Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.12.1992, Qupperneq 12
StíBI HMilMMf-iMCl .er HUOAtfHAtJUA I CIK-fAjaHUOítOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 % ,.>-> Við erum í C5 I I I með jólagjöfina handa henni Ný sending: Síó pils, silkipeysur, fallegar tóskur. Sendum í póstkröfu. Opið í dag til kl. 22.00 Sunnudag frá kl. 13.00-17.00. Laugavegi 97, sími 17015. Nýsköpun er leið að langl ímamarkmið um eftir Þorvald Finnbjörnsson Þegar harðnar í dalnum í íslensku efnahagsiífi vaknar almennur áhugi á nýsköpun í atvinnulífinu. Leikir og lærðir þeysa fram á ritvöll dag- blaða eða halda þróttmiklar ræður á ráðstefnum og við hátíðleg tæki- færi. Efnahagsvandann á að leysa með nýsköpun og eru oft nefnd dæmi í því sambandi. Virkja á auð- lindir okkar í hafí og á landi og er lykillinn að öllu þessu sá mannauður sem til er í landinu. Omarkviss umræða Þessi áhugi er vissulega góðra gjalda verður og bráðnauðsynlegur ef taka á til hendinni við nýsköpun i landinu. í þessari umræðu hefur nýsköpun mismunandi og oft óljósa meiningu. Eitt vandamál er það að nýsköpun er flókið ferli aðgerða sem nær yfir breitt svið atvinnurekstrar og stuðnings við hann og koma þar margir við sögu. Hugtakið nýsköpun (innovation) er flókið og erfitt að skilgreina. Nýsköpun í víðu sam- hengi á sér stað þegar lausn er fund- in á tæknilegu-, félagslegu- eða skipulagslegu vandamáli, sem upp hefur komið einhvers staðar í þjóðfélaginu. Tæknileg nýsköpun er hins vegar aðferð sem fyrirtæki nota til að bæta samkeppnisstöðu sína og þar með afkomu. OECD hefur í svokölluðum „Oslo Manual“ sem kemur út um þessar mundir skilgreint tæknilega nýsköpun: „Tæknileg nýsköpun nær yfir nýjar framleiðsluvörur og framleiðsluað- ferðir eða afgerandi tæknilegar breytingar á framleiðsiuvörum og framleiðsluaðferðum. Nýsköpun er orðin staðreynd þegar framleiðslu- varan hefur verið færð á markaðinn (framleiðslunýsköpun) eða hefur verið notuð við framleiðslu (aðferð- anýsköpun). Nýsköpun hefur í för með sér röð vísindalegra, tækni- legra, skipulagslegra, fjárhagslegra og viðskiptalegra aðgerða." Með framleiðslu er einnig átt við þjónustu. Þegar talað er um að auka ný- sköpun í atvinnulífinu verða menn að hafa í huga að um er að ræða margþætta starfsemi sem þarf að- gang að margvíslegri sérþekkingu og öðrum aðföngum. Það þarf því að undirbúa jarðveginn fyrir ný- sköpun í landinu. Ábendingar OECD Sérfræðingar OECD sem skoð- uðu vísinda-, tækni- og nýsköpunar- kerfið í landinu fyrr á þessu ári, lögðu til að mótuð verði nýsköpunar- stefna í landinu. Að þessari stefnu- mótun ættu að standa bæði stjórn- völd og fulltrúar atvinnulífsins og stoðstofnana þess. Hlutverk þessar- ar stefnumótunar er meðal annars að koma á umhverfi þar sem fyrir- tæki geta leitað stuðnings við ný- sköpunarstarfsemi sína. Þessi stuðningur gæti verið í formi þekk- ingar á öllum hliðum atvinnustarf- semi og lausnum vandamála, svo sem á sviðum rannsókna og þróun- ar, tækni, fjármála og markaða svo eitthvað sé nefnt. Jafnvel stærri fyrirtæki hafa ekki oft á sínum snærum fólk sem býr yfir allri þeirri JANUARUTSALAN Nei, nei, þetta er örugglega ekkert grín Við hjá TÓNVERI vitum nefnilega hvað það er ergilegt að sjá allar jólavörurnar, sem keyptar eru dýrum dómum, hríðfalla í verði í janúar. Það er aðeins hægt að bregðast við því á einn veg: JANÚARÚTSALA FYRIR JÓL! 20“ litsjónvarpstæki með fjarstýringu + myndbandstæki með fjarstýringu. Rétt verð kr. 62.000,- Jólaútsöluverð kr. 49.900,- stgr. Þú sparar kr. 12.100,- ekki í janúar, NÚNA! 21" litsjónvarpstæki með flötum skjá og fjarstýringu + myndbandstæki með fjarstýringu. Rétt verð kr. 74.222,- Jólaútsöluverð kr. 59.900,- stgr. Þú sparar kr. 14.322,- ekki í janúar, NÚNA! Þetta frábæra ferðatæki er með tvöföldu kassettutæki, geislaspilara, útvárpi og hátölurum, ásamt 3ja banda tónjafnara. VERÐ AÐEINS kr. 18.900,- stgr. Hljómtækjastæða á ómótstæðilegu verði. Geislaspilari, plötuspilari, tvöfalt kassettutæki, útvarp, hátalarar. Jóla jóla verð aðeins kr. 31.900,- stgr. ekki í janúar, NÚNA! Þetta ferðatæki er tiivalið í sumarbústaðinn, bílskúrinn eða herbergið. Tvöfallt kassettutæki, útvarp, CD tengi, 3ja banda tónjafnari og „bassa booster". VERÐ AÐEINS kr. 7.950,- Vasadiskó handa þeim litlu eða stóru frá kr. 1.500,- Frábært úrval af útvarpsverkjaraklukkum. VERÐFRÁ kr. 1.500,- Ferðatæki frá kr. 2.900,- TOPER -betri verð NÚNA Garðastrarti 2, sími 627799, bílageymsla beint á inóti. Abyrgð-IVlunalán-Þýzk gæðamerki. Sendum hvert á land sem e þekkingu og færni sem nauðsynleg er fyrir nýsköpunarferlið og því síð- ur minni fyrirtæki. Áhersla á einn þátt ferilsins er engum til góðs. Ef tíma og peningum er til dæmis var- ið til að þróa fram vissa afurð án þess að tekið hafi verið tillit til fjár- mögnunar á þróun og framleiðslu hennar eða hugað að viðbrögðum markaðar er oftast betur heima set- ið en af stað farið. Það er nauðsyn- legt að ráða yfir þekkingu á öllum þáttum málsins ef umbreyta á vís- indum í dollara eða ECU. Islendingar eru nýgræðingar á sviði tæknilegrar nýsköpunar. Iðn- ríkin hafa stundað skipulagða ný- sköpun um áratuga skeið og mótað stefnu í því sambandi og í mörgum tilfellum fijósamt umhverfi þar sem þekking er fyrir hendi. Á meðan hafa íslendingar treyst á auðlindir í hafi og á landi. Fýrirtækin hafa stundað nýsköpun hvert fyrir sig án venilegs stuðnings frá umhverf- inu. Orfá ný fyrirtæki sem byggja á nýrri þekkingu hafa verið sett á stofn á síðari árum og enn færri hafa staðist þá ókýrrð sem að þeim hefur steðjað. Það er meðal annars vegna dugnaðar stofnenda þeirra við að leita stuðnings í umhverfínu að þau eru enn til í dag. Að velja framtíð Margir hafa vakið athygli á nauð- syn þess að koma fleiri stoðum und- ir atvinnulífið þó lítið hafí verið unnið að því á skipulegan hátt. Tæknileg nýsköpun ætti að hafa í för með sér auknar fjárfestingar, aukan tekjuöflun þjóðarinnar, fleiri ársverk og væntanlega aukin út- flutningsverðmæti. Pjárfestingar í iðnaði hafa dregist saman á níunda áratugnum en verðmætaaukning hefur verið nokkur. Fjöldi ársverka sem óx lítillega fram til 1987 hefur farið niður fyrir þann fjölda sem var 1980. Utflutningsverðmæti á föstu verðlagi og verðmæti miðað við magn hefur verið að dragast saman á tímabilinu. í sjávarútvegi hefur fjárfesting farið vaxandi, þó hún hafí lækkað talsvert undir lok níunda áratugarins. Verðmæta- sköpun í greininni hefur aukist jafnt og þétt yfír tímabilið og örlitla auk- ingu ársverka er hægt að sjá í grein- inni. Útflutningsverðmæti sjávaraf- urða hefur aukist á síðasta áratug og má segja það sama um verð- mæti miðað við magn, en útfiutt magn hefur minnkað nokkuð. En það eru meðal annars markmið tæknilegrar nýsköpunar að auka verðmæti afurða og draga úr til- kostnaði við þær. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvort verðmæti sjáv- arafurða hafí aukist vegna áhrifa framboðs og eftirspurnar eða hvort aukningin sé vegna þess að nýjar og verðmætar vörur, afieiðing tæknilegrar nýsköpunar, hafa verið fluttar út. Af þessu má sjá vísbend- ingar um að í sjávarútvegi og iðn- aði hafa ekki skapast þau störf sem vonast var eftir og verðmætaaukn- ing í greinunum hefur verið of lítil. Eina starfsemin sem dregið hefur til sín vinnuafl er opinber starfsemi og fjármálaþjónusta. Hlutverk ríkisins ísland stendur frammi fyrir því að atvinnuástandið lagist líklega ekki í bráð og að þjóðarframleiðsla haldi áfram að minnka ef ekki verð- ur haldið skipulega á málum ný- sköpunar í þágu atvinnulífsins. Það nægir ekki að lítil fyrirtæki hvert í sínu lagi, séu að vinna að bættri samkeppnisstöðu í stöðugt erfíðara umhverfi. Allir þurfa að leggjast á eitt og vinna að sama marki. Því þarf að hefja strax þá vinnu að móta langtímastefnu um nýsköpun. Stjórnvöld sem ættu að hafa frum- kvæðið að nýsköpunarstefnu, hafa gert eða ákveðið að gera ýmislegt til að auðvelda framkvæmd nýsköp- unar í atvinnulífinu. Má nefna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.