Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992 Norrænir leiklistardagar: Veglegt framlag ís- lensku leikhúsanna Á NORRÆNUM leiklistardögum sem verða í Reykjavík 4.-9. júní og eru haldnir í tengslum við Listahátíð í Reykjavík, koma fimm sýningar frá Norðurlöndunum. Framlag íslensku leikhúsanna verð- ur einnig veglegt, að sögn Hávars Sigurjónssonar blaðafulltrúa Listahátíðar, en alls verða íslenskar leiksýningar á fimm verkum. Þjóðleikhúsið sýnir þijú stykki, þ.e. verkin Elín, Helga, Guðríður á Stóra sviðinu, Kæra Jelena á Litla sviðinu og Ég heiti ísbjörg, ég er ljón á Smíðaverkstæðinu. Borgarleikhúsið sýnir Þrúgur reiðinnar og framlag Norræna hússins verður leikgerð Sveins Einarssonar á Bandamannasögu, sem frumsýnd verður sérstaklega af þessu tilefni. Tvær bamasýningar koma frá Nórðurlöndum; Fritjof Fomlesen frá Noregi og Apinn frá Dan- mörku. Tvær sýningar koma frá Svíþjóð; Draumleikur Strindbergs og Hamlet. Þá sýnir Borgarballett- inn frá Helsinki á Norrænum leik- listardögum. Morgunblaðið/Sverrir Ungir Hafnfirðingar yrkja ljóð um bæinn Börn í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði ásamt foreldrum og kennurum hafa undanfamar íjórar vikur unnið þemaverkefni í skólanum sem þau kalla „Hafnarfjörður, bærinn ökk- ar.“ Tvö þemaverkefni eru unnin á ári í skólanum og er markmiðið að efla tengsl á milli foreldra barnanna og kennara með því að opna skólann fyrir foreldrunum. Vigdís Finnbogadóttir forseti var meðal gesta sem heimsóttu börnin í gær til að hlusta á þau flytja ljóð og tii að skoða sýningu sem sett hefur verið upp í tilefni verkefnisins. Sýn- ingin verður opin í dag á milli kl. 13 og 16. Siðanefnd um auglýsingar: v- Auglýsing Myllunn- ar er talin brjóta í bága við siðareglur SIÐANEFND um auglýsingar hef- ur úrskurðað að auglýsing frá Myllunni sem birtist í DV í síðustu viku bijóti i bága við siðareglur um auglýsingar þar sem hún var Frumvarp viðskiptaráðherra til samkeppnislaga: Heímilt verði að banna sam- runa eða yfirtöku fyrirtækja Samkeppnisráð getur lagt á sektir, allt að 10% af veltu, vegna brota á samkeppnisreglum I STJÓRNARFRUMVARPI til samkeppnislaga, sem viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, er lagt til að nafni Verðlagsstofnunar verði breytt í Samkeppnisstofnun og nafni Verðlagsráðs í Samkeppnisráð. Skv. frumvarpinu getur Samkeppnisráð gripið til aðgerða gegn samn- ingum, skilmálum og athöfnum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni, en þau eru m.a. talin geta faiist I að fyrirtæki nái, viðhaldi eða styrki markaðsráðandi stöðu á markaði. Samkeppnisstofnun getur skyldað fyrirtæki til að tilkynna um samruna fyrirtækja, yfirtöku á öðru fyrir- tæki, kaup á meirihluta í öðru fyrirtæki eða yfirtöku á starfsemi annars fyrirtækis með öðrum hætti sem gera megi ráð fyrir að hafi veruleg áhrif á samkeppnisaðstæður. Telji Samkeppnisráð að samruni fyrirtækja eða yfirtaka á öðru fyrirtæki dragi verulega úr samkeppni og sé andstæð markmiði laganna getur ráðið lagt bann við því og sama á við ef eigendur með virk yfirráð í einu fyrirtæki ná virkum yfirráðum í öðru þannig að hamlað geti samkeppni. Meðal nýmæla í frumvarpinu er heimild til handa Samkeppnisráði að leggja á sektir vegna brota á samkeppnisreglum. I kafla frum- varpsins um viðurlög segir m.a. að við ákvörðun stjórnvaldssekta skuli tekið tillit til þess skaða sem sam- keppnishömlur hafa valdið og þess Verslun ’92 um helg’ina VERSLUN ’92 - ráðstefna Kaup- mannasamtakanna fer fram á Holiday Inn hótclinu í dag frá kl. 10 til 17. Slíkt ráðstefnuhald er orðið fastur liður í starfsemi sam- takanna en að þessu sinni verður farið inn á á þrengra svið og fag- legri málefni en áður. Samhliða ráðstefnunni er sýning á Holiday Inn laugardag og sunnudag. Á ráðstefnunni verða haldnir fyrir- lestrar um tækninýjungar og notkun þeirra í íslensku umhverfí, markaðs- setningu verslunar, öryggisbúnað, rafræna greiðslumiðlun og ímynd verslana. Á vörusýningunni verða m.a. umbúðir, tölvubúnaður, verslun- arkerfí og öryggisbúnaður, innrétt- ingar, sorpílát og bifreiðar, auk margvíslegra kynninga. ávinnings sem þær hafi haft í för með sér. Þó má sekt ekki nema hærri upphæð en 10% af veltu síð- astliðins almanaksárs hjá hveiju ein- stöku brotlegu fyrirtæki eða samtök- um fyrirtækja. Ákvörðun Sam- keppnisráðs má skjóta til sérstakrar áfrýjunarnefndar samkeppnismála. íhlutun Samkeppnisráðs vegna samninga, skilmála eða athafna fyr- irtækja sem talin eru hafa skaðleg áhrif á samkeppni getur einnig falið í sér að ráðið grípi til ákvörðunar um verð og viðskiptakjör einstakra fyrirtækja eða fyrirtækjahópa. í fyrstu grein frumvarpsins segir að lögin hafi það að markmiði að vinna að hagkvæmri nýtingu fram- leiðsluþátta þjóðfélagsins og efla virka samkeppni í viðskiptum með því að vinna gegn óhæfilegum hindr- unum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri og vinna gegn órétt- mætum viðskiptaháttum. Er lögun- um ætlað að taka til hvers konar atvinnustarfsemi, s.s. framleiðslu, verslunar og þjónustu, án tillits til þess hvort hún er rekin af einstakl- ingum, félögum, opinberum aðilum eða öðrum. í frumvarpinu er fjölgað bann- ákvæðum við samkeppnishömlum sem taldar eru skaðlegar. Lagt er til að samningar eða aðrar samstillt- ar aðgerðir um verð, gerð tilboða og markaðsskiptingu verði barmað- ar. „Bann við markaðsskiptingu er nýmæli í íslenskri löggjöf og einnig bann við leiðbeinandi láréttu sam- ráði t.d. ýmissa starfsstétta um út- gáfu sameiginlegs taxta. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að gildandi reglur um lóðréttar samkeppnis- hömlur, þ.e. að seljandi megi ekki binda hendur endurseljanda vöru um ákvörðun verðs, verði áfram í gildi. Nýmæli er þó að seljandi vöru getur ákveðið það verð sem endurseljandi má hæst verðleggja vöruna á,“ seg- ir í greinargerð frumvarpsins. Frá þessum bannákvæðum eru undan- þáguheimildir m.a. ef þær eru taldar geta leitt til aukinnar samkeppni. Kafli frumvarpsins sem varðar eftirlit með óréttmætum viðskipta- háttum er að mestu óbreyttur frá gildandi lögum en þó er bætt inn nýju ákvæði um auglýsingar, sem er sett til verndar gegn óheppilegum áhrifum auglýsinga á börn. Þá er fellt niður ákvæði gildandi laga sem felur í sér bann við úthlutun vinn- inga í verðlaunasamkeppni ef markmiðið er.örvun sölu eða þjón- ustu og tilviljun ræður hver vinning hlýtur. Þá eru ákvæði í frumvarpinu um að Samkeppnisstofnun beri að veita aðstoð við framkvæmd samkeppnis- reglna annarra ríkja og alþjóðastofn- ana í samræmi við gagnkvæmar skuldbindingar í milliríkjasamning- um sem miða m.a. að því að upp- fylla kröfur sem gerðar verða til landa sem verða aðilar að Evrópsku efnahagssvæði. Lagt er til að viðskiptaráðherra skipi formann Samkeppnisráðs án tilnefningar en Alþýðusambandið og Yinnuveitendasambandið tilnefni hvort sinn manninn og Hæstiréttur íslands skipi tvo menn sem séu óháð- ir fyrirtækjum eða samtökum sem lögin taka til. Lögð er áhersla á að efla svokall- að gagnsæi markaðarins með upp- lýsingamiðlun sem sé grundvallar- forsenda fyrir þróun virkrar sam- keppni. Gert er ráð fyrir að sam- keppnisyfirvöld beiti verðlagsákvæð- um aðeins í undantekningartilvikum ef önnur úrræði duga ekki en ríkis- stjórn er hins vegar veitt heimild til að setja á verðstöðvun eða aðrar verðlagningarreglur ef neyðar- ástand skapast, t.d. vegna náttúru- hamfara eða styijaldarástands. talin innihaida órökstuddar og rangar fullyrðingar. í auglýsing- unni var gefið í skyn að Brauð- gerð Mjólkursamsölunnar byði afslátt af brauðum í krafti niður- greiðslna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru tildrög málsins þau að auglýsingastofan Hvíta húsið kærði fyrir rúmri viku, fyrir hönd Brauð- gerðar Mjólkursamsölunnar, auglýs- ingu frá Myllunni. Hvíta húsið taldi að í auglýsingunni væri gefíð í skyn að Brauðgerð Mjólkursamsölunnar byði 50% afslátt af fínum og grófum stórbrauðum í krafti niðurgreiðslna á mjólkurafurðum og að skattgreið- endur greiddu því þann afslátt sem Brauðgerðin byði neytendum. Vegna tilmæla Siðanefndar um auglýsingar voru frekari birtingar auglýsingar Myllunnar stöðvaðar um leið og kæran var lögð fram í síð- ustu viku, Úrskurður Siðanefndarinnar féll svo í fyrradag og var auglýsingin talin bijóta í bága við sið'areglur um auglýsingar þar sem hún var talin innihalda órökstuddar fullyrðingar og beinlínis rangar. Þá segir í úr- skurðinum að auglýsingin sé talin skýlaust brot á ákvæðum um sann- leiksgildi annars vegar og last hins vegar. Morgunblaðið Arni Sæberg. Brotlegir ökumenn fá bækling Lögreglan í Reykjavík hefur gefið út bækling sem lögreglumenn munu á næstunni afhenda ökumönnum sem staðnir verða að brotum á umferðarlögum. I bæklingnum eru prentaðar ýmsar hvatningar til manna um nauðsyn aðgæslu í akstri. Meðal annars segir að umferðar- lög og -reglur séu settar til að umferðin megi ganga fyrir sig án óhappa og þegar slys verði hafí ein eða fleiri þessara reglna verið brotin. Myndin að ofan var tekin þegar lögreglumennirnir Jóhann Davíðsson og Júlíus Óli Einarsson, höfundur bæklingsins, voru við hraðamælingar á Hringbraut. Þegar búið var að skrifa upp nafn og númer brotlegra ökumanna var þeim afhentur bæklingurinn í kveðju- skyni. Í i i I I > I > I i >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.