Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 18
GUCCI Frábœr úr útlit og gœði GUCCI úrin fást hjá Garðari Ólafssyni úrsmið, Lækjartorgi. Ql seer aaaMaaaa ei sruoAaaáOUiu araAjaynjoaoM 18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Jsabdh Lancray PARIS 7 * Aform um að rífa Hótel Vík Þjóðminjavörður tekur mál- ið upp í húsafriðunarnefnd Húsið er ekki á lista yfir byggingar sem borgaryfir- völd vilja vernda, segir formaður skipulagsnefndar Taugastríðið eftir Ruth Rendell Sálfræðiþriller eins og hann gerist best- ur; þráhyggja sakamanns að kynnast fórnarlambi sínu og unnustu hans. Af- leiðingarnar eru ófyrirséðar. Út í hönd Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsnefndar Reykjavík- ur, sagðist hafa staðfest við Póst og síma, áður en stofnunin keypti Hótel Vík, að húsið væri ekki á tveggja ára gömlum lista, sem borg- aryfirvöld samþykktu fyrir sitt leyti um hús, sem þau hefðu sérstakan áhuga á að varðveita, enda hefði legið fyrir staðfest deiliskipulag mið- bæjarins, sem samþykkt var 1986, og þar væri gert ráð fyrir að húsið mætti víkja fyrir nýbyggingu. Vil- hjálmur sagðist auk þess hafa bent Pósti og síma á að kynna sér þjóð- minjalögin frá 1989, þar sem eru ákvæði um að ekki sé leyfilegt að rífa eða breyta húsum, sem eru eldri en frá 1900, án umsagnar minja- varðar og húsafriðunarnefndar. „Ef borgaryfirvöld myndu vilja halda í húsið og varðveita það, kæmi til ákveðinn kostnaður af hálfu sveit- arfélagsins," sagði Vilhjálmur. „Þetta höfum við stundum gert, að kaupa eldri hús til að halda í þau. Það kostar að sjálfsögðu eitthvað að neita eigendum um að neyta rétt- ar síns. Ef sveitarstjórnir meta það svo að hús hafi varðveizlugildi, kost- ar það þær einhveija upphæð að halda fram þeirri stefnu sinni. Ef hins vegar húsafriðunamefnd eða menntamálaráðherra ákveða að friða hús í samræmi við ákvæði þjóð- minjalaga, tel ég tvímælalaust að ríkið beri allan kostnað gagnvart húseiganda sem af slíkri friðun kann að hljótast." -----♦ ♦ ♦ Starfsmiðlun Stúdentaráðs fyrirjólin Á SKRIFSTOFU Stúdentaráðs Háskóla íslands er fyrir þessi jól rekin svokölluð jólastarfsmiðlun þar sem stúdentar bjóða fram starfskrafta sína í jólafríinu. At- vinnurekendur geta leitað til miðlunarinnar ef þeir vilja fá liðs- auka með skömmum fyrirvara í jólaösinni og er reynt að bregðast fljótt og vel við öllum erindum. Hvers kyns störf koma til greina enda eru stúdentar fjölskrúðugur hópur með margvíslega reynslu og fjölbreytta menntun. Þjónusta Jóla- starfsmiðlunar Stúdentaráðs er ókeypis. (Fréttatilkynning) GUÐMUNDUR Magnússon þjóðminjavörður, sem sæti á í húsafriðun- arnefnd ríkisins, segist munu taka upp í nefndinni þau áform Pósts og síma að rífa Hótel Vík við Ingólfstorg, sem stofnunin festi nýlega kaup á. Næsti fundur húsafriðunarnefndar er á dagskrá í janúar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, segir að húsið sé ekki á lista yfir byggingar, sem borgaryfirvöld hafi ákveðið að vernda. „Ég mun óska eftir því að starfs- maður okkar kanni þetta mál. Það þarf að athuga húsið sjálft og skjöl um það og fá nánari upplýsingar um áform Pósts og síma,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að jafnframt þyrfti að kanna hvaða sjónarmið væru uppi hjá borgaryfirvöldum um varð- veizlu hússins. I Morgunblaðinu hef- ur komið fram að Margrét Hall- grímsdóttir borgarminjavörður telur ekki koma til greina að rífa það. „Ég er sammála því, sem haft var eftir Margréti Hallgrímsdóttur í Morgun- blaðinu," sagði Guðmundur. „Þetta hús er bæði menningar- og bygging- arsögulega merkilegt. Það sér raun- ar hver maður sem gengur um Vall- arstræti og Ingólfstorg að húsið er merkileg smíði.“ Danska skáldkonan Synnöve Söe sló í gegn með bók sinni í TÆTLUM sem ✓ / / kom út hérlendis í fyrra. I bókinni UT I HÖND slær hún á nýja strengi og leiðir lesendur inn í heim sterkra tilfinninga, tryggða, vináttu, vonar og vonbrigða. Góð bók frá Fróða FRÓI )I BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Furðuflug Stephen King bregst ekki aðdáend- um sínum í þessari kyngimögnuðu spennusögu. Venjulegt farþegaflug milli borga í Bandaríkjunum breyt- ist í sannkallaða martröð. Stephen King spenna frá fyrstu blaðsíðu til hinnar síðustu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.