Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 28

Morgunblaðið - 19.12.1992, Síða 28
0 s 28 seef fl33M333CI .et HUDAQHADUAJ QiaAiaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 SMITH & NORLAND FIP og Félag bókagerðarmanna Meira en þú geturímyndaó þér! Fólk er hvatt til að kaupa að- eins bækur prentaðar hérlendis FÉLAG íslenskra prentiðnaðar- ins og Félag bókagerðarmanna hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á þeim bókum sem prentaðar eru á íslandi með því að láta útbúa auglýsingaspjöld til að hengja upp í bókabúðum jafnframt því sem allmargir út- gefendur hafa fallist á að merkja bækur prentaðar á Islandi með sérstökum límmiðum. Þórir Guð- jónsson, formaður Félags bóka- gerðarmanna, segir að þetta sé gert til að berjast gegn atvinnu- leysi í prentiðnaði. Það fari vax- andi á sama tima og sumir ís- lenskir útgefendur láti í auknum mæli prenta bækur sínar erlend- is, án þess að séð verði að íslensk- ir neytendur njóti góðs af í lægra verði, og sljórnvöld hafi áform um að leggja 14% virðisáuka- skatt á bækur, blöð og tímarit, sem seld séu hér á Iandi. Félag íslenskra prentiðnaðarins mun veita sérstaka viðurkenningnu í byijun næsta árs fyrir bækur, sem þykja skara fram úr fyrir útlit og vörugæði, og prentaðar eru hér á landi. Samhliða átakinu til að beijast gegn atvinnuleysi bókagerðar- manna, sem nú er 4,5% og stefnir í 8-10% á næstu mánuðum miðað við fram komnar uppsagnir, að sögn Þórarins Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra FÍP, verða birtar auglýsingar í blöðum þar sem al- menningur er hvattur til að kaupa íslenskar bækur til jólagjafa og stuðla þannig að meiri atvinnu. Verðlaun fyrir handverk Þá hyggst FÍP veita viðurkenn- ingu fyrir bækur, sem prentaðar eru á Islandi árið 1992, og þykja skara fram úr hvað varðar útlit og vörugæði. Þriggja manna dómnefnd mun meta þær bækur sem tilnefnd- ar verða en gert er ráð fyrir að bæði prentsmiðjur og bókaútgef- endur geti tilnefnt bækur til verð- launanna. Þórarinn sagði að FÍP vonaðist til að viðurkenningin, sem verður veitt fyrir fagvinnu bóka- gerðarmanna en ekki menningar- legt gildi, geti orðið prentiðnaðinum Skilti sem vekur athygli á íslenskum prentiðnaði hefur nú verið sett upp hjá Eymundsson í Austurstræti. lyftistöng og hvatning til að mæta erfiðum tímum af baráttuhug. Þórir Guðjónsson, formaður Fé- lags bókagerðarmanna, sagði við Morgunblaðið að mjög mismunandi væri hvort forlög létu prenta fyrir sig bækur erlendis eða ekki. Sum létu prenta alla sína útgáfu hérlend- is, aðrir að verulegu leyti erlendis. íslenskir bókagerðarmenn drægju í efa fullyrðingar útgefenda sem kysu að láta prenta bækur erlendis, oft í Belgíu eða löndum Asíu, um að með því spöruðust stórar Qár- hæðir, jafnvel þótt víða erlendis þekktust sérstök lánakjör til fyrir- tækja sem flyttu út vinnu við prent- vinnslu. Kostnaður við prentvinnslu hér á landi væri 5-600 krónur á hveija bók, að meðtöldu bókbandi, og vafasamt væri að erlendis byð- ust kjör, sem að teknu tiliiti til flutn- ingskostnaðar, væru svo miklu betri að réttlætti að flytja prentvinnsluna úr landi. Ef ávinningur væri af því virtist hann að minnsta kosti ekki koma fram í því sem að kaupendum sneri. Hins vegar væri það áhyggjuefni einkum í ljósi fyrirætlana stjórn- valda um að leggja virðisaukaskatt á bækur að með aukinni skattlagn- ingu yrði það hagstæðara fyrir út- '?ÆjBSS$k ■ ■ rif • j mr : '/ sérverslun meö baðvörur Hvað er notalegra en heitt og ilmandi bað cftir erilsaman dag? Bað og heilsa er ný sérverslun í Borgarkringlunni með einstakt úrval af baðvörum fyrir þá sem vilja dckra við sjálfa sig - og aðra! Auk þess höfúm við á boðstólum ýmislegt flcira sem eykur ánægjuna af notalegu baði s.s. þykk, ffeistandi hand- klæði, baðsloppa og úrval skemmtilegra fylgihluta fyrir bað- herbergiö s.s. tannburstaglös og sápuskálar. í Baði 0£ Heilsu fierðu mikið úrval af skemmtilegum og hagnýtum jólagjöfum. Mikið úrval af náttúrulcgum baðvörum m.a. frá Neal's Yard Remedies í Lundúnum. Dýrindis baðolíur, baðsölt, nuddolíur, andlitsvöm og sápur unnar úr jurtum og hreinum olíum. Bað ðc Heilsa t03.Rcylcja.irik Sími 6,7722« gefendur að láta prenta erlendis og leysa upplag úr tollvörugeymslu eftir því sem það seldist í stað þess að þurfa að standa skil á greiðslum og gjöldum um leið og prentun lyki. Neskirkja Neskirkja Fyrstujólin sviðsett EINS OG undanfarin ár verða jólasöngvar í Neskirkju kl. 2 fjórða sunnudag í aðventu sem að þessu sinni er 20. desember. Sú nýbreytni verður á höfð að fjár- húsið sem staðsett var utan kirkju- dyra fyrir tveimur árum verður nú reist í anddyrinu. Er fólki gefínn kostur á að koma að jötunni með böm sín og leyfa þeim að gefa til Hjálparstofnunar kirkjunnar um leið og minnst er hvers vegna við höldum jól. Dagskráin verður í stórum drátt- um þessi: Lúðrasveit Seltjamamess leikur undir stjóm Kára Einarssonar, skólakór Grandaskóla syngur jólalög undir stjóm Eyrúnar Finnbogadótt- ur, Bergþór Pálsson ópemsöngvari syngur við undirleik Reynis Jónas- sonar og fermingarböm sýna helgi- leik undir stjóm Jónu Hansen kenn- ara. Þá verður mikill almennur söng- ur og sr. Frank M. Halldórsson flytur lokaorð. (Fréttatilkynning) ------------- Jólablót ása- trúarmanna EINS og flestir vita eru jólin forn hátíð ljóssins sem rekja má aftur til heiðins tíma er fólk fagnaði endurfæðingu sólarinnar. í tilefni hátíðanna munu ásatrúarmenn og Þjóðbrók, félag þjóðfræðinema, efna til jólablóts á sólstöðum, mánudaginn 21. desember, á Café Hressó. Blótið verður sett stundvíslega kl. 20 en í framhaldi af því verða settir um Skímisleikar í garðinum á Café Hressó. Skímisleikar em Skímismál í leikrænni uppsetningu en margir telja að sum eddukvæðin hafí upp- haflega verið helgisiðaleikir sem fluttir hafi verið á blótum fom- manna. Eftir leikanna verður efnt til blótveislu með mat, kveðskap, söng og dansi. (FréttetUkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.