaf einhver vera að dytta að og gera fínt. Ég fór um níuleytið um morgun- inn, hitti yfirstýrimanninn og spurði hvort ég gæti fengið máln- ingu. Hann spjallaði við mig, for- vitnaðist um ferðir mínar og lauk fundi okkar með því að rétt fyrir hádegi var búið að ráða mig sem skipstjóra á þessu skipi. Fyrri skip- stjóri hafði hætt daginn áður, að ég held, og þeir höfðu verið að leita að manni símleiðis vítt um Evrópu en engan fundið og bráð- vantaði mann í starfíð.“ Þetta reyndist ekki vera neitt venjulegt skemmtiferðaskip heldur var um borð eins konar skóli bandarísks félagsskapar þar sem menn fóru vikulega í heilaþvott til að losa sig við óæskilegar hugsanir. Sigurður var skipstjóri um borð í Apollo í þijá mánuði en þá var kona hans, Edda Konráðsdóttir, búin að fá sig fullsadda af þessu liði svo þau héldu sína leið — á nýmálaðri Sæbjörginni. Skipbrotsmenn Á flakki sínu um heimshöfín kynntust þau m.a. Robertson-fjöl- skyldunni sem einnig var á flandri um veröldina. Sigurði fannst skúta þeirra, Lucette, heldur illa útbúin svo hann gaf þeim björgunarbát af Sæbjörginni. „Þau skildu við okkur á Miami, mánuði síðar, sigldu til Jamaica, í gegnum Pa- namaskurðinn til Galapagoseyja. En vestur af eyjunum hittu þau á háhyrningavöðu. Tveir eða þrír hvalir syntu af fullum krafti á Lucette sem fékk á sig gat og sökk á innan við mínútu. Og þá kom íslenski gúmmíbáturinn þeim til bjargar. Hann blés sig upp um leið og hann kom í sjóinn og þau komust öll, sex að tölu, um borð en báturinn rúmaði tíu. Það sem bjargaði þeim fyrst og fremst var að þessi bátur skyldi vera íslenskur. Þá var búið að leiða í lög á íslandi að allar vistir skyldu vera í björgunarbátum: Vatn, hita- pokar, matvæli, rakettur og björg- unarblys. Og án þessa útbúnaðar hefðu þau aldrei komist af. Ég hafði á sínum tíma þröngvað hon- um inn á þau því þau vildu hann alls ekki, fannst hann bæði ljótur og plássfrekur. En á þessum bát og litlum þriggja manna plastbát sem bjargaðist af Lucette voru þau á reki í 38 daga.“ Dugal Robertson skrifaði bók um þessa reynslu sína sem kom út á íslensku fyrir nokkr- um árum og nefndist Hrakningar í söltum sjó. í tilefni af útkomu bókarinnar í Bandaríkjunum kom hann fram í fjölda sjónvarpsþátta og bauð Sigurði sem heiðursgesti í öll viðtöl því hann leit svo á að hann hefði bjargað lífí fjölskyld- unnar. Óvæntur fundur í Panamaskurdinum Sigurður kom að landi með fjöl- skyldu sína í Bandaríkjunum. Þar hefur hann búið í tuttugu ár, verið skipstjóri á risaflutningaskipum sem flutt hafa gjafakorn Banda- ríkjamanna, átt skip í rannsóknar- iðnaði og stundað ýmiss konar við- skipti. Hann var sex ár skipstjóri á risaflutningaskipinu Liberty Wave. Árið 1988 átti hann að flytja fullfermi af komi til Egyptalands og þurfti að fara gegnum Panama- skurðinn. Það er mikið nákvæmn- isverk að hlaða slík skip þegar ekki má muna tommu á því hvem- ig það liggur, m.a. þarf að taka olíueyðsluna með í reikninginn. Þegar hann athugaði djúpristuna úti fyrir Panama reyndist skipið rista fjórum tommum of djúpt. Hvemig átti hann að komast með yfírlestað skip í gegnum Panama- skurðinn? „Mistök af þessu tagi geta kostað mann starfið svo ég var orðinn nokkuð áhyggjufullur þegar ég beið eftir yfírhafnsögu- manninum sem átti að lóðsa okkur í gegnum skurðinn. Ég gekk um gólf og ásakaði sjálfan mig fyrir asnaskapinn. Hér þurfti kraftaverk til að komast klakklaust í gegn. SJÁ NÆSTU SÍÐU HyAÐA SILD FINNST ÞÉR BEST? Síld er herramannsmatur. Hún er auk þess holl, næringarrík og frískandi. Þú getur valið úr 10 ólíkum tegundum frá íslenskum matvælum, öllum ljúfengum. Skrifaðu heitið á eftirlætis síldinni þinni frá íslenskum matvælum og sendu okkur seðilinn útfylltan í pósti. Við drögum út 10 nöfn og hver vinningshafi fær vöruúttekt frá okkur* að verðmæti 5.000 krónur. Skilafrestur er til 15. janúar 1993. Mér fínnst Nafn-------- best. Heimilisfang Sími —.------ ICEFOOD ISLENSK MAWÆU HVALEYRARBRAUT 4 - 6 220 HAFNARFJÖRÐUR *Við framleiðum einnig reykta síld, kryddlax, ferskan, reyktan og grafinn lax, graflaxsósu, laxasalat, beikon -, kína-, og vorrúllur. LÁTIÐ FRÖNSKU LAMPANA FRÁ LE DAUPHIN LÝSA UPP JÓLIN - MIKIÐ ÚRVAL- le Qauphin FRANCE HEKLA LAUGAVEG1174 - SÍMAR 695500 695550
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.