Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRIL 1992 © 1991 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate „pe.tta. cr þa& semþii b&ntirá, i geym'murn: HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Framúr- skarandi listamenn Frá Albert Jensen: í hveiju er lán hamingjusömustu þjóðar í heimi fólgið? Er það í auði og allsnægtum eða gífurlegu mis- rétti o.s.frv.? Nei, það má líkja þjóð- inni við fjölskyldu; ef þar ríkir sam- kennd og ástúð reynir enginn að troða á öðrum sér til framdráttar, eins fyllist enginn öfund eða opinber- ar hvimleiða skapgerðargalla þegar einhverjum úr hópnum gengur vel, ég tala ekki um, ef manneskjan skar- ar langt fram úr, þá er allt gert henni til framdráttar. Fjölskylda sem vel er gerð, skilur hvað henni í heild er fyrir bestu og styður því afreks- fólkið heilshugar og nýtur gleðinnar með því. Við íslendingar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa gegnum tíðina eignast framúrskarandi listamenn á mörgum sviðum, sönn menningar- verðmæti sem við höfum ekki metið að verðleikum. Hingað til höfum við uppskorið meir en við áttum skilið. Halldór Laxness átti lengi undir högg að sækja og voru margir honum andsnúnir, stuðningur og hvatning stjórnvalda engin, en framsýnir ein- staklingar studdu hann og eigum við þeim mikið að þakka. Með afrekum sínum hefur Laxness fært þjóð sinni ómetanlegan auð, ekki bara í bók- menntum. Kristján Jóhannsson, einn af bestu tenórsöngvurum í heimi, sannkallað- ur afreksmaður sem við erum stolt af, hefur ekki átt sjö dagana sæla hvað umfjöllun um hann hér heima áhrærir, stuðningur við hann enginn, en því meir af öfundsýki og smáborg- aralegri lágkúru. Kristján hefur unn- ið sig hjálparlaust upp í það sem hann er, heimsfrægur tenór. Þennan mikla söngvara ættum við að vera búin að styrkja í mörg ár með marg- víslegum hætti og hann á tímabilinu búinn að syngja á diska og snældur eitthvað af því besta sem við eigum í hljómlist. Möguleikar okkar að selja út á heimsmarkaðinn íslenska tón- list, jafnvel erlenda, með hagnaði vegna þess að afbragðs söngvari, heimsfrægur, ætti í hlut, eru nú hverfandi. En ég vona að þrátt fyrir allt eigi Kristján eftir að auðga menningu okkar með því að syngja íslenska hljómlist á diska og í óperu- húsi okkar. Margir eru þeir listamenn sem vert er að hvetja og styðja og slæmt ef peninga vantar en hneisa ef áhugaleysi veldur. Undanfarið hefur dásamleg lista- kona verið í sviðsljósinu, Sigrún Eð- valds fiðluleikari, sem er á heims- mælikvarða í list sinni og svo einlæg í framkomu og tali að unun er að sjá og heyra. Sigrún hefur fyrir löngu sýnt, að hún á skilið að fá ríflegan styrk og stuðning, en yfírvöld eru söm við sig, enginn skynsamleg pen- ingaútlát leyfð, það gæti stuðlað að makalausum utanlandsferðum á rík- isvegum. En skynsemin á sér for- mælendur. Hemmi Gunn hefur mörgu góðu komið til leiðar í sjón- varpsþátþum sínum og eitt af því besta var að hvetja til söfnunar í fiðlusjóð, Sigrúnu til handa, og eru þegar komnar nokkrar milljónir í hann. það er alltaf til fólk sem skilur ekki hvað þjóðinni er fyrir bestu, hvar hið raunverulega ríkidæmi hennar er. Ef þessi söfnun er ein- hveijum þyrnir í augum vegna ann- arra nauðsynlegra verkefna, þá ættu þau sömu að vita að fijálsar safnan- ir verða alltaf lifandi þáttur í menn- ingarmálum okkar, því þjóðin veit yfirleitt hvað henni er fyrir bestu, nema í kosningum, en þá er henni framboðið, ekki samboðið. Það er eins og mörgum stjómmálamönnum virðist hið mannlega ekki skipta máli, myndu heldur byggja höll yfir ekkert en safna í sjóði fyrir efnilega listamenn o.s.frv. Fijáls söfnun sýnir þjóðina í hnotskurn og hefur alltaf verið henni til framdráttar. ALBERT JENSEN, Háaleitistbraut 129, Reykjavík. Rangindi leiðrétt UNGA kynslóðin er betur inn- rætt og umburðarlyndari en sú eldri hét bréf, sem birtist hér sl. sunnudag. Þar var vitnað til nýlegrar endurminningarbókar. Morg- unblaðinu hefur verið bent á, að í síðari hluta bréfsins hafi rangar ályktanir verið dregnar um menn og málefni. Því birt- ist hér eftirfarandi úr bókinni „Litríku fólki“, æviminningum Emils Björnssonar, af síðu 60: „Frá þröngum efnahag mín- um í skóla hefir ekki verið sagt hér að framan til að kvarta um hlutskipti mitt. Þvert á móti þurfti enginn að vorkenna mér. Eg var sannast sagna harð- ánægður með minn hlut. Eg var á þeirri leið, er ég hafði þráð að ganga og vildi kosta öllu til. í rauninni var ég áhýggjulaus meðan ég átti fyr- ir fæði og bókum, látum flík- urnar vera. Hvað gat ég sagt! Einn félaga minna gekk á sömu skónum i 5 eða 6 vetur, og þessa eilífðarskó teiknaði Or- lygur og gerði ódauðlega í skól- asögu landsins." Á LAUGAVEGIÁ GÓÐUMDEGI Víkverji skrifar Víkveiji sótti á dögunum norð- lenzka hestadaga í Reiðhöll- inni í Víðidal. Það sem fyrsta sem Víkveiji tók eftir voru þær breytingar að loka loftihu yfir anddyrinu, sem bæði bætir andrúmsloftið á áhorfendapöll- unum og skapar betri aðstöðu fyrir veitingasöluna uppi. Hitt er svo aftur, að andrúmsloft- ið á áhorfendapöllunum var ekki gott á þeirri sýningu sem Víkvexji sótti, en hún var á laugardagskvöld- inu. Þessu ollu reykingar áhorfenda. Aldrei tók þulur fyrir reykingamár svo Víkveiji heyrði, en sagt var að í hléinu hafi það verið gert. Það bar hins vegar lítinn sem engan árang- ur. Víkveiji hvetur forráðamenn Reiðhallarinnar til að taka hart á þessari ókurteisi og takmarka reyk- ingar áhorfenda við hlé á sýningum. En það var margt sem gladdi á þessari sýningu norðlenzkra hestamanna, bæði knapar og hestar. Á engan er þó hallað þótt nefndir séu þeir Hrímnir frá Hrafnagili og Björn Sveinsson frá Varmalæk. Sú fegurð sem Hrímnir býr yfir er þeirr- ar náttúru að hún snertir þá strengi í manninum sem beztir eru. Og svo falleg sjón var þessi guðanna hestur að Víkveiji varð klökkur. Víkvetji hefur líka Iengi metið eig- anda Hrímnis, Björn Sveinsson, manna mest. Reyndar hefur Víkveiji dagsins aldrei talað við Björn og þekkir hann ekki nema í sjón á Hrímni. En það metur Víkvetji við Björn að hann skuli ekki hafa látið Hrímni frá sér fara. Af því sem Vík- veiji hefur séð og heyrt annars stað- ar þarf heilbrigða hugsun og sterk bein til að standast freistingarnar í þessum samtíma okkar sem virðist ganga meira fyrir gullinu en gleðinni — og vera allur í eftirsókn eftir vindi. En þótt aðeins helmingur eða fjórði- partur af þeim sögum og upphæðum, sem Víkveiji hefur heyrt, væri sann- leikur, þá væri Björn engu að síður í miklum metum hjá Víkveija fyrir að taka gleðina af hesti guðsins fram yfir gullið. xxx annig er þetta mannbætandi gleði, sem svona hestadagar bjóða upp á. Fleiri slíkir eru fyrirhug- aðir og þótt þeir félagár, Björn og Hrímnir, komi ekki alltaf við sögu er full ástæða til að hvetja fólk að sækja slíkar skemmtanir í Reiðhöll- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.