Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 ÚRSLIT Skíðalandsmótið Hlíðarfjall við Akureyri: -Stórsvig karla 1. Kristinn Bjömsson, Ólafsfirði....1:32,04 45,08 46,96 2. ÖrnólfurValdimarsson, ÍR.....1:32,67 44,94 47,73 3. -Haukur Arnói-sson, Ármanni..1:33,50 45,76 47,74 4. Gísli Reynisson, Ármanni.....1:35,17 46.47 48,70 5. Arnór Gunnarsson, ísafirði...1:35,22 46.68 48,54 6. Ásþór Sigurðsson, Ármanni....1:36,01 47,03 48,98 7. Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri.l;36,33 46,93 49,40 8. Eggert Óskarsson, Ólafsfirði.1:37,34 47,42 49,92 i Gunnlaugur Magnússon, Ak..........1:37,80 48.69 49,11 10. Egill Ingi Jónsson, ÍR.......1:38,81 48,717 50,10 11. Ingi Geir Ómarsson, Árm. .1:41,12 49,27 51,85 12. Pálmar Pétursson, Ármanni....1:41,21 49,84 51,37 13. Kristján Kristjánsson, KR....1:42,49 50,02 52147 Stórsvig kvenna 1. Ásta S. Halldórsdóttir, Ísafírði ..1:35,61 52,02 43,59 2. Eva Jónasdóttir, Akureyri....1:38,35 53,38 44,97 3. Hildur Ösp Þorsteinsd., Ak...1:44,81 57.47 47,34 4. Hjördís Þórhallsdóttir, Akureyri 1:46,38 58,06 48,32 5. Fanney Pálsdóttir, ísafirði..1:47,16 59,46 47,70 v,*6. Margrét Ingibergsdóttir, Fr..1:48,65 59,90 48,75 7. Jónína Björnsdóttir, Ólafsfirði...l:50,08 1:00,65 49,43 8. Þórey Árnadóttir, Akureyri...1:50,43 1:00,65 49,78 9. Guðný Hansen, Ármanni........1:51,19 1:02,12 49,07 10. Lilja S. Guðmundsdóttir, KR..1:53,77 1:02,64 51.13 DAGSKRAIN Laugardagur nfrkureyri: Svig kvenna, fyrri ferð..........10.00 Svig karla, fyrri verð..:.....:....10.30 Svig kvenna, seinni ferð........13.00 Svig karla, seinni ferð..........13.30 Ólafsfjörður: 30 kmganga karla (frjáls aðf.)...11.00 15 kmganga 17-19 ára pilta (f)..11.00 7,5 kmganga kvenna (f)...........11.00 SunnudagUT Akureyri: Samhliðasvig karia................9.00 Samhliðasvigkvenna................9.00 Ólafsfjörður: 3x10 km boðganga karla...........11.00 3x5 km boðganga kvenna...........11.00 SKIÐAMOTISLANDS Morgunblaðið/Rúnar Þór Þrír fyrstu í stórsviginu á Akureyri í gær. íslandsmeistarinn, Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði, er í miðið. Til vinstri er Örnólfur Valdimarsson, ÍR, sem varð í öðru sæti og Haukur Arnórsson, Ármanni, sem varð þriðji. Fjörutíu eriendir keppendurá fis-mótunum Fjörutíu erlendir keppendur hafa skráð sig til keppni á alþóðlegu stigamótin, fis-_mótin, sem Skíðasamband íslands stendur fyrir og hefjást um næstu helgi. . Svíar fjölmenna á mótin, sem verða _sex og fara fram á Akur- eyri, ísafirði og Reykjavík. 15 sænskir karlar hafa skráð sig og sex konur, en þar er Pernilla Wiberg, ólympíumeistari í stór- svigi, fremst í flokki. Norðmenn senda fímm keppendur og síðan hafa borist skráningar frá Bret- landi og Austurríki. Forráða- menn SKÍ eru mjög ánægðir með þátttökuna og segja að þessi mót komi til með að verða árlegur viðburður. Knstinn varði titilinn Sigraði í stórsvigi eftir að Örnólfur Valdimarsson fékk besta tímann í fyrri ferð KRISTINN Björnsson frá Ólafs- firði varð íslandsmeistari í stórsvigi á Skíðamóti íslands í Hlfðarfjalli við Akureyri í gær. Hann varði þar með titilinn frá þvíá ísafirði ffyrra. Reykvíking- ar röðuðu sér í næstu þrjú sæti; Örnólfur Valdimarsson varð annar, Haukur Arnórsson þriðji og Gísli Reynisson fjórði. ■ ■ Ornólfur náði besta tímanum í fyrri umferð, var 0,14 sek. á undan Kristni. En kom það honum á óvart? „Já, ValurB. kannski, en mér Jónatansson gekk vel og náði að skrifar halda sæmilegum frá Akureyri hraða. Ég hef fundið það á æfingum að undaförnu að það hefur gengið ágætlega. Fyrri umferðin var góð hjá mér,“ sagði Örnólfur, sem hingað til hefur verið sterkari svigmaður. Kristinn sýndi síðan yfirburði sína í síðari umferð og var þá tæpri sekúndu á undan Örnólfi. „Ég komst ekki aiveg í gang í fyrri umferð, missti mig aðeins niður á flata kaflanum í brautinni. Mér fannst betra að keyra síðari ferðina með svolitla pressu. Ég gaf allt sem ég átti og það var gaman að verja titilinn," sagði Kristinn. Kristinn, sem er 19 ára, sagði brautirnar góðar en allt of stuttar. Hann sagðist vera vanur að keyra mun lengri brautir, enda blés hann varla úr nös er hann kom niður. ^Þetta hefur verið langur vetur. Ég hef æ'ft meira og minna síðan í ágúst í fyrra og keppt í 41 móti það sem af er. Ætli mótin verði ekki 50 eftir veturinn. Ég er næstum búinn að fá leið á skíðunum. En það alltaf gott að koma heima — allt önnur stemmn- ing. Ég er bjartsýnn á góðan árang- ur í sviginu og ætla mér einnig sig- ur þar,“ sagði Kristinn, sem hefur verið í skíðamenntaskóla í Geilo í Noregi í vetur. „Ég er ánægður með annað sæt- ið,“ sagði Örnólfur. „Ég gerði smá mistök í síðari umferð, missti mig niður í einni beygjunni. Það var gaman að ná besta tímanum í fyrri umferð því Kristinn var talinn lang sigurstranglegastur.“ Reykvíkingar komu mjög sterkir út í gær, áttu ijóra af sex fyrstu. Haukur Arnórsson náði þriðja sæti og félagi hans, Gísli Reynisson, varð fjórði, 0,05 sek. á undan Arn- óri Gunnarssyni frá ísafirði. Akur- eyringar voru ekki ánægðir með sinn hlut. Vilhelm Þorsteinsson náði besta árangi þeirra, 7. sæti. Alls voru 24 keppendur skráðir til leiks og luku 19 keppni. Veður var heldur óhagstætt, suðvestan hvassviðri og skafrenningur. ■ \ ..(■ ItOTTA / FIRMAKEPPNI Gróttu í innanhússknattspyrnu verður haldin helgina 11. og 12. apríl í nýja íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veita Kjartan Steinsson, sími 38589, Bernhard Petersen, sími 621936, Kristján Pálsson, símar 698304 og 611195, og Sigurður Þorsteinsson, símar 691600 og 674221. Knattspyrnudeild Gróttu. UT ANDEILD ARKEPPHI KSÍ1992 Rétt til þátttöku í keppni KSÍ utan deildar hafa þau fé- lög/fyrirtæki, sem ekki eiga lið í 1., 2. eða 3. deild karla og kjósa að taka ekki þátt í 4. deild karla. Tilkynna skal þátttöku á skrifstofu KSÍ fyrir 10. apríl nk. til Magnúsar Guðmundssonar, starfsmanns mótanefndar, sem veitir allar nánari upplýsingar, sími 814444. Þátttökugjald er kr. 25.000,- sem greiðist við skráningu. r MÓTANEFND KSÍ — ----T-,—rn—rr———r—rrrm?---;------------------n—t—— UORHEIM Morgunblaðið/Valur Ásta Halldórsdóttir, íslandsmeistari í stórsvigi frá ísafirði, í miðjuni. Til vinstri er Eva Jónsdóttir, Akureyri, sem fékk silfurverðlaun og Hildur Ösp Þorsteinsdóttir, Akureyri, sem hlaut bronsið. Tíundj meistara- titill Ástu í höfn „ÞAÐ gekk mjög vel hjá mér og það má segja að þetta hafi verið ótrúlega létt,“ sagði Ásta Halldórsdóttirfrá ísafirði sem sigraði með yfirburðum í stór- svigi kvenna. Þetta var jafn- framt tíundi íslandsmeistara- titill hennar. Akureyrarstúlk- urnar Eva Jónasdóttir og Hildur Ösp Þorsteinsdóttur höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Asta hafði langbesta tímann í báðum umferðum og sýndi mikið öryggi. Helstu keppinautar hennar, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Harpa Hauksdóttir og María Magn- úsdóttir, féllu allar úr keppni. „Það var sorglegt að þessar þrjár hafi farið útúr. En ég er að sjálf- sögðu ánægð með sigurinn og gott að byrja á að vinna og það eykur sjálfstraustið fyrir svigið og sam- hliðasvigið. Þetta er fyrsta mótið sem ég keppi á hér heima í vetur og því gott að sjá hvar ég stend gagnvart hinum.“ María Magnúsdóttir og Harpa Hauksdóttir fór útúr brautinni í fjórða hliði í fyrri umferð, en þar var grjót. í síðari umferð var braut- in stytt til að koma í veg fyrir að keppendur færu á grjót. Guðrún H. Kristjánsdóttir var með næst besta tímann eftir fyrri umferð, en fór útúr í síðari. „Ég stóð of lengi í neðra skíðið í einni beygjunni og varð of sein í næstu og því fór sem fór,“ sagði Guðrún. Eva Jónasdóttir náði öðru sæti og var tæpum þremur sekúndum á eftir Ástu. Hildur Þorsteinsdóttir, sem er aðeins 15 ára og var að keppa í fyrsta sinn á Skíðamóti íslands, varð þriðja. Tuttugu stúlkur tóku þátt í stór- sviginu og komust 12 klakklaust í gegnum báðar umferðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.